Morgunblaðið - 24.08.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.08.1944, Blaðsíða 12
12 Jarðskjálitakippa vari á Húsavík Húsavík í gær. Frá frjettaritara vorum. í GÆRKVÖLDI milli kl. 21.30 og 21.40 varð vart þriggja jarðskjálftakippa í Húsavík. Varð einn þeirra all- snarpur. Síðar um kvöidið varð vart minni kippa, en skemdir urðu engar, svo vitað sje. Bílastæði tyrir 41 bíla á Hótel ísland- grunninum GÖTU-LÖGREGLAN niun nú á næstunni taka grunninn, .sem Ilótel IslaiuL stóð á tii fíinna þarfa. Grunninn á að nota sem bílastæði, fyrir þá bíla er á undanförnum árum þafa notað Hafnarstræti og Austurstræti sem stæði. Ifefir grunniirinn verið mreldur upp, með ]>etta fyrir augum og munu 30—40 bílar geta fengið stæði á honum. -— Mun því umferðin hjer í miðbænum taka miklum breyt jngum og munu allir bæjar- búar fagna því. „Láns- og leigulög- in hafa komið að tilætluðum notum" -Roosevelt. Washington í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter“. „BANDAMENN nálgast nú stöðugt Tokio og Berlín“, seg- ir Roosevelt Bandaríkjaforseti í 16. skýrslu sinni um láns- og Ieigulögin, sem hann sendi Bandaríkjaþingi í dag. „í undirbúningi og fram- kvæmd hinnar miklu sóknar, sem vjer nú heyjum ásamt feandamönnum vorum, hafa láns- og leigulögin fullkom- lega náð tilgangi sxnum. í or- ustum hvers dags koma láns- og leigulögin hinum hraustu bandamönnum vorum að liði“. „Þangað til Japanir og Þjóð- verjar gefast skilýrðislaust upp, ættum við að framkvæma láns- og leigulögin, svo að bol-' magn bandamanna í barátt- un'ni gegn óvinunum verði svo mikið og árangursríkt, sem í okkar. valdi stendur að gera það. Við vitum, að stöndum vjer saman, verður dagur sig- ursins ekki langt undan. Við vitum einnig,'að með því móti einu að standa saman, getum við trygt okkur rjettlátan og varanlegan frið“. „Aðstoð sú, sem við höfum veitt bandamönnum vorum samkvæmt láns- og leigulögun um, nemur mánuðina maí, júní Og júlí þessa árs um það bil 4045 miljón dollurum. Aðstoð- in, sem við höfum veitt alls, nemur 28270 miljón dollurum“. Myrkvun í Tyrklandi. LONDON: — Myrkvun hef- ir verið fyrirskipuð í Ankara, Istanbul og Ismir. Þung refs- ing er lögð við brotum á myrkvunarfyrirætlunum. Erfitt líf er enn í Róm Það er langt frá því að alt sje enn komið í lag í Rómaborg, eftir loftárásirnar. sem stórskemdu vatnsleiðslur borgarinnar. Hjcr sjást konur vera að þvo þvott sinn á götum úti í borginni. Átti að neyða iólk til að kaupa gallað smjör fullu verðiS Furðulegur verslunar- máti ríkisstjórnarinnar ÞESS hefir orðið vart að undanförnu, að í búðum hefir verið sell gallað amerískt smjör, þ. e. smjörið er myglað og sett svört- um bletlum. Það er Mjólkursamsalan, sem hefir selt þetta smjör f. h. rík- isstjórnarinnar. Morgunblaðið sneri sjer til Guðmundar Guðjónssonar, for- manns Fjelags matvörukaup- manna og bað hann að upplýsa nánar um smjör þetta. — Hann skýrði svo frá: 1 — Smjör það, sem hjer um ræðir, mun hafa