Morgunblaðið - 27.08.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.08.1944, Blaðsíða 1
81. árgangpxc. 191 tbl. — SunnudagTir 27. ágúst 1944 tsafoldarprentsmiðja h.f. Ferðamenn irá ÞfskaJundi sem'a: ÞJÓBVERJAR SIGRAÐIR INNAN MÁNABAR BANÐAMENN SAGBIR KOMNIR AB EEIMS Baráttu- kjarkur Þjóð verja að bresta SÆNSKUR FERÐAMAÐ UR, sem nýlega er kominn frá Þýskalandi, segir, að Þjóðverjar muni gefast upp innan mánáðar. Baráttu- kjarkur Þjóðverja, bæði borgaranna og hersins sje að bresta. Þannig var ástandið áður en París fjell og áður en Rúmenar gengu í lið með bandamönnum. Björn Björnsson, frjetta- ritari NBC útvarpsf jelagsins skýrði frá þessu í útvarpi frá Stokkhólmi í gærdag. En nasistar munu verjast. Ferðamaðurinn segir, að hins vegar muni nasistar verjast á meðan þeir geta í Þýskalandi, þó herinn gefist upp og borg- ararnir. Telur ferðamaður þessi, að nasistar muni búa sig um í borgum og virkjum víða í Þýskalandi og verjast þar til yfir lýkur eins og SS-sveitirn ar hafa gert í hafnarborgum Frakklands. Þjóðverjar óttast erlendu verkamennina. Björn hafði það eftir ferða- manninum, að Þjóðverjar væru nú farnir að óttast, að þær milj ónir erlendra verkamanna, sem fluttir hafa verið til Þýska- lands frá herteknu löndunum undanfarin ár, myndu gera upp reisn. I Berlin, segir ferðamaðurinn er rússneska annað aðalmálið, sem talað er í borginni, því þar eru svo margir rússneskir verkamenn, sem Þjóðverjar hafa farið með sem þræla. Strikaða svæðið sýnir Iand það, sem bandarnenn hafa nú á valdi sínu í Norður-Frakklandi, eða höfðu í gærmorgun. En breytingar verða nú örar og munu bandamenn vera komnir umhverfis líou- en og ennfremur er ekki fullljóst, hve langt hersveitir Pattons hafa sótt austur af París. I óstaðfestum fregnum í gærmorgun var sagt að bandamenn væru komnir til Reims, sem er 175 km. frá þýsku landamærunum. Búlgarar hafa beðið bandamenn um frið London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. BÚLGARAR HAFA BEÐIÐ UM FRIÐ og er nú verið að at- huga tillögur og boð Búlgara í London. Það er nú hægt að skýra frá því, að s. 1. fimtudag kom Nicholas Balabanov, sendiherra Búlgara í Ankara, til Istambul til að ræða við búlgarska stjórn- málamanninn Stoyteche Mochanov, fyrverandi forseta búlgarska þingsins, en hann hafði meðferðis friðartilboð frá búlgörsku stjórninni. Balbanov sendiherra sagði við blaðamenn við komu sína til Istambul: „Það gengur alt sínar eðlilegu leiðir. Búlgarar munu brátt fylgja hinu skyn- samlega fordæmi Rúmena". Á föstudag afhenti Mochanov sendiherra Breta í Tyrklandi, Sir Hugh Knachbull Hugeson, friðartilboð Búlgara. Sendiherr ann kom friðartilboðinu áleiðis til London. Þar haf a tilboð Búlg ara verið til athugunar hjá full trúum Bresku stjórnarinnar og fulltrúum Bandaríkjastjórnar. Rússneska stjórnin hefir ver ið látinn fylgjast vel með þess- um málum, þó Rússar eigi ekki í ófriði við Búlgara. Fyrirskipað að fækka hreindýra- lörfum DOMS- og kirkjumálaráðu- neytið hefir fyriskipað eftir- litsmanni hreindýranna, Frið- riki Stefánssyni, Hóli í Fljóts- dal, að skóta elstu hreindýra- tarfana. Fáni forseta íslands Forset'aúrskurður um fána forseta íslands: „For- seti íslands gjörir kunnugt: Jeg hefi, samk'væmt tillögu forsætisráðherra, úrskurðað þannig: Fáni forseta íslands er hinn íslenski