Morgunblaðið - 09.07.1944, Síða 6
5
&ORGUNBLAÐIÐ
Sunnuðagiim 9. júlí 1944
1ÁJ ^omeróet WauJ,
\am:
LARRY DERFORD
í leit að
lífshamingju
39. dagur —
Larry brosti örlítið.
„Auðvitað getur verið, að
runnið hafi á mig blundur og
mig hafi dreymt. þetta. í»að get
ur og verið, að það, að jeg ein-
beindi huganum að daufu
kertaljósinu, hafi orsakað eins-
konar dáleiðsluástand hjá mjer,
og þessar þrjár myndir, sem
jeg sá eins greinilega og jeg
sje þig nú, hafi verið endur-
minning um myndir, sem varð-
veittar voru í undirvitund
minni. Það getur og verið, að
jeg hafi, ekki alls fyrir löngu,
verið gömul hefðarkona á Nýja
Englandi, og þar áður austur-
rískur Gyðingur, og einhvern-
tíma fyrir langa löngu, rjett
eftir að Sebastian Cabot sigldi
frá Bristol, spjátrungur við hirð
Henry, prinsins af Wales“.
„Hvað varð að lokum um vin
þinn?“
„Tveim árum síðar var jeg í
Suður-Indlandi á stað, sem heit
ir Madura. Kvöld eitt, í hofinu,
k.om einhver við handlegg
minn. Jeg sneri mjer við, og
þekti hann aftur. Hann spurði
mig, hvað jeg hefði verið að
gera, og jeg sagði honum það.
Hann spurði mig, hvert jeg
væri að. fara, og jeg sagðist
vera að fara til Travancore.
Hann sagði mjer þá, að jeg
skyldi fara til Shri Ganesha.
„Hjá honum finnið þjer það,
sem þjer leitið að“, sagði hann.
Jeg bað hann að segja mjer frá
honum, en hann brosti og sagði,
að jeg myndi komast að öllu,
sem væri nauðsynlegt fyrir
mig, þegar jeg sæi hann“.
„Jeg verð að taka hjer fram
í fyrir sjálfum mjer, til þess að
skýra frá, að það er engan veg-
inn ætlan mín hjer, að gefa
neina lýsingu á heimspekikerfi
því, sem kallað er Vedanta. Til
þess hefi jeg ekki næga þekk-
ingu, og jafnvel þótt jeg hefði
hana, væri ekki tímabært að
gera það hjer. Samtal okkar
var mjög langt, og Larry sagði
mjer miklu meira en jeg hefi
sjeð mjer fært að skýra frá
hjer, því að, þegar á alt er lit-
ið, á þetta að vera skáldsaga.
Það, sem jeg á að fást við, er
Larry. Jeg hefði yfirleitt hreint
ekki komið inn á svona flókið
mál, ef jeg hefði ekki ætlað, að
án þess að bregða upp a. m. k.
ofurlítilli mynd af íhugunum
hans og undarlegri reynslu,
sem ef til vill hefir átt rætur
sínar að rekja til þeirra, gæti
jeg ekki gert þá hegðun hans,
sem lesandinn mun nú brátt
kynnast, sennilega.
Mjer þykir leitt, að jeg get
ekki gert mjer vonir um að geta
með orðum mínum gefið hug-
mynd um, hve rödd hans var
skemtileg, svo að jafnvel það,
sem hann sagði í kæruleysi,
varð þrungið sannfæringar-
krafti. Ef lesandinn hefir orð-
ið fyrir þeim áhrifum, að Larry
hafi verið að láta bera á lær-
dómi sínum, með því að segja
mjer þetta, er það mjer að
kenna. Hæverska hans var jafn
augljós og einlægni hans.
Hann hafði setið þögull
nokkrar mínútur, og þar eð
jeg kærði mig ekki um að reka
á eftir honum, beið jeg þess, að
hann hjeldi áfram. Alt í einu
brosti hann vingjarnlega til
mín, eins og hann hefði skyndi-
lega orðið var við, að jeg var
þarna.
