Morgunblaðið - 27.08.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.08.1944, Blaðsíða 2
2 MOEGUNBLAÐIÐ Sunnudagnr 27. ágúst 194-5 Brjef: Háskólakennaranum svarað Ilerra ritstjóri! Ræða sjera Sigurbjarnar Ein- arssonar á Skólavörðuholtinu þann 20. ágúst s. 1. hefir gefið Niels Öungal, háskólakennara, tilefni til þess að skrifa opið brjef, sem birtist í Morgunblað- inu í dag. Háskólakennarinn virðist hafa talið sjera Sigurbjörn pieðal „bestu kennimanna landsins“, og furðar víst engan á því. Alt um það er háskólakenn- ariijn mjög hneykslaður yfir umræddri ræðu og álítur, að hún sje ekki samboðin prestum ?Ivorra tíma“. Jeg býst ekki við, að neinn kristinn maður skilji mismuninn á prestum ,,vorra* tíma“ og prestum fyrri tíðar, en sýklafræðingurinn álítur víst, að boðorð Guðs breytist dag frá dfegi með einhverri undra- uppgötvun, eins og t. d. þegar einhver ný tegund sýkla sjest undir smásjánni. Því miður var jeg ekki við- staddur, þegar sjera Sigurbjörn Einarsson flutti ræðu sína, en jeg hef lcsið hana í Morgun- blaðinu og fanst hún vera með því besta, sem íslenskur klerk- rr hefir flutt frá því jeg kom alkominn til þessa lands. Jeg hygg, að þetta muni einn jg vera skoðun flestra. ef ekki allra, sem bera málefni kirkj- unnar fyrir brjósti. Kafli af grein háskólakenn- arans er í raun og veru grímu- klædd prjedikun, og væri ósk- andi, að einlægni lægi að bski þeirra hugsana. Hins vegar hefir okkur, sem stundum sækjum kirkju, aldrei dottið í hug. að þessi háskóla- kennari myndi ætla sjer að hætta við sýklafræðina og ger- ast >guðfræðingur. Jeg er einn þeiraa, sem oft hafa undrast það, að nokk- ur skuli sjá ofsjónum yfir því, þótt einhverju litlu bi'oti þess hundrað miljóna gróða, sem komið hefir inn í landið síðast- liðin ár, yrði varið til þess að reisa veglegt hús Guði til dýrð- ar. í hverri einustu menningar- borg, sem jeg hef komið I, hefir kirkja borið af flestum ef ekki öltum byggingum. í þessu efni stendur höfuðborg okkar tví- mælalaust svo langt að baki, að furðu sætir. Og mjer er kunn- ugt um fjölda erlendra gesta, sem undrast slíkt. Þó hefir ka- þðlska kirkjan lítillega úr þessu bætt, en það er ekki N. D. og hans líkum að þakka. Uppástungu háskólakennar- ans um að halda guðsþjónustur á Skólavörðuholtinu „á ber- svæði“ býst jeg ekki við, að hann taki sjálfuf alvarlega, hvað þá aðrir. Að minstá kosti vil jeg fullyrða, að nemendur hans við háskólann yrðu fáir í vetur, ef hann ætlaði- að flytja fyrirlestra sína undir styttu Leifs. Smekkleysi háskólakennar- atis í þessari grein er svo mikið, að furðu sætir. Og hann ætti að Iíta í eigin barm í sambandi við þá menningarstofnun( sem hann er riðinn við og hefir að minsta kosti um eitt skeið veitt forstöðu. Sú stofnun hefir aflað sjer tekna með sjerrjettindum, sem .hafa verið í því fólgin að leggja fje í kvikmyndahús og lögleiða áhættuspil, og reist eitt með alglæsilegustu húsum þessa bæjar. En á sama tíma er ekki til húsnæði fyrir nema ör- fáa af þeim skólapiltum, sem eiga að fá tækifæri til mentun- ar í þessari „glæsilegu" stofn- un. Ekki hefi jeg orðið þess vai’, að háskólakennai'anum hafi þótt þetta þess vert að gera það að sjerstöku umtalsefni, og þó er þetta vitanlega stórhneyksl- anlegt. Háskólakennarinn viiðist hafa hneykslast mest á þeim orðum sjera Sigurbjarnar, er hann vítti andstæðinga kirkj- unnar ,?