Morgunblaðið - 30.07.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.07.1944, Blaðsíða 6
MOR6UNBLAÐIÐ Simnudagur 30. júlí 1944 B ilý framhaldssaga - Fylgist með frá byrjun Cullböiin, sem sveif í lofiinu Æfintýr eftir P. Chr. Asbj'rnseii. 12. Meðan þau voru á heimleið, sagði tryppið við piltinn: „Þegar þú ert kominn til tignar og metorða, þá máttu ekki gleyma mjer og því, sem jeg hefi fyrir þig gert, svo jeg verði að ganga á hnjánum af hungri“. Piltur sór og sárt við lagði, að það skyldi aldrei koma fyrir. Þegar hann kom heim til konungsdætranna með lífsins og dauðans vatn, vættu þau enni þeirrar sem svaf með nokkrum dropum af vatni lífsins og vaknaði hún jafn- skjótt og urðu miklir fagnaðarfundir. Síðan fóru þau heim til konungsins, föður þeirra og fóru nú drekarnir með þeim, því þeir stóðust ekki áð heyra, hve mikið var af uxa- og grísaskrokkum í því ríki. Gekk ferðin vel, þar sem fararskjótarnir voru nógir, fleygir og sterkir vel, en tryppið góða sat á baki eins drekans. Konungur varð mjög glaður og ánægður, er þetta fólk kom, en hann gekk samt um kring og beið og beið eftir að árin þrjú væru liðin, svo yngsta dóttirin •— augasteinn- inn hans — kæmi aftur. Pilturinn, sem svo miklu hafði afrekað, gerði hann að aðalráðgjafa sínum og mesta manni landsins, að honum sjálfum, konunginum, undanteknum, en margir voru þeir, sem öfunduðu piltinn, þótt öfund jafn lágt settra manna og bræðra hans næði ekki til hans nú. Einn af þeim verstu, var riddari einn, — sem auðvitað hjet Rauður — og sem sagt var að vildi fá elstu konungs- dótturina fyrjr konu, og hann fjekk hana til þess að skvetta nokkrum dropum af vatni dauðans á piltinn, — sem sofnaði út af þegar í stað. Þegar hin þrjú ár voru iiðin, renndi herskip eitt mikið og skrautbúið að landi, og fyrir því rjeði þriðja systirin og hafði með sjer þarn sitt, rúmlega tveggja ár að aldri. Hún sendi stríðsmenn sína af skipi og til konungshallar og ljet bera þangað þau boð, að hún stigi ekki fæti á land, fyrr en sá, sem hefði þjargað henni úr tröllahöndum, kæmi út í skipið og sækti hana. Þá var næstæðsti ráðherrann söndur út í skipið. Hann tók ofan hatt sinn, er hann steig á skip og kengbeygði sig fyrir konungsdóttur og syni hennar. „Getur þetta verið faðir þinn, sonur minn?“ sagði kon- ungsdóttir við barn sitt, sem ljek sjer að gullepli. „Nei, faðir minn skríður ekki eins og ormur, hvorki fyrir einum nje neinum“,’'sagði drengurinn, þótt hann væri ekki stór. Hún andvarpaði um leið og Nikulás hjálpaði henni inn í vagninn. Þegar þau óku niður á Barclay-götu, var hún of ör- væntingarfull til þess að veita athygli því, sem í kringum hana var. Hún hafði aldrei ekið í einkavagni áður, en einkenn- isklæddi vagnstjórinn og tveir jarpir hestar, sem hlupu fyrir vagninum, gátu ekki einu sinni dregið að sjer athygli hennar. Hún hjelt óljóst, að þetta væri leiguvagn, þar eð hún hafði enga hugmynd um, hvern ig menn, í stöðu Nikulásar, lifðu. Hann hafði hesthús, fullt af hestum, og tvo vagna í New York, til þess að nota, þegar hann heimsótti borgina,sem var mjög sjaldan.Hann hafði einnig nýlega látið byggja sjer stórt hús á Stuyvesant Place, til sömu nota. Húsið hafði verið lokað núna og honum hafði ekki fundist ómaksins vert að opna það, þar eð hann dvaldi aðeins eina nótt í borginni. I En þegar þau komu niður á bryggjuna og Miranda sá hinn geysistóra, hvíta og gylta gufu- bát, sem beið þeirra þar, rank- aði hún við sjer. „Eigum við að fara með þessum bát?