Morgunblaðið - 27.08.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.08.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 27. ágúst 1944 „Jeg skil ekki, hversvegna hr. Van Ryn sendi ekki eftir Hamilton lækni, eins og hann er vanur“, sagði hún um leið og hún rjetti honum höndina. „Mjer þykir það mjög leitt, frú“, sagði Jeff dálítið vand- ræðalega. „En jeg mun gera mitt besta, til þess að hjálpa yður“. Hann rannsakaði hana síðan mjög vandlega. Hún var þrungin kvefi, en annars var ekkert að henni. „Þetta er alt í lagi, frú“, sagði hann glaðlega. „Takið þessa dropa þrisvar á dag og einnig dálítið af rifnum lauki með sykri, við hóstanum. Þjer verðið brátt jafn góðar aftur. Og eitt enn“, sagði Jeff, og gaut hornauga til hálftæmdra sæl- gætiskassa á náttborðinu. — Þjer ættuð að borða lítið í nokkra daga, dálítið af hafra- graut, te og soðin egg. Ekkert annað“. Jeff varð undrandi, þegar hann sá reiðisvipinn, sem kom á andlit hennar. „Hvaða vitleysa!" hrópaði hún. „Það vita allir, að það á einmitt að borða mikið við kvefi, svo að maður verði ekki máttlaus!“ „Þjer missið ekki máttinn, þótt þjér liggið einn eða tvö daga í rúminu, og það er gott að hvíla meltinguna“, sagði Jeff rólega. Annars langaði hann mest til þess að hlæja að henni. Jóhanna setti upp þrákeln- issvip. „Jeg borða það sem mjer sýnist“, sagði hún. — „Magda, farðu niður og sjáðu, hvernig gengur með hunangs- kökuna, sem jeg bað um áðan“. Hún leit ögrandi á Jeff. Jeff ypti öxlum. „Yður batn ar kvefið fljótar án hunangs- kökunnar. En það batnar hvort eð er“. Hann óskaði þess inni- lega, að hann hefði ekki farið hingað. Konan var lítið veik, og engin ástæða til þess að sækja til hennar lækni, og Jeff var ekkert vel við að láta sækja sig að ástæðulausu. „En hvað þetta er yndislegt blóm“, sagði hann glaðlega, því að hann kærði sig ekki um að skilja við frúna bálreiða. Hann benti á blómsturvasa, sem stóð á náttborðinu. Blóm þetta var eins og rauð stjarna, með löngum, grænum blöðum, og ilmur þess var yndislegur. Reiðisvipurinn hvarf af and- liti Jóhönnu. „Þetta er ein af persnesku óleandrunum, sem hr. Van Ryn hefir sjálfur ræktað“, sagði hún hægt. „Hann færði mjer hana i dag. Hún er falleg, finst yður það ekki?“ Hún talaði með undarlega þvingaðri röddu. Það var ber- sýnilegt, að Van Ryn færði konu sinni ekki blóm á hverj- um degi, og það myndi jeg ekki heldur gera, ef jeg væri gift- ur þessari skessu, hugsaði Jeff. Hann brosti til hennar og hældi blóminu enn meira og yfirgaf síðan herbergið. A leiðinni niður gekk hann framhjá Miröndu, sem stóð fyrir utan herbergisdyr sínar. Hún kinkaði kuldalega kolli til hans. Hún minti hann á lilju, þar sem hún stóð þarna í grænum kjól með hvítri knipl ingu í hálsinn. Hann kinkaði jafn kuldalega kolli til hennar. Honum gramdist þessi stöðugi fjandskapur hennar. Nikulás beið eftir Jeff niðri. Hann var mjög vingjarnlegur og hlustaði með athygli á frá- sögn hans um heilsufar Jó- hönnu. Þegar hann mintist á, að hann hefði ætlað að fá hana til þess að borða lítið í nokkra daga, spurði Nikulás: „Samþykti hún það?