„Þegar jeg kom til Travan-
core komst jeg að því, að jeg
hefði ekki þurft að biðja um
upplýsingar um Shri Ganesha.
Allir þektu hann. í mörg ár
bjó hann í helli uppi á hæðun-
um, en loks var hægt að telja
hann á að flytja niður á sljett-
una, og þar hafði einhver hjarta
góður maður gefið honum
landspildu og bústað“.
„Hann var langt frá Trivan-
drim, höfuðborginni, og jeg var
heilan dag, fyrst með járnbraut
arlest og síðan með uxavagni,
að komast þangað. Þar hitti jeg
fyrst ungan mann, sem jeg
spurði, hvort jeg gæti fengið
að tala við Yoga-prestinn. Jeg
hafði tekið með mjer körfu með
ávöxtum til þess að gefa hon-
um, en það er algengasti virð-
ingarvotturinn. Eftir nokkrar
mínútur kom ungi maðurinn
aftur og fór með mig inn í
langan gang, með gluggum á
allar hliðar. I einu horninu sat
Shri Ganesha í hásæti, sem
þakið var tígrisdýraskinni.
Hann hafði verið að hugsa. „Jeg
hefi verið að bíða eftir þjer“,
sagði hann. Jeg varð undrandi
og spurði, hvort vinur minn
hefði sagt honum frá mjer. En
hann hristi höfuðið, þegar jeg
nefndi nafn hans“.
„Jeg fjekk honum síðan á-
vexti mína, og hann sagði unga
manninum að fara með þá
fram. Við vorum einir eftir, og
hann horfði þögull á mig. Jeg
veit ekki, hve löng þögnin var.
Hún getur hafa verið í hálfa
klukkustund. Jeg hefi sagt
•þjer, hvernig hann leit út. En
það, sem jeg hefi ekki sagt þjer
frá, er rósemin, sem geislaði
frá honum, friðurinn, gæskan,
óeigingirnin. Mjer var heitt og
jeg var þreyttyj eftir ferð mína,
en smám saman fór jeg að
finna til unaðslegrar hvíldar.
Aður en hann sagði meira vissi
jeg, að þetta var maðurinn, sem
jeg hafði verið að leita að“.
„Talaði hann ensku?“ tók jeg
fram í fyrir honum.
„Nei. En jeg er fljótur að
læra tungumál, og jeg hafði
lært nóg í Tamil tii þess að
skilja og gera mig skiljanlegan
í Suður-Indlandi. Loks tók
hann til máls.
„Til hvers hefir þú komið
hingað?“ spurði hann.
„Jeg fór að segja honum frá
því, hvernig jeg hefði komið til
Indlands og hvernig jeg hefði
farið með tíma minn, þessi þrjú
ár. Jeg sagði honum, að jeg
hefði gengið á milli heilagra
manna, en enginn þeirra hefði
getað gefið mjer það, sem jeg
leitaði að. Hann tók fram í fyr-
ir mjer.
„Jeg veit þetta alt saman.
Það er engin þörf á að segja
mjer það. Til hvers hefir þú
komið hingað?“
„Svo að þjer gætuð orðið
Guru (trúarkennari) minn“,
svaraði jeg.
„Brahma einn er Guru“,
sagði hann.
„Hann hjelt áfram að stara
á mig með undarlegum ákafa.
Þá, alt í einu, stífnaði líkami
hans, augu hans virtust verða
innhverf og jeg sá, að hann
hafði fallið í leiðslu, sem Ind-
verjar kalla Samadhi. í leiðslu
þessari segja þeir að tvískipt-
ing efnis og hlutar hverfi og
maðurinn verið Algjör þekking.
Jeg sat fyrir framan hann á
gólfinu, með krosslagðar fætur,
og hafði ofsalegan hjartslátt.
