Morgunblaðið - 22.08.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.08.1944, Blaðsíða 1
81. árgangur,. 186. tbl. — Þriðjudagur 22. ágúst 1944 ísafoldarprentsmiðja h.í. BANDARIKJAIVIENM KOMIMIR YFIR SIGNL BEGGJA MEGIN PARÍSAR ÞJÓÐVERJAR AO YFIRGEFA BORGINA Bandamenn komnir 80 km. BARIST ER 1 KVÖLD á götum flotahafnarborgarinnar Toulon í Suður-Frakklandi, og eru það franskar hersveitir, sem komnar eru inn í borgina, en á hana hjeldu herskip banamanna uppi mikilli skothríð meiri hluta dags í dag. Voru })ar að verki orustuskip og l)eitiskip Breta. Mótspyrna Þjóðverja er sögð allsnörp í Toulon, en arniars er hún ekki mikil neinstaðar í Suður.Frakklandi og oru hersveitir bandamanna komnar um 80 km. inn í land. Hefir bærinn Valensone verið tekinn á beim slóðum. Þá sækja bandamenn fram til norðvesturs frá Toulon, eru þar aðallega franskar hersveít ir á ferðinni, og hafa náð á sitt vald fjórum járnbrautarstöðv- um. Þarna er mótspyrna lítil sem engin. Farnir af spænsku landamaerunum. Fregnir frá Madrid herma í kvöld, að franskar hersveitir sjeu nú aftur meðfram öllum landamærum Frakklands og Spánar og hafi lið Þjóðverja þar alt hörfað norður á bóg- inn. Er talið í þessum frjettum, að varla sje um neinar þýskar hersveitir að ræða lengur í Suðvestur-Frakklandi. Marseilles umkringd. Talið er, að Þjóðverjar hafi enn nokkurt lið í hafnarborg- inni Marseilles, en hún er nú þvínær einangruð, þar sem flugvjelar og- franskir skæru- liðar hafa rofið vegi frá borg- inni og sprengt brýr. — Lík- legt er talið, að brátt verði lagt til atlögu við setulið Þjóðverja í Marseilles og óstaðfestar fregnir skýra frá skærum í borginni. Hvar er Vichystjórnin? Þýskar fregnir herma, að Petain og stjórn hans öll sje nú farin frá Vichy, en ekkert er látið uppi um það, hvert stjórn in fór, annað en það, að hún sje enn í Frakklandi. Laval var nýlega sagður hafa farið frá París, en þar var hann fyrir skörnmu. íslendingur fersl í Grimsby ÞAÐ Slys vildi til nýlega í Grimsby í Englandi, að íslensk ur maður, Olafur Hinriksson að nafni, varð fyrir bifreið. Var hann þegar fluttur í sjúkrahús, og þar andaðist hann tveim dögum síðar. Ólafur var ættaður úr Njarð víkum og hafði verið í Grims- by um 39 ára skeið. Sjómaður var hann alla ævi. ValdaratöSurískugg- Sir Henry Wood látinn. London: — Hinn frægi, breski hljómsveitarstjóri Sir Henry Wood er nýlátinn í Bret landi á áttræðisaldri. Banamein hans var hjartasjúkdómur, sem hann hafði þjáðst af við og við um nokkurt skeið. — Reuter. Loffárásir á Japan. WASHINGTON: — Risaflug- virki Bandaríkjamanna frá Kína hafa gert bæði nætur- og dagárás á stálframleiðsluborg- ina Yavate í Suður-Japan. Að sögn flugmanna urðu skemmdir miklar, sjerstaklega í nætur- árásinni. I dagárásinni kom til loft- bardaga og skutu flugvirkin niður 15 japanskar orustuflug- vjelar, en 4 af hinum stóru flugvjelum komu ekki aftur úr þessari árásinni. Japanar segjast alls hafa skotið niður 22 af hinum stóru árásarflugvjelum. Haldið er, að þessi maður standi bak við hina nýju stjórn Arg- entínu og hafi raunverulega öll völd í landinu í sínum höndum. Hann er annars mjög lítt þekt- ur utan argentínska hersins. — Nafn hans er Juan Peron og er hann ofursti að tign," en korn- ungur maður. Fólk flulf úr sjúkra- húsum í London Heilbrigðismálaráðuneytið breska hefir svo fyrirskipað, að allir þeir sjúklingar, sem liggja í sjúkrahúsum í London og flutningafærir eru, skuli fluttir burtu úr borginni og á sjúkra- hús annarsstaðar i