“ „Nei“, sagði Jeff og hló við. „í þess stað bað hún um hun- angsköku“. Það var þögn andartak. Þá sagði Nikulás: „Já, jeg er hræddur um, að matarástin sje nokkuð sterk hjá konu minni“. Hann brosti ofurlítið, þegar hann sagði þetta, umburðar- lyndisbrosi, eins og hann væri að tala um eftirlætisbarn. Jeff leit snögt á Nikulás. Þetta bros hans kom dálítið illa við hann. En hann gat ekki greint annað í svip hans, en kurteisislegan áhuga á því, sem hann var að segja. — Jeff skemti sjer vel þetta kvöld. Nikulás tók ekki í mál annað en hann gisti á Dragon- wyck yfir nóttina, og þar eð hann lan'gaði ekkert sjerstak- lega út í hríðina og náttmyrkr- ið, ljet hann tilleiðast. Miranda snæddi með þeim kvöldverð, og þótt hún segði mjög lítið í fyrstúnni, varð hún brátt málhreifari, þegar Nikulás fór að tala við hana. Hann var í essinu sínu þetta kvöld. Hann sagði þeim frá ferðum sínum um lönd Evrópu og öllum þeim dásemdum, sem hann hefði sjeð þar. Nikulás sagði framúrskarandi vel frá, og Jeff og Miranda, sem aldrei höfðu ferðast neitt, hlustuðu hugfangin á hann. En það var ekki Nikulás einn, sem hafði orðið, heldur hafði hann lag á að draga þau inn í samtalið með sjer. — Klukkan níu var risið upp frá borðum. „Jeg ætla að líta upp til frú Van Ryn“, sagði Nikulás. „Á jeg að koma rrieð?“ spurði Jeff. „Nei. Jeg mun senda eftir yður, ef þess þarf með“, sggði Nikulás og yfirgaf herbergið. Miranda fylgdi honum eftir með augunum. ,,Já“, sagði Jeff, sem tók eft- ir svip hennar. „Jeg verð að viðurkenna, að hann getur ver ið mjög skemtilegur". Miranda roðnaði og leit á hann. „þjer sjáið núna, hve dásamlegur hann er og .... “. „Hugsið ekki um það“, sagði Jeff reiðilega. Þótt hann dáð- ist meira að Nikulási en hann hafði ætlað mögulegt, kærði hann sig ekki um að viður- kenna það fyrir neinum, og honum geðjaðist ekki að svipn um á andliti stúlkunnar. „Jeg skil ekki, hvers vegna þjer komið altrif fram við mig eins og jeg væri barn“, hróp- aði Miranda, rjóð í kinnum af reiði. Jeff stóð á fætur. „Jeg held, að jeg hlífi yður við svarinu", sagði hann. Þegar hún struns- aði út úr herberginu, hugsaði hann með sjer, hve innilega gaman væri að lúskra henni dálítið. Hann klæjaði í lófana, þegar hann hugsaði um það. Hann fór nú upp á herbergi það, sem honum hafði verið vís að á. Hann fór úr jakkanum og klæddi sig í slopp, sem lagð ur hafði verið á rúm hans. Hann var úr gulu silki, mjög skrautlegur. Þegar Jeff leit í spegilinn, fór hann að skelli- hlæja. Rautt hár hans, sver hálsinn og loðin bringan, áttu svo hlægilega illa við skraut- klæði þetta. „Fallegur getur þú víst aldrei orðið, drengur minn“, sagði hann og settist niður fyrir framan arininn, ef Nikulás kynni að kalla á hann. En klukkustund leið, án þess að nokkuð skeði, svo að hann fór að hátta. ★ Miranda hafði einnig farið upp á loft. Þegar hún kom upp á stigapallinn, sneri hún við og gekk að herbergisdyrum Katrínar. Hún ætlaði að bjóða henni góða nótt, þótt hún væri nærri því viss um, að hún væri sofnuð. Hún opnaði dyrnar og rak höfuðið inn. Það logaði á kerti við hliðina á rúminu, og sjer til mikillar undrunar sá hún Katrínu sitja uppi í rúm- inu og stara fram fyrir sig stór um augum. „Hvers vegna ertu ekki far- in að sofa, væna mín?“ spurði Miranda. „Jeg get ekki sofnað“, svar- aði Katrín. „Það er svo mikill hávaði niðri“. „Hávaði?“ Miranda gekk að rúminu, lagaði koddann og hristi sængina. „Það er enginn hávaði. Þig hefir verið að dreyma“. Katrín starði undrandi á hana. „Heyrir þú það ekki? Það er einhver að spila á píanóið, og svo er einhver, sem hlær hátt“. Miranda hlustaði andartak. Hún heyrði ekkert nema hvin- inn í veðrinu úti. Hún hristi höfuðið. „Legstu útaf, ljúfan. Þú mátt ekki leika þjer að því að skrökva“. Litla stúlkan ýtti henni frá sjer. ?,Þú ert vond, Miranda. Jeg heyri það greinilega. Farðu fram á ganginn og hlustaðu þar“. Til þess að róa hana opnaði Miranda dyrnar. Það var dauða þögn í húsinu. Það voru engir þjónar á ferli og allar svefn- herbergisdyrnar voru lokaðar. „Nú hlýtur þú að heyra það“, hrópaði stúlkan. „Nú er hleg- ið svo hátt, en það er eins og það sje ekki gleðihlátur. Það er eins og hann komi frá rauða herberginu". Sögur Bertu gömlu Æfintýr eftir P. Chr. Asbjörnsen. 