Morgunblaðið - 30.07.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.07.1944, Blaðsíða 8
8 9Xc P> liangið ytir Ölf usárbrú! VEGAMÁLASTJÓRI hefir enn á ný gefið út tilkynningu, þar sem hann hvetur alla þá, er leið eiga um Ölfusárbrú, að fara gætilega. — Sjerstaklega beinir hann orðum sínum til bifreiðarstjóra á áætlunarbif- reiðum, uni að aka ekki bifreið um sínum með farþegum í yfir brúna, en öllum þeim bifreið- um, sem vega meir en 6000 kg. með hleðslu, er bönnúð umferð um brúna. Viðgerðum á Soleyj argötu lokið eftir mánuð. BLAÐIÐ átti í gær tal við Gústaf Pálsson, framkvæmda-' stjóra Almenna byggingarfje- lagsins, sem tekið hefir að sjer' viðgerð á Sóleyjargötu fyrir bæinn. Gústaf sagði, að búið væri að púkka og steypa rennur fyrir gangstjettir alt suður að Braga götu. Byrjað er að leggja flís- ar í gangstjettina og gatan er á þessum kafla tilbúin til mal- bikunar, en það er undir bæn- um komið, hvenær hægt verð- ur að malbika. Búið er að grafa niður götuna alt suður að Njarð argötu. — Ef alt gengur vel, sagði Gústaf, má búast við, að við- gerð götunnar verði lokið eftir ca. einn mánuð. Bygginganefnd Þjóðminjasafns Á FÖSTUDAGINN var skip- aði Sinar Arnórsson dómsmála ráðherra nefnd þriggja manna, er verði ráðherra til ráðuneyt- is um undirbúning og fram- kvæmdir byggingar Þjóðminja safns. Þessir menn eru í nefndinni: Alexander Jóhannesson pró- fessor, og er hann formaður nefndarinnar, Matthías Þórðar- son þjóðminjávörður og Valtýr Stefánsson ritstjóri. Alþingi veitti, sem kunnugt er, 3 milj. króna til bygging- arinnar. En ónefndur gefandi hefir heitið 15 þús. krónum til að standa straum af kostnaði við samkepni um uppdrætti að húsinu, þegar ákveðiS hefir ver ið, hvar það skuli standa. 5 nýir ræðismenn íslands í Ameríku RlKISSTJÓRNIN heif ný- lega útnefnt fimm nýja kjör- ræðismenn í Amerríku. Þeir eru allir vararæðismenn og eru það þessii1: Kolbeinn Thordarson, Se- nttle, Washington. Sjera Oc- tavius Thorlaksson, San Fran- ciseo, California. Stanley T. Ólafsson, Los Angeles, C'ali- fornia. Iljálmar Björnsson, Minneapolis, Minnesota. ITálf- dán Thorláksson, Vancouver, B.C'. Canada. Amerískur hermaður á leið umiþorp stúlku. Um 150 íslenskar sfúlkur hafa .gifst setuliðsmönnum EFTIR ÞVÍ sern næst verður komist hafa um 150 ís- lenskar könur gifst erlendum rnönnum s.l. ár'— og þá senni- lega a-ð mestu leyti. eða eingöngu setuliðsmönnurn. — Ekki hefir verið unnt að afla nákvæmra upplýsinga um giftingar íslenskra kvenna ðg útlendinga, m. a. vegna þess, að all- margar stúlkur munu hafa farið til útlanda til að giftast þar setuliðsmönnum, sem þær hafa kynst hjer á landi og 212. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 1.10. \ Síðdegisflæði kl. 13.52. Helgidagslæknir er Friðrik: Björnsson, Skólavörðustíg 25, sími 3553. Næturvörður er í Lyfjabúðinnl Iðunni. Næturakstur annast Litlabíla- stöðin, sími 1383. 70 ára afmæli á í dag Guðrún Jónsdóttir, Kirkjuveg 17, Kefla- vík. Sextug er í dag Kristín Jóns- dóttir, Hafnargötu 26, Keflavík. ÚTVARPIÐ f DAG. 8.30 Morgunfrjettir. 11.00 Messa í Dómkirkjunni (sjera Garðar Svavarsson). 14.00 Miðdegistónleikar (plötur: a) „Rósariddarinn“ eftir Rich. Strauss. b) „Don Juan“ eftir sama höfund. c) Söngvar eftir Schubert. d) Lagaflokkur eftir Ravel. e) „Hátíð vorsins“ eftir Stravinsky. 19.25 Hljómplötur: Tónverk fyr- ir blásturshljoðfæri, eftir Mo-, zart. 20.20 Hljómplötur: Fiðlusónata í G-dúr eftir Grieg. 20.35 Upplestur: Þáttur um Geir- fuglasker (sjera Jón Thoraren- sen). 21.00 Hljómplötur: Norðurlanda- söngvarar. 21.20 Kveðja (Richard Beck pró- fessor). 21.35 Hljómplötur: Slavneskir dansar eftir Dvorak. ÚTVARPIÐ Á MORGUN. 8.30 Morgunfrjettir. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Tataralög. 20.20 Þýtt og endursagt: Fyrsti heimskautakönnuðurinn (Her- steinn Pálsson ritstjóri). 20.50 Hljómplötur: Lög leikin á balalaika. 21.00 Um daginn og veginn (Vil- hjálmur S. Vilhjálmsson blaða maður). 