Morgunblaðið - 20.08.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.08.1944, Blaðsíða 8
8 Ausffirðiaipr keppa ið K, R.-i Síðastliðið mánudagskvöld gekkst K.R. fyrir keppní í nokkrum greinum frjálsra í- jþrótta með þátttöku Austfirð- inganna, sem komu hingað á meistaramótið. Keppt var í þess um íþróttagreinum: Spjótkast. 1. Tómas Árnason U. í. A., 53.01 m. 2. Jón Hjartar, K.R. 51.60 m 3. Þorv. Árnason U. I. A. 46,47 m. 300 m. hlaup, 1. Brynjólfur Ingólfsson KR, 37,9. sek. 2. Guttormur Þormar U. I. A., 38,2 sek. 3. Jóh. Bernh. KR., 33,7 sek. Kringlukasf. 1. Bragi Friðriksson. K. R., 38,64 m. 2. Þorv. Árnason, U. I. A., 38.42 m. 3. Jón Óíafsson, U. I. A., 35,79 m. Þetta er jafn og góður á- rangur í öllum greinum. Aust- firðingar náðu þarna.mun betri árangri í körsunum en á meist sramótinu dagana á undan, enda veður miklu betra að þessu sinni. Óiöglegum byggingum ijöigur stöðugt í og við bæiuu Ofremdarástand, segir Sigurður Pjetursson byggingarf uiltrúi SvÉíflugíjelagið ter flugskýíf SVIFFLUGFJELAG íslands vinnur að því að flytja birgða- skemmu, sem setuliðið hafði á Gúthálsi, niður á Sandskeið. Hafist var handa um verkið fyr ir tæpum þrem vikum síðan, og er ætlast til, að því verði lok ið fjuir veturinn. Eins og frá hefir verið skýrt hjer í blaðinu, á fjelagið von á vjelflugu og líklega þrem svif- flugum frá Ameríku. Flugskýli það, Sem Svifflugfjelagið hefir ’%aft á Sandskeiði, verður þá ekki nægjanlegt, og' var því horfið að því ráði að koma upp öðru flugskýli. 137 erlendar llug- vjelar lenda í Svíþjóð Stokkhólmi: Sænska útvarp ið befir skýrt frá því að- als hafi 137 erlendar flugvjelar ný lega lent í Svíþjóð. Af þeim nauðlentu 113, en 24 hröpuðu til jarðar, eða voru skotnar niður af sænskum loft varnasveitum. Mikill meirihluti þessarra flugvjela- hefir verið frá bandamönnum, flestar flug vjelarnar annaðhvort flugvirki eða Liberatorflugvjelar. — Þá hafa svifsprengjur fallið í Sví- þjóð, svo sem kunnugt er, ,Sví- ar mótmæltu, en Þjóðverjar háðu afsökunar. — Reuter. Eldur í skipi. Framh. af 1. síðu. irrn. varð hann að lokum vfir- Imgaður, en j)að vérk tók nm tvær klukkustundir. Vjelar. rúui Arthurs er nokkuð' brunnið og mikið sviðnað, en eldui-inn komst aldrei víðar uni skipið. Um eidsupptölc er aigjörlega ókunnugt enn. ÓLÖGLEGUM EYGGING- U.M fjölgar stöðugt hjer í bænum og j)ó einkum í út- hverfununi. Bygginga rnefnd bæjarins getur ekkert aðhafst til jæ.ss að koma í veg fyrir þenna ófögnuð, sem er bæði til skaða, skammar og óhollustu. Olöglegu byggingarnar eru eink um skúrar, sem reistir hafa verið á baklóðum húsa eða í löndum á lítt bygðum svæð- uni ónnan lögsagnarumdæmis . Reykjavíkur. Sigurður Pjetursson, )>ygg- ingarfulltrúi bæ.jarins sagði, mjer, að það ríkti mesta ó-i fremdarástand i jæssuni efn- um. Jlann sýndi mjer tvær I j>.jettskrifaðar stílabæknr, j>ar ' ,sem hann hafði skrifað kærur j á menn, sem höfðu bvgt í 'óleyfi. En lögrcglan licfir ekk- ! ert mátt sín og menn hafa ifengið að klamhra upp alls- jkonar kofum hingað og þang- að. Heimta" að- sje kært — og halda svo áfram. ,,’Það er tilgángslaust að ski]>a mönnimi að hætta við jxessar ólöglegu byggingar,“ sagði Sigurður. ,,Það er r.jett á meðan maður stendur yfir mönnum, að þeir hætta við smíðina, en svo heimta þeir, að kæid sje, því þeir vita, að þá fyrst geta þeir hald- ið áfram áð byggja ólöglega í friði, eftir að kært hefir verið!