tjúgufáni, en í honum þar sem armar krossmarksins mætast, skjaldarmerki íslands og skjaldberar í hvítum, fer- hyrndum reit". Merki forsela íslands URSKURÐUR FORSETA um merki forseta íslands: Jeg hefi, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, úrskurðað þannig: Merki forseta íslands er skjöldur, að lögun og lit sem skjöldurinn í skjaldarmerki ís- lands, en þar sem armar kross marksins mætast er hvítur, fer hyrndur reitur og í honum skjaldarmerki íslands og skjald berar. ^iSSSM Hersveitir bandamanna fara í stríðum straum- um yfir Signu London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. SAMKVÆMT ÞÝSKUM fregnum eru framsveitir banda manna í Norður-Frakklandi komnar alla leið til Reims fyrir norðan París, en sú borg er aðeins 175 kílómetra frá landamærum Þýskalands, en auk þess er Reims ein þýð- ingarmesta umferðarmiðstöð í Norður-Frakklandi. Fregn þessi hefir ekki verið staðfest af bandamönnum, þegar þetta skeyti er sent. Þeir segja, að vjelahersveitir sjeu komnar til Troeys, sem er um 200 km. frá þýsku landa- mærunum. Hröð sókn Rússa til Dónárósa London í gærkveldi: Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Eftir Dulcan Hooper. HERSVEITIR Malinovskis og Tolbuhkins sækja hratt frá Bessarabíu. Rúmenskar her- sveitir hafa nú lagt niður vopn gegn Rússum, nema þar sem Þjóðverjar stjórna þeim og rúmensku hermenirnir eiga ekki annars úrkostar en að berj ast með Þjóðverjum. Rúmensku hersveitirnar nálgast stöðugt Galatz-olíusvæðið og Dónará- ósa. 100 þúsund Þjóðverjar króaðir inni, Það er talið, að ekki sjeu færri en 100.000 þýskir her- Framhatd á 8. síðu. Antonescu horíinn Stokkhólmur í gær. Berlínarfrjettaritari „Svenska Dagbladet" skýrir frá því, að /til Antonescu fyrverandi for- sætisráðherra Rúmeníu og fyr- irrennara hans í þeirri stöðu, hafi ekkert spurst, síðan þeim var stefnt til ráðstefnu í kon- ungshöllinni. Sagt er, að þeir hafi aldrei komið út úr höllinni.. Sótt að Rouen. Hersveitir bandamanna við neðanverða Signu sækja fram og einnig meðfram ströndinni. A ströndinni hafa bandamenn tekið Honfleur og Beuzeville. Þeir hafa farið yfir ána Risle á mörgum stöðum og hafa báða bakka árinnar alla leið til Mont fort sur Risle. Lengra til suð- austurs eru bandamenn komnir til Epaignes og Saint George du Vievre er á baldi bandamanna. Hersveitir Bandaríkjamanna, sem sækja niður með Signu og Kanadamenn, sem sóttu fram til móts við þá; hafa ná mæst. Um miðjan dag í gær voru Kanada- menn 12 km. frá Rouen. 40—50 þúsund Þjóðverjar innikróaðir. Þjóðverjar gera nú alt, sem á þeirra valdi stendur, til að koma liði sínu, sem enn er á vesturbökkum Signu, yfir fljót- ið. En erfiðleikar þeirra eru miklir og ekki er nokkur von til að þeir geti komið vjelaher- gögnum sínum og flutninga- tækjum austur yfir ána. Flug- menn bandamanna hafa sjeð þúsundir flutnin^avagna og skriðdreka á vegunum fyrir vestan ána. Er talið að enn hafi Þjóð- verjar 40—;50 þúsund manna lið á ves' urbökkúm Signu. Flugl'" bancsnanna gerir stöðug .1' árásir á lið Þjóðverja á þeSEum sló3um. Sókr Paítons. Hersveitir Pattons hershöfð- ingja íækja fram suðaustur og norðaustur af París. Lítið er birt um sókn boscara Banda- ríkjahersveita af öryggisástæð- um, en svo mikið cr vitað, að Framh. a 2. siðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.