Morgunblaðið - 22.08.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.08.1944, Blaðsíða 5
iÞriöjntlaguv 22. ágúst 1944 MOKGUNBLAÐIÐ o 57 VJER VILJUM FARA TIL OG BYGGJA" Jeg vil beina athVgli yðar að heilögum orðum, sem skráð eru í 2. kap. Nehemia-bókar, og þannig hljóða: Þá sögðu þeir: Vjer viljum fara til og byggja. Og þeir styrktu hendur sínar til hins góða verksins. Það felst styrk og örugg á- kvörðun í þessum orðum. Smá- þjóðin Gyðingar hafði lifað mikil tímamót. Hún hafði feng ið lausn undan ánauð framandi þjóðar, fengið leyfi til þess að hverfa aftur heim til ættjarðar -sinnar eftir langa útlegð. Þessi þjóð ljet það verða sitt fyrsta verk á morgni frelsis síns að 'reisa helgidóminn í höfuðborg inni, helgidóminn, sem var henni hvorttveggja í senn: — Tákn þeirrar þakkarskuldar, sem hún var í við Guð og yfir- lýsing um það, að Guði vildi hún vígja framtíð sína, til hans skyldi hún sækja þrek, hjá honum skyldi hún leita trausts og verndar. Þegar helgidómur- inn hafði verið reistur, hófust þeir handa um aðrar fram- kvæmdir. Guðs heilaga musteri skyldu þeir hafa fyrir augun- um, þegar þeir byggðu upp borg sína og græddu land sitt. Frá helgidóminum rendu þeir augum' til fallinna múra höf- uðborgarinnar og tóku ákvörð un: Vjer viljum fara til og byggja. Og þeir styrktu hend- ur sínar til hins góða verksins. Þannig starfa menn í Guðs nafni, — í vitund þess að vera að vinna hið góða verkið, í því augnamiði að efla dýrð Guðs og velferð mannanna. „Upp, upp, mín sál, og alt mitt geð“. Þannig hóf Hallgrímur Passiu sálmana. Og enn bað hann: O, Jesú, gef þinn anda mjer, alt svo verði til dýrðar þjer uppteiknað, sungið, sagt og tjeð, síðan þess aðrir njöti með. Hvílík farsæld myndi hvíla yfir störfum vor mannanna, ef þau helguðust ævinlega af slíkri ákvörðun og slíkri bæn. Hvert verk, sem vjer menn- irnir áformum og vinnum að, er annaðhvort gott eða illt. — Annað hvort göngum vjer með því Guðs erinda eða ekki. Ann að hvort er það ljóssins ættar eða myrkursins. Vjer höfum ekki ráð á neinu hlutlausu svæði þar á milli. Það er löngu áformað, að reisa kirkju hjer á þessum stað Guði til dýrðar og *þakkargjörðar fyrir þá gjöf, sem hann gaf þessari þjóð, þar sem Hallgrímur Pjet ursson var, og til áminningar um að ávaxta þá gjöf óbornum kynslóðum landsins til bless- unar. Vjer, sem höfum áhuga á, að þetta verk komist í fram kvæmd, erum ófullkomnir menn og í öllum hlutum ósam- bærilegir við þennan mesta vel gerðamann íslenskrar kristni. En það þori jeg að fullyrða, að áformið að reisa Hallgríms- kirkju á þessum stað, verður aldrei dæmt sem illt verk af þeim dómstót, sem endanlega dæmir verk vor mannanna. Og þó hefir þetta áform mætt mik illi andstöðu og andúð, bæði leynt og ljóst. Ágreiningur nokkur um gerð fyrirhugaSrar kirkju hefir engu jákvæðu til Ræða flutt af' sr. Sigurbirni Einars- syni við útiguðsþjónustu á Skóla- vörðuholti sunnudaginn 20. ágúst vegar komið, en fyrst og fremst verið mikill fagnaður þeim ó- vinum málsins, sem enga kirkju vilja, hvorki hjer nje annarsstaðar, og sem minstan og máttlausastan kristindóm, bæði hjer í Reykjavík og als- staðar annars. Og í þeim hópi, sem er vonandi fámennur en sýnilega furðu öflugur, eru menn með nákvæmlega sama smekk og sömu hollustu við málefni Guðs og valdspersón- an, sem kallaði Hallgrím ný- vígðan „líðilegan slordóna“. Og og sveif með þeim hefir lagst dómgreind og góðfýsi sömu teg undar og birtist í orðunum frægu: „Allan skrattan vígja þeir“. Jeg legg ekki alla and- stöðumenn þessa máls að líku. En þeir, sem hafa beitt sjer fyr ir þeirri andstöðu á bak við tjöldin og opinberlega af úietn aði einum, öfund og hroka, eða blindum fjandskap við kirkju Krists, þeir munu verða að svara fyrir það á sínum tíma, að þeir höfðu illt verk með höndum, myrkraverk. Því heiti jeg þeim í Guðs nafni. ,,Vjer