“ Það er nú svo komið, að ák væð i by gginga rsa m þykt ar - innar um að menn verði að fá leyfi til að byggja mann- virki gilda eiiuingis fyrir lög- hlíðna borgara, hinir fara sínu fram og komast upp með það. Og em harla lítið gagn í lögum eða Teglum, þegar Svo er komið. Öþrifin af skúrabygg- ingunum. ,,Það versta við jxessar ó- löglegu skúrabyggingar, held- ur Sigurðu'r Pjetursson áfram, er sóðaskapurinn og óhollust- an, sem af þeim stafar. Það er ef til vill verra en bruna- hættan, að jæssar skúral)ygg- ingar eru undantekningarlaust hinar mestu gróðraratíur fyr- ir rottur. Hefir það ávalt kom- ið í l.jós, er s'i.úrabyggingar hafa verið rifnar, t. d. vegna þess, að bygt hefir verið á lóðunum, að undir þeim hefir verið krökt af rottuhreiðrum“ Eru ekki mannabú- staðir.. „Víða hafa menn hróflað upp skúrum, einkum utantil í bænum, til íbúðar.Enþetta eru ekki mannabústaðir. Ef þessu heldur áfram til lengdar fer ek,ki hjá því, að hjer rísi upp einskonar fátækrahverfi, eins og tíðkast í stórborgum er- lendis. I einu orði sagt: Ástandið er gersamlega ój)olandi. Þessar skúrabyggingar hafa siðspill- andi' áhrif á fólkið, sem í j)eim býr. Það lætur það danka, að búa í skúrunum vegna þess, að það hefir að náfninu til ]>ak yfif höfuðið. En þetta auming.ja. fólk missir alla virð ingu fvrii' eignarjetti og feg- urðartilfinningin sljógvast á J))'í að búa í þessum óhæfu íbúðum. Eigendur.nir rjettlausir. ,,Sumi r menn hafa lagt. í }>að nokuð fje að koma sjer upj) ibúðarskúrum, en þessir menn athuga ekki, að Jieir eru algjörlega rjettlausir. Skúrarn ir eru óveðhæfir og ótrygg- ingárhæf'ir, Það er hægt að heimta þá flutta eða rifna nið_ ur fyrirvaraláust, ef lögum væri frainfylgt. En verst er, að menri hafa jafijvel.gert sjer það að gróða bralli, að hyggja íbúðarskúi'a og selja J)á fólki, sem lætur glæpast á að kaupa þá með okurverði. Kaupendurnir at- huga ekki að þeir eru rjett- lausir með öllu, eins og þeir, sem byggja. Það ætti að vera régla hvers einasta manns, sem kaupir fasteign, að leita fyrst upp- lýsinga hjá byggingafulltrúa, áður en gert er út ftm kaupin. Þær ráðleggingar kosta ekki neitt. Það þarf sjerstakt lög'- reglueftirlit. En hvernig stendur á því, að bygginarnefnd er ráða-laus í þessmn efnum 1 spurði jeg Sigurð. — Það stendur þannig á því, segir Sigurður, að nefnd- in hefir ekki dómsvald. Hún getur ekki gert annað en að kæra til lögreglunnar þegar uppvíst ve’rðúr uni brot á byggingarsamþyktinni. Lög- reglan virðist ekkert geta gert hvernig sem á því stendur. Það er ekki einu sinni hægt að fá stöðvaða byggingu á ólög_ legum skúr hvað ]>á, að hægt sje að fá slíka skúra flutta. — Hvað álítið þjer að þurfi a ð gera ? — Það, sem gera ætti, er að hafa sjerstaka lögreglu, sem fjallaði um Jæssi mál, og sem gengi fram í því, af dugn- aði, að koma í veg fyrir ó- löglegar bygingar. Slík lög- regla er til í flestum borgum erlendis. Það verður ekki hjá þvi komist, að fyrirskipa rif, eða brottflutning á ólöglegum byggingum til þess að koma í veg fyrir, að ólöglegum l>ygg- inguin fjölgi enn meir en orð- ið er. Braggabygging í götulóð Sem dænri um ]>að, hvað menn geta gengið langt í ])ví að hrófla upp ólöglegum bygg! ingum og virðast komast upp með, i^gði Sigurður mjer sögu af bragganum, sem mað- ui' nokkur bygði að hálfu leyti á lóð sinni og að hájfu leyti á lóð bæjarins, ])ar sem fyriihuguð or umferðagata. Nagrannar mannsiiis, sem I)rag'ganum hrófláði upp, kærðu til lögreglunnar, aðal- lega vegna J>ess, að ]>eir hö’fðu ekki svefnfrið, ]>ar sem aðal- lega var unnið að bragga- uppsetningu að næturlagi. Það bar’ engan árangur.. Byggingarfulltrúi vissi af gamalli' reynslu, að ekki væri til neins, að kæra til lögregl- unnar og skrifaði því bæjar- ráði brjef um rnálið og skýði frá málavöxtum. Bæ.iarráð hefir tekið J>etta mál til athugunar og mun hafa í hyggju að finna leið til 