Morgunblaðið - 12.07.1944, Síða 4

Morgunblaðið - 12.07.1944, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudag'iir 12. júlí 1944 Bátaútvegur Reykvíkinga og höfnin | Álit sjávarútvegs- nefndar bæjarins Sjávarútvegsnefnd hefir haft til athugúnar híafnarmál bæjar ins með sjerstöku tilliti til að flýta fyrir umbótum á athafna- svæði bátaútvegsins við höfn- ina. Vegna skorts á timbri verð ur nú fyrst um sinn ekki hægt að ráðast í nýjar framkvæmd- ir, og verður því að notast við það, sem fyrir er. Á þessu stigi leggur nefndin áherslu á, að verbúðirnar við höfnina verði rýmdar, og báta- útveginum veittur aðgangur að þeim. Er nauðsynlegt, að þeim, sem nú hafa verbúðirnar á leigu til annara þarfa en út- gerð, verði þegar í stað útveg- að annað húsnæði, ef þess er nokkur kostur, og ekki er hægt að láta þær rýma þær á annan hátt. Verbúðaplássið þarf svo að auglýsa sem fyrst til umsókn ar, til þess að menn, sem vilja gera hjeðan út báta, hafi næg- an tíma til að undirbúa sig und ir næstu vetrarvertíð, og neyð- ist ekki til að snúa sjer til ann- ara verstöðva. Hjer fylgir með greinargerð um útgerð Ingvars Vilhjálms- sonar á síðustu vetrarvertíð, er gefur nokkra hugmynd um þýð ingu bátaútvegs fyrir atvinnu- lífið í bænum, einmitt á þeim tíma árs, þegar jafnan er minst um atvinnu, þ. e. yfir vetrar- mánuðina. Með tilliti til fyrir- hugaðra ráðstafana bæjarstjórn ar varðandi útvegun á vjelbát- um til bæjarins væri og mikil- vægt, að þegar fengist nokkuð fyllri og almennari reynsla á vjelbátaútgerð í bænum, en nú er fyrir hendi. Þá vill nefndin " ennfremur eindregið leggja til, að útveguð verði og sett niður bílavigt við bátabryggjurnar, eða verbúð- irnar. Eins og nú háttar til, verð ur að flytja allan fisk þeirra báta, sem'.leggja þarna upp, austur fyrir höfn, til að fá hann veginn. Hefir það mikla aukna fyrirhöfn og kostnað í för með sjer fyrir útgerðina. Yfirleitt virðist ekki áhorfsmál fyrir bæ- inn, að gera alt, sem í hans valdi stendur, til að greiða fyr- ir hverskonar útgerðarstarfsemi í bænum. Sá kostnaður, sem það kann að hafa í för með sjer mun, af sjálfu sjer, fást marg- faldlega endurgreiddur. Reykjavík, 30. maí 1944. F. h. Sjávarútvegsnefndar Sign. Björn Björnsson. Greinargerð um útgerð Ingvars Vilhjálmssonar í Reykjavík á vetrarvertíð 1944. Ingvar Vilhjálmsson útgerð- armaður hefir í vetur gert út tvo vjelbáta á línuveiðar hjeð- an frá Reykjavík. Bátarnir eru „Jón Þorláksson“ 51 br. smál., úthaldstími 4 mánuðir og 10 dagar, og „Ásgeir“ 63 br. smál., úthaldstími 4 mánuðir. • Afli bátanna á línuveiðunum var sem hjer segir: „Jón Þorláksson“ „Ásgeir‘ Fiskur 1000 kg. . . . 538.0 507.0 Hrogn 1000 kg. . .. 