viljum fara til og byggja“. Að byggja upp — það er einkennið á starfi kristinn- ar kirkju. Byggja upp og græða. Musterin, sem vjer reis um, eru aðeins tákn og tæki þeirrar uppbyggingar manns- sálnanna, sem oss er falið að inna af hendi. „Marmarans höll er sem moldarhrúga, must eri Guðs eru hjörtun, sem trúa, þó hafi þau ei yfir höfði þak“ (E. Ben.). En það er líka rifið niður í heimi hjartnanna, upprætt, um turnað og spillt. Vjer höfum nokkuð orðið varir slíkrar starf semi á liðnum áratugum. Skráð og óskráð lög fyrir breytni og líf hafa verið vjefengd. Kjöl- festu kynslóðanna hefir verið varpað útbyrðis. Hvaðan kem- ur oss svo heimild til þess, góð ir, reykvískir borgarar, að hneykslast á því, þótt sumir lítilsigldir þegnar landsins gangi ekki um þjóðarhelgidóm hins unga, frjálsa ríkis með lotningu og virðingu? Hvar er hin almenna virðing fyrir helgi dómum yfirleitt? Hvar hefir yngri kynslóð landsins átt að læra það að halda heilagt? í nýrri bókmenntum? í blöðun- um? I kvikmyndahúsunum? Á Hótel Borg? Hefir það verið talið svo ákaflega vítavert at- hæfi undanfarið, þótt helgidóm ar væru traðkaðir og saurgað- ir þeirrar starfsemi, sem miðar að því að byggja upp og minna á það, sem heilagt er? Litist um hjer á holtinu, og þá sjáið þjer myndina af því. Þjer sjá- ið nokkra ryðfallna steypu- járnsbúta hjer til vinstri hand ar mjer. Þeir eru það eina, sem( vjer höfum fengið að fram- kvæma í söfnuði Hallgríms Pjeturssonar af nauðsynlegum áformum um starfsskilyrði. Ákvörðunin að reisa Hall- grímskirkju er aðeins ytra borðið á miklu djúpstæðari og víðtækari veruleika. Hún er ytri tjáning á þeirri lífsnauð- syn og lífsköllun kristins safn aðar að byggja upp í andleg- um og eilífum skilningi, gera mannshjörtu að musterum heil ags anda. Þeir, sem elska þenn an bæ, — finna þeir ekki, að slíks er þörf? Þeir, sem eiga að stjórna þessum bæ, — vilja þeir standa við það, að slíks starfs sje ekki þörf? Litumst um hjer á holtinu. Er ekki út- sýnið að mörgu leyti táknrænt fyrir bæinn og þjóðina í and- legum efnum? Umrót og ó^ skapnaður og svarta flag — og nokkur síundarhæli hælis- lausra manna. Eitt minnis- merki um íslenskan mann, gef ið af erlendum mönnum. —• Það er svo gott að þyggja gull- hamra-gjafir. Það er e. t. v. ekki eins þægilegt að horfast Vestmannaeyingar unnu jurkeppnina Og hver eru starfsskilyrði^ augu við hitt> hvernig vjer rækjum sjálfir minningu af- bragðsmannanna, þeirra, sem ekki fundu ný lönd og nýjar heimsálfur, heldur björguðu þjóðinni frá því að kala í ræt- ur niður í sínu eigin landi. í hópi þeirra manna er Hallgrím ur Pjetursson tvímælalaust fremstur. Og svo er það talin goðgá að reisa þeim manni minnisvarða. Eiguth vjer að bíða eftir því, að Ameríku- menn geri það? Vjer bíðum til einskis eftir því. Ef vjer gleym um Hallgrími og afrækjum boðskap hans, þá er hætt við að þess verði skamt að bíða, að veröldinni hætti að finnast hún eiga oss mikið vangoldið. bæj BÆJAKEPNI Vestmanna- eyinga og Hafnfirðinga fór fram að þessu sinni í Hafnar- firði dagana 17. og 18 þ. m. — Keppni þessi fer fram með hætti, að í hverri íþróttagrein keppa aðeins fjórir menn, tveir frá hvorum bæ og má sami maðurinn mest keppa í þrem- ur greinum, boðhlaup þó und- anskilið. Reiknað er svo eftir finsku stigatöflunni. Þetta er í annað sinn, sem þessi bæjakepni fer fram, og hafa Vestmannaeyingar unnið hana í bæði skiptin. Svona keppni hlýtur altaf að verða skemtileg og mjög örfandi fyr ir íþróttalífið í hlutaðeigandi bæjum. Ái'angurinn í hinum ýmsu í- þróttagreinum, en als var kept í 11, var að þessu sinni yfir- leitt góður og í sumum ágæt- ur. Eitt Islandsmet var m. a. sett í þessari keppni. Vest- mannaeyingurinn, Guðjón Magnússon, bætti stangar- stökksmet sitt um 10 cm. úr 3.55 m. í 3.65 m. og er þá stang arstökksmet okkar ekki orðið svo mjög