Morgunblaðið - 13.08.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.08.1944, Blaðsíða 6
6 tóORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 13. ágúst 1944. Hjalti húsmannssonur Æfintýr eftir P. Chr. Asbjörnsen. 5. höfðu það gott þarna, spöruðu hvorki mat nje drykk, lögð- ust síðan til svefns og sváfu langt fram á dag. En ekki var Hjalti fyrr vaknaður en gamli maðurinn kom með mjöð handa honum í gullbikar. Þegar hann svo var kominn í garmana, þá sýndi konungur honum alt úti og inni, til þess að hann gæti tekið það, sem hann vildi fá í laun fyrir að frelsa son hans. Og þar var af nógu að taka, megið þið vita: „Og hvað viltu nú?“ spurði konungurinn. „Þú get- ur fengið hvað sem þú óskar þjer af þessu hjerna“. — En Hjalti sagði að hann yrði að hugsa sig svolítið um fyrst og tala við konungsson og sagði konungur það eðlilegt. „Nú hefirðu sjálfsagt sjeð márgt fallegt“, sagði kon- ungssonur. „Já, ekki var það nú lítið“, sagði Hjalti, „en segðu mjer, hvað á jeg nú að kjósa mjer af allri þessari dýrð? Faðir þinn segir að mjer sje heimilt að velja hvað sem jeg vilji“. „Þú skalt ekki velja neitt af því, sem þú hefir sjeð hjer, en hann er með lítinn hring á fingrinum og um hann skaltu biðja“. — Þetta gerði svo Hjalti, hann bað um litla hringinn, sem konungur var með á fingrinum. „Hann er það sem mjer þykir mest í varið af öllum eigum mínum“, sagði konungur, „en mjer þ»ykir þó vænna um son minn, svo þú verður að fá hringinn. En veitstu til hvers má nota hann?“ — Nei það vissi Hjalti ekki. „Þegar þú berð þenna hring á fingrinum, geturðu fengið allt sem þú óskar þjer“, sagði konungur. Síðan þakkaði hann Hjalta fyrir sig og konungur og sonur hans óskuðu honum góðrar ferðar og báðu hann um að gæta hrings- ins vel. Ekki hafði nú Hjalti gengið lengi, þegar hann fór að hugsa, að gaman væri nú að reyna til hvers hringurinn dygði, og'svo óskaði hann sjer einhverra býsna af nýjum fötum, og ekki hafði hann fyrr sleppt orðinu, en hann var kominn í þau. Síðan hugsaði hann að það væri svolítið gaman að leika á karl föður sinn og óskaði sjer að hann stæði við dyrnar heima hjá honum eins rifinn og ræfils- legur og hann var síðast. „Góðan daginn, faðir minn góður“, sagði hann. — En þegar faðir hans sá hvernig hann var klæddur', enn rifn- ari og óhreinni en þegar hann fór, þá tók hann að barma sjer og bera sig illa: „Það er ómögulegt að koma þjer til manns, Hjalti“, sagði hann, „fyrst þú getur ekki einu sinni unnið fyrir fatadruslum utan á þig allan þenna tíma, sem þú hefir verið að heiman“. sjer, og gleðibylgja reis upp í huga hennar. Hún festi blómin í hári sínu, og þegar hún hafði gengið úr skugga um, að hún myndi standa hvaða hefðarfrú, sem væri, á sporði, fór hún fram á ganginn. Rennihurðin á milli grænu dagstofunnar og ítalska herbergisins hafði verið opnuð og voru báðar stofurnar fullaj af fólki. í bókarher- bergmu og litla rauða herberg- inu var einnig margt fólk. Jóhanna sat í gyltum stól, rjett hjá dyrunum á grænu dagstofunni, og var óvenju fjör leg að sjá. Hún var að tala við háann, myndarlegann mann, sem stóð við hlið hennar, og brosti og hló. Hún var klædd skærgulum kjól úr glytvefnaði. Hann var sjerstaklega ætlaður við það, sem fallegast var af Van Ryn skartgripunum, en það voru eyrnahringir úr rúbínsteinum, perlum og de- möntum. Hái maðurinn og nokkrar konur, sem stóðu þar hjá, voru að dást að þeim, og Miranda, sem stóð vandræða- leg í dyrunum, og vissi ekki, Svað hún átti af sjer að gera, feyrði, að þau báðu hana að segja sjer sögu eyrnahringanna, sém höfðu komið til Amster- dam frá Indlandi. Einu sinni leit Jóhanna upp og horfði á stúlkuna, sem stóð þarna vand ræðaleg í dyrunum, en hún benti henni ekki að koma til sín eða heilsaði