Morgunblaðið - 13.08.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.08.1944, Blaðsíða 5
Sunnudag'ur 13. ágúst 1944. SÍOEGUiíBLAÐlö Mataræði cg sjer- þekking. EIGI ALLS fyrir löngu kom út í íslenskri þýðingu bók um mataræði eftir sænskan mann; Waerland trúi jeg hann hjeti. Jóhann læknir Sæmundsson ritaði um bókina dóng sem nokkra athygli hefir vakið. — Ritdómurinn ^ar liðlega ritað- ur en með býsna miklu háði þrungnu yfirlæti hins mentaða læknis gagnvart fávíslegum hleypidómum ólærðs manns um læknisfræðileg efni, er hann taldi koma fram í bókinni. —- Björn L, Jónsson veðurfræð- ingur fullyrðir hinsvegar, að Svíinn hafi mentun á við hvern meðal lækni og að hálærðir læknar styðji kenningar hans. Auk þess; sem veðurfræðing- urinn telur Jóhann lækni fara rangt með ýms sjerfræðileg at- riði. Um þetta efni er erfitt fyr- ir leikmenn að dæma. En þátt- takan í Náttúrulækningafjelagi Islands sýnir? að almenningur hefir mjög mikinn áhuga fyr- ir þessum efnum. Ef hinir lærðu læknar telja; að fjelag þetta sje á villigötum; undir forustu Jónasar læknis Krist- jánssonar; á almenningur sið- ferðiskröfu til að þeir segi svo hreint út, hálfyrða- og hálf- kæringslaust. Skilur á milli feigs og ófeigs. EN það var lærdómsríkt að lesa ritdóm Jóhanns Sæmunds- sonar að öðru leyti en því, sem læknisfræðina varðar. Af rit- dóminum mátti sjá þá virð- ingUj sem þessi lærði læknir? ber fyrir þekkingunni í sinni eigin sjergrein. Því merkilegra er eftir á að minnast þess. að hann skyldi ganga fram fyrir skjöldu í Sjálfstæðismálinu, gerast þar einskonar forvígis- maður undanhaldsins og setja sig í háyfirdómarastól um kenn ingar hinna hæfustu lögfræð- inga um lagaleg efni. Sannast hjer enn( að auðveldara er að sjá flísina í auga bróður síns en bjálkann í sínu eigin. Afsökun hins ágæta læknis fyrir innrás hans í lögfræðina mun hafa verið sú, að á meðan hann var ráðherra, hafi hann kynst gögnum í Stjómarráðinu( er sýndu að við værum á villi- götum í sjálfstæðismálinu. En þar fór lækninum öðru vísi en dr. Birni Þórðarsyni. Vitað var, að á méðan dr. Björn var enn , lögmaður, var hann eindreginn á móti því, að leiða sjálfstæðis- málið til lykta á þeim tíma, er ákveðinn hafði verið, þ. e. 17. júní síðastliðinn. Dr. Björn er hinsvegar löglærður maður og er hann kyntist hinum sömu gögnum og sneru Jóhanni á móti málinu, þá snerist dr. Björn með því. Reynslan sýndi að dr. Björn snerist í rjetta átt, hinn í ranga. Það var sjerfræð- in, þekkingin, sem skildi á milli feigs og ófeigs. Lærdómar sög- unnar. SUMIR munu ef til vill segja, að rangt sje að vera nú að rifja þetta upp. Sjálfstæðismál- inu sje nú lokið og ástæðulaust sje að eltast við afglöp, er ein- staka menn henti í því og ekki komu að sök. Þetta er vissulega rjett svo langt sem það nær. Hinu má ekki gleyma að draga af þessum síðasta þætti sjálf- REYKJAVÍKURBRJEF stæðisbaráttunnar þá lærdómaý sem alment gildi hafa, eins og t. d. þánn, sem að var vikið, nð þetta mikilsverðíasta mál sýndi á sama hátt og öll önnur, að þekkingin er meira virði en vanþekkingin. Ef menn horfa ekki um öxl til að læra af því, sem liðið ér, þá er reynslan þeim einskis virði. Þá þroskast' þeir aldrei nje verða að mönn- um. Hitt er svo annað mál hvort enn sje kominn tími til að rita sagnfræðilega frásögn af aðdraganda