“ hrópaði hún. „Aldrei hefi jeg sjeð svona stórt og fallegt skip“. Nikulás brosti. Hann hafði gaman af því, hve barnaleg hún var. Það yrði gaman að móta þessa óþroskuðu og sak- lausu sál. Það var margt, sem hún átti eftir að læra, áður en hún sómdi sjer, sem frænka hans. Hún þurfti að fá önnur föt, og mál sitt varð hún að vanda betur. Hann hafði tekið eftir því, að borðsiðum hennar var mjög ábótavant. Hún var ekki alveg örugg um, hvernig nota ætti hníf og gaffal. Hún varð að læra að ganga virðu- lega, í stað þess að ganga eins og hún væri stöðugt að biðja afsökunar á tilveru sinni. Hún virtist og ekki hafa hugmynd um, að hún ætti altaf að ganga á undan karlmanni. En hún yrði fljót að læra. Til allrar hamingju hafði móðir náttúra gefið henni fagran og grann- vaxinn líkama — mjög ólíkan Jóhönnu. Eins og altaf, þegar honum varð hugsað til konu sinnar, var eins og svört hula væri dregin fyrir, einhversstaðar í sálu hans. Þau komu nú að landgöngu- brúnni, sem var mjög skraut- ieg, úr mahogny-við, með rauðri flosábreiðu. Miranda stansaði vandræðaleg fyrir neð an.hana og beið þess ósjálfártt, að Nikulás færi á undan. Hann hristi höfuðið. „Þú átt að ganga á undan. Kona á ætíð að ganga á undan fylgisveini sínum“. ,,Já, auðvitað“, sagði Miranda hraðmælt. Pabbi var altaf van- ur að ganga fyrstur, en hefðar- fólkið hegðaði sjer víst öðru- vísi. Hún skyldi vara sig á þessu næst. Miranda var því nær yfirhug uð af allri dýrðinni, sem hún sá um borð í „Svölunni“. Hún var, eins og dagblöðin kölluðu hana, „fljótandi höll“. Frá út- skorna, gylta erninum á fram- stafninum og að flagginu, sem blakti fjörlega í skutnum, var því nær hver krókur og kimi skreyttur útflúri, sem málað var hvítt og gylt. í aðal-saln- um, sem var geysistór og hátt undir loft þar, stóðu útskornar súlur undir gotneskum hvelf- ingum, sem samlöguðust til skiftis í stóra boga, sem allir voru málaðir og útflúráðir. Silkitjöldin, þumlungs-þykk teppin og hinir geysistóru ljósa hjálmar báru jafnvel af því, sem hún hafði sjeð í Astor- gistihúsinu. í gær hafði Miranda setið á kartöflupoka aftur í skut á markaðsbátnum, en nú sat hún á útflúruðum armstól úr rósa- viði, sem stóð í einu horninu á hinu stóra, hvítmálaða þilfari. Og þarna var músik. Þýsk hljómsveit ljek dægurlög inni í salnum. „Óþoiandi hávaði“, tautaði Níkulás fyrirlitlega, um leið og hann settist niður við hlið henn ar, svo að hún þorði ekki að segja, að sjer þætti þetta fallegt ,,Svalan“ fór nú af stað, og þegar hún var komin framhjá Yonkers, tók hún að herða á sjer. Nikulás benti Miröndu á alla merkisstaðj, sem þau sigldu j framhjá, og sagði henni ýmsar i munnmælasögur um fljótið. t Miranda hlýddi á hann í þög- I ulli aðdáun, því að þegar Niku- lás vildi það við hafa, gat hann verið prýðisvel máli farinn, þar eða hann var gæddur þeim hæfileika að geta gert hvaða umræðuefni, sem var, skemti- legt. Og nú, á þessu augnabliki, hafði hann gaman af að skemta Miröndu. ,,Svalan“ var að fara frá bryggjunni í Newburgh, þegar nokkrir farþeganna hlupu eftir þilfarinu, aftur í skut, og skipið virtist alt í einu fljúga áfram, svo hratt fór það. Nikulás stóð á fætur og horfði niður eftir fljótinu, þar sem annað skip kom nú í ljós, fyrir Dennings-höfðann. „Það er „Örninn“,“ sagði hann. „Hann er á eftir okkur. Nú verð ur áreiðanlega kappsigling til Poughkeepsie“. „Kappsigling?11 endurtók Mi- randa undrandi. „Til hvers?" „Til þess að fá ánægjuna af því að sanna, að annað skipið sje síðra hinu“. Hún leit snögt á hann. Henni fanst þetta undarlegt svart, og var að hugsa um, hvort hann væri að gera gys að sjer. En hann horfði með ákafa á „Örn- inn“, sem var nú að ná þeim. „Svalan“ hamaðist svo, að Mir- anda var viss um, að alt myndi springa í loft upp. Og alt í