23.2 23.1 Lifur 10000 1 32.6 31.8 Verðmæti 1000 kr. 279.3 260.9 Fiskmagnið miast við fiskinn slægðan (en með haus). Verðið á aflanum hefir verið í verbúð- unum: Fiskur 45 aurar pr. kg. Hrogn nr. 1 77 aur., hrogn nr. 2 50 aur. pr. kg. Fyrir lifur hafa verið greiddir 60 -aur. pr. 1, en endanlegt verð hennar hefir endanlegt verð hennar er ekki ákveðið, var í fyrra kr. 1,27. Hraðfrystihús Ingvars Vil- hjálmssonar keypti fiskinn og hrognin, en Lýsi h. f. lifrina. Mjöl og bein h. f. keypti allan úrganginn frá frystihúsinu á kr. 10,00 pr. tonn þar á staðn- um. Slorið, sem fellur í verbúð- unum, fá menn ókeypis fyrir að hirða það og sækja. Er not- að sem áburður, aðallega í garða. Við bátana störfuðu als 25 menn. I frystihúsinu, sem tók til starfa 4. febr., störfuðu 40 menn, við að frysta aflann af þessum tveimur bátum, eða sem því svaraði. I frystihúsinu voru framleidd um 550 tonn af fisk- flökum til útflutnings af línu- vertíðinni. Fiskflökin eru um 45% af fiskinum slægðum (með haus), svo að als hefir frysti- húsið unnið úr um 1200 tonnum yfir línuvertíðina. Verðið á flökuðum þorski er nú kr. 2,10 pr. kg. fob., og sama á hrognum númer 1. Hásetahluturinn var á „Jóni Þorlákssyni“ kr. 9190,12, en „Ásgeir“ kr. 8548,78. Land- menn þeir, sem vinna við bát- ana, hafa sömu kjör og hásetar. Á hvorum bát voru 7 menn um borð, en 5 í landi. Hluturinn var á „Jóni Þor- lákssyni“ kr. 8,55, en „Ásgeir“ kr. 8.43 pr. skippund, en meðtal j inni lifur, miðað við kr. 0,60 pr. 11, en í verstöðvunum suður með sjó var hluturinn kr. 7,20 —-7,60 pr. skippund fyrir utan lifur. I Verðið á fiskafurðunum er það sama hjer og suður með sjó, og sömuleiðis á olíu. Hins- vegar er beita og viðlegugjald hærra þar en hjer, og kostnað- ur við akstur meiri. Skipin leggja til veiðarfærin og koma þau því ekki til greina í sam- bandi við hlutaskiptin. Ingvar Vilhjálmsson hefir lát ið herða um 500 tonn af fiski, miðað við slægðan fisk með haus. Þann afla hefir hann keypt af öðrum, aðallega að- jkomubátum. Við hersluna hafa junnið um 20 manns yfir ver- ^tíðina. Verðið á fiskinum hefir | verið sama og til frystingar, kr. 0.45 pr. kg. Útgerð Ingvars Vilhjálms- ^sonar virðist ótvírætt hafa leitt í ljós, að landróðrarbáta má jgera út hjeðan á vetrarvertíð ' með góðum árangri, ekkert síð- ur en í nágrannaverstöðvunum. Samtals 1045.0 46.3 64.4 540.2 Bátaútvegurinn veitir tiltölu- lega fleiri mönnum atvinnu en t. d. togaraútgerðin, þegar hún stundar ísfiskveiðar, og flytur aflann óunninn á erlendan markað. Bátaútvegurinn er und irstaðan undir fiskiiðnaðinum. Hinn tiltölulegi litli fiskiaðn- aður, sem hjer er rekinn nú, neyðist til að afla sjer hráefnis að, bæði af afkomubáfum, er eggja afla sinn upp hjer og með því að sækja fisk til verstöðva suður með sjó. Seljendurnir hafa yfirleitt krafist þess að bílar, sem þeir leggja til, sjeu notaðir til flutninganna. Flutningskostnaðurinn, sem kaupendurnir verða að bera að öllu leyti, hafa verið 6 aur. pr. kg. Það hefði því kostað um 60 þúsund krónur að flytja þann fisk til bæjarins, sem bátar Ingvars Vilhjálmssonar hafa aflað til frystihúss hans á vetr arvertíðinni, og er þá ótalin hrogn o. s. fr. Hann