Morgunblaðið - 12.07.1944, Síða 10

Morgunblaðið - 12.07.1944, Síða 10
MOBQUNBLABIÐ Miðvikudagur 12. júlí 1944 JO 1ÁJ JJomeróet Mu?t iam: LARRY DERFORD í leit að lífshamingju — 41. dagur — „Besta lausnin, sem jeg get sjeð, er sú, að hið illa hafi eðli lega orðið samfara hinu góða, þegar hið algera fór að láta til sín taka í heiminum. Enginn maður hefir nokkurn tíma get- að notið fegurðar Himalaya- fjallanna án þess að finna til hryllings við umhugsunina um hin geysilegu umbrot jarð- skorpunnar, sem þessi fjöll skópu. Kínverski iðnaðarmað- urinn, sem býr til vasa úr postulíni, getur gert hann fal- lega lagaðan, skreytt hann með fallegu útflúri, málað hann í fallegum litum og gefið honum hrífandi gljáa, en vasinn verð- ur altaf brothættur. Ef hann dettur í gólfið, þá brotnar hann í þúsund mola. Er ekki á sama hátt hægt að gera sjer í hug- arlund, að það í heiminum, sem okkur finst hafa gildi, geti að- eins verið til í sambandi við hið illa?“ „Þetta er snildarlega sagt hjá þjer, Larry“, sagði jeg, „en samt finst mjer þessi skýring varla fullnægjandi“. „Það finst mjer ekki heldur“, sagði hann brosandi. „En þeg- ar maður er kominn að þeirri niðurstöðu, að eitthvað sje ó- umflýjanlegt, þá er hið eina, sem maður getur gert, að reyna að sleppa sem skaðlausastur“. „Hvað ætlastu nú fyrir?“ „Jeg þarf að ljúka starfi hjer, og svo ætla jeg til Ameríku aft ur“. „Hvað að gera?“ „Lifa“. „Hvernig?“ ★ Hann svaraði mjög rólega, en með skrítinn glampa í augun- um, því að hann vissi, að jeg bjóst ekki við slíku svari. „Með rólyndi, umburðar- lyndi, miskunnsemi, óeigingirni og hófsemi“. „Það er svei mjer heppilegt, að þú skulir hafa góðar tekjur, það verð jeg að segja“. „Þær hafa orðið mjer að miklu liði. Án þeirra hefði jeg ekki getað alt, sem jeg hefi gert. En hjeðan í frá verða þær mjer aðeins til byrði. Jeg ætla að losna við þær eins fljótt og jeg get“. „Það væri als ekki skynsam- legt. Hið eina, sem gæti gert þjer kleift að lifa slíku lífi, er fjárhagslegt sjálfstæði“. „Þvert á móti, fjárhagslegt sjálfstæði myndi gera slíkt líf þýðingarlaust“. Jeg varð óþolinmóður. „Það gæti verið ágætt fyrir förumann í Indlandi. Hann get ur sofið undir trje og hinir guð hræddu eru fúsir til þess að á- vinna sjer einhverja verðleika með því að fylla beiningaskál- ina hans. En loftslagið í Amer- íku er ekki þannig, að gott sje að sofa þar úti undir berum himni, og þó jeg viti ekki mik- ið um Ameríku, þá veit jeg samt, að landar þínir eru á einu máli um það, að sá, sem ekki nennir að vinna, á ekki heldur mat að fá. Aumingja Larry, þú myndir verða sendur á vinnu- hæli, áður en þú gætir byrjað þetta fyrirhugaða líferni þitt“. Hann hló. „Það veit jeg vel. Maður verð ur að laga sig eftir umhverfinu og auðvitað myndi jeg vinna. Þegar jeg kem til Ameríku, þá reyni jeg að fá vinnu á bílastöð. Jeg er nokkuð slunginn að fást við vjelar, svo að það ætti ekki að verða svo örðugt“. ic „Myndirðu þá ekki eyða orku, sem gæti komið að betri notum, ef henni væri beitt að öðru?“ „Mjer finst gaman að líkam- legri vinríu. Þegar jeg hefi ver- ið orðinn sljór við nám, hefi jeg oft tekið eitthvað til hendinni, og mjer hefir fundist það hressa andann. Jeg man, þegar jeg var aðlesa æfisögu Spinoza, hvað mjer fanst það heimsku- legt af höfundinum að finnast það hræðilegt, að Spinoza skyldi þurfa að slípa stækkun- argler til þess að vinna fyrir daglegu brauði. Jeg er viss um það, að sú vinna hefir eflt hina andlegu starfsemi hans, jafn- vel þó ekki væri nema á þann hátt, að hún dró athygli hans um stund frá íhugununum. „Hugur minn er frjáls, þeg- ar jeg er að þvo bíl eða eiga við bensíndælu, og þegar jeg er bú inn að því, þá hefi jeg það þægi lega á tilfinningunni, að jeg hafi unnið eitthvað