Morgunblaðið - 24.08.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.08.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 24, ágúst 1944 JttnrpmM&Mlí Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmimdsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanáa, ' kr. 10.00 utanlands t lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Mannrjettindi og hnefarjettur í FRUMSKÓGUNUM er það hnefarjetturinn, sem ræður. Á frumstigi mannkynsins var það vald þess stærri og sterkari, sem rjeði. Og fram eftir öllum öldum, er það þetta vald sc-m opinberast í hörmungum mannkynsins, styrjöldum þess, blóðfórnum, neyð og þyngstu raunum. Baráttan gegn hnefarjettinum er þó löngu hafin. Og það eru ávextir þeirrar baráttu, sem móta hvert fótmál þjóðanna og mannkynsins í heild á vegi framþróunar- innar, í áttina til aukins farsældar, menningarlífs og friðar. Það er viðurkenning mannrjettindanna, sem er grund- völlur friðsamlegs og menningarlegs samneytis einstakl- inga og þjóða, viðurkenningin á rjetti einstaklinganna til lífs og lima og persónulegrar helgi og viðurkenning á hlið- stæðum rjettindum þjóðanna. Þessi sannindi mótaði Ólafur Thors, formaður Sjálf- stæðisflokksins, í ræðu sinni við stofnun íslenska lýð- veldisins, með þessum orðum: „Kjörorð hins íslenska lýð- veldis er: Mannhelgi. Hugsjón þess, að hjer búi um alla framtíð frjáls og öllum óháð menningarþjóð, andlega og efnalega frjálsir og hamingjusamir menn“. Sönn sannindi eru einnig, að því er.snertir samneyti þjóðanna, mótuð í Atlantshafssáttmála Bandaríkjanna og Bretlands, þar sem m. a. er lýst yfir: „Það verður að hætta að beita valdi í viðskiftum þjóða á milli. Frelsið í anda og athöfnum sje undirstaða menningarinnar“ — og „Allar þjóðir, stórar eðá smáar, sigraðar eða sigurveg- arar, skulu njóta jafnrjettis í viðskiftum — Það er í fullri andstöðu við þessar grundvallarhug- sjónir, þegar um það berast raddir, að hinum stóru þjóð- um sje ,,lífsnauðsyn“ að „hafa bækistöðvar“ hjá þeim smærri eftir stríðslok. Slíkar raddir eiga heima í frum- skógunum. Vörumst óhófið VIÐ ÍSLENDINGAR megum ekki halda, að við sje- um að verða stórveldi og að við getum þar af leiðandi leikið okkur eftir vild. Við megum ekki gleyma því, að við erum fátækir og smáir og getum þess vegna aldrei vænst þess, að okkar gæti að neinu leyti á taflborði því, sem stórveldin leika á í alþjóðamálum. Á þetta er mint nú í sambandi við hinar tíðu ráðstefn- ur, sem haldnar eru og þeim mun vafalaust fara fjölg- andi í náinni framtíð. Við höfum til þessa verið þátt- takendur í tveim slíkum ráðstefnum og borið okkur all- ríkmannlega. Við höfum sent sendinefndir hjeðan að heiman á ráðstefnurnar, enda þótt, við ættum margt ágætra manna 1 því landi, þar sem ráðstefnurnar voru haldnar. Þetta sýnist vera óþarfa íburður og ekki laust við, að á þessu sje einhver Bör Börssons bragur. Ekki ber að skilja þessi ummæli þannig, að verið sje að amast við því, að ísland hafði fulltrúa á þessum ráð- stefnum. En við verðum að fara gætilega og umfram alt að varast, að taka á okkur fjárhagsskuldbindingar, sem þjóðinni kynni að verða um megn að rísa undir. Við meg- um ekki miða aðgerðir okkar við undangengin veltiár; þeir tímar eru horfnir, þegar minst varir og kaldur veru- leikinn kominn í staðinn. Við megum heldur ekki gleyma því, að þjóðin á margt ógert. Hún á eftir aþ koma framtíðarskipan á utanríkis- þjónustuna. Þar þarf húrr miklu til að kosta. Og hjer heima bíða ótal verkefni, sem kosta mikið fje. Hið unga íslenska lýðveldi verður