Morgunblaðið - 13.08.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.08.1944, Blaðsíða 2
2 MOhÖUNBLAÐIÐ Sunnudagur 13. ágúst 1944, Danmerkur- írfeftir Úr danska útvarpinu hjer. MORÐ og annar yfirgangur Þjóðverja í Danmörku heldur áfram. Og enn harðnar and-- staða þjóðarinnar gegn Þjóð- verjum, Frá 20. júlí hafa að minsta kosti 8 morð verið fram- in í landinu, svo vitað er um, En auk þess hafa menn særst í götuóeirðum. Bardagi í Istedgade. í fyrri viku gerðist sá at- burður í Istedgade á Vesturbrú í Kaupmannahöfn; a ð lögð höfðu verið blóm á gang'stjett- ina fyrir framan veitingastofu eina. Þetta fjell Þjóðverjunum ekki, hvernig sem á því stóð, og tóku þeir fasta þrjá veitinga- menn þarna í götunni. Sló í bardaga og fjellu 4 þýskir her- menn. * ? Þegar einn hermannanna kom út frá veitingamanni. er tekinn vár fastur. var hermaðurinn alveg örvita og skaut á alsak- lausan og óviðkomandi mann á götunni. Hafði einhver kall- að til Þjóðverjans og sagt: — Skjóttu, svo endir fáist á þetta! Skaut þá hermaðurinn í allar áttir. Verkamaður gekk á göt- unni með konu sinni. Hermaður drap hann fyrir augum kon- unnar. Myndhöggvari myrtur. Otto Búlow myndhöggvari í Helsingör var myrtur nýlega. Þjóðverjar drápu hann. Ástæð- una fyrir því vita menn ekki. Er hann var jarðsunginn komu bæjarbúar í stórhópum með fult fangið af blómum til þess að prýða legstað hans. Neita að skipa upp hergögnum. Verkamenn í Fredrikshavn neituðu nýlega að vinna að uppskipun hergagna fyrir Þjóð verja og lögðu niður vinnu. — Rökstuddu þeir verkfall sitt með því; að þeir vildu ekki verða til þess að önnur eins sprenging yrði þar eins og í Árósum. ,Þeir fengu sínu mál fram- gengt. Skotfærasldpunum var siglt á brott. Eric Scavenius. Fyrverandi forsælis- og ut- anríkismálaráðherra, Eric Sca- venius, hefir litið látið á sjer bæra síðan 29. ágúst í fyrra. Aðelns einu sinni hefir hann snúið sjer til stjórnmálaflokk- anna og spurst fyrir um það, hv'Ort þeir hefðu í hyggju að taka upp nokkrar aðgerðir um stjórnarmyndun. — Hann fekk nejtandi svar. Hann sagði, að hann teldi að þeim væri skylt að tilkynna sjer,.ef rælt yrði um ‘ einhverskonar stjórnar- myndun. Enginn hefir enn til- kynt honum neitt í því efni Og nú er hann farinn að skrifa end urminningar sínar. Eyðilögðu bílinn. ' Fyrir nokkrum dögum mættu tveir danskir föðurlandsvinir bensín-flutningavagni, sem var í reynsluferð, og Þjóðverjar áttu að fá til afnota. — Þeir hlupu upp í bílstjórasætið, neyddu bílstjórann til þess að aka með bílinn út í Holte-þorp og evðilögðu bílinn þar. „Allir skilja við hvern er átt“ FYRIR nokkrum dögum var skýrt hjer frá því ,,æfintýri á gönguför“, er ferðalangar fyr- irhittu gestgjafa, sem valdi úr þá gesti sem hann vildi veita mat, ljet dansgesti spila sjálfa undir dansinum, en tók gjald fyrir pallinn, og gestir skyldu syngja vísuþvætting um gest- gjafann o. s. frv. Út af þessari frásögn, sem lesendum er í fersku minni, rit- ar Vigfús Guðmundsson í Hreðavatnsskála blaðinu eftir- farandi: ,,Herræ ritstjóri! Jeg sje að í blaði yðar í gær er grein, sem á að. vera um okkur hjer, þó að ekki sjeu nöfn nefnd. Allir skilja samt við hvern er átt“. Eftir þessa mjög skýlausu játningu, biður hann fyrir eft- irfaranidi greinargerð: 1. Bóndinn á Hreðavatni á jörðina Hreðavatn og leigir hann tjaldstæði vægu verði til sumargesta. Þær krónur sem inn koma fyrir tjaldstæði ganga að nokkru til þess að planta nýjum trjám í stað þeirfa sem eyðileggjast af mannavöldum, áðrar til þess að hreinsa landið eftir tjaldgestina og ef þá er eitthvað eftir, fara þær upp i átroðning, sem oft er talsvert mikill. Við í Hreðavatnsskála höfum afgreitt tjaldleyfin fyrir bóndann, af því hægara er fyr- ir okkur og gestina að ná sam- an. En við höfum ekki sjálf eina krónur fyrir tjaldstæði. 