Morgunblaðið - 09.08.1944, Síða 12
12
islendinpr dósenl
við Siokkhólms-
háskóla
NÝLEGA hefir dr. Sigurð-
ur Þórarinsson verið útnefnd-
ur dósent í landafræði við
'háskólann í Stokkhólmi. Ilanu
halði seni kunnugt er orðið,
varið doktorsritgerð í jarð-
íræði þann 26. maí s. 1. og
hlotið lofssamlega dóma fyrír
ritgerð sína, en hún fjallaði
um öskuliig og var meðal
annars stuðst við rannsóknir,
sem gerðar voru í Þjórsárdal
árið 1939. Er þessi dósentsút-
nefning Sigurðar mikill heið-
ur fvrir hann.
Drengjamet seit á
íþróitamófi Anstur-
lands
Frá frjettaritara vor_
um Ilúsavík, þriðju-
dagskvöld.
Á ÍÞRÓTTAMÓTI Austur-
lands. sem haldið var á Eiðum
síðasl. sunnudag var sett eitt
íslenskt drengjamet og f.jög-
ur Austurlandsmet.
Ólafur Ólafsson frá Iþrótta
fjelaginu Huginn á Seyðis-
firði setti drengjamet í þrí-
stökki, stökk 13,29 m. Þetta
er þá um leið nýtt Austur-
Jandsmet.
Þá setti Þorvaldur Árna-
sou frá íþróttafjel. TTuginri
nýtt Austurlandsmet í kringlu
kasti, kastaði 39,85 mv LokS
setti Björn Magnússon frá U.
MF. Hróar ný Austurlands-
met í hástökki, 1,70 m. og
atangarstökki, 3,12 m;
Þjóðhátíi Vesl-
mannaeyja tókst
mjðg vel
Frá frjettaritara vorum.
Vestmannaeyjum í gær.
Síðari dagur þjóðhátíðar
Vestmannaeyja var í gær. Hófst
þá hátíðin með leik Lúðrasveit
ar Vestmannaeyja, kl. 2 e. h.,
en að því búnu kepptu flokkar
kvenna úr Tý og Þór í hand-
knattleik. Varð þar jafntefli,
Því næst var skemt með í-
þróttasýningum, pokahlaupi og
handknattleik í pokum, en þá
flutti sr. Jes Á. Gíslason ræðu
um íþróttir. Svo sýndi flokkur
karla úr Knattspyrnufjel. Tý
leikfimi undir stjórn Karls
Jónssonar. Milli atriða söng
Vestmannakórinn undir stjórn
Brynjólfs Sigfússonar.
Um kvöldið hófst dans á
tveim pöllum og var dansað alt
til morguns. Er það rhál manna,
að hátíðin hafi farið prýðilega
fram.
Vantar bækur og blöð.
London í gærkveldi: Alex-
ander hershöfðingi hefir skor-
að á fólk heima í Bretlandi, að
senda hermönnum bandamanna
á Ítalíu miklu meira að lesa,
bæði af bókum og blöðum, en
gert hafi verið hingað til. Seg-
ir hershöfðinginn, að lestrar-
efni sje jafnnauðsynlegt og her
gögn. — Retuer.
Notaðir í innrásinni.
Eins og kunnugt er, notuðu bandamenn mesta fjölda af flutningaflugvjelirtn og svifflugum
við innrásina í Evrópu. Sjást nokkrar af vjelum þessum á flugvöllum hjer á myndinni að of-
Tvö met í stangar-
stökki settá Þjóðhátíð
Vestmannaeyja
Frá frjettaritara vorum.
ÚTLITIÐ var langt frá því
gott með þjóðhátíðarveðrið,
þegar árrisulustu Vestmanna-
eyingarnir risu úr rekkju. dynj
andi rigningj en von bráðar
stytti upp og kom besta veð-
ur. Það var skýjað loft, en and-
vari af suðri. Hjelst þetta allan
dagimy hin mesta blíða, og þeg
ar jeg fór heim úr dalnum kl.
6 um morguninn, var veðrið
orðið svo dásamlegt. að varla
var hægt að fara að sofa.