ljelegt. En þá er best að snúa sjer að keppninni sjálfri, sem hófst með langstökki. Oliver Steinn bar þar höfuð og herðar yfir keppinauta sína, ef svo má að orði komast, en annars var á- rangurinn þar mjög góður. — Hver keppandi stökk sex stökk svo að samtalg voru þar stukk in 24 stökk. Af þeim var að- eins eitt gilt stökk undir 6 m. Sett var eitt Isiandsmet Þorkell Jóhannesson, H. stökk þarna 6.30 m„ sem er mjög gott af „dreng“. Stökkbrautin var annars nokkuð þung. Kúluvarp var næsta grein. — Þar sigruðu Vestmannaeying- arnir glæsilega. Köstuðu báð- ir þeirra menn yfir 12.50 m., en Hafnfirðingarnir voru með 9.41 og 10.02. Valtýr Snæ- björnsson sigraði Ingólf Arnar son með eins cm. mun og setti um leið Vestmannaeyjamet í kúluvarpi. I stangarstökkskeppninni setti Guðjón Magnússon nýtt Islandsmet eins og fyrr er frá skýrt. Næstur honum kom Torfi Bryngeirsson með 3.30 m. En hjer urðu Hafnfirðing- arnir vægast sagt óheppnir. — Þorkell, sem stökk 3.40 m. á meistaramótinu, stökk nú að- eins 3 m. Sennilega verður því um að kenna hve hækkunin nam miklu eftir 3 metrana, eða um 20 cm. En keppendur ráða því sjálfir, hve mikið er hækk að. Hinn Hafnfirðingurinn, Magnús Gunnarsson, meiddi sig lítilsháttar, er hann stökk fyrstu hæðina, 2.80 m. og varð að hætta-keppni. I kringlukasti áttu Vest- mannaeyingar einnig tvo fyrstu menn, Einar Haldórsson með 35.68 m. og Ingólf Arnarson með 34.77 m. 200 m. hlaupið unnu Vest- mannaeyingar einnig, átt^i 1. og 3. mann. Fór keppni fram á hörðum vegi. Brautin var bein og nokkuð holótt, svo aðstæð- ur voru ekki sem bestar. 100 m. hlaupið vann Oliver Steinn ljett á 11. 5 sek. — Þá grein unnu og Hafnfirðingar, áttu 1. og 3. mann. Brautin var nokkuð lin. Hástökkið vann Oliver einn ig glæsilega. Stökk hann 1.81 m„ sem er annað besta afrek. í hástökki á þessu sumri hjer- lendis. Munaði ekki miklu að hann færi yfir 1.84 m. Hafn- firðingarnir áttu einnig annan mann í hástökki, Árna Gunn- laugsson. Hann er aðeins 17 ára. Þrístökkið vann Þorkell Jó- hannesson,, stökk 12.73 m. Vest mannaeyingar áttu þar 2. og 3. en Hafnfirðingar 4. og sigruðu þeir það með litlum stigamun. I Spjótkasti varð Þórður Guðjónsson, H.. hlutskarpastur, en Vestmannaeyingar unnu þá keppni á stigum. 4x100 m. boðhlaupið unnu Hafnfirðingarnir. Hlaupið var á götunni. Eftir þrjá fyrstu sprettina voru sveitirnar mjög svipaðar, en á síðasta sprettin- um tryggði Oliver Hafnfirðing um sigurinn. Framhald á 8. síðu Vjer sjáum merki eftir her- námið á þessu holti. Eyðing og bruni ófriðarins hefir ekki gengið yfir þennan bæ og þetta land. En vjer höfum áratug- um saman verið hernumdir af þeim anda, sem ógnar álfunni með algerri auðn, anda mamm- onshyggjunnar, græðginnar í efnisgæði og líkamsnautn. Vjer sjáum hjer á holtinu eins og mynd af Verkum þess anda í mannssálunum. Þeim anda skal útrýmt. Annars tapast þessi þjóð. Vjer höfum lifað tímamót á þessu sumri. Vjer eigum for- tíðinni mikla skuld að gjalda og Guði mikið að þakka. Vjer berum mikla ábyrgð fyrir framtíðinni, já, fyrir eilífð- inni. Vjer berum ábyrgð á dýrmætum mannsefnum, sem alast upþ í þessum bæ, en er kastað á kaldan klaka snauðrar og lífsdrepandi heiðni. Látum Hallgrím kenna þeim, eins og hann kenndi feðrum vorum og mæðrum. Þá verða flögin færri, kalblettirn ir smærri. Þá reisum vjer þjóð inni traustan varnarmúr. — Þetta ljóta holt skal verða feg ursti staður landsins, þeirra, sem mannshöndin mótar. En sú stefnuskrá er aðeins ytra borð,aðeins tákn þeirrár ákvörð unar, að í þessu landi skuli verða fagurt mannlíf, helgað af Kristi konungi. Höfuðborg- in skal hafa forystu um það. I Guðs nafni viljum vjer fara til og byggja, byggja upp, græða, prýða og bæta, —þeg- ar í stað, allir sem einn maður. Guð styrki hendur vorar til hins góða verksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.