legið hjer all- lengi. Samsalan hefir annast drefingu smjörsins f. h. ríkis- stjórnarinnar og eftir hennar fyrirlagi. Smjörið er í ca. 60 lbs. köss- um. Helmingur innihaldsins í hverjum kassa er mótaður í 1 lbs. pakka og eru umbúðirnar „ósteliseraður“ pappír; hinn helmingurinn er ómótað srnjör. Smjörið.r sem var pakkað, reyndist gallaðra en forstöðu- maður Samsölunnar bjóst við. Smjörið var selt kaupmönnum með því skilyrði, að það fengist ekki að skila því aftur, þótt gallað reyndist. Vitanlega gátu kaupmenn ekki sætt sig við þetta, eftir að í ljós kom að smjörið var veru- lega gallaað. Þeir höfðu þv^. á- kveðið að hætta að hafa þessa skemdu vöru á boðstólum í búð um sínum, þar sem smjörverðið, kr. 21.50, er miðað við nýtt og ógallað smjör. Nú hefir hinsvegar náðst sam- komulag við atvinnumálaráðu- neytið um það, að Samsalan taki aftúr hið gallaða smjör, er kaupmenn hafa í vörslu sinni og endurgreiði andvirðið. Enn fremur hefir náðst sam- komulag um það, að hjer eft- ir verði eingöngu sent í búð- irnar ógallaað smjör og skal matvælaeftirlitið sjá um, að það verði gert. í gærkvöldi fjell drukkinn maður af hjóli á Skothúsvegin um. Hlaut hann dálítil meiðsl á höfði og var farið með hann í læknavarðstofuna, en þar kom í ljós, að hann myndi lík- lega hafa fengið snert af heila hristing. — Eftir að gert hafði verið að sárum hans, fór hann h‘ei mtil sín. <9 Sykur til sultugerðar VIÐSKIFTAMÁLARÁÐU- NEYTIÐ tilkynnir, að veittur verði aukaskamtur af sykri til sultugerðar. Er hjer um að ræða þrjú kg. á mann, sem veitt verður gegn afhendingu-stofn- auka nr. 6 af núgildandi mat- vælaseðlum, og var stofnauka þessum gefið gildi í gær, 23. ágúst og gildir til 1. okt. n.k. Mikilvæg efni unn- in úr kaffi STOKKHÓLMI: — Áður hafa verið unnin úr kaffi ýms efni, svo sem kaffein, fita, sútunar- sýra o. fl. Nú hafa Stokkhólms- blöðin skýrt frá því, að 'sænski efnafræðingurinn Egron Möller hafi fundið aðferð til að vinna úr kaffi, auk þeirra efna, sem fyrr voru nefnd, smurningsolí- ur, vatnsefni, fenol og sjö önnur mikilvæg efni. Vinsluaðferðin er sögð mjög ódýr. Nokkur undanfarin ár hefir sendiherra Brasilíu í Stokk- hólmi, Sebastio Sampaic, beint athygli sænskra efnafræðinga að kaffinu sem hráefni^il alls- konar vinslu. Fyrir tveim árum síðan bauð sendiherrann nokkr- um sænskum vísindamönnum kaffi, og þá þegar gátu þeir framleitt úr því ágæta sápu. Með hinni nýju vinsluaðferð Möllers er álitið að eftirfarandi magn af efnum sje hægt að vinna úr 2.000 kg. af kaffi: 24 kg. kaffein, 240 kg. fitu og 40 kg. af sútunarsýru (þessi efni fást á fyrsta stigi vinslunnar). Á síðari stigum vinslunnar fást um 103 kg. af acetone, 108 kg. methyl-ethyl keton, 44 kg. met- hylalkohol, 24 kg. fenol, 305 kg. af smurningsolíu, 38 kg. pyridin, amin og ammoniac og 400 til 500 rúmmetra af vatnsefni. Þektur, sænskur iðnrekandi, Helge Norlander, hefir lagt fram fje til tilraunanna og kom- ið á fót sjerstökum tilraunastof- um. Hefir