Eftir langa stund, jeg veit ekki
hvað langa, andvarpaði hann
og jeg sá, að hann hafði aftur
fengið meðvitund. Hann horfði
vingjaínlega og blíðlega á mig.
„Vertu kyrr“, sagði hann.
„Þeir sýna þjer, hvar þú átt að
; sofa“.
★
Jeg fjekk til bústaðar kof-
ann, sem Shri Ganseha hafði
búið í fyrst, þegar hann kom
niður á sljettuna. Gangurinn,
sem hann dvaldi nú í dag og
nótt hafði verið bygður, þegar
lærisveinarnir söfnuðust í kring
um hann og fleira og fleira
fólk heimsótti hann. Til þess að
vekja ekki á mjer athygli,
klæddist jeg hinum þægilega,
indverska búningi og varð svo
sólbrendur, að án nánari at-
hugunar hefðu allir haldið, að
jeg væri inníæddur. Jeg las
mikið. Jeg hugsaði. Jeg hlust-
aði á Shri Ganesha, þegar hann
óskaði eftit að tala. Hann tal-
aði ekki mikið, en hann var
altaf fús til þess að svara spurn
ingum og það var dásamlegt að
hlusta á hann.
„Kenningar hans voru mjög
einfaldar. Hann kendi, að við
værum öll stærri en við viss-
um, og viskan væri lykillinn að
frelsinu. Hann kendi, að það
væri ekki nauðsynlegt sálu-
hjálpinni að draga sig út úr
heiminum, heldur að afneita
allri sjálfsmeðvitund. Hann
kendi, að verk, sem fram-
kvæmd væri án allrar eigingirni
hreinsaði sálina, og skyldurnar
væru tækifæri sem gæfist
mönnunum til þess að gleyma
sínu eigin sálarlífi og sameinast
Alverunni. En það voru ekki
kenningar hans, sem voru svo
eftirtektarverðar. Það var mað
urinn sjálfur, góðsemi hans,
sálarstyrkur — heilagleiki
hans. Nærvera hans var bless-
un. Jeg var mjög hamingjusam
ur hjá honum. Jeg fann, að jeg
hafði loks fundið það, sem jeg
leitaði að. Vikurnar, mánuðirn-
ir, liðu, með ótrúlegum hraða.
Jeg ætlaði annaðhvort að
dvelja þar þangað til hann
væri dáinn — hann sagði okk-
ur, að hann ætlaði ekki að
dvelja mikið lengur í hinum
tortímanlega líkama sínum —
eða þar tií jeg hefði náð því á-
standi, þegar maður hefir að
lokum brotið af sjer alla hlekki
Valemon konungur hvítabjörn
Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen.
og bað um að fá að fara heim og finna foreldra sína. Ekk-
ert var því til fyrirstöðu, nema það, að hún mátti ekki fara
eftir neinu, sem þau segðu henni um hagi þeirra tveggja
í höllinni stóru.
En konungsdóttir fór ekki alveg eftir ráðum bjarnarins,
hún sagði móður sinni allt af ljetta um þeirra hagi og
móðir hennar sagði, að hún yrði að ganga úr skugga um
það, hvernig maður hennar væri, til þess yrði hún að lýsa
á hann á næturþeli og fjekk henni kerti. Þegar konungs-
dóttir kom heim, lýsti hún á björninn strax fyrstu nótt-
ina og sá þá fríðasta mann, sem hún hafði nokkru sinni
augum litið. En hann vaknaði við bjarmann af ljósinu og
varð mjög sorgmæddur og sagði: „Nú hefirðu eyðilagt
hamingju okkar beggja, það var ekki nema mánuður eftir,
sem jeg átti að vera í álögunum, ef þú hefir verið góð
þann tíma, þá væri jeg nú laus. Það var galdranorn, sem
lagði á mig, að jeg væri hvítabjörn á daginn, en maður á
nóttunni. Nú er allt búið okkar á milli, nú verð jeg að fara
og kvænast henni.