telur að frystihús sitt, sem eingöngu ’ leggur stund á hraðfrystingu, hefði ekki getað starfað, ef það hefði átt að sækja hráefnið að og greiða þennan flutnings- kostnað. Nokkuð öðru máli gegnir um hin frystihúsin, sem reka ýmsa aðra starfsemi en hraðfrystingu, t. d. sölu á ís og J geymslu matvæla. Eigi að síður er mjög óeðlilegt að þau fyrir- tæki skuli þurfa að sækja hrá- efnið að, og starfsemi þeirra myndi að öðru jöfnu geta ver- |ið meiri, ef þau ættu kost á hrá efni á staðnum, með bestu kjör um. Þjéðverjar halda áfram Handtökum í Noregi Frá norska blaðafull- trúanum: ÞJÓÐVERJAR halda áfram handtökum sínum hvarvetna í Noregi. I síðustu frjettum segir, að þeir hafi við híis- rannsóknir í Luröy á Söndre Helgeland í Suður-Noregi handtekið 36 menn, sem sendir voru til Falstad einangrunar- fangelsanna vi,ð Þrándheim. Meðal hinna handteknu var 76 ára gamall maður, sem þjáð- ist af sykursýki, en þrátt fyr- ir elli sína og sjúkdóm var hann settur í handjárn eins og hver annar refsifangi. Á Hemnesbjerget, sem er rjett hjá Luröy, var sóknar- presturinn tekinn fastur og settur í einangrunarfangelsin. Alexander í Bretlandi. London í gærkveldi: Alex- ander yfirhershöfðingi herja bandamanna á Italíu, kom ný- •ega í heimsókn til Bretlands. Erindi hans var að ræða við Churchill forsætisráðherra og hernaðarstjórnendurna heima- fyrir. Konungur veitti honum áheyrn, meðan hann stóð við. :— Reutei. Minningarorð um Rósu HelgadMt|ii í dag verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði ekkjan Rósa Helgadóttir, sem andaðist á Elliheimili Hafnar- fjarðar 3. þ. m., tæpra 77 ára að aldri. Rósa Helgadóttir var fædd á Glammastöðum í Svínadal í Borgarfjarðarsýslu, 13. ágúst 1867. Þar bjuggu þá foreldrar hennar, Helgi Hansson frá Múlakoti í Lundarreykjadal og Eygerður Björnsdóttir frá Drag hálsi í Svínadal. Helgi var son- arsonur Jóns Isleifssonar í Stóra-Botni, -sem mikil ætt er frá komin í Borgarfirði, og venjulega er nefnd Botnsætt. Helgi Hansson andaðist 1878, frá konu og fjórum börnum í ómegð. Ekkja hans hætti þá bú skap og fjölskyldan tvístraðist og dreifðist. Rósa, sem þá var 11 ára, fór til frænku sinnar, Rósu Sigurðardóttur og manns hennar Karls Sigurðssonar, sem þá bjuggu á Súlunesi. Olst hún upp hjá þeim þar og á Snældu- beinsstöðum í Reykholtsdal, fram yfir fermingar aldur. Það mun fátítt og frásagnarvert að kona á 77. ári, eigi fóstru á lífi, en svo er þó hjer. Rósa Sigurð- ardóttir er enn á lífi hjá syni sínum Jóni Ivarssyni framkvstj. hjer í Reykjavík og er nú kom- in nokkuð á tíræðisaldur. Rósa Helgadóttir fór í vinnu- mensku innan við tvítugsaldur og var vinnukona þar til hún giftist 1889 Eggerti Benja- mínssyni frá Völlum í Hítar- dal. Þau bjuggu um 20 ára skeið í Hítárdal og Hnappadal og eignuðust á þeim árum 11 börn. 2 þeirra dóu í æsku en 9 náðu fullorðinsaldri. Einn sonur þeirra, Guðmundur að nafni, dó uppkominn. Hin 8 eru öll á lífi. Þau