að vera fjárhagslega sjálfstætt, því að annars er því hætta búin. Við verðum þess vegna að varast allt óhóf og sníða okkur í hvívetna stakk eftir vexti. Gleymum því ekki, að við eigum að ,mestu eftir að byggja upp okkar land og tryggja lífsaf- Lomu fólksins. Bjarnarjon L^'W' 'l/l' daaleaa. iííinu F. 24. ág. 1915. Ð. 11. jan. 1944. Astvinakveðjur. I. Jeg kalla þig, pabbi, komdu nú inn. Jeg vil fá að kyssa vanga þinn. Dagarnir líða samir við sig; jeg fæ ekki enn þá að faðma þig- Vsqran jeg sofna við vöggulag og vona þú heilsir mjer næsta dag. II. Inndælt var fyrrum hjá eiginmanni að una glaðvær í kærstum ranni. Nú göngum við hljóðar í gleðibanni. Ástin þín birtir enn þá veginn. Ástin huggar, er þjáir treginn. Kærleika allan þakka jeg þeginn. Minnug er jeg á mildi þína, mætti það stilla harma mína. Enn sje jeg bros þín innra skína. Anda minn tíðum er að dreyma um hina bláu stjörnugeima, undur dýrðlega helgiheima. Sjertu, vinur, í veröld nýrri, vígsluskikkjunni klæddur dýrri, kvaddur ástvina kveðju hlýrri. III. Foreldrar þakkir færa , farna syninum kæra; brestur ei vináttubandið, þó byggi hann ókunna landið. Eira skal nú því orðna. Óðum tekur að morgna. Geisfar á gömlum vegi glampa frá nýjum degi. H. J. - Besfu íþróftamenn- irmr Framh. af bls. 5. vinen, O’Callagham, Schröder og Kinna-Bergh ásamt Þjóð- verjunum Hein og Blask. Það er erfitt að fullyrða, hverjir sjeu meðal hinna „tíu bestu“ í hverri íþróttagrein, en 1 frjálsum íþróttum talar heims metaskráin sínu máli. En þáer grein'ar, sem ekki er hægt að mæla afrekin í sekúndum eða sentimetrum, eru verri viður- eignar. Þar stöndum við næst- um ráðalausir og vitum ekki, hvernig við eigum að snúa okk Loftvarnir. NÝLEGA VAR það haft eftir lögreglustjóranum í Reykjavík í viðtali, sem blaðamaður átti við hann, að loftvarnabyrgin hjer í .Reykjavík yrðu ekki rifin fyrr en ófriðnum væri lokið. — Hinsvegar gaf hann það loforð, að sama daginn, sem stríðinu lyki skyldi hann sjá svo til að byrjað yrði á því að taka loft- varnabyrgin burt. Vel mælt og drengilega, eins og þar stendur. En hvað er að segja um loftvarnirnar hjer hjá okkur? Það eru margir mánuðir síðan minst var á^loftvarna- nefnd. Æfingar hafa ekki verið haldnar og hvernig er það, eru ekki farnar að riðlast fylkingar hjá loftvarnaliðinu — hjálpar- sveitum, ruðningssveitum og hvað þær nú hjetu? • Stríðið er ekki búið. í ÞESSU sambandi er okkur íslendingum holt að muna eftir því, að stríðið er ekki búið enn- þá . og ísland er enn hernaðar- svæði. Þjóðverjar hafa ekki af- numið „hafnbannið“ á ísland og þeir munu ábyggilega ekki senda boð á undan sjer ef það dytti í þá, að gera hjer loftárás. Það er ekki Þjóðverjum að þakka, að hafnbann þeirra á Islaridi hefir ekki borið árangur. Þeir hafa sannarlega ekki legið á liði sínu og viljann hefir ekki vantað, þó máttinn hafi skort. Þjóðverjar hafa enn bækistöðv ar í Noregi og þeir geta énnþá, eins og þeir hafa áður gert, sent flugvjelar íínar til íslands. Það er þessvegna jafnnauðsynlegt og það hefir verið fyrir okkur, að hafa allar varúðarráðstafanir í lagi. Við höfum leyfi til að vona, að Þjóðverjar geri ekki loftárás- ir á Island hjeðan af í þessu stríði, en við höfum ekki leyfi til að vera óviðbúin slíkum árás- Höfum loftvarnirnar í lagi. ÞAÐ BENDIR alt til, að styrj- öldin hjer í Evrópu verði ekki löng hjeðan af. En meðan hún stendur og erlendur her dvelur hjer á Islandi er það skylda okk- ar gagnvart sjálfum okkur, að hafa allar varúðarráðstafanir í lagi. Loftvarnanefnd á að hafa séf- ingar, eins