í_ nafni Guðs“. Ef há- skólakennarinn hefði aðeins gef ið sjer tóm til umhugsunar, hefði hann að sjálfsögðu áttað, sig á því, að vígður prestur hef- ir ekki aðeins heimild til þess að tala í nafni Guðs, heldur ber honum skylda til þess. Jeg lýk svo máli mínu með því að ráðleggj sýklafræðingn- um að halda áfram tilr. sínum til þess að útrýma mæðiveik- inni, og láta svo kirkjuna og einkum bestu menn hennar af- skiftalausa um starf sitt, því að. mjer vitanlega hefir enginn þeirra haft orð á því, þótt hon- um hafi gersamlega mistekist tjeðar tilraunir. Reykjavík, 25. ágúst 1944. Már Benediktsson. Endurreisn Frakklands London í gær: — Um það leyti, sem hersveitir Leclercs voru að brjótast inn í París og frelsa höfuðborg Frakklands úr höndum Þjóðverja, var verið að ganga frá þýðingarmiklum samningum milli Frakka, Breta og Bandaríkjamanna. Bráða- birgðastjórnin franska með for sæti de Gaulles hershöfðingja er viðurkennd, sem lögleg stjórn Frakklands. Samningar hafa tekist um stjórn landsins á öllum svið- um, hernaðarlegu sem borgara legum, á sviði fjármála og dóms mála, fjelagsmála o. s. frv. Samkvæmt þessum samning- um fær de Gaulle og stjói'n hans sama rjett, sem stjórnir Belgíu, Noregs og Hollands fá, þegar lönd þeirra verða frels- uð. í samningum er gert ráð fyr- ir, að þjóðfrelsisnefndin í Al- geirs sje verndari sjálfstæðis Frakklands, þar til franska þjóðin getur sjálf valið sjer fulltrúa á lýðræðisgrundvelli. Búist er við að de Gaulle taki sjer brátt búsetu í París, sem franskur þjóðhöfðingi til bráða birgða. Þetta er upphafið að endur- reisn Frakklands, sern stórveldi og það mun ekki líða a löngu þar til Frakkland verður talið sem fimta stórveldið í sam- vinnu bandamannaþjóðanna. Hýstárlegur kapp- leikur á vellinum í dag Hafnfirðingar og Ak- urnesingar keppa, í DAG kl. 5 keppa Akurnes- ingar ‘og Hafnfirðingar í 1. fl. mótinu og mun mörgum þykja gaman að sjá þann leik, sem er nokkurskonar bæjakepni í knattspyrnu. Ekki munu knatt spyi'numenn þessara bæja fyrr hafa áttst hjer við, og hafa báð ir allgóð lið. Er leikurinn all- þýðingarmikill fyrir flokkana, því sá sem vinnur, kemst í úrslit. Á undan, eða kl. 1.30 keppa Vaíur og K. R. í fyrsta flokki,. og eru þetta næstsíðustu kapp. leikir mótsins. Mætast svo sig- urvegarnir úr þessum tveim leikjum í úrslitaleik síðar. Ríkissijóri Iraq frestar för til Washington Gairo í gær. — Abdul Illah, ríkisstjóri Iraq, hefir frestað fyrirhugaðri för til Washing-, ton vegna afstöðu Bandamanna til Palestínumálanna. Blaðið „Egyptian Pi'ogress11,1 ber ábyrg yfirvöld fyrir fregn- inni. Blaðið bætti því við, að ríkisstjórinn byggist við að koma til Bretlands innan skams í fyrri fregnum var gert ráð fyrir því, að Nuri E1 hershöfð- ingi, fyrrverandi forsætisráð- herra Iraq, færi með ríkisstjór anum til Washington. — Reuter. Danmerkur- frjeHir 1 DANMÖRKU er haldið á- fram skemdari'erkum á sam- göngukerfi og samgöngutækj- urn Þjóðverja. Við slík skemd, arverk í Árósum afvopnuðu tíu danskir skemmdanærka- menn 5 þýska varðmenn og lokuðu þá inni í kjallara, en þaðan voi'U þeir síðan fluttir spm fangar. Bílskúrar Þjóð- yerja, sem í voru mörg hundr- uð bílar, voru sprengdir í loft upp-___________________ 840 sjálfsmorð voru framin í Danmörku í fyi'ra," en 673 á tveirn árum þar á undan. Dönsk blöð sögðu frá því, þi’átt fýrir ritskoðunina, að flest s.jálfsmorðin hefðu verið framin í október og nóvember, en venjulega eru flest sjálfs- inorð framin vormánuði. Meira