Jeg hefi oft sjeð fleiri tjöld
í dalnum( en engu að síður var
hátíðarsvæðið tilkomumikið og
fallega skreytt. Hátíðin hófst
svo kl. 1,30 með því að Lúðra-
sveit Vestmannaeyja Ijek og
var síðan hátíðin sett af for-
manni íþróttafjelagsins Þórs,
Ingólfi Arnarsyni.
Síðan rak hvert skemtiat-
riðið annað, en það sem mesta
athygli vaki, var handknatt-
leikur miUi stúlkna úr Knatt-
spyrnufjelagi Akureyrar og í-
þróttafjelagsins Þór, og svo
stangarstökkið. Handknattleik-
urinn fór þannig, að stúlkurnar
úr K. A. sigruðu með 4 mörkum
gegn einu.
Jeg hitti fararstjóra þeirra
Akureyrarstúlkna, Hermann
Stefánsson að máli sem snöggv-
ast: „Hjer er himneskt að vera“
sagði hann. );Móttökurnar eins
góðar og frekast er unnt, og
við höfum það öll eins gott og
mögulegt er. — Jeg er líka full-
ur þakklætis fyrir allt“.
Þá er komið að stangarstökk-
inu, en eins og kunnugt er,
’hafa Vestmannaeyingar löngum
verið slyngir í þeirri íþrótt,
enda sönnuðu þeir það áþreifan
lega, því að tvö íslenskt met
voru sett. }
Annað metið setti Guðjón
Magnússon úr Knattspyrnufje-
laginu Tý. Hann stökk 3,55 m.
Fyrra metið var 3.53 og átti
Guðjón það sjálfur. Jeg spurði
Guðjón, á rheðan á stökkinu
stóð, hvort hann ætlaði ekki að
reyna við metið sitt núna. —
Ekki hafði jeg nú hugsað mjer
það, en maður sjer nú til. —
Veðrið er hagstætt, svo að
segja logn og jeg er vel upp-
lagður. Svo stökk Guðjón og
flaug yfir 3.55 og fagnaðarlát-
unum ætlaði aldrei að linna.
Hitt metið í stangarstökkinu
setti Torfi Bryngeirsson úr Þór.
Slökk hann 3.33 og er það nýtt
íslenskt drengjamet.
Um kvöldið skemtu skátarnir
með varðeldasýningu. — Urðu
flestir viðstaddir hrifnir, þegar
þeir röðuðu sjer í kringum bál-
ið og sungu sína fjörugu skáta-
söngva og dreymandi lög, á
milli þess sem þeir höfðu alls-
konar skemtilega leiki og þraut
ir. Varðeldasýningunni stjórn-
aði Arnbjörn Krislinsson af
myndarskap.
Hámarki náði fögnuðurinn, er
eldur var tendraður í bálkesti
miklum og fluggldum skotið,
dansinn dunaði á tveim pöll-
um, bálið lýsti upp dalinn allan
og sló á hann einhverjum ann-
arlegum töfraljóma.
Og ungir elskendur sátu
dreifðir út um allar brekkur.
en ættjarðarsöngvar hljómuðu
úr hverju tjaldi. Bj. Guðm.
Einar Jónsson gai
ómakslaun sln
Blaðið „Norsk Tidend“, sem
út er gefið í London, flytur ný-
lega þá fregn frá norska sendi
ráðinu hjer í Reykjavík, að Ein
ar Jónsson myndhöggvari hafi
gefið styrktarsjóði Hákonar
konungs 7. þá þóknun, sem
hann fjekk fyrir líkan af Ing-
ólfsstyttunni, sem Norðmenn
hjer á landi og íslenskir vinir
Noregs gáfu konungi á sjötugs
afmæli hans.
Sundsýningu
Ægis tekið vei
á Akureyri
FLOKKUR manna úr siuid-
fjelaginu „Ægi“, sem nú er í
sundför um NorSur- og Aust-
urlands, h.jelt sundsýningu á
Akureyri á föstudagskv.ld.
Fjöldi manns var viðstadd-
ur og þótti mikið til sýningar-
innar koma. Einkum vakti
sýningin á þróun sundsins ó-
skifta athygli.
Á slunnudag hafði flokk-
urinn sýningu að Litluá í
Ivelduhverfi.