2. Hreðavatnsskáli var reist- ur á fögrum óbygðum stað sem tilraun með veitingahús. — En hefir ekki fengið lóðarjettindi nema yfir örstutt árabil. Þar er ráðningin á að ekki hefir verið bygt meira nje betur en orðið er og vöntun er á ýmsum nútímaþægindum. 3. Járnþak var sett yfir danspall í vor, svo að hægt væri að dansa þar, þó að rigndi. En það kemur sjer oft vel fyrir tjaldbúana. Pallurinn hefir ver ið lánaður ókeypis í sumar, nema á laugardagskvöldum. — Þá hefir verið selt inn á hann einu sinni. — Og dansað þá venjulega um 3 klukkutíma, en ekki hálf tíma, eins og Morg- unblaðið segir. Það sem afgangs er, þegar búið er að borga „músíkina", rennur óskift í sjóð sem eigandi Hreðavatns hefir engin umráð yfir. 4. Húsakynni eru það tak- mörkuð í Hreðavatnsskála að mjög er erfitt að láta alla hafa mat, er þess óská, þegar flest er á sumrin. Meðan lagt er á borð um hádegið, er veitinga- ■stofunni oft lokað, svo að starfs fólkið hafi vinnufrið. Þegar opnað er aftur, er oft fjöldi ó- þreyjufullra gesta við anddyr- ið. Eru þá valdir úr hópnum þeir, sem hafa pantað mat og fengið loforð fyrir honum, hvort sem við höfum þekkt það fólk árum saman eða sjáum það nú í fyrsta skifti. Hinir, sem forsjárminstir hafá verið og ekki pantað mat, fyrri en seint eða*ekki, verða á hakan- um. En sjeu einhver sæti laus við borðin, þegar fólkið er.kom ið að þeim. sem hefir fengið loforð fyrir máltíðupí. þá er hleypt inn í skörðin og þá oft- segir Vigfús vert I ast til þess að láta kurteisara fólkið ganga fyrir, en þá sem eru með frekju eða ósanngirni mæta afgangi. Stundum verða líka kurteisir menn að bíða, vegna þrengsla. * 5. Flest fólk, sem kemur að Hreðavatni, kemur prýðilega fram, énda vita það allir, að ölv aðir menn eða ókurteisir, eru óvelkomnir þangað. T. d. var sjerstaklega góð framkoma gesta um verslunarmannafrí- daginn núna. Þá munu hafa dvalið að Hreðavatni mikið á 3. hundrað manns í tvo sólar- hringa og er tæpl. hægt að segja að ölvun sæist á nokkrum manni. En umgengnin á land- inu er oft ábótavant hjá mörg- um. Gerðu blöðin vel að minna fólk á að ganga vel um á þeim fögru stöðum lands síns, sem það hefir ánægju af að heim- sækja. 6. Hin stöðugt vaxandi að- sókn að Hreðavatni sýnir, að ekki fellur öllum illa við gest- gjafann þar. — Kona ein úr kjördæmi Jóns Pálmasonar, sem sendi vísur til útvarpsins fyrir nokkru, endaði eina vís- una um gestgjafann á Hreða- vatni þannig: „Einhvern þátt mun eiga hann, í aðsókn þessa fagra staðar“. Kannske eru ein hverjir á sama máli og hún? Svo eru aftur aðrir, sem fellur miður við gestgjafann. En þurfi þeir að finna að einhverju við hann í blöðunum, væri drengi- legra fyrir þá að fara örlítið nær sannleikanum — og jafn- vel að skrifa þá líka undir eig- in nafni. Þjóðverjar hörfa í „Cot- nesku virkin“ London í gærkveldi: Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Þjóðverjar eru nú komnir í næsta meginvirkjabelti sitt á Ítaiíu, hina svokölluðu „Gotn- esku varnarlínu“ og sitja þar sem fastast og bíða eftir áhlaup um bandamanna. Bardagar geta ekki talist neinir, aðeins smáskærur og fallbyssuskot- hríð við og við, enda er veður óhagstætt. Frjettaritarar segja, að nokk uð geti dregist að atlaga verði gerð að Gotnesku virkjunum. Bandamenn hafi sótt fram lang ar leiðir og þurfi margt eitt að sjer að draga, áður en lagt verð ur til stórsóknar á ný. Hafa því menn Grazianiz nógan tíma til að endurbæta varnarvirkin bet ur og má búast við að fremur tíðindafátt verði frá Ítalíu í * bráð. — Reuter.