og hún gerði. Loft- varnabyrgin, þó ljót sjeu og leið inleg, að sjá, eiga að standa eins og þau hafa staðið. Við erum bú in að hafa þau fyrir augunum það lengi, að við getum þolað við ennþá nokkra hríð. I heimahúsum á fólk að gera sömu varúðarráðstafanirnar, sem það gerði, þegar hættan var tal- in mest. Það er gott að hafa gamla íslenska máltækið i huga: Það er of seint að byrgja brunn inn, þegar barnið er dottið ofan í hann. Þessi orð um loftvarnir eru ekki sögð til að hræða neinn. — Þau eru birt sem áskorun um að vera á verði um hríð. Það verð ur vonandi ekki svo lengi, sem sú „vakt“ þarf að standa. • Munur á vinnubrögð- um. ÞAÐ ER munur að sjá vinnu- brögðin hjer við höfnina nú, eða fyrir nokkrum árum. Fleiri og fleiri vjelar koma í stað hand- aflsins. Fyrir nokrum árum sá jeg 8—10 verkamenn vera að bisa við að koma toghlera á vöru ,♦» A AAA %w«”*rVVVVVVVVVVV nema handaflið og þeir voru lengi að koma hleranum á bíl- inn. I gær sá jeg sama verkið unnið á sama stað við höfnina. En nú hafði verið breytt um aðferð. Stór krani á hjólum var notaður til að hefja hlerana upp á bílinn og þetta tók ekki nokkra stund. „Þetta eru nú fínar græj- ur, maður“, sagði gamall verka- maður, sem búinn er að vinna hjer við höfnina í ein 30 ár, eða lengur. Hann man tímana tvenna karlinn sá, þegar kolin voru bor in á bakinu frá uppskipunarbát- unum. • Iuirfum nýtísku áhöld FRÁ HÖFNINNI reikaði jeg suður með Hljómskálagarði. Þar var verið að vinna að byggingu nýrrar götu. Eitt verkfæri var þar að sjá, sem jeg kann ekki að nefna með nafni, en sem vakti strax athygli mína. Þetta var einskonar risaskófla, sem gróf á við marga menn, en það var bara einn maður, sem stjórnaði henni. En þetta er framtíðin og því fyr, sem við Islendingar kunn- um að tileinka okkur hin nýju verkfæri, því örari verða fram- farirnar hjá okkur á ýmsum sviðum. 9 Akranesferjan. Það er langt síðan mörgum þótti nóg um „fartina“ og ferða lögin á fólkinu, en hvað hefir það þó verið hjá því sem nú er. Þó á þetta vafalaust eftir að aukast enn að mun af mörgum ástæð- um. Hinsvegar þarf ekki að ef- ast um að fólksflutningar fara að einhverju leyti fram í loftinu* hjer eftir. Þó mun það um langa hríð ekki vera svo verulegt, að bílarnir verði þar ekki langsam- lega drýgstir, og lengst halda velli í samkeppninni. Gagnvart langleiðunum (þar sem flest fólk fer um) er því um . að gera, að vegirnir batni, verði beinni og fljótkeyrðari. Hjer í dálkum var nýlega minst á bílferju um Akranes, á einni allra fjölförnustu fólks- flutningaleið um landið. Það virðist (sem betur fer) fullkom- in alvara, því mjer er kunnugt um að byrjað sje að teikna slíka fólks- og'bílferju hjer á milli. Að því loknu mun alt í þessu sam- bandi verða rannsakað til hlýtar. Danir hafa ekki gleymi Færeyinpm Frá danska blaðafulltrúanum. ÞVÍ FER FJARRI, að Danir hafi gleymt Færeyingum. Þrátt fyrir einangrunina, eða ef til vill vegna hennar, hugsa Danir meira um Færeyinga en nokkru sinni fyrr, og þeir láta sjer ekki nægja að tala um hinar dásam- legu grænu eyjar í Atlantshafi, heldur búast þeir einnig til þess að bæta úr hinum tilfinnan- lega skipakosti Færeyinga. Að tiltölu við fólksfjölda hafa Færeyingar mist fleiri skip og sjómenn en nokkur önnur þjóð í þessu stríði. Nú hefir með tilstyrk ríkisins verið komið á fót hlutafjelagi, Fiskiskipafjelagi Færeyja. Fje- lagið lætur nú smíða 150 og 80 smálesta fiskiskip á skipasmíða bíl. Þeir höfðu ekkert til þessstöðvum í Danmörku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.