lýðveldisstofnun arinnar. Sagt hefir verið frá því, að þjóðhátíðarnefnd hafi ákveðið að gefa út mikla bók um þjóðhátíðina, þar sem m. a. stendur til að ritað verði vís- indalega um þenna síðasta þátt sjálfstæðisbaráttunnar. Saga Alþingishátíðarinnar kom ekki út fyrr en 1943, og spurning er hyort saga lýðveldishátíðar- innar þarf að koma út fyrr en hjer um bil að 10 árum liðnum. Hvort hún hefir þá ekki meira gildi, en þótt hún kæmi strax. Um aðdraganda lýðveldisstofn- unarinnar verður ekki fremur en um aðra mikla atburði hægt að fá fult yfirlit fyrri en nokkuð er frá liðið. Skömm Alþýðu- blaðsins. Alþýðublaðið sjer hinsvegar fyrir því, að það, er miður fór í sjálfstæðismálinu gleymist ekki strax. Allir kannast við það að afbrotamenn sækja mjög á staðinn þar sem brot þeirra var framið. Eins fer Alþýðu- blaðinu. Tilræði þess tókst að vísu ekki. En það lagði alla lífs og sálarkrafta sína fram til þess að reyna að koma í veg fyrir, að lýðveldisstofnunin gæti orðið 17. júní síðastliðinn. Hugur þess er því alveg bund- inn þessum degi og er sí og æ að rifja upp atburði hans. Það er að vísu skiljanlegt, að Al- þýðublaðinu þyki heiður að því að flokkur þess skuli hafa kos- ið núverandi forseta. Hitt er ekki jafnvíst, að öðrum þyki forsetanum í því jafn mikill heiður, ef það er rjett, sem Alþýðublaðið segir, að flokkur þess hafi verið hinn eini, sem óskiftur kaus núverandi for- seta. Öllum er sómi í því að fylgja góðum manni. En góð- um manni er engin sjerstök sæmd að því, þótt óhappa- menn sláist í fylgd með honum. Og enn er það ekki gleymt, að Alþýðuflokkurinn var eini flokkurinn, sem reyndi að granda sjálfstæðismálinu. For- maður flokksins hljóp frá skrif legri yfirlýsingu sinni og flokksblöðin rjeðust með of- stopa á þá, sem unnu að því, að lýðveldið yrði stofnað 17. júní. Þessa skömm þvær Al- þýðublaðið ekki af sjer með því að skrökva skömmum á aðra. , Sala kjöts og kartaflna hindruð BÓKHALDS FRÓÐIR menn þekkja, að oft er lítið ósam- ræmi, smáskekkjur, merki um miklu stórfeldari villur eða ágalla. Þess vegna verður að \ leita, að því í hverju skekkjan er fólgin en dugar ekki að slá sjer til rólegheita með-því, að 12. ágúst. um hana muni ekki neitt. — Svipað kemur nú fram í verð- lagsmálunum. Hjer í bænum er nú bæði hörgull á kartöflum og nýju kjöti. Hvorttveggja er til. Kartöflur í görðunum. en kindur í haganum. Eigendur kinda og kartaflna eru fúsir á að selja afurðir sinar. En yfirvöldin banna þeim það. eða sama sem. Hver er ástæoan til þess? Peningar og verðlags- ákvæði á hvorttveggja að vera til þess að greiða fyrir við- skiftum. En nú er svo komið, að hæfileg verðlagning þessara afurða mundi verða til þess að rugla alt peningagildi og allt verðlag í landinu.^í stað þess að greiða fyrir, þá er gjaldmið- illinn nú orðinn til þess að hindra að menn fái nauðsynjar sínar. Segja má, að ekki skifti öllu máli, hvort menn fái nýtt kjöt eða kartöflur um hásum- arið. Rjett er það. En dæmið sýnir, í hverjar ógöngur verð- lagsmálin eru komin, gefur til kynna, að í öllu kerfinu sje meirháttar skekkja, sem lag- færa verður fyrr en síðar. MeðferS matvæla. EN ÚR ÞVÍ minst er á mat- væli, er rjett að vekja á því athygli um leið, að eitt merk- asta verkefni okkar næstu ár verður að vanda betur en gert hefir verið allá meðferð mat- væla. I hinni