geta dönsku blöðin ekki sagt, en orsök þessa mikla fjölda s.jálfsmorða eru Gyðingao.f- sóknir Þjóðverja. (Samkv. danska út- varpinu hjer.) Hjeraðsmót á Reykjanesi Frá hjeraðsmóti Sjálfstæðismanna á Reykjanesi við Isa- fjarðardjúp sunnudaginn 13. ágúst s. 1. — Myndina tók Jó- hann Ólafsson. Lýðveldisfagnaður Islendinga í Dan- mörku HINN 17. JÚNÍ bárust sendiráði íslands í Kaupmannahöfn kveðjur frá nokkrum mönnum og blömagjafir í tilefni af slofn- un lýðveldisins íslands. Nafnspjöld með árituðum hamingju- óskum sendu t. d. forstjói’i utanríkisráðuneytisins, deildarstjóri forsætisráðuneytisins og sendiherra Finna í Kaupmannahöfn, en hann er aldui’sforseli fulllrúa erlendra ríkja þar. Dagskrá hátíðahaldanna á Þingvöllum 17. júní var íslend- ingum í Danmörku kunn af sím skeyti Ríkisútvarpsins til sendi ráðs Jslands í Stokkhólmi. Sam kvæmt beiðni sendiráðsins í Kaupmannahöfn tilkynti íslend ingafjelagið brjeflega um 700 manns, að útvarpa ætti hátíða- höldunum á Þingvöllum. Eigi var hægt að tilkynna í danska útvarpinu, að útvarp ætti að fara fram heima, og því síður gat orðið um endurvfirp þar að ræða, enda eigi um það beðið. í stóra samkomusalnum í Stu- denterforeningen, þar sem Is- lendingar ætluðu að halda dag- inn hátíðlegan, 'var komið upp útvarpstæki af bestu gerð, og var öllum gefinn kostur á að hlýða á útvarpið um eftirmið- daginn, en ekkert heyrðist. og fór svo víðast hvar annarsstað- ar á venjuleg tæki. Engu að síð- ur bárust frjettir af því, sem gerst hafði heima nógu snernma til þess að hægt væri að segja frá því um kvöldið. íslendingafjelagið og Fjelag íslenskra stúdenta stóðu að há- tíðahöldunum, og var þátlaka mikil, um 250, enda þótt sumir sætu heima. Formaður íslendingafjelags- ins, Martin Bartels bankafull- trúi, setti hátíðina. Aðalræð- una, minni íslands, flutti Jón Helgason prófessor. Að ræð- unni lokinni var lesinn texti að heillaóskaskeytum til for- seta og forsætisráðherra. Heilla óskaskeyti konungs til ríkís- stjórnarinnar ypr eigi birt í blöðum í Kaupmannahöfn fyrr en 18. júní, en Jón Krabbe sendifulltrúi var látinn vita um skeýtið 16. júní og hafði feng- ið leyfi til að lesa það upp á samkomunni 17. júní. Fögnuðu menn símskeyti konungs. Bar Jón Krabbe fram tillögu um, að samkoman sendi konungi Dana kveðju símleiðis og var það gert. Síðan sagði Gunnlaug ur Pjetursson ritari í utanrík- isráðuneytinu frá því, er frjest hafði um hátíðahöldin á Þing- völlum, einnig útdrætti úr ræðunum, og hlustuðu menn á frjettirnar með mikilli athygli. Þá söng söngkórinn íslenski undir stjórn Axels Arnfjörðs, og ljek Axel auk þess íslensk og útlend tónverk á hljóðfæri. Allir, sem tóku þátt í skemt- uninni, settust síðan að sameig inlegu borðhaldi, og voru ís- lenskir söngvar sungnir yfir borðum og ræður fluttar. Jak- ob Benediktsson bókavörður flutti minni Danmerkur, Krist- ján Albertsson lektor minni Norðurlanda og Tryggvi Svein björnsson minni Sveins Björns sonar forseta. Samkoman var hátíðleg og fór mjög vel fram. (Frá utanríkisráðuneytinu). Vestur- vígstöbvarnar Framh. af bls. 1. þær hafa sótt fram til Monterau Vomma, um 60 km. norðaustur af París. í Suður-Frakklandi sækja bandamenn hratt fram eftir Rhonedalnum og eftir töku borganna Arles, Tarcon og Avignon. Bandamenn sækja nú inn í Mið-Frakkland frá Av- ignon og varnir Þjóðverja eru alsstaðar að bila. BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.