landinu. — Thor Thors kjörinn heiðursdokfor IIERRA TIIOR TIIORS, sendiherra Islands í Washing- ton var á laugardag útnefnd- lir heiðursdoktor í lögum við Rider College, Trenton, á- samt herra Walter Edge, ríkisstjóra New Jersey. (Frá utanríkisráðnneytinu). Framsveitir banda- manna í Versailles London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. AMERÍSKAR VJELAHERSVEITIR eru konjnar yfir ána Signu, báðumegin Parísar og hafa náð öruggri fót- festu. Þjóðverjar segja, að Bandaríkjamenn þeír, sem fóru yfir Signu við Marítes, hafi byrjað sókn bæði upp og niður með fljótinu. — Þá hafa sjest merki þess, að Þjóð- verjar sjeu farnir að flytja sig úr París, og heyrst hefir á þýskum talsmönnum, að Þjóðverjar muni hafa í Hyggju að yfirgefa París. Róstusamt mun vera í borginni og fram sveitir Bandaríkjamanna eru komnar allt að Versailles, en sá bær er um 12 km frá París. íhurchill heimsækír 5. herinn, CHURCHILL forsætisráð- herra dvelur enn á ítalíu og hef ir hann heimsótt fimta herinn. Ljet Churchill svo um mælt við hermennina, að ólíklegt væri, að styrjöldin endaði bráð lega, en' þó gæti svo farið, að henni lyki alt í einu. Pólskar og franskar hersveit ir hafa sótt nokkuð fram á Adríahafsströndinni. — en ann arsstaðar er alt með kyrrum kjörum og breytingar ekki telj andi. Fasistar éru enn nokkuð á ferli í Florens og skjóta úr launsátrum á hermenn banda- manna. — Reuter. ? • m Kveikf á vifanum í Sjómannaskólan um FRÁ SKRIFSTOFU vitamála stjóra barst blaðinu eftirfar- andi í gær: Vatnsgeymisvitinn við Rvík hefir nú verið fluttur í turn Sjómannaskólans, sem verið er að byggja þar rjett hjá. Staður vitans er nú 64°08'15" n.br., 21°51'58" v.l. Hæð vjtans yfir sjó er 71 meter. Ljóshorn vitans, Ijósmagn og einkenni er óbreytt frá því sem áður var. London í gærkveldi: — Flota mélaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnir, að amerískir kafbát- ar hafi að undanförnu sökt 19 skipum Japana á Kyrrahafi og á höfunum nærri Japan. Eitt af þessum skipum var beiti- skip, og annað hersnekkja. Ávarp Montgomerys. Montgomery hershöfðingi gaf í dag út dagskipan og ávarpaði undirmenn sína. Sagði hann að Þjóðverjar hefðu beðið úrslita- ósigur í Normandie og færi her veldi þeirra í Frakklandi að hrynja til fulls. Sagði Montgo- mery að allir, sem að þessum sigri hefðu unnið, hefðu gert mikil þrekvirki. og vel gæti verið, að þessi ósigur Þjóð- verjar flýtti mjög fyrir enda- lpkum styrjaldarinnar, sem nú mætti sjá fyrir. Þögn um framsókn. Frjeitabann. er nú á þeim hersveitum Bandaríkjamanna, sem eru fyrir sunnan og suð- vestan París, þ. e. a. s; sveit- anna á Nantes og Tourssvæð- unum, hafa nú engar fregnir borist af sveitum þessum í tvo daga, og Þjóðverjar hafa ekk- ert um þær sagt, síðan þeir til- kyntu að þær væru komnar suð ur á Tours-svæðið. Orusturnar norðar. Enn eru miklir bardagar háð- ir á svæðunum fyrir austan Falaise og Argentan, þar sem bandamenn kveðast hafa inni- króað nokkurt þýskt lið og vera að vinna á því. Hafa banda- menn ekkert geiað beitt flug- her sínum í tíag, vegna illviðr-,. is. Þjóðverjar hafa að undan- förnu sent íram miklu meira af orustuflugvjeium sínum, en þeir eru vanir. aðailega' til þess að vernáa fiuíningatæki sín á vegunum, þar sem þeir hörfa undan. I Brtst og Lorient. Frá Bretagneskaganum ber- ast engar írjeltir. Þjóðverjar munu enn verjasí bæði í Brest og Lorient, en t::ki er vitað. hvernig bardögum i;ra þessar Framh.. á 2. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.