Morgunblaðið - 22.08.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.08.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. ágúst 1944 „Ó —sagði Miranda. En hvað Nikulás var gáfaður! Nikulás gaf vagnstjóranum nokkrar fyrirskipanir og sneri sjer síðan að Miröndu. „Jeg þarf að útrjetta dálítið, en hitti ykkur aftur við Hudson gisti- húsið, kl. 2“. Hann fór niður úr vagninum og stóð kyrr með hattinn í hend inni, þangað til hestarnir voru farnir af stað. Miranda horfði á eftir honum niður götuna. Einu sinni tók hann ofan fyrir gamalli, gráklæddri konu, svo að svart, liðað hár hans gljáði í sólskininu. Vagninn beygði nú, svo að hún gat ekki lengur horft á hann. Brátt stansaði hann fyr- ir framan lágt múrsteinshús. A dyrunum var lítið spjald og á þ^ð var letrað: „Jefferson Turner, læknir“. Miranda andvarpaði. „Komdu Katrín. Hjerna er læknirinn. Þegar Miranda kom að dyr- unum, stansaði hún. Hún heyrði margraddaðan klið og einhvern vera að halda ræðu þarna inni. En þegar hún barði að dyrum, varð steinhljóð Einhver sagði: „Uss“. Hún beið óþolinmóð í fimm mínútur. Þá opnuðust dyrnar og Jeff kom fram. Rautt hár hans var úfið, og hann hafði brett skyrtuerm unum upp fyrir olnboga, svo að vöðvamiklir, freknóttir handleggir hans komu í ljós. Miranda lyfti pilsum sínum öflítið og kipraði saman varirn ar. „Ungfrú Van Ryn hefir ígerð í fingri“, sagði hún drembilega, og lagði höndina á öxl Katrín- ar. „Hr. Van Ryn vill að þjer lít ið á það“. Jeff stóð kyrr og sagði ekki orð. Greindarleg grá augu hans horfðu fram hjá stúlkunum, á Van Ryn vagninn og hann gaf frá sjer langt flaut. „Hvert þó í veinandi, maður!“ hrópaði hann. „Gjörið svo vel að ganga í bæinn. — Þetta var óvæntur heiður11. X Miranda leit reiðilega á hann og strunsaði síðan fram hjá honum. I húsinu voru aðeins fjögur herbergi og eldhús. í bið stofunni og lækningastofunni vár margt karlmanna og ein kona, sem hafði verið að gráta, en flýtti sjer að þurka sjer um augun, þegar Miranda kom inn. „Sjáið þið, hvað jeg fann við dyrnar“, hrópaði Jeff hlæj- andi. „Hvorki meira nje minna en ungfrú Van Ryn ....“, hann hneigði sig í áttina til Katrín- ar litlu, sem stóð þarna og hjelt dauðahaldi í pils Miröndu. „Og“, hjelt Jeff áfram, og hneigði sig enn dýpra á áttina til Miröndu. „Hina yndislegu ungfrú Wells. Hún hefir einnig konungablóð í æðum sjer, skal jeg segja ykkur, því að hún er frænka Nikulásar Van Ryn“. Lítill pervisinn maður kom nú og hvíslaði einhverju að Jeff. — Konan stóð á fætur. „Æ, já, já“, tautaði hún biturlega. „Van Ryn fólkið getur klætt sig í silki á meðan jeg og börn mín sveltum“. Hún gekk fram- hjá Miröndu um leið og hún sagði þetta, sem stóð kyrr rjett fyrir innan dyrnar, og hafði á- kafann hjartslátt. Jeff ávarpaði nú mennina. „Við hittumst síðar“, sagði hann. „Það verður ef til vill nauðsynlegt, að gera nýjar á- ætlanir vegna þessa“. Hann hneigði sig í áttina til Van Ryn-vagnsins. Mennirnir litu hver á annan og kinkuðu kolli. Síðán gengu þeir þegjandi út, allir, nema litli maðurinn. Þá loks fjekk Miranda mál- ið aftur. „Þið hafið verið að halda ólöglegan fund“, hrópaði hún reiðilega. Mennirnir tveir litu 4 hana og Jeff fór að hlæja. „Já, vissu lega, prinsessa. Má jeg kynna, Smith Boughton lækni“. Litli maðurinn hneigði sig kuldalega. Smith Boughton, hugsaði Miranda með sjer. Það var ein mitt maðurinn, sem Fenimore Cooper hafði verið að tala um, að æsti til óeirða meðal bænd- % anna. „Þjer ættuð að blygðast yð- ar“, sagði hún við hann. „Að æsa fólkið til óeirða og segja því að gera það, sem rangt er. Því leið nógu vel á leigujörð- um sínum, áður en þjer kom- uð“. Læknarnir tveir litu hvor á annan. Þótt Boughton væri eldri en Jeff, höfðu þeir lesið læknisfræði saman við Castle- ton-skólann í Vermont. Þeir voru mjög góðir vinir. Síðan Boughton kom til Kolumbía landsins og tók að berjast fyrir málstað leiguliðanna af brenn- andi áhuga, hafði Jeff stutt hann af öllum mætti ,í þeirri baráttu. En Jeff hafði góða stjórn á sjálfum sjer og kimni- gáfu, sem Boughton hafði ekki. Og nú þaut hann til Miröndu, með leiftrandi augu og krepta hnefa. „Þjer eruð eins og páfagauk ur!