Miðvikudagur 9. ágúst 1944<
Skemtiför
um Snæfeilsnes
Breiðfirðingafjelagið gekkst
fyrir skemtiför um Snæfellsnes
núna um verslunarmannahelg-
ina. Var lagt á stað eftir hádegi
á laugardag í 5 langferðabíl-
um og voru ferðalangarnir rúm
lega hundrað als. Ekið var þá
um kvöldið vestur í Olafsvík
og gist þar. Voru sumir í tjöld-
um, aðrir í samkomuhúsinu og
sumir í skólahúsinu.
A sunnudagsmorgun var ek-
ið inn undir Drápuhlíð. Lengra
verður ekki komist þeim megin.
Þar skildu flestir við bílana og
gengu fyrir Búlandshöfða, inn
Eyrarsveit að Grafarvogi. En
bílarpir sneru suður yfir heiði
aftur og óku svo norður Kerl-
ingaskarð og þaðan vestur yfir
Berserkjahraun um Hrauns-
fjörð, Kolgrafafjörð og vestur
að Grafarvogi í Grundarfirði.
þar sem fólkið beið. Þá var snú
ið við og farið um kvöldið inn
að Berserkjahrauni og tjaldað
við hraunjaðarinn. Þarna gistu
menn þessa nótt.
Á mánudag var svo ekið inn
í Stykkishólm og síðan gengið á
Helgafell. Þar útskýrði Krist-
ján Hjaltason i kennari sögu-
staði og örnefni úr landnáms-
sögu hjeraðsins, svo vítt sem
yfir sá. Margir gengu nú á
Helgafell í fyrsta sinn og
reyndu víst flestir að fara eftir
þeim helgireglum sem settar
eru, til þess að menn skapi sjer
óskastund uppi á fellinu. Veð-
ur vár dásamlega fagurt og sá
yfir alt landnám Þórólfs mostr
arskeggs.
Frá Helgafelli var svo haldið
heimleiðis til Reykjavíkur. Á
nokkrum stöðum var stutt við-
dvöl til að njóta útsýnis og fá
sjer hressingu. Til Reykjavíkur
var komið kl. IY2 á þriðjudags
nótt. Hafði ferðin öll gengið
mjög að óskum, engin óhöpp
komið fyrir, aðeins nokkrir
erfiðleikar, sem eru jafnan
nauðsynlegir til þess að setja
meiri svip á ferðalög og gera
þau ævintýralegri.
Vfmf. „Hlíf“ samþykkir
að segja upp samningum
I VERKAMANNAFJELAG
INU „IIlíf“ í Hafnarfirði hef-
ir farið fram atkvæðagreiðsla
um það, liA'ort segja skuli upp
samningum fjelagsins við
vinnuveitendur frá 10. sept.
n. k. 283 fjelagsmenn tóku
þátt í atkvæðagreiðslunni.
Talningu atkvæða lauk í gær
kvöldi. 231 vildu segja samn-
ingunum upp, 51 ekki, #en 1
seðill var ógildur.
Hálíðahöld verslun-
armanna á mánudag
VERSLUNARMANNAFJE-
LAG REYKAVÍKUR mint-
ist frídags verslunarmainiaj
með kvöldskrá í útvarpinu og
skemtun 'að Hótel Borg.
Utvarpsskráin hófst með á-
varpi formanns Verslunar-
fjelags Reykjavíkur. ITjartan
Hanssonar. Baldur Pálmasonj
verslunarmaður flutti ræðit
fyrir minni verslunarstjettar-
innar, en Konráð Gíslason,
kaupmaður fyrir minni ís-
lands. Frú Elísabet Einai’s-
dóttir söng og útvarpshljóm-
sveitin ljek.
Skemtunin að Hótel Borg
hófst kl. 22 með ávarpi Hjarti
ar ITanssonar. Lúðvík Hjálm-
týsson flutti ræðu. Jakob’
Hafstein framkvæmdastjórij
og Ágúst Bjarnason skrifstofuí
stjóri sungu einsöng og tví-
söng. Lárus Ingólfsson leikarjj
skenrti. Skúli Halldórsson ljelc
á píano. Síðan var dans stig-
inn til kl. 3 um nóttina.