Konungsdóttir grjet og barmaði sjer, en hann varð að
leggja af stað. Hún spurði nú um það, hvort hún mætti
ekki fara með honum. Hann kvað það vera alveg ómögu-
legt, en um leið og hann þaut af stað, náði hún taki í feld-
inn, kastaði sjer á bak bjarnarins og hjelt sjer rígfastri.
Svo þaut björninn af stað yfir fjöll og urðir, gegnum
skóga og runna, það rifnuðu af konungsdóttur fötin á
greinum og þyrnum, loks var hún orðin svo þreytt, að hún
sleppti takinu og vissi ekki lengur af sjer. Þegar hún
vaknaði lá hún inni í stórum, dimmum skógi og bráðlega
reis hún upp og lagði af stað aftur, þótt hún vissi ekkert
hvert hún færi. Eftir að hafa gengið langa vegu, kom hún
að kofa einum, þar var gömul kona og falleg lítil telpa.
Þá spurði konungsdóttir, hvort þær hefðu nokkuð sjeð
til ferða Valemons konungs hvítabjamar.
,,Já, hann fór hjer fram hjá snemma í dag, en fór svo
hratt, að þú nærð honum víst aldrei, auminginn“, sagði
gamla konan.
Litla telpan var að leika sjer að því að klippa með gull-
skærum, sem voru svo töfrum búin, að silki og flaueli
rigndi yfir hana, þegar hún klippti út í loftið. Það skorti
ekki fatnaði, þar^em þau skæri voru,
„En mjer finnst þessi kona þurfa skæranna fremur
með en jeg“, sagði litla telpan. „Hún þarf að fara svo
langt og yfir svo vonda vegi“, Og svo bað hún fóstru sína
Það var eina nótt, að svert-
ingi var á leiðinni eftir Fertug-
ustu og fimtu götu í New York
frá brautarstöðinni til gistihúss
Hann hafði meðferðis tvær stór
ar og þungar töskur. Alt í einu
varð hann var við, að hönd tók
í handfang stærri töskunnar,
um leið og hann heyrði sagt við
hlið sjer með viðfeldri röddu:
„Þær eru vel þungar, bróð-
ir. Láttu mig bera aðra þeirra.
Við eigum hvort sem er sam-
leið“.
Sá svarti mótmælti í fyrstu,
en svo um síðir ljet hann und-
an þessum unga, hvíta manni
og þáði hjálp hans. Þeir gengu
svo það sem eftir var að hótel-
inu og mösuðu saman í mesta
bróðerni.
„Og það“, sagði Booker T.
Washington, hinn kunni, svarti
mentafrömuður, nokkrum ár-
um síðar, „var í fyrsta skiftið,
sem jeg sá Theodore Roose-
velt“.
★
Móðirin: — Frá hvoru'okk-
ar skyldi nú Hans litli hafa
fengið gáfurnar?
Faðirinn: — Áreiðanlega frá
þjer. Jeg hefi mínar ennþá.
★
Frændi: — En hvað þú ert
orðinn stór, Siggi minn. Jeg
man vel eftir því, þegar þú
fæddist. Það var á mánudags-
kvöldi ....
Siggi: — Nef, frændi, það
getur ekki verið, því að á mánu
dagskvöldum er jeg altaf í leik
fimi.
★
Maðurinn: — í dag hefi jeg
loksins fengið möguleika til að
afla mjer betri stöðu.
Konan: — En hvað jeg er
glöð yfir því, Hans — hvenær
fjekstu að vita þetta?
— í morgun, þegar forstöðu-
maðurinn sagði mjer upp.
★
Á lögreglustöð.
— Hjer kem jeg með svíns-
læri, sem jeg hefi fundið.
— Ágætt. Ef eigandinn gef-
ur sig ekki fram innan eins árs,
þá eigið þjer lærið.