Morgunblaðið - 09.08.1944, Side 1

Morgunblaðið - 09.08.1944, Side 1
BANDAMENN SENDA LIÐ í SVIF- FLUGUM TIL LEIRUÓSA Litlar breytingar við prússnesku landa- mærin London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. • RÚSSNESKA HERSTJÓRNARTILKYNNINGIN í kvöld minnist ekkert á bardagana við landamæri Austur-Prússlands, nje heldur við Varsjá, en kveður Rússa hafa fært út kvíjarnar í Suður-Póllandi; þar sem rússneskir herir eru komnir yfir Vislu- fljótið. , Þjóðverjar segja í tilkynn- ingu sinni frá miklum bardög- um austan landamæranna og kveðast ennfremur hafa lokið við að uppræta innikróað rúss- neskt lið fyrir austan Varsjá. Sókn í Eystrasaltslöndunum. Þá kveðast Rússar hafa hrundið miklum áhlaupum. er herir Þjóðverja í Leltlandi og Eistlandi hafi gert til þess að komast suður á bóginn og hafi orusturnar staðið í þrjá daga. Þjóðverjar hafa ekki minnst á þessar hersveitir sínar um' nokk uð langan tíma, en lausafregn- ir segja alltaf að verið sje að flytja þær á brott sjóleiðis. Litlar breytingar. Fregnritarar segja orusturn- ar nærri landamærum Þýska- lands mjög harðar, en eins og herstjórnartilkynningar aðila bera með sjer, hafa breytingar orðið litlar sem engar þarna, og ekki heldur við Varsjá — Rússar kveðast hafa tekið olíu- borg eina suður við Karpata- fjöll. Engar fregnir hafa borist um bardaga á finsku vígsíöðvun- um. Átta þýskir her- forragjar dæmdir | og heugdir í gær | London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. I DAG var upp kveðinn dauðadómur yfir átta þýskum her- foringjum. Var það þjóðrjettur, sem kvað upp dóminn og voru allir hinir ákærðu dæmdir til dauða, og skyldu þeir hengjast, þar sem þeir voru of illir til þess að vera skotnir. Var dómnum fullnægt tveim klukkustundum síðar. Meðal hinna dæmdu var von Witzleben marksálkur. Fimm samsærismenn bíða dóms.- Það hefir komið fram í rjett arhöldunum, að samsærismenn byrjuðu að ráða ráðum sínum seint á árinu 1943. Voru þá að- al_ forgöngumennirnir Stieff og Treschow hershöfðingjar, en sá síðarnefndi stjórnaði þá liði á Austurvígstöðvunum. Fóru þeir brátt að athuga, hvernig-koma mætti Hitler fyrir kattarnef, og var upphaflega ætlunin að láta hermann bera tímasprengju við herskoðun, þar sem Hitler rannsakaði lið, en þessu var breytt, og tók þá Steuffenberg að sjer að koma sprengju í skjalatösku inn til Hitlers. Sögðu samsærismenn, að þeir Japanar smeykir llinn nýi forsætisráðherra, Japana flutti ræðu í dag, þar hann sagði, að hernaðarað- staða þjóðarinnar væri afar erfið og hættuleg á ýmsan hátt og yrðu allir Japanar að leggja mjög hart að sjer og margfalda afköst sín, ef sigur ætti að falla þjóðinni í skaut í stju’jöld þessari. Þá drap ráðherrann einnig á það sem til mála hefir komið, að alþýða manna í Japan yrði vopnuð, DroHning í einn dag Þau eru ekki tilvonandi hjón, þessi ungu hjer að ofan á mynd unum, nei, síður en svo. Ungi maðurinn á neðri myndinm dul bjó sig sein unga stúlku og leit þá út, eins og efri myndin sýn ir. Tók hann þátt í fegrunarsam kepni í Suður-Californíu, en þegar hann var í þann veginn að fá verðlaun, nenti hann ekki að dyljast lengur. Orustur rjena á Ítalíu London í gærkveldi: — Það er nú ekki hægt að segja, að bardagarnir á vígsvæðinu á Italíu geti talist meira en skær- ur §inar, enda eru nú herirnir algerlega aðskildir af ánni Arno, og skiptast aðallega á stór skotum, bæði nærri Florens og á öðrum stöðum vígstöðvanna. Þjóðverjar halda stöðugt uppi skothríð á bandamenn af hæðunum fyrir norðvestan Flor ens, en víðar á vígstöðvunum er þ^að einkum stórskotalið Þjóðverja, sem lætur til sín taka, enda hefir það góða að- stöðu. — Reuter. Gagnsókn Þjóðverja ú Hortain gengur hægt London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. EINN af frjettamönnuxn þýsku frjettastofunnar á víg- stöðvunum í Frakklandi, segir frá því í kvöld, að banda- menn hafi sent allmikið lið-í svifflugum til Leiruósa, til þess að aðstoða skriðdrekaliðið í sókninni, — og eru þarna miklar bardagar. Gagnsókn Þjóðverja, sem stefnt var vestur til sjávar, til þess að einangra skriðdrekalið Bandaríkjamanna á Bretagneskaganum, hefir ekki borið tilætlaðan árangur. Þjóðverjum tókst að sækja nokkuð fram í byrjun og ná borginni Mortain, en svo gerðu bandamenn gagnáhlaup og eru enn háðir miklir bardagar þarna. Stjórnarskifti í Finnlandi London í gærkveldi: — Þýska frjettastofan flytur í kvöld þá fregn, að fyrrverandi utanríkismálaráðherra Finna, Anti Hackzell hefði í dag mynd að nýja ríkisstjórn, þar sem ann ar fyrrverandi utanríkisráð- herra, Carl Enckell fer með ut- anríkismálin. Það var Enckell, sem fór með Paasikivi í síðustu samninga- umleitanaferðina til Moskva. — Ekki var skýrt frá nöfnum fleiri ráðherra. — Reuter. Fiotaforingi fyrirfer sjer Washington í gærkveldi: Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Pardee Moon flotaforingi í Bandaríkjaflotanum, sá er stjórnaði flotadeild þeirri, er tók þátt í innrásinni í Frakk- land, andaðist á laugardaginn var. Að því er virðist fyrirfór hann sjer vegna mikillar stríðs þreýtu. Þetta var tilkynt opin- berlega í Bandaríkjunum í dag af James Forrestal, flotamála- ráðherra. Það var í orustunum um Charbourg-skagann, sem flotadeild Moon ljet aðallega til sín taka. Lissabon: Fyrir skömmu síð- an brann stærsta seglskip, sem smíðað hefir verið í Portúgal. Var það 1600 smál. að stærð og hjet Marianele. Var það á leið- inni frá Bandaríkjunum til Lissabon, er eldur kom upp í því úti á miðju Atlantshafi. Enn sókn við Caen. Kanadamenn byrjuðu einu sinni enn í morgun sókn fyrir suðvestan Caen og urðu orust- ur harðar. Sóknin var undirbú in með miklum loftárásum breskra sprengjuflugvjela, en síðar um daginn komu amerísk ar flugvjelar til skjalanna þarna. Lengst hafa Kanada- menn sótt fram um 7 km. á þessum slóðum og er harkan mikil í orustunum. Á Bretagneskaga. Hafa breytingar ekki orðið miklar í dag. Bardagar eru háð ir um 9 km. frá St. Malo, þar sem Þjóðverjar verjast af hörku. Einnig er barist í sömu fjarlægð frá herskipalæginu Bretst, og Bandaríkjamenn nálgast Lorient. Hafa sjest merki þess, að Þjóðverjar eyði- leggi mannvirki í þeirri borg. I áttina til Parísar. Bardagar eru og harðir hjá borgunum Laval og Mayenne, en aðstaða herjanna þar hefir lítt breytst. Eru báðir aðilar að endurskipuleggja sveitir sínar, eftir miklar orustur undan- farinna daga. Fólk flutt úr tyrk- neskum borgum Tyrkneska þjóðþingið sam- þykti í dag að veita stjórinni fult vald til 1 ess að láta flvtja fólk á brott ú öllum stærstu borguni landsins, Konstanti- nopel, Ankara, Smyrna og fleiri 'borgum. Reuter. Svört herfylki. London: Tilkynnt hefir verið í Höfðaborg, að yfir 30 þúsund innbornir Afríkumenn sjeu í herþjónustu fyrir Lreska heims veldið, undir stjórn breskra liðsforingja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.