henni, heldur sneri sjer aftur að vinum sín- um. Miranda roðnaði. Ætlaðist Jóhanna til þess, að hún stæði þarna í alt kvöld? Hún fann, að tvær konur, sem stóðu þar rjett hjá, störðu forvitnislega á hana. Hún flýtti sjer út um dymar aftur, og ætlaði að flýja upp á herbergi sitt, en um leið kom Nikulás fram á ganginn, út úr rauða herberginu. And- artak störðu þau þögul hvort á annað. Nikulás var í dökk- bláum fötum og hún hafði aldrei sjeð-hana svona falleg- ann. Þegar hann stóð þarna al- varlegur og horfði á hana, varð henni aftur ljett í skapi. Augu hans voru órannsakan leg þegar hann sagði rólega: „Blómin fara þjer vel, eins og jeg vissi. Komdu, jeg ætla að kynna þig fyrir vinum mín- um“. Og án þess að skeyta um mótmæli hennar leiddi hann hana í gegnum s4ofurnar, og staldraði við fyrir framan hvem smáhópinn af öðrum og sagði: „Þetta er frænka mín, ungfrú Miranda Wells“. Miranda sá andlitin í þoku og heyrði ekki nema helming- in af nöfnunum. Einu mennirn ir,- sem hún sá greínilega, voru Martin Van Buren, fyrverandi forseti, sem var eldri maður, sköllóttur, og sonur hans, John, - en það var sami maðurinn og Jómanna hafði verið að tala við. Hún heilsaði þessum tveim mönnum með sjerstakri lotn- ingu. Feimnin hafði smá farið af henni, meðan á athöfn þess- ari stóð, en þegar Nikulás skildi hana eftir í hóp ungra kvenna, greip feimnin hana á ný. Ungu stúlkurnar virtust allar vera af Van Rensselaer-ættinni, og eft ir að hafa skiptst á nokkrum kuldalegum kurteisisorðum við Miröndu, tóku þær aftur upp fáránlegt samtal um giftingu einhverrar Corneliu, sem Mir- anda hafði aldrei heyrt nefnda. Hún sat þarna ein og yfirgef in þar til Tompkins, rauður í andliti af ákafa, tilkýnti Jó- hönnu, að kvöldverðurinn væri reiðubúinn. Þá kom ungur og glaðlegur maður og hneigði sig fyrir henni. „Ungfrú Wells“, sagði hann. „Jeg á víst að hafa ánægjuna af að hafa yður til borðs. Jeg heiti Harman Van Rensselaer“. Miranda brosti feimnislega og tók í útrjettan arm hans, á meðan hún braut heilann um, hvað í ósköpunum hún ætti að segja við hann. Hún vonaði inni lega, að hann sæi ekki, að þetta væri í fyrsta sinn á ævinni, sem hún væri í reglulegu sam- kvæmi. En Harman var ræðinn og fjörugur ungur maður og í aug um hans las hún ósvikna að- dáun, svo að feimnin fór brátt af henni. „Þjer hafið ekki verið hjer uppi við fljótið áður, ungfrú Wells?“ spurði hann.. „Jeg vona, að þjer kunnið vel við yður hjer“. „Já“, sagði hún. „Jeg hefi annars ferðast lítið um hjer ennþá. Þjer komið sennilega frá Albany?“ Harman hristi höfuðið. „Nei. Jeg tilheyri Claverack-kvísl- inni af Van Rensselaer-ætt- inni“. Hann fór að hlæja, þegar Jiann sá, að Miranda var engu nær. „Yður hlýtur að finnast þetta mjög flókið. Fólkið hjerna á móti okkur er af Rens selaer-ættinni frá Ford Crailo. Dökkklæddi maðurinn, við hlið ina á Maríu Livingston, er Stef án Van Rensselaer. Og þarna er sonur hans, Stefán, og tvær dætur hans, Comelia og Katrín Jeg á sjö systur sjálfur, en þær eru aðeins tvær hjer“. • Miranda brosti . „Jeg er hrædd um, að jeg sje heldur • fáfróð. Það eru svo margir, sem heita Livingston og Van Rensselaer11. „Maðurinn, sem situr hægra megin við yður, heitir a. m. k. hvorugt", sagði Hartman. „Þjer vitið auðvitað, hver hann er?“ Miranda leit á hann. Það var miðaldra maður, fremur feit- laginn, sem borðaði með mikl- um alvörusvip. Hún hristi höf- uðið. „Þetta er Fenimore Cooper, rithöfundurinn. Þau hjónin eru nú í heimsókn hjá Schuylers- hjónunum“. „Já, auðvitað", flýtti Miranda sjer að segja, og óskaði þess að hún hefði haft tíma til þess að lesa „Síðasti Mohikaninn“, sem Nikulás hafði verið að tala um við hana. En þegar, hún ætlaði að fara að tala við hr. Cooper, fanst henni hann vera fálátur. Hann virtist hafa miklu meiri áhuga á matnum en hinum feimnis- legu athugasemdum hennar. Harman var í fjörlegum sam- ræðum við stúlkuna, sem sat vinstra megin við hann, og þeg ar hún var komin í vandræði með, um hvað hún ætti að tala við rithöfundinn, fór hún eitt- hvað að minnast á hátíðahöldin um morguninn og bændurna. Cooper lagði þegar frá sjer gaffalinn. „Gekk Van Ryn nokk uð erfiðlega að fá inn leiguna?