eru Helgi, verkam., Rvík., Sigurborg, hfr., Hafnarfirði, Benjamín, nú sjúk lingur á Hvítabands-spítala, Ágústa, hfr. í Ameríku, Jósep, vjelam., Rvík, Björn, sjóm., Rvík, Oskar vjelam., Ljósa- fossi. Eggert og Rósa fluttu til Hafnarfjarðar 1913. Þar bjuggu þau þar til Eggert dó 1930. — Síðan dvaldi Rósa hjá börnum sínum, mest hjá dóttur sinni, Sigurborgu, þar til fyrir tveim árum að hún fór á Elliheimilið í Hafnarfirði. Jeg kyntist Rósu Helgadóttur ekki fyr en hún var orðin göm- ul kona. Þá bjuggu þau hjón í litlu húsi við Kirkjuveg í Hafn arfirði. Ekki var auðæfum fyr- ir að fara, fínum húsgögnum eða dýrum kræsingum, en þó þótti mjer þar gott að koma og gott að dvelja. Þessi gömlu og lífsreyndu hjón höfðu það að- dráttarafl, eftir að jeg fór að kynnast þeim, að jeg taldi mjer bæði gagn og ánægju af að heimsækja þau. Eggert Benjamínsson var maður fjöl- fróður, greindur í besta lagi og skemtilegur í viðræðum. Hann var alinn upp í fátækt og als- leysi, en hafði ríka löngun til menta og lærdóms. Sú löngun mun hafa fylgt honum alla tíð, í hinni hörðu lífsbaráttu, sem hann átti í um dagana, með mikla ómegð en lítil efni. Þó hann væri dugnaðar og orku- maður, mun hugur hans aldrei hafa óskiptur unað við búsýsl og bjástur hins daglega og erf iða lífs. Það mun því engu síð- ur hafa orðið hlutskipti Rósu konu hans að standa í því striti. Það gerði hún líka með sæmd og prýði. Ekki þurfti þó lengi að tala við hana, til að komast að því, að hún átti líka. sín hugðarefni, sem voru utan þess þrönga stakks er tilveran hafði skorið henni. Vísur og ljóð, ættfræði og sögur frá eldri tímum voru hennar kærustu umtalsefni. Ástin á landinu og bestu mönnum þess, var ein- læg og takmarkalaus. Mig undr aði oft, hve þessi gamla kona, sem frá barnæsku hafði orðið að ganga í harðan skóla lífs- reynslunnar, gat talað með miklum innileik og ánægju um þessi hugðarefni sín. En mjer skildist það þá, að þau höfðu verið ljós á vegum hennar og lampi hennar fóta, á langri og erfiðri vegferð. Við andlát Rósu Helgadóttur minnist jeg með hlýjum huga litla hússins við Kirkjuveg, þar sem þau hjón dvöldu sín síð- ustu, og að mörgu leyti sín ró- legustu og bestu ár. Jeg minn- ist þaðan margra ánægjulegra stunda. Nú hafa gömlu hjónin bæði lokið vegferð sinni, að vísu svipaðri og annars al- þýðufólks, eða „þegna þagn- arinnar“, þar sem steinarnir tala, en þó með sínum sjerstaka hætti og blæ sem kunnugir ein- ir þekkja og skilja. Kynslóðir fara og.kynslóðir koma er lífs- ins lögmál. Af stofni þeirra eru nú lifandi nær fjörutíu afkom- endur í þremur ættliðum. Allir þeir, auk fjölda frænda og vifia munu nú og í ríki framtíðarinn ar blessa minningu þeirra. Guðm. Illugason. Rafmagns- 40 H. P. fyrir 220 volt 50 riða 3 víra riðstraum, til sölu. FE R R U M UMBOÐS- & HEILDVERZLUN SahQKOin: odM&JaOMX vtíax uvJcfcva SIMNEFNI .fEÍRUM- SlMI 5296.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.