hö.rðu samkepni, sem skapast eftir styrjöldina, verður hver sú þjóð, sem er fyrst og fremst matvælafram- leiðandi, að geta sýnt og sann- að, að hjer sje á öllum sviðum gætt hins ítrasta hreinlætis, og ekkert til sparað að matvæli þau, sem út eru flutt og yfirleitt framleidd í landinu, sjeu 1. ílokks og gallalaus. Allir muna hraunkjötið í fyrra. Enn hefir heyrst um gallað íshúskjöt. Allir vita, hvernig mjólkin er hjer í höf- uðstaðnum. Að henni er ó- bragð og ómenningarbragð. ís- fiski hjeðan hefir verið fleygt í Englandi nú undanfarið. Það þarf að taka fyrir allar matvælaskemdir, af hvaða tagi sem eru, og má ekki liggja í láginni, að bætt verði um, þar sem misfellur koma í Ijós. — Stundum er það talið sem árás á framleiðendur. og illkvitni. ef á slík mál er minst. En slík við- kvæmni á ekki heima í þessum málum. Þögn og sleifaralag er hættulegast þegar til lengdar lætur. Áhyggjur Tímans. RITSTJÓRI Tímans hefir skrifað hverja greinina á fætur annari um það, að hlutafjelagið Kveldúlfur hafi selt togara. Telur Þórarinn þetta hina mestu ósvinnu, og jafnvel þjóð- hættulegt, Hefir hann haft um þetta bæði mörg orð og stór. Aðalástæðan fyrir þessum skrifum hans er sú, að með þessu sjeu eigendur Kveldúlfs að draga fje úr útgerðinni, fje, sem þeir hafi grætt á útgero og eigi að vera kyrt í útgerð, en hvergi annarsstaðar. Eins og allir vita, og ritstjóri Tímans sem aðrir, hlýtur að sjá, þá hefir það gerst við sölu þessara togara, að fjármagn það hefir aukist sem fast er í út- gerð. Því til viðbóíar fjármagni því, sem áður var í togaraút- gerð, kemur nú kaupverð tog- ara þeirra, er hinir nýju eig- endur hafa lagt fram. En verð- ið sem Kveldúlfur fær fyrir skipin. en verður kyrt í út- gerð þess fjelags framvegis, auk þess fjár, er fjelagið hefir vegna hinna seldu togara, lagt í nýbyggingarsjóð. Ef hinsvegar svo væri, að andvirði hinna seldu togara vrði tekið úr útgerðinni, eins og Tímaritstjórinn heldur fram (gegn betri vilund) þá hefir ekki annað skeð en það, að skipin skiftu um eigendur. En þetta finst Þórarni Þórar- inssyni að stefna muni til ófarn aðar fyrir framleiðslu og fjár- mál þjóðarinnar. Togarar Kveld úlfs mega ekki komast í annara hendur. Hættan af því fyrir al- menning gæti þó ekki verið önnur en sú, að hinir nýju eig- endur skipanna væru lakar til þess hæfir að gera þau út. Hjer verður enginri greina- munur gerður á hæfni útgerðar mannanna. En það hefði þótt tíðindi fyrir nokkru, að Tím- inn hjeldi því fram viku eftir viku, að eigendur Kveldúlfs megi engan togara selja, því skipin sjeu best komin í þeirra höndum, sem best kunna að reka útgerð. Annað verður ekki ráðið af skrifum Þórarins um þétta mál. Kommúnistar. NÝLEGA var hjer minst á kommúnista brotalömina sem verið hefir á þjóðrækni þeirra og fylgi þeirra við föðurlands- lausa alþjóðahyggju. Var á það bent að eftir væri að sjá, hvort þeir hefðu lagt niður alþjóðahyggjuna og dek- ur við erlent vald. en tekið upp þjóðræknina í staðinn. Þjóðviljinn hefir gert þessar eftirgrenslanir að umtalsefni og segir, að hinir íslensku komm- únistar ætli sjer að hafa sinn fótinn á hvorri „línúnni“, ann- ari á alþjóðahyggjunni, sem liggur út í heiminn, en hinn á þjóðræknislínunni. Reynslan sker svo úr hvern- ig þetta getur samrýmst. Hvor taugin verður sterkari, heima taugin eða sú ,,internationala“. Hvoi't þeir halda sjer við þjóð- ræknina þegar á reynir, ellegar lyfta löppinni af henni og renna sjer, eftir sinu fyrra eðli. Erth er sá möguleiki til í dæminu, að svo mikið bil verði á milli þessara tveggja lína, að flokk- urinn geti ekki staðið beggja megin yfir bilið — og rifni. En alt kemur þetta á daginn er frá líður. Fólksekla og atvinnuleysi. FORGÖNGUMAÐUR verka- lýðsfjelags á Húsavík ljet þess getið hjer í blaði nýlega, að þar væri atvinnuleysi. því þar vant aði eitt og annað, til þess að styðja og tryggja framleiöslu- vegi. Rjett í sama mund bárust þær fregnir frá rafvirkjun Sigl- firðinga að þá hafi vantað verkafólk í alt sumar til þess að iryggja Það, að þeir gætu full- gert rafstöð sína við Skeið- fossa fyrir annatímann næsta sumar. Vafalaust eru báðar þessax fregnir rjettar. En hjer er um eftirtektarverð mistök að ræða. Ef stórfeld framleiðslutæki á Siglufirði verða ekki starfhæf næsta sumar, af því að atvinnu lausir menn á Húsavík hafa ekki fengist til að leita sjer at- vinnu til Siglufjarðar eða til Skeiðfossa í sumar. Þetta atvik leiðir hugann enn á ný til þess málefnis er oft hefir verið minst á, að í fram- tíoinni þarf fastari áform og fyrirhyggju um það, en verið hefir, hvar fólk eigi að leita sjer alvinnu. Ekki eingöngu yf ir sumartímann. Heldur hvar menn eigi helst að taka sjer ból festu eftir atvinnumöguleikum. Þar sem aðstæður eru bestar til fiskafla og iðnaðar eða til ræktunar, þar á íólkinu að fjölga. En menn eiga að láta sjer það lynda, þó mannfækk- un verði þar, sem erfiðust eru skilyrðin. Rannsóknir ó Kötlu- jökli. ALLMIKLAR mælingar hafa verið gerðar á skriojöklum og öðrum jöklum hjer á landi u.nd anfarin á. Hefir Jón Eyþórs- son veðurfræðingur, starfað einna mest að því. En hann hefir fengið aðra í lið með sjer. M. a. Steinþór Sigurðsson mag. Þeir hafa ákveðið í samráði við Pálma Hannesson rektor, að efna til mjög víðtækra mæl- inga á Kötlujökli eða á því svæði Mýrdalsjökuls, sem breyt ingum tekur við Kötlugos. Ætla þeir fjelagar að fá úr því skor- ið, hve mikið jökullinn kann að aukast með hverju ári. En það er trú manna, að þegar jökullinn yfir eldstöðvunum hefir fengið vissa hæð, þá sje von á gosi. Enn þykir það ein- kennilegt hve mikið vatnsflóð veltur fram úr jöklinum, þegar Katla gýs. Þykir það vatns- magn æði mikið í samanburði við þær breytingar, sem sjáan- lega hafa orðið á jöklinum við gosin. Ef það tekst að halda ná- kvæmum mælingum áfram á jöklinum á hverju ári, og vinna úr þeim, má vænta þess, að þarna fáist mjög mikilsverð- ar Uþplýsingar bæði viðvíkj- andi eldgosum og jökulmynd- unum. Þjóðverjar herða á herkvaðningu London í gærkveldi: Göbbels, sem á að sjá um als herjarhervæðingu þýsku þjóð- arinnar, hefir fyrirskipað, að vegna hernaðarátaksins skuíi fækkað að miklum mun starfs- liði pósts, síma og annarra op- inberr.a stofnana. Fara þeir menn í herinn, sem um það eru færir, en aðrir til annara starfa í þágu styrjaldarinnar. Þá hef- ir einnig verið fækkað mjög starfsliði leikhúsa, hljómsveita, og kvikmyndaiðnaðurinn verð- ur dreginn mikið saman. Menn mega ekki lengur hafa þjón- ustufólk, nema brýnasta nauð- syn krefji. Leikmót og söngmót verða mjög lakmörkuð, en öll- um kröftum beitt að vörnum landsins. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.