21.20 Hljómplötur: a) Vínardans , ar eftir Beethoven. b) Peter Maríus Ólafsson. Dawson syngur. á Normandieströndinni^stansar til þess að tala við litla Eftir svip hennar að dænsa, þarf dátinn heldur betur að flikka upp á frönsltuna sína. Lesbókin í dag I LESBÓKINNI í dag er fram hald af frásögn frú Astrid Friid af ferðalaginu um Noreg í apríl 1940. í þessum kafla er m. a. lýst því, er þýskir flugmenn rjeðust á ferðamannahóþinn, og bjóst enginn við að sleppa lifandi. Ennfremur er í Les- bókinni greini eftir frú Önnu Bjarnadóttur, þar sem hún lýs- ir sumardvöl í Normandí, og viðbótarfrásögn frú Theodóru Thoroddsen um Holgers-- strandið. Kvæði, 17. iúní, eftir hafa því ekki fengið leyfisbrjef hjá íslenskuni yfirvöldum. Ameríknmenn komnir til sjávar hjá Coutences London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. AMERÍKUMENN höfðu í -morgun náð borginni Cou- tences á vesturströnd Normandiskaga önigglega á sitt valdl og sótt fram aila leið til sjávar. Þar með hafa þeir króað inni það þýskt lið, sem kann að hafa verið eftir fyrir norðau Coutenees-veginn, milli St. Lo og sjávar. Hermönnum var bannað að giftast á Islandi. Fyrst eftir að ameríski her- inn kom hingað til lands, 1941, var amerískum hermönnum bannað að giftast íslenskum stúlkum. En áður en þetta bann gekk. í gildi, munu nokkrir landgönguliðar flotans (Marin- es) hafa gifst eða trúlofast, og konuefni þeirra farið vestur til að giftast þeim. Ennfremur er vitað, að nokk ur brögð voru að giftingum milli amerískra hermanna og íslenskra stúlkna þrátt fyrir bannið. Fýrir, nokkru var upphafið bann hernaðaryfirvaldanna gegn því, að amerískir her- menn giftust á íslandi og síðan hafa giftingar farið allmikið í vöxt. Á skrifstofu borgardómara (ájur lögmannsskrifstofunni) hafa verið geíin út samtals 138 leyfisbrjef vegna giftinga út- lendra manna og ísl. stúlkna. í Hafnarfirði hafa verið gefin út 5 leyfisbrjef á sama tíma, og er mjög varlega áætlað, að 8 leyfisbrjef hafi verið gefin út annarsstaðar á landinu.-. I Reykjavík skiftist leyfis- brjefaveitingin þannig eftir ár- um og þjóðerni: 1940 voru gefin út 2 leyfis- brjef, og voru það Bretar, er þau fengu. 1941 voru gefin út 25 leyfis- brjef, sem skiftust þannig eft- ir þjóðerni brúðguma: Bretar 18, Pólverjar 2, Norðmenn 4, Bandaríkjamaður 1. 1942 voru 46 leyfisbrjef gef- in út í Reykjavík til útlendinga. 20 til Bandaríkjamanna, 18 til Breta og 8 til Norðmpnna. 1943 voru leyfisbrjefaveiting ar til útlendinga 18 hjer í bæn- um. 5 til Bandaríkjamanna, 5 til Breta og 8 til Norðmanna. Það sem af er þessu ári hafa þegar verið gefin út 47 leyfis- brjef til útlendinga, þar af eru 37 til Band'aríkjamanna, 7 til Breta og 3 til Norðmanna. íslenskir og erlendir prestar gifta. Bæði íslenskir og erlendir prestar (herprestar) hafa gift setuliðsmenn og íslenskar stúlk ur. Hefir Morgunblaðinu ekki tekist að afla sjer upplýsinga hjá öllum prestunum í bænum um það, hve marga setuliðs- menn þeir hafa gift. Einn prest ur hjer í bænum hefir síðan 1940 gift 43 erlenda menn og íslenskar konur. Þar af 18 Breta úr landher og flugher, 4 úr flot- anum og einn erlendan mann, sem vann hjer á vegum breska K.F.U.M. Sami prestur hefir gift 16 Bandaríkjahermenn, 2 norska hermenn og 3 norska flugmenn. En ekki er enn vitað, hve Þjóðverjar höfðu komið miklu liði undan, áður en Bandaríkja menn lokuðu undanhaldsleið- um þeirra. Fangatalan eykst stöðugt. Tala fanga, sem Ameríku- menn hafa tekið í sókn sinni í Normandí, eykst stöðugt. í gær um hádegi voru fangarnir komnir upp í 5000, en þeim fjölgaði óðum, eftir því, sem Bandaríkjamenn náðu fleiri virkjum Þjóðverja á sitt vald, en sem þeir höfðu farið fram hjá í sókninni. 49 km. sókn. I sókninni, sem hófst síðastl. fimtudag, hafa Bandaríkja- menn sótt fram um 40 km. á 50 km. breiðri víglínu óg tekið marga bæi og þorp. Ekki sáust þess nein merki í gær, að Þjóð- verjar væru farnir að hægja á undanhaldi sínu. Síður en svo. Fluglið bandamanna hefir beint árásum sínum gegn vara- liði, sem Þjóðverjar hafa ver- ið að senda til vesturhluta Nor- mandískagans síðustu dagana. Ráðist hefir verið á birgðalest- ir Þjóðverja og 8 brýr hafa ver ið sprengdar á Signu. Franskir skæruliðar hafa veitt banda- mönnum mikið lið með árásum á samgönguleiðir Þjóðverja, sem liggja að Normandí víg- stöðvunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.