hann nú fengið einka- leyfi á vinsluaðferðinni. Hawkins Brellands- meistari í millivigl London í gærkvöldi. HNEFALEIKARINN Hawk- ins sigraði í kvöld Dave Mc Cleave í úrslitakepninni um Bretlandsmeistaratitilinn í millivigt. Hawkins sigraði eft- ir fjóra og hálfa lotu. Þessi kappleikur var sá sex- tugasti í röðinni, sem Hawkins heyir. — Reuter. Fá að flytjast til Þýska- lands. LONDON: — Frá því hefir nýlega verið skýrt í Ziiric, að Þjóðverjar hefðu lofað ítölsk- um verkamönnum því, að þeir fengju ef til vill að flytjast til Þýskalands með alt sitt skyldu lið, ef þeir vildu vinna í Junk- ers-flugvjelaverksmiðjunum á Ítalíu. Jafnframt ljetu Þjóð- verjar þess getið, að ekki væri víst, að þetta boð stæði lengi. — Reuter. Fimtudagur 24. ágúst. 194| Sjáffstæðismenn í Árnessýslu halda hjeraðs- mót um næstu helgi Samband Sjálfstæöisfjelag- anna í Arnessýslu efnir til hjer aðsmóts að Selfossi næstkonx- andi sunnudag þ. 27. ágúst. Mótið hefst kl. 2 e. h. í sam- komuhúsinu. Frá miðstjórn Sjálfstæðisflokksins mæta og halda ræður, Ólafur Thors, for maður flokksins, Bjarni Bene- diktsson, borgarstjóri og Eirík ur Einarsson, alþingismáður. — Sameiginleg kaffidrykkja verð ur og frjáls ræðuhöld undir borðum. Pjetur Á. Jónsson óperusöngvari, syngur einsöng og Skúli Halldórsson skemtir með píanósolo. \ Aðgangur áð mótinu er frjáls öllum Sjálfstæðismönnum og gestum þeirra. Er í alla staði vel til þessa móts vandað og líklegt að það verði fjölsótt víða að úr sýsl- unni. Stjórn Sambands Sjálfstæðis fjelaganna í Ámessýslu skipa nú: Sig. Óli Ólafsson, Selfossi, formaður, Sigurður Kristjáns, Eyrarbakka, gjaldkeri, Bjarni Jónsson, Syðra-Seli, ritari og meðstjórnendur Steinþór Gests son á Hæli og Jón Sigurðsson á Hjalla. K. R. heldur nám- skeið í frjálsum íþróitum í GÆRKVÖLDI hófst þriðja námskeið Knattspyrnufjelags Reykjavíkur í frjálsum íþrótt- um, en eins og kunnugt er byrj aði K. R. fyrst allra fjelaga með námskeið í þessari grein s.I. haust. I vor hjelt fjelagið $vo ann- að námskeið bæði fyrir byrj- endur og þá, sem höfðu verið á námskeiðinu haustið áður. Ætlunin var að halda kepni að því námskeiði loknu, eins og gert hafði verið haustið áður, en vgena þess, hve margir þátt takendanna fóru í sveit, var horfið frá því. Að þessu sinni verður kent þrisvar í viku, mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga kl. 8 e. h. Aðalkennarar námskeiðs- ins verða Benedikt Jakobsson, Jens Magnússon og Jón Hjart- ar, en auk þess munu ýmsir af helstu íþróttamönnum fjelags- ins aðstoða við kensluna. Þar sem áhugi fyrir frjáls- um íþróttum er stöðugt að*auk ast, er ekki að efa, að margir, bæði drengir og fullorðnir, verða til þess að nota þetta á- gæta tækifæri og læra rjett undirstöðuatriðin í þessum skemtilegu og karlmannlegu íþróttagreinum. Verður tekið á móti nemendum á öllum aldi’i, en síðan verður flokkað niður eftir aldri eða getu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.