“ sagði hann, og horfði svo strang lega á hana, að hún varð hálf hrædd. „Nei,ja-jú — í einu til- felli“, stamaði hún. „Svívirðilegt!“ Rithöfundur- inn lamdi hnefanum í borðið, svo að glösin dönsuðu og Mir- anda lyftist hálfa leið upp úr sæti sínu. Hún hafði ekki hug- mynd um, hvað herranum fanst svona svívirðilegt, en komst þó brátt að því. Hann sneri sjer frá henni og ávarpaði Van Rens selaer ljensgreifa, sem var nið- ursokkinn í samræður við frú Maríu Livingston. „Þessi sví- virðing breiðist út, Stefán. Það hafa einnig verið óeirðir hjá Van Ryn“. Allir hættu að borða og litu undrandi upp. Óánægjusvipur kom á andlit Stefáns Van Rens- selaer, ekki vegna þess sem Cooper sagði, því að það vissi hann þegar, heldur fanst hon- um ótímabært að ræða það hjer. „Það var leiðinlegt“, sagði hann, og sneri sjer aftur að Maríu Livingston. En Cooper var ekki af baki dottinn. Þótt hann ætti ekki ljensdæmi sjálfur, gat hann ekki gleymt því, að kona hans var af De Lancy-ættinni, sem einu sinni hafði átt Scarsdale- ljensdæmið, og var því ákafur Toryi. Hann sneri sjer með miklum ákafa að Nikulási, og hrópaði nærri því til hans: „Þjer hafið sennilega heyrt getið um Smith Boughton, Van Ryn, litla lækn inn, seirt fluttur er inn á Kol- umbía-landið, og gengur nú um og æsir til uppþota. Drottinn minn, ef jeg væri einn af ykkur ljensdrottnunum, myndi jeg ná mjer í kaðalspotta og hengja hann upp í næsta trje“. Nikulás fanst einnig óviðeig andi að ræða þetta hjer, þótt hann annars væri sEimmála Cooper. „Þjer hafið án efa rjett fyrir yður, herra, þótt mín ætlan sje sú, að þessi náungi geti ekkert skaðað okkur. Og við höfum lögin okkar megin og þurfum því ekki að beita of- beldi“. wtimTmimnnrnnninrniiiiiimnnnnnnnnminm^ B. P. Kalman s hæstarjettarmálafl.m. = s Hamarshúsinu 5. hæð, vest § H ur-dyr. — Sími 1695. || áuiiunimiuuiiiuimumuuunumiiiiuinimuiiiiuÍM Sigga litla sat hjá móður sinni í strætisvagninum. Móðir hennar var há og grönn. Beint á móti þeirh settist ákaflega dig ur kona. Sigga litla starði lengi á hana. Svo sagði hún við mömmu sína, með hárri og skærri barnsraust, svo að heyrð ist um allan vagninn: — Er þetta alt saman einn kvenmaður, mamma? — Hefirðu haft mikla á- nægju af síðasta laginu þínu? — Já, blessaður vertu! Það fæst engin söngkona til þess að syngja það, bara af því að það heitir: „O, væri jeg orðin ung á ný“. ★ Ella litla horfði hugfangin á, þegar mamma hennar var að baka. Ella: — Af hverju stingur þú prjóni 1 brauðið, mamma? — Til þess að sjá, hvort það er fullbakað. — Getur þú sjeð í gegnum svonajítið gat? — Eitt verðurðu að lofa mjer, ástin mín að hafa trúlof unina ekki langa áður en .... — Því máttu treysta — jeg hefi ekki enn verið trúlofaður nema í hæsta lagi tvo mánuðí. ★ Út kirkjugólfið eftir brúð- kaupið. — Adolf, get jeg ekki fengið mánaðarpeningana mína strax? Jeg sá svo fallegan hatt á leið- inni. ★ — Viljið þjer ekki kaupa happdrættismiða, stærsti vinn- ingurinn er 50 þús. krónur. — Hvenær verður dregið? — Þann 10. -september. — Það er of seint. Jeg þarf að nota peningana á morgun. ★ Þau dönsuðu eftir dillandi jass-músik. Hann: — Flest af þessum lög um eru stolin frá negrum í frum skógum Afríku. — Er það, já, en þeir mega , vera fegnir að hafa losnað við þau.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.