'lausnar á J)essfi mikla vandamáli. Árás á Bremen London í gær: Fjöldi stórra breskra sprengjuflugvjela fór í nótt sem leið til árása á Þýska- land. Var aðalárásin gerð á borg ina Bremen og á mikla olíu- vinslustöð norður af Essen. Enn eina olíustöð var ráðist á í Belgíu. — Mosquitoflugvjelar rjeðust á Berlín og ennfremur var ráðist á sprengjustöðvar 1 Norður-Frakklandi. — Reuter. Flugmaður heiðraður. Stokkhólmi: Mannerheim marskálkur, forseti Finna, hef- ir sæmt sænska flugmanninum Ollé Ekman kaptein, finnska frelsiskrossinum með sverðum, fyrir það að hann hefir flogið 200 farþegaflugferðir milli Helsinki og Stokkhólms. Forseti látinn LONDON: Nýlega er látinn vestur í Bandaríkjunum, Manu el Quezon, hinn útlægi for- ,seti Filipseyja. Hafði hann lengi þjáðst af berklaveiki. Ilann var 65 ára að aldri og' liafði verið forseti Filipseyja síðan 1935, Varaforsetinn, Sergio Osmena, hefir unnið eiða að stjórnarskrá Filips- eyja og tekur við störfum hins látna. Sunnudag'ur 20. ágúst 1944« 233. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 7.15. Síðdegisflæði kl. 19.32. Ljósatími ökutækja frá kl. 22.25 til kl. 3.40. Helgidagslæknir er Bjarni Jónsson, Reynimel 58, srmi 2472. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki. Næturakstur annast Bs. Hreyf ill, sími 1633. □ Helgafell 59448227 — IV/V 2 R. Lúðrasveit Reykjavík ir leikur við útimessuna við Leifsstyttu í dag klukkan 2 e. h. Knattspyrnuleikir. — Nýlega kepptu starfsmenn Slippsins við starfsmenij Hjeðins og Vann Slippurinn með 1:0. — í fyrra- dag kepptu svo starfsmenn Slipp fjelagsins og starfsmenn h. f. Hamars og sigraði Slippurirm með 3:2 mörkum. U. M. F. Drengur í Kjós efnir til útiskemmtunar í dag við Lax árbrú. — Flokkur karla úr í- þróttaf jel. Reykjavíkur sýnir fimleika. — Dansað verður á palli. Ferð verður á skemmtun- ina kl. 2 frá B. S. R. A. H. Wínsnes, höfundpr grein arinnar „Stund frelsisins nálg- ast“ er birtist hjer í blaðinu, vár prófessor í bókmenntasögu við Osloar-háskóla, en flúði land, Hann e.r nú formaður bresk- norska fjelagsins í Bretlandi. ÚTVARPIÐ í DAG: 8.30 Morgunfrjettir. 11.00 Messa í Dómkirkjunni (síra Friðrik Hallgrímsson). 12.10 Hádegisútvarp. 14.00 Miðdegistónleikar (piötui') 1. Tónverk eftir Mozart: a) Serenade, e-moll. b) Lagaflokkur, nr. 10, F-dúr. c) Hornkonsert í Es-dúr. 2. 15.00 Ýms’ tónverk: a) „Haugtussa" eftir Grieg. b) ,,í stækkunargleri“, laga- flokkur eftir Taylor. c) Lög eftir Ketelby. d) Mark Twain-lagaflokkur- inn eftir Kern. 19.25 Hljómplötur: a) Conserto grosso í D-dúr eftir Handel. b) Harpsicord-konsert í D-dúr eftir sama. 20.00 Frjettir. 20.20 Tvíleikur á fiðlur (Þórar- inn Guðmundsson og Þórir Jónsson): Sex smálög fyrir tvær fiðlur, eftir Godard. 20.35 Ferðasaga um Barðaströnd, síðari þáttur (Hersteinn Páls- son ritstjóri). 21.00 Hljómplötur: Norðurlanda- söngvarar. 21.15 Upplestur: „Úttektarseðill- inn“, smásaga eftir Einar Guð- mundsson (höf. les.). 21.35 Hljómplötur: Lagaflokkui''. eftir Field. 21.50 Frjettir. * 22.00 Danslög til 23.00. ÚTVARPIÐ Á MORGUN: , i 8.30 Morgunfrjettir. 12.10 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Nelson Eddia syngur. 20.30 Þýtt og endursagt (Bárður Jakobsson lögfræðingur). 20.50 Hljómplötur: Lög leikin á saxófón. 21.00 Um daginn og veginn (Gunnar Benediktsson rithöf.) 21.20 Útvarpshljómsveitin: Lög eftir Hartmann og Gade. Einsöngur (frú Nína Sveins- dóttir): a) Lög eftir Foster (íslenskir textar). b) „Ljúfar, ljósar nætur“, eft- ir Jón Laxdal. c) „Á gróðrarstöð“, eftir sama höfund. d) „Sólskinsskúrin" eftir Árna Thorsteinson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.