“ hrópaði hann. „Jetið upp það, sem þjer hafið heyrt aðra segja. Bændunum hefir aldrei liðið vel á leigujörðunum. Fað- ir minn var leiguliði í Renssel- aer-ljensdæminu, svo að jeg veit það mætavel. Hefir þú gert þjer grein fyrir því, hvers vegna forfeður þínir yfirgáfu gamla landið sitt? Þeir gerðu það til þess að verða frjálsir og losna undan harðstjórninni.Og í landi voru eru hvítir menn als staðar frjálsir, nema hjer, á leigujörðunum. Þetta er svívirð ing, blettur á þjóðinni, garnlar leyfar frá fortíðinni!“ Miranda hörfaði aftur á bak, því að litli læknirinn steytti hnefann fram an í hana. Katrín starði stórum augum á þennan undarlega mann. „En svona eru lögin“, sagði Miranda hógvær. Hún fann, að það var kraftur í því, sem litli maðurinn sagði, þótt hún væri engann veginn sannfærð um, að hann hefði rjett fyrir sjer. „Lögin hafa rangt fyrir sjer“, svaraði Boughton, „og þeim verður breytt. „Án ofbeldis“, sagði Jeff og leit viðvörunaraugum á vin sinn. „Málstaður okkar vinnur ekki á, með ofbeldi“. Hinn kinkaði kolli og and- varpaði. „Jeg kem seinna“, sagði hann við Jeff, hneigði sig kuldalega fyrir Miröndu og fór út. „Jæja, ungfrú góð“, sagði Jeff, og brosti til Katrínar. — „Nú skulum við líta á fingur- inn. „Hann tók í hönd heftnar og leiddi hana inn í læknisstof una. Það var lítið herbergi með rauðu veggfóðri. Miranda gat ekki að því gert að dást að þvýhve fimlega Jeff fórst, að taka utan af fingri Katrínar og hve vingjarnlega hann talaði við hana á meðan. Eír það var líka hið eina, sem hún dáðist að. Hún hafði óbeit á kröftugum, karlmannlegum líkama hans, búralegri fram- komu og, um fram alt, fyrirleit hún hann vegna þess að hann studdi leiðuliðana. Hún þráði að komast hjeðan ‘út, til þess að geta sagt Nikulási frá fund inum. Hún leit á klukkuna. — Hún var þegar rúmlega hálf tvö. „Það er ekkert að fingrin- um“, sagði Jeff eftir að hafa athugað hann vandlega. „Nei,“ sagði hún. „Jeg vissi, að það var ekkert að honum“. Jef rjetti úr sjer og stakk höndunum í vasana. „Þetta var mjög gaman að heyra. Dirfist jeg að vona, að jeg hafi vakið leynda ástríðu í jómfrúrbrjósti yðar? &etur það verið, að þjer hafið komið hingað eingöngu í von um, að fá að sjá mig aft- ur? Þetta fer langt. . . . “ ,-,Haldið yður saman!“ hróp- aði Miranda, en varð samstund is skelfingu lostin. Vel uppald- ar hefðarkonur hrópuðu áreið- anlega ekki „haldið yður sam- an!“ Þetta voru sorglegar leyf ar frá æsku hennar. Og nú sk'ellihló Jeff aftur. Hún setti á sig hanskana og lagaði húfu sína. „Jeg kom hingað í dag, Turner læknir, végna þess að Nikulás —‘\, hún leiðrjetti sig þegar í stað, — „hr. Van Ryn óskaði eftir ■því. Og verið þjer nú sælir“. Jeff tók eftir raddblænum, þegar hún sagði ,,Nikulás“. — Hann leit snöggt á hana. Hann var ekki hrifinn af hinni fín- gerðu fegurð hennar. Hann viltfi heldur þriflegar og fjör- ugar stúlkur, eins og t. d. Faith Folger, sem hafði rjóðar kinnar, blikandi ^augu og dökka lokka. Brúður herma nnsins Æfintýr eftir P. Chr. Asbjörnsen. 