^ Æ -m ■■lllWI'liy Skaftfellinpr Tekið á móti flutningi til Vest- mannaeyja síðdegis á morgun, Hýjar karjðilur • famar að koina á markaðinn MORGUNBLAÐIÐ átti í gær tal við Jón Ivarsson, for- stjóra Grænmetisverslunar ríkisins, og spurði hann um nýju kartöflurnar. Jón sagði, að nýju kartöfl- urnar væru að byrja að koma á markaðinn. Eru þær að mestu leyti úr görðum í ná- grenni Reykjavíknr og sveit- nm austanfjalls. Mjög særni- legur vöxtur/ er á kartöflun- um. Jón sagðist vona, að upp úr helginni myndi verða hægt að fullnægja eftirspurninni eftir nýjum kartöflum. Heildsöluverð á kartöflum er 160.00 hver 100 kg., en smásöluverð kr. 2.00 pr. kg, Verðlags- og matsnefnd garð- ávaxta hafði sett verðið hærra en ríkisstjórnin færði, það niður. Svifflugfjelagið á von á svifffugum og vjelflugu INNAN skamms mun Svif- flugfjelag íslands fá 3 manna Pipercup-vjelflugu. Sigurður Ólafsson, sem dvelur í Ameríku við flugvjelakaup fyrir Loftleið ir h. f., mun annast kaup á þeirri vjel. Verður vjelin not- uð til að draga svifflugur á loft og ef til vill einnig við flug- gæslu. Fjelagið hefir einnig von um að fá frá Ameríku nokkrar svif flugur, líklega þrjár. (mánudag). Maccarónur nýkomnar. Eggert Kristjánsson & Co. h.f. Sími 1400. miiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiijQ = Er kaupandi að nýrri eða = nýlegri 5 manna §j Tilboð með uppl. um ald- = s ur, tegund og verð, sendist 1 jj blaðinu, merkt „Fólksbif- jj reið — 566“. IMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIimi \ niiiiiiuijiisiiifuinxnjniuiuiiiuiimíkininiuiiiiiiiimii^ = = | Bifreiðastjóra \ 1 . -laiiir" | vantar okkur. 5 Bifreiðastöð Steindórs. = I 1' lllllMMIMIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIllllMIIIMIIIIIIIIIIMIIIMIlnilll) iimniiniiiiiiiiiiiiniinmimimiiiniinniiiiniiniiiiiinn Nú eru aðeins [3 dagarf jj eftir þangað til dregið verð = i ur í Happdrætti Frjáls- jj |j lynda safnaðarins. Flýtið s yður að ná í miða. jj tmimimimmmimmmimimiimimminimnmmiH mmMIIIIIMIIIIMllllMIMIIIMIIIIIIIIIlllMlimillMllinilM! £ . 1 ÍSá er versturi i® 1 á er sjálfan sig svíkur. Þjer g g svíkið yður ef þjer kaup- |j g ið ekki miða í happdrætti s Frjálslynda safnaðarins. 3 » 1 HIIIIMMIIMIMMIIIIIIMIIMIIIIIIMIIIIMMIIIIIIIIIIIIIIIIMMII) pnmnimniiiiiiimnmmimmimiiimnninminnn 3 5 IFagur | | sumarbústaður í fögru um || = hverfi, og fagur bíll til að jj § fara á milli fyrir einar 5 L? H krónur. — Happdrætti s 5 Frjálslynda safnaðarins. = milllllMMIIIIIIIIMMIIMIIIIIIIMIIMIIIIMIMIIIIIIIIMMIIIlÍÍÍ IMMIIMIMMMlMIIIIIIIMlTiillimillllllIIMIIIIIMMMIMIIIIIH! E = s = (Tugi þósunda | §§ getið þjér fengið fyrir 5 kr. = § Hver forsómar slíkt? — 3 5 . 31 3 Kaupið miða í Happdrætti = H Frjálslyna safnaðarins. J lÍÍllIIIMIMIimillMiMMIIilIIIMIIIMItllMMIIIIIIMMIIMIIimi milllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllMIIIIIIMIIIMMMIim Hvað er meira 1HAPP | § en að fá bæði bíl og sumar g 1 bústað fyrir 5 krónur. — g 3 Happdrætti Frjálslynda a gafnaðarins. 3_________________________________3 nMiinimiiiiiiiiiiiiiiMMMiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiMiiiiiMiiim | Tækif æri | 3 er í dag, að eignast bíl og = 1 sumarbústað fyrir 5 krón- 3 j§ ur. Gríptu tækifærið. •— 3 Það kemur ekki aftur. — = H Happdrætti Frjálslynda S safnaðarins. ÍMIIIIIIIIIIIMMIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIMIIIIIIIMMMMIMIIMMMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.