4. með trjefæti úr litlum rósóttum skáp, helti á staupið og setti það við hlið sjer á arinhelluna, hnepti frá snjóskón- um mínum og færði mig varlega úr sokknum. Síðan fór hún að tauta yfir staupinu. gera krossmark yfir því, en vegna þess að hún heyrði ekki sem best, hafði hún ekki eins lágt og hún annars hefði haft, og þess vegna heyrði jeg hvað hún sagði: Eitt sinn reið jeg inn um hlið, og aumingja Brún minn setti úr lið, svo lagði jeg kjöt við kjöt og blóð við blóð, á Brún mínum strax urðu meiðslin góð. Þegar þetta var sagt, lækkaði kerla róminn svo, að ekki heyrðist annað en óglöggt hvískur. Síðan fussaði hún í allar áttir. Meðan hún tautaði hraðast, hafði hún staðið upp. Nú. settist hún á arinhelluna aftur og helti úr staupinu yfir fótinn á mjer. Það fanst mjer reglulega þægilegt. „Mjer finst mjer batna strax“, sagði jeg, „en segðu mjer, Berta: Hvað var það eiginlega, sem þú tautaðir yfir brennivíninu?“ „Það þori jeg ekki að segja, því þú gætir sagt bæði prestinum og lækninum frá því“, sagði hún og glotti háðs- lega, eins og hún væri ekki mikið smeyk við þá háu herra. „Og þeim, sem kendi mjer þetta, honum varð jeg að lofa að segja það ekki nje kenna aldrei neinni krist- inni sál, og það hefi jeg svarið og það var nú eiður sem sagði sex“. „Það þýðir víst ekkert að talá um það, Berta“, sagði jeg, „en líklega er þó ekkert launungarmál, hver kendi þjer listirnar, — hann hlýtur að hafa kunnað laglega fyrir sjer sá?“ „Já, það getið þjer verið viss um, það var nú maður sem vissi lengra en nef hans náði, það var nú hann Lási í Hurðardal, móðurbróður minn. Hann var nú ekki lengi að lækna svona smákvilla, stöðva blóðrás og vísa burtu óhreinum öndum, og ekki var nú alveg laust við að hann gæti verið svolítið stríðinn líka með kúnstirnar sínar. Það er hann, sem kendi mjer. En þótt hann væri vitur, þá gat hann ekki bjargað sjálfum sjer frá göldrum samt“. Hvernig var það, var hann galdraður?" spurði jeg. „Var farið illa með hann?“ Ungur maður hjá ^pákonu. — Sjáið þjer nokkur veik- indi? — Veikindi — við skulum sjá — nei, veikindi eru ekki sjáanleg nálægt yður. — Það var nú verra, jeg sem les læknisfræði. ★ — Frú forstjórans er í sírxi- anum og biður um að fá að tala við forstjórann. — Biður? Þá er það ekki mín kona. ★ — Hefir maðurinn þinn al- ment traust? — Já, það hlýtur að vera, að minnsta kosti skuldar hann als staðar. Frúin við vinnukonuna: — Viljið þjer taka gullfiskinn út úr stofunni. Jeg þarf að tala við manninn minn undir fjög- ur augu. ★ Læknirinn (eftir að hafa gert að sárum prófessorsins): — Munið svo eftir því, herra prófessor,að nota ekki rakhníf inn oftar til þess að bursta tennur yðar. Hreykin ung móðir: — Mjer er sagt að hún líkist mjer. Vinkonan: — Blessuð hafðu ekki áhyggjur út af því. Þetta eldist af henni. ★ — Hann Alfreð, sonúr yðar,- og Ottó, sonur minn, voru í slagsmálum. — O, sei — séi, drengir eru nú altaf drengir. — Mjer þykir vænt um að þjer lítið þannig á málið, því að það var farið með son yðar á sjúkrahús. ★ A veldisdögum sínum komst Mussolini .eitt sinn þannig að orði: — Jeg er ekki aðeins dauð legur maður, jeg er heimsvið- burður. ★ Vinurinn: — Ertu nú alveg úr allri hættu? Sjúklingurinn: — Ekki al- veg. Jeg á von á lækninum tvisvar enn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.