Morgunblaðið - 29.08.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.08.1944, Blaðsíða 7
triðjudagur 29. ágúst 1944. MOKGUNBLAÐIÐ 7 Hátíðisdagur dönsku þjóðarinnar 29. ágúst í DAG, ÞANN 29. ÁGÚST, er hátíðisdagur allra Dana. — Þenna dag fyrir ári síðan tók danska þjóðin sjer stöðu við hlið Bandamanna. Að vísu fór þetta ekki fram með neinum hátíðlegum orðum. Þeim mun ákveðnara í gerðinni. Frá þess- um degi fyrir ári síðan hafa Danir tekið þátt í baráttunni gegn Þjóðverjum. Enda hafa Bretar, Bandaríkjamenn og Rússar viðurkent það oftar en einu sinni, að danska þjóðin Væri þátttakandi í styrjöldinni í flokki Bandamanna að öllu öðru leyti en á pappírnum. Og að Danmörk skuli njóta allra rjettinda sem bandalagsþjóð. Danska þjóðin vildi fyrir hvern mun koma ár sinni þann- ig fyrir borð, að hún yrði skoð- danska þjóðin væri með Banda manna. Þetta var skiljanlegt, því annars mátti búast við; að út um heim gerðu menn sjer ekki grein fyrir hversu einhuga danska þjóðin væri með banda- mönnum og vildi sýna það í verki, hve hún vildi alt til vinna til þess að Þjóðverjar •töpuðu og lýðræðisríkin ynnu algeran sigur. Danmörk hafði sjerstöðu í Evrópu. Einmitt vegna þessar- ar sjerstöðu hefir virk barátta Dana gegn Þjóðverjum sprott- ið af hugarfari, sem á ekkert fekylt við bollaleggingar um það, hvað kæmi okkur að mest um notum sjálfum, heldur staf aði frá hinum rótgróna vilja til þess að steypa stjórn of- beldisins og setja rjettlæti og rjettaröryggi í hásætið að nýju. . . ★ 29. AGÚST verður í ár þýð- ingarmikill dagur í Danmörku. Þjóðin ætlar að minnast við- burðanna í fyrra með tveggja mínútna þögn.Þá minnast menn þeirra, er fórnuðu lífinu þenna dag í fyrra og þeirra, sem síðar hafa fómað lífi sínu í hinni þrotlausu síharðnandi bar áttu gegn hinum þýska ofbeld- islýð. En Þjóðverjar muna líka eft ir atburðunum 29. ágúst í fyrra og alt það, er síðan hefir gerst. Þjóðverjunum er það ljóst, að það voru Danir, sem þá fóru með sigur af hólmi, og það verða Danir sem sigra að lok- um. Gramir yfir þessum stað- reyndum mtrnu Þjóðverjar í dag gera e. t. v. síðustu, tilraun til þess að bæla niður hina virku andstöðu f landinu. Æsi- tilraunir og hryðjuverk eru að- ferðirnar, sem þeir reyna að notfæra sjer. Þjóðverjar munu reyna að leiða hinn skipulagða andstöðuher Dana fram úr fylgsnum sínum, til allsherjar viðureignar gegn hinu þýska brynvarnaliði. En Danir eru við því búnir að láta ekki leiðast út í ófærur. Sú skipulega hlýðni sem ríkt hefir í baráttu hinna undihokuðu þjóða Evrópu gegn Þjóