Morgunblaðið - 09.08.1944, Side 2

Morgunblaðið - 09.08.1944, Side 2
2 MObGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 9. ágúst 1944, Forseti heimsækir Siglu.t\örb, Flólmavík, ísafjörð, Patreksfjörb og Stykkishólm Templarar heimsóttu Vestfirði í fögrum sumarskrúða Helgi Helgason segir frá SKEMTIFÖR Þingstúku Reykjavíkur til ísafjarðar tókst svo vel, sem frekast var á kosið, sagði Helgi Helga- son verslunarstjóri, er blaðið bað hann um að segja ferða- söguna. — Lagt var af stað með Esju klukkan 7 á laugardags. kvöldið. Þátttakendur voru um 300, og komust ekki allir með, sem vildu. Um kvöldið skemmti Brynjólfur Jóhann- esson leikari og Lúðrasveit Reykjavíkur, sem var með í förinni.' Frá frjettaritara vorum. | ^ Siglufirði 5. ágúst. ÆGIR renndi hjer að bæjar- bryggjunni kl. 4 með forseta íslands. Karlakórinn Vísir fagn aði forsetanum með söng. Heið- urshlið var reist á bryggjunni ofarlega með áletruninni: „Vel- kominn forseti Islands", í fána- litunum, en yfir því merki Siglufjarðar; þrjár síldar og lyngsveigur utan um. Bæjar- fógeti bauð forsetann velkom- inn með ræðu; sem forseti svar- aði með stultri ræðu og þakk- aði, en mikill mannfjöldi, sem viðstaddur var, hylti forseta. Forseti fylgdist svo með bæj- arfógeta og báru íþróttamenn þrjá fána fyrir, en mikill mann fjöldi fylgdi eftir í skipulegri göngu. Bærinn allur er fánum skreyttur. Eftir að forsetinn hafði dval- ist um stund hjá bæjarfógeta, sýndi bæjarstjóri bæjarstjórn og verksmiðjustjórnin honum síldarverksmiðjurnar. — Síðan fór bæjarstjórn með forseta á Siglufjarðarskarð. Forseti snæddi kvöldverð í boði bæjarsljórnar klukkan 7 ásamt helstu borgurum. Klukk- an hálf níu safnaðíst mikill xnannfjöldi við hús Þormóðs Eyjólfssonar, en þar var snætt. Kom þá flokkur skáta og hyltu þeir forseta með fánakveðju. Stóðu síðan heiðursvörð þar hjá. Bæjarstjóri ávarpaði forseta með stuttri ræðu en forseti þakkaði með snjallri ræðu, en . fólkið hylti hann og lítil stúlka rjetti honum fagran blómvönd. Vísir söng nokkur lög. Að því búnu skoðaði forset- inn kirkjuna og sjómannaheim- ili Siglufjarðar. Forseti fór hjeð an kl. 10 með Ægi, en mikill mannfjöldi fylgdi honum til skips. Þar kvaddi Vísir forset- ann með söng, en mannfjöldinn hylti hann. Hótmavík. Til Hólmavíkur kom forset- inn á sunnudag með varðskip- inu Ægi. Jóhann Salberg Guð- mundsson, sýslumaður Stranda sýslu og sýslunefndin, tóku þar á móti honum á bryggjunni. — Skátár stóðu heiðursvörð. Síðan var farið til sýslu- mannshússins, og bauð sýslu- maður forseta velkominn með ræðu, en forseti þakkaði. For- seti settist svo að kaffidrykkju með sýslumanni og sýslunefnd armönnum. Undir borðum flutti sjera Jón Guðnason ræðu. Forseti skoðaði þorpið að lok inni kaffidrykkju, en fór svo til skips. Þar flutti sýslumaður kveðjuorð, en þorpsbúar hyltu forseta. ísafirði í gær. 8. ágúst. Frá frjettaritara vorum. FORSETI íslands kom hing- að kl. 10 árd. í gær. — Skátar stóðu heiðursvörð með íslenska fána, þegar Ægir renndi að bryggjunni. Bæjarfófeti bauð forseta velkominn og síðan var gengið til húss Jónasar Tóm- assonar bóksala. Hafði forseta verið valinn ræðustaður af svölum hússins. Gengu þeir þar fram forseti og bæjarfógeti. — Hyllti mannfjöldinn forseta, en bæjarfógeti bauð forseta vel- j kominn. , Síðan gekk forseti aftur heim Mintist hann starfs og forystu Jóns Sigurðssonar og ýmsra þjóðnytjamanna, sem átt hefðu upptök sín hjer, hvatti til sam- heldni og eindrægni og bað menn minnast ísafjarðar og kjördæmis Jóns Sigurðssonar. Sunnukórinn, stjórnandi Jónas Tómasson söng þjóð- sönginn, minni ísafjarðar og Til fánans. Var síðan ekið í bifreið um til Birkihlíðar í Tunguskógi, skólasels Gagnfræðaskólans og þar sest að te- og kaffiborði. Bæjarstjóri bauð forseta vel- kominn. Ræður fluttu sr. Jón- mundur Halldórsson af hálfu sýslunefndar Norður-ísafjarðar sýslu, Ólafur Ólafsson skólastj. Þingeyri, af hálfu sýslunefnd- ar V.-ísafjarðarsýslu og Hanni- bal Valdimarsson skólastjóri, fyrir bæjarstjórn Isafjarðar, Halldór Kristjánsson, Kirkju- bóli, ■ flutti forseta frumort kvæði. Viðstaddir hófið fýrir forseta voru: Bæjarfulltrúar hjer, sýslunefndarmenn Norður- og Vestur-ísafjarðarsýslu, ásamt bæjarfógeta og oddvita sýslu- nefndarmanna, Sig. Bjarna- son alþingismaður, bæjar- stjóri, sóknarprestur og hjeraðs læknir. Veðurblíða var mikil og bærinn fánum skreyttur. Frá húsi Tryggva Jóakirnssonar þvert yfir Aðalstræti, var fest- ur hvítur borði áletraður: Vel- kominn. forseti íslands. Öll vinna í bænum feld niður um daginn. Forseti þakkaði viðtökur með ítarlegri ræðu. Þegar staðið var upp frá borðum, skoðaði forseti skrúðgarð Símons ljósmyndara og skrúðgarð Blóma- og trjá- ræktarfjelags ísfirðinga, þeg- ar í bæinn var komið. Síðan var ekið til skips. Fór forseti hjeðan um kl. hálf þrjú. Patreksfirði 7. ágúst. Frá frjettaritara vorum FORSETI íslands kom hing- að kl. 20 í gærkvöldi í blíðskap ar veðri. Sýslumaðurinn, Jóh. Skaftason, tók á móti forseta á bryggju og var hún öll fánum skrýdd. Hópur skáta myndaði raðir lil beggja handa. — Ung stúlka færði forseta blómvönd. Eftir þetta fór forseti heim til sýslumannshjónanna, en það an var haldið til hins nýja sjúkrahúss, sem á að fara að reisa'. Var þar komið saman afar mikið fjölmenni, sumt lang leiðis að. Sýslumaður tók fyrst til máls og skýrði í stuttu máli frá tildrögum þessarar miklu byggingar og las hann skjal með lýsingu á þessu, er látið var í hornsteininn. Að því búnu lagði forseti hornstein hússins og ávarpaði viðstadda. Síðan gekk forseti aftur heim til sýslumanns og dvaldist þar um stund, en heimsótti síðan aldraða frændkonu sína, Júlí- önu Jónsdóttur, systur Björns Jónssonar ráðherra. — Dvelur hún nú að heimili dóttur sinn- ar Halldóru og Ara manns henn ar. Hún er tæplega níræð, en furðu hress til líkama og sálar. Hún hafði ekki hitt frænda sinn í 34 ár. Um kl. 22 höfðu sýslunefndir kaffiboð inni í samkomuhúsinu Skjaldborg fyrir forseta og var þar saman komið margt manna af ýmsum stöðum. Sýslumað- urinn, Jóhann Skaftason stýrði hófinu og hjelt ræðu, en auk hans töluðu þar þeir Friðþjófur Ó. Jóhannsson, varaoddviti, sr. Sig. S. Haukdal prófastur í Flatey á Breiðafirði og sr. Ein- ar Sturlaugsson, sóknarprestur að Patreksfirði. Að boði loknu var forseta fylgt til skips og kom saman mikill mannfjöldi til þess að kveðja hann og óska honum heilla. Kl. 22.30 lagði Ægir frá bryggju við húrrahróp og árn- aðaróskir allra viðstadjra. Stykkishólmur: Forseti kom til Stykkishólms í gær kl. 14. Fjöldi fólks hafði safnast saman á bryggjunni og skátar stóðu þar heiðurs- vörð. Sýslumaður bauð for- seta velkominn með ræðu, en forseti þakkaði. Kl. 16 ávarpaði sýslumaður forseta fyrir fram- an sýsluskrifstofurnar að við- stöddum fjölda fólks. Síðan hjelt forseti ræðu. I gærkveldi sat hann kvöldverð í þarnaskól anum, sem hreppsnefnd og sýslunefnd hjeldu honum. — Sýslumaður setti hófið. Kristj- án Bjartmar oddviti Sty^kis- hólmshrepps flutti ræðu. Ald- ursforseti sýslunefndar, Kristj- án Þorleifsson frá Grund tal- aði fyrir minni forseta. Sjera Jósep Jónsson, prófastur að Set bergi t^laði fyrir minni íslands. Aðrir ræðumenn voru: Sjera Magnús Guðmundsson í Ólafs- vík og sjera Sigurður Lárusson, Stykki§hólmi. Milli ræðnanna var sungið. Að lokum þakkaði forseli. ■ Fjöldi manns fylgdi forseta til skips og kvaddi hann með söng og húrrahrópum. Forseti flutti stutta ræðu af skipsfjöl. Forseti mun koma heim úr ferðalaginu í nótt eða í dag. Eggerf Sfefánsson syngur þann 20. Það hefir nú verið ákveðið, að söngskemtun Eggerts Stef- ánssonar og fleiri, fari fram þ. 20. þ. m. í Tripoli-leikhúsinu svonefnda. Munu hljómleikarn ir hefjast kl. 8.15, sem er nú orðið heldur sjaldgæfur hljóm- leikatími. Sala aðgöngumiða er þegar hafin og fást þeir í þrem bókaverslunum, Eymundsson- ar, Helgafells og Lárusar Blöndals. A Isafirði. Komið var til ísafjarðar kl. 10 á sunnudagsmorgun. — Frá bryggju var gengið til kirkju undir Reglufána. í kirkjunni flutti sóknarpresturinn sr. Sig- urður Kristjánsson stutt erindi, en kirkjukótinn söng. — Jónas Tómasson ljek á hljóðfæriið mjög fagurt lag, er hann hafði samið. Um kl. 14 var liði fylkt á bryggjunni og haldið af stað undir Reglufána. Lúðrasveitin ljek í fararbroddi. Haldið var að Stórurð, sem er ágætur sam- komustaður ísfirðinga. Á leið- inni í gegnum bæinn bættust í hóginn ísfirskir templarar og fjöldi annara ísfirðinga. Var þetta stærsta fylking, sem nokk uru sinni hafði sjest þar í bæn- um' Grímur Kristgeirsson bauð alla viðstadda velkomna. Þá flutlu ræður Kristinn Slefáns- son stórtemplar, Arngrímur Fr. Bjarnason fyrv. ritstjóri, Þor- steinn J. Sigurðsson þingtempl- ar o. fl. Á milli ræðnanna söng Sunnukórinn undir stjórn Jón- asar Tómassonar og Lúðrasveit in ljek undir stjórn Albert Klahn. Kl. 17 var haldin skemmtun í Alþýðuhúsinu. Flokkur úr Lúðrasveit Reykjavíkur og Brynj. Jóhannesson skemmtu, og tókst þeim mjög vel. Fullt hús var áheyrenda. Klukkan 8 var fundur hald- inn í Þingstúku ísafjarðar, og var húsið þjettskipað Reglufje- lögum frá Vestfjörðum og Suð- urlandi. Gerðar voru á fund- inum ýmsar ályktanir. ísfirðingar eru yfirleitt and- vígir vínnautn og ísfirskir templarar eru ötulir og ótrauð- ir til starfa fyrir bindindismál- ið. Lúðrasveit Reykjavíkur' ljek fyrir bæjarbúa kl. 9,30 um kvöldið, öllum til mikillar ánægju. Kl. 11.30 voru dansleikir í tveim stærstu samkomuhúsum bæjarins. Lúðrasveitin ljek þar. Þriðja húsið hefði þurft til þess að allir kæmust að, sem vildu. Veðrið á sunnudaginn var eins gott og framast varð á kos- ið. Allir voru mjög ánægðir með daginn og í sólskinsskapi. Á Þingeyri. Klukkan 5 árdegis á mánu- dag fór Esja í ágætu veðri og var ákveðið að koma við á Þing eyri, þareð margir álíta Dýra- fjörð ,fegurstan Vestfjarðanna. Þangað var komið klukkan 8,30 Gengið var á land fylktu liði með Reglufána og lúðrasveitina í broddi fylkingar til samkomu- hússins. Þar bauð Nathanael Mósesson okkur velkomna. Ein- ar Björnsson flutti þar snjalla ræðu fyrir hönd gestanna. Síðan skoðuðum við kirkj- una, hið nýja samkomuhús, sem er stórt og myndarlegt, og kaup túnið yfirleitt. Lúðrasveitin Ijek nokkur lög þarna á staðn- um. Síðan var haldið af stað. Gott var í sjóinn, og var dans að af miklu fjöri um borð. •—• Brynjólfur Jóhannesson skemti um kvöldið með upplestrí og söng. KI, 10 um kvöldið var skips- höfn og farþegar beðin um að mæta á framþiljum. Þar ávarp- aði fararstjóri, Þorsteinn J. Sig urðsson þingtemplar. skipstjóra og skipshöfn og þakkaði þeim lipurð og velvild. Var hrópað fyrir þeim öflugt húrra. Skip- stjóri þakkaði og óskaði Regl- unni blessunar. Stórtemplar talaði þarna einnig og var Lúðrasveit Reykjavíkur og Brynjólfi Jó- hannessyni þökkuð skemmtun- in. , Kl. 10.30 um kvöldið var lagst að bryggju hjer í Reykja- vík. Lúðrasveitin hafði leikið öðru hvoru allan daginn, en síðustu lögin voru: Allir heilir, uns vjer hittumst næst og Ó, Guð vors lands. Þar með var ferðinni lokið. Við þökkum. — Við, sem vorum í farar- nefndinni, sagði Helgi að lok- um, þökkum svo mörgum og svo innilega fyrir aðstoð, beina og óbeina, sem leiddi til þess, að þessi'ánægjulega ferð var farin. Við viljum aðeins nefna Pálma Loftsson framkvæmda- stjóra, Ásgeir Sigurðsson skip- stjóra, Sigurð Guðbjartsson bryta og aðra skipsmenn á Esju, Lúðrasveit Reykjavíkur og Brynjólf Jóhannesson. Þess- ir menn stuðluðu að því, að við gætum farið förina og að því, að hún varð svo ánægju- leg sem raun bar vitni. Þá er að geta Reglufjelaga okkar á ísafirði, sem, undir stjórn Jónasar Tómassonar, Gríms Kristgeirssonar o. fl, gerðu okkur dvölina þar ó- gleymanlega. Svo að síðustu þökkum við ferðafjelögunum innilega fyrir samveruna, bæði Templurum og þeim, sem með Framhalcl af bls. 10^

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.