einu varð hún óttaslegin. „Er þetta ekki hættulegt?" hrópaði hún, þegar hún fann þilfarið hitna undir fótum sjer. Nikulás ypti öxlum, en hafði ekki augun af skipinu, sem var á hælum þeirra. „Það er hætta alls staðar, býst jeg við“. Miranda greip með báðum höndum utan um stólarmana og sagði við sjálfa sig, að hún mætti ekki haga sjer eins og hugleysingi. Það leit vissulega út fyrir, að allir farþegarnir skemtu sjer vel. Þeir hrópuðu sig hása, veifuðu með hand- leggjunum og veðjuðu hátt um úrslitin. Og svo var þessu lokið jafn skyndilega og það hófst. „Sval- an“ varð á undan að skipa- kvínni í Poughkeepie, og ætlaði þá fagnaðarlátum farþeganna aldrei að linna. Miröndu fanst hún hafa hag- að sjer mjög heimskulega og leit afsökunaraugum á Nikulás. Þótt Nikulás hefði ekki tekið neinn þátt í fagnaðarlátunum, sá hún samt, að á andliti hans var sigri hrósandi svipur, sem hvarf þó brátt, þegar hann settist aftur; Andartak var eins og þetta kæmi dálítið ónotalega við hana, því að þótt hún skildi hann engan veginn, fanst henni eins og kappsiglingin hefði haft aðra þýðingu fyrir hann en hina farþegana — einhverja innri þýðingu — og úrslit hennar sýndu, að vilji hans hafði sigr- að. „Svalan“ hjelt nú áfram sína leið, upp eftir fljótinu, sem óð- um mjókkaði, svo að strend- urnar sáust greinilegar. „Ó, hvað fjöllin eru há hjerna, Nikulás frændi", hróp~ aði Miranda. „Jeg hafði ekki hugmynd um, að til væru svona stór fjöH“. ’ Nikulási varð hugsað til Alpafjallanna, þar sem hann hafði dvalið sumarið 1835, og brosti, en sagði ekki neitt, til þess að valda henni ekki von- brigðum. í stað þess benti hann henni á Fjallahúsið, en það var jafnvel hægt að greina þrettán snævi þakta tinda þess úr þess- ari fjarlægð. „Og þeir segja, að á heitum sumardögum geti maður enn heyrt litlu mennina slá keilur sínar þar“. Miranda skildi bersýnilega ekki, um hvað hann var að tala. „Kannast þú ekki við Died- rich Knickenbocker og „The Sketch Book‘.‘?“ Hún hristi höfuðið. BÓNAÐIR OG SMURÐIR BÍLAR H.f. STILLIR- Laueravee 168. — Sími 5347. tsæm- ’ Um Ameríkuferðir hefir Kr. H. Breiðdal ort eftirfarandi: Margur er fús til frarna hjer, á flugi gleypa andann. Jeg veit ei hversu vert það er að vesturheimska landann, ★ — Hugsaðu þjer bara, jeg var úti í nótt og var á kendiríi með fjelögum mínum, og þá braust þjófur inn í húsið. — Hvernig reið honum af ? — Þú getur ímyndað þjer — konan mín hjelt, að það væri jeg. ★ ÞEGAR aðaldómarinn í Ly- on í Frakklandi kom inn í rjett arsalinn, bar það eitt sinn við, að hann kom inn í salinn, þeg- ar taka átti fyrir sjerstakt mál, og áheyrendabekkirnir voru þjettskipaðir konum. „Þeir ^iheyrendur, sem þeg- ar eru komnir“, byrjaði dóm- arinn, „vita auðsjáanlega ekki, hvaða mál það er, sem nú á að taka fyrir. Þessvegna tel jeg það skyldu mína að biðja allar heiðvirðar konur að ganga út úr rjettarsalnum“. Ekki ein einasta kvennanna Ijet svo lítið sem að hreyfa sig í sæti sínu, heldur sátu þær allar sem fastast. „Þjónn“, sagði þá dómarinn, „nú hafa allar heiðvirðu kon- urnar farið út, rekið hinar“. ★ 1 ' SÚ SAGA er sögð af Wilton Lackaye, að það Ienti eitt sinn í hans hlut að troða upp síðast- ur í stórri veislu, þar sem fjöldi ræðumanna var búinn að tala, og höfðu flestir verið langorðir’. Veislustjórinn tilkynti komu Lacklaye með þessum orðum: „Nú mun hinn frægi leikari Wilton Lackaye kynna sig heiðruðum gestum“. Lacklaýe reis á fætur, hneigði sig og sagði: „Nafn mitt er Wilton Lackaye, Lambs Club, New York“. Síðan settist hann niður við dynjandi fagnaðar- læti samkomugestanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.