2. einn af vinnumönnum sínum og sagði honum að fara í flýti til nágrannans og biðja hann um að senda það sem hann hefði lofað. „En ef þú ert ekki fljótur“, sagði hann og rak hnefann í vinnumanninn, „þá skaltu fá. .. .“. Meira gat hann ekki sagt, því piltur þaut af stað. eins og fjand- inn sjálfur væri á hælunum á honum. „Jeg átti að bera kveðju frá húsbóndanum og biðja um það sem þú hefir lofað honum“, sagði pilturinn um leið og hann kom til íöður stúlkunnar, en jeg verð að fá það fljótt, því nú liggur á“. „Jæja, hlauptu þá niður á engi og taktu hana með þjer, hún er þar“ sagði bóndi. Piltur þaut af stað, kófsveittur. Þegar hann kom niður á engið, var bóndadóttir þar að raka. „Jeg átti að sækja það, sem faðir þinn hefir lofað húsbónda mínum“, sagði piltur. „Ha, ha, þarna átti að gabba mig“, hugsaði hún, en sagði: „Nei, áttirðu það?“ sagði hún. „Það er gráa merin okkar. Þú getur tekið hana, hún stendur tjóðruð hinum megin við rófugarðinn", sagði stúlkan. Piltur sveiflaði sjer á bak hryssunni og reið heim, eins hratt og hún komst. „Fjekstu hana með þjer?“ spurði húsbóndi hans. „Hún stendur úti fyrir dyrunum“, sagði vinnumaður. „Leiddu hana upp í herbergið hennar móður minnar sálugu“, sagði herramaðurinn. „Hvernig í ósköpunum á að fara að því?“ spurði vinnu- maðurinn. „Þú gerir bara eins og þjer er sagt“, sagði herramað- urinn byrstur, „komirðu henni ekki upp einsamall, þá geturðu fengið hjálp“, sagði hann. Hann hjelt kanske að stúlkan yrði eitthvað baldstýrug. Þegar vinnumaðurinn sá svipinn á húsbónda sínum, þá vissi hann það fyrst alveg, að það þýddi ekki að vera með neinar vífilengjur á þessum bæ. Hann fjekk nú með sjer alla hina vinnumennina og nokkra húsmenn af hjá- leigunum og loksins var hægt að bisa hryssunni upp stigana og inn í herbergið, sem tiltekið hafði verið. Þar var alt brúðarskartið tilbúið. „Nú er jeg búinn að gera það, sem þú sagðir mjer, hús- bóndi góður“, sagði vinnumaðurinn, „en erfitt var það; versta strit sem jeg hefi komist í, síðan jeg kom hjer á bæinn“. Þessi saga er sögð um Lloyd George: Árið 1915 var Lloyd George- fjármálaráðherra Bret«. Kvöld eitt var hann á heimleið í bif- reið til búgarðar síns í Surrey. Á leiðinni bilaði bíllinn, og á meðan bifreiðarstjórinn var að gera við hann, gekk Lloyd Ge- orge aftur fyrir bílinn til þess að sjá, hvort afturljósin loguðu. Bílstjórinn hafði ekki veitt þessu athygli, stökk upp í bíl- inn og ók af stað, og öll köll Lloyd George til þess að fá hann til þess að snúa aftur, heyrðust ekki frekar en rödd hrópandans á eyðimörkinni. — Fjármálaráðherrann varð að halda áfram ferð sinni fótgang andi. Hann var ekki búinn að fara langt, er hánn sá uppljómað hús framundan. „Þarna mun vera greiðastaður bg jeg hlýt að geta fengið mjer vagn þar til þess að taka mjer þann spotta, sem jeg á eftir“, hugs- aði Lloyd George. Hann barði að dyrum og stór og sterklegur dyravörður opnaði. Lloyd Ge- orge sagði nú sínar farir ekki sljettar og bætti við: „Jeg er fjármálaráðherra Englands“. „Alveg rjett, hárrjett“, muldraði dyravörðurinn. „Hjer eru þegar fyrir sex aðrir. Vilj- ið þjer bíða stundarkorn“. Lloyd George horfði undr- andi á eftir hinum þreklega manni, sem sneri aftur inn í húsið. En skyndilega skildi hann hvernig í þessu lá, og læddist eins fljótt og íiann gat komist, í burtu. Hann hafði sjeð sem var, að hið upplýsta hús var geðveikra hæli. ★ Dómarinn: — Hvernig gat yður dottið í hug að stela hjól- hesti í kirkjugarðinum. — Jeg hjelt að eigandinn væri dáinn. ★ — Jeg hefi líklega eyðilagt hattinn yðar með því að setj- ast á hann. En að sjálfsögðu mun jeg bæta yður það upp. — Þetta sagði maðurinn minn, þegar hann setti hann á stólinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.