gagnlegt. Auðvitað myndi jeg ekki kæra mig um að vera í bílaverkstæði um alla eilífð. Það eru mörg ár, síðan jeg var í Ameríku. Til að byrja með ætla jeg að reyna að fá vinnu við að aka vöru- bíl. Þá gæti jeg ferðast lands- hornanna á milli“. „Þú hefir gleymt því, sem ef til vill er mikilverðast vi§ pen- ingana. Þeir spara tíma. Lífið er svo stutt, og það er svo margt, sem þarf að gera. Eng- inn hefir mínútu að eyða til ó- nýtis. Og hugsaðu þjer, hve löngum tíma þú eyðir til ónýtis með því áð fara alt gangandi í staðinn fyrir að ferðast með al- menningsvagni, og hve löngum tíma með því að ferðast með almenningsvagni í staðinn fyr- ir leigubíl". Larry brosti. „Það er alveg satt. En jeg gæti rutt þeim vandræðum úr vegi með því að eignast minn eigin bíl“. „Hvað áttu við með því?“ <Að lokum settst jeg að í New York, meðal annars vegna bókasafnanna þar. Jeg er mjög þurftalítill. Mjer er sama, hvar jeg sef, og jeg geri mjer að góðu eina máltíð á dag. Þegar jeg er búinn að sjá alt, sem mig langar til að sjá í Ameríku, þá ætti jeg að geta verið búinn að aura mjer saman fyrir bíl. Og þá gæti jeg orðið leigubíl- stjóri“. „Það ætti að loka þig inni, Larry. Þú ert bandvitlaus“. „Als ekki. Jeg er mjög skyn- sarnur og hagsýnn. Þegar jeg er orðinn sjálfseignarbílstjóri, þá þarf jeg ekki að vinna lengri tíma á dag en svo, að tekjurnar hrökkvi fyrir fæði, húsnæði og viðhaldskostnaði bílsins. Tóm- stundum iríínum gæti jeg varið til annarar vinnu, og ef jeg þyrfti að flýta mjer eitthvað, þá gæti jeg altaf ferðast í mín- um eigin bíl“. „En, Larry, bíll er eign, sem jafnast á við, skuldabrjef, út- gefin af ríkissjóði", sagði jeg til að stríða honum. „Sem sjálfs- eignarbílstjóri væri þú auð- maður“. Hann hló. „Nei, bíllinn minn væri að- eins atvinnutæki. Hann væri eins og beiningaskál föru- mannsins“. „Má jeg gefa þjer ráð, Larry. Jeg geri það ekki svo oft“. „Jeg fer heldur ekki oft eftir ráðum, sem mjer eru gefin“, svaraði hann og glotti. „Viltu hugsa þig vel um, áð- ur en þú afsalar þjer eignum þínum? Þú færð þær ekki aft- ur, þegar þú ert búinn að láta þær af hendi. Sú stund getur komið, að peningaþörf þín verði mjög brýn, annaðhvort handa sjálfum þjer eða einhverj um öðrum, og þá muntu sáran iðrast flónsku þinnar“. „Þú leggur meira upp úr pen ingum en jeg“, sagði hann dá- lítið hæðnislega, en þó græsku- laust. „Því get jeg vel trúað“, svar aði jeg. „Þú hefir altaf haft nóga peninga, en jeg ekki. Pen ingar hafa veitt mjer það, sem jeg met meira en nokkuð ann- að í þessu lífi, — sjálfstæði. Þú getur ekki ímyndað þjer, hvað mjer finst yndislegt að geta sagt hverjum, sem er, að fara til helvítis, ef mig langar til“. „En mig langar ekki til þess að segja einum einasta manni í heiminum að fara til helvítis, en ef mig langaði til þess, að þá myndi reikningshalli í bank anum ekki hindra mig. Þjer finst peningar veita sjálfstæði. En mjer finst þeir fjötur um fót“. „Þú ert þverhaus, Laríy“. „Veit jeg það. En jeg get ekki að því gert. Jeg hefi nógan tíma til að breyta um áform, ef mig langar til. Jeg ætla ekki til Ameríku fyrr en næsta vor. — Vinur minn, Auguste Cottet málari, hefir boðist til að lána mjer lítið hús við Sanary, og þar ætla jeg að vera í vetur“. Sanary er yfirlætislaus gisti- staður á Riviera, milli Ban- dolles og Toulon, og þangað koma margir listamenn, sem kunna ekki við sig í prjálinu í St. Tropez. „Þú munt kunna vel við þig þar, ef þjer finst þægilegt að hafa það á tilfinningunni, að þú sjert grafinn lifandi.“ Vaiemon konungur hvítabjörn Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen. 5. Síðan tók konungsdóttir dúkinn og þakkaði fyrir sig, og hjelt áfram ferðinni langar leiðir, allan daginn og heila nótt gekk hún um dimman skóginn, en um morg- uninn kom hún að bergi, sem var bratt eins og vegg- ur og svo hátt og langt, að ekki sá fyrir endann á því. Þar var líka kot eitt lítið hjá berginu, og um leið og hún gekk inn í kotið, sagði hún: „Góðan daginn, hafið þið sjeð Valemon konung hvíta- björn fara hjer framhjá?“ „Góðan daginn stúlka mín“, sagði konan í kotinu. „Já hann Valemon konungur hann fór hjerna upp yfir bergið fyrir þrem dögum síðan, en upp fyrir það kemst enginn annar en fuglinn fljúgandi“, sagði hún. í þessu koti var svo fult af smábörnum, að það var alveg dæmalaust, og öll hengu þau í pilsunum hennar móður sinnar og hrópuðu á mat. Kerling setti þá á hlóðir pott með steinvölum í. Konungsdóttir spurði hvað þetta ætti að þýða. Konan sagði þá að hún væri svo fátæk, að hún hefði hvorki neitt að borða og varla fötin á hópinn, en það væri svo þreytandi að heyra börnin hrópa á mat, að hún setti upp pottinn og segði, að nú væru kartöflurn- ar bráðum soðnar, þá væri eins og sulturinn í krökkunum rjenaði örlítið og þau væru til friðs nokkra stund, sagði hún. Konungsdpttir var nú ekki sein á sjer að taka fram tlúkinn og flöskuna og þegar börnin voru södd og kát, sneið hún á þau föt með gullskærunum. „Jæja“, sagði konan í kotinu, „fyrst þú varst svona skelfing væn við mig og börnin mín, þá væri það skÖmm, ef jeg reyndi ekki að hjálpa þjer svolítið í staðinn, til þess að komast upp bergið. Maðurinn minn er afar mikill smiður. Nú skalt þú fara að hvíla þig, þangað til hann kemur heim, svo skal jeg fá hann til þess að smíða klær handa þjer, bæði á hendur og fætur, og með þeim geturðu kanske klifrað upp bjargið. Þegar smiðurinn kom heim, fór hann strax að fást við klærnar, og eftir sólarhring var hann búinn með þær. Þá þakkaði konungsdóttir fyrir sig og lagði af stað upp bjargið, hjó í það stálklónum o'g skreið og skreið upp eftir berginu, heilan dag og heila nótt og var or§ín svo dauð- þreytt, að hún gat varla hreyft sig og hjelt hún myndi hrapa niður aftur, en um leið komst hún upp. Þar var sljetta með ökrum og engjum, svo miklum og víðlendum, að slíkt hafði hún aldrei fyrr sjeð, og rjett hjá bergbrún- inni stóð höll. Var þar fult af fólki og alt á flugi og ferð, allir önnum kafnir við ýmsa vinnu. Aagnn jeg hvíli með gleraugum f rá Týli h.f. Ef Loftur getur það ekki — bá hver? — Pabbi, í dag sagði strák- ur við mig, að jeg væri líkur þjer. —• Nú, og hverju svaraðirðu þú? — Engu, hann var sterkari en jeg. ★ Faðirinn: — Heyrðu, dreng- ur minn, hjerna stendur í eink- unnabókinni þinni, að þú sjert latastur og verstur af tuttugu og þremur strákum, sem eru í þínum bekk. — Verra gat það verið, sagði strákur. — Verra? Nei, verra gat það ekki verið. — Jú, ef fleiri strákar hefðu verið í bekknum. ★ Málarinn, sem ætlaði að fara að teikna Zebradýr: — Bíðum nú við, er kvikindið svart með hvítum röndum eða er það hvítt með svörtum röndum? ★ Drykkjuræfill bittir stór- kaupmann um hánótt. Ræfillinn: — Fyrirgefið þjer, herra stórkaupmaður, en eig- ið þjer ekki eina krónu og fimmtíu handa fátækum' vesa- ling, svo að hann geti fengið sjer eina pylsu. Stórkaupmaðurinn: •— Jeg hefi þá reglu að gefa aldrei neitt á þessum tíma sólar- hrings. — En viljið þjer- þá ekki gera svo vel að segja mjer, hve nær útborgun er hjá yður? ★ Læknirinn: — Þjer segið að þjer sjeuð vanir að drekka se< glös af öli á hverjum degi. Jeg verð því að ráða yður til þess áð drekka ekki nema helming- inn af því. Sjúklingurinn: — Já, herra læknir, en þegar jeg hugsa bet- ur um þetta, þá held jeg að jeg sje vanur að drekka meira en sex glös. ★ Vinnukonan hafði verið send *il þess að líta á loftvogina. Hún kemur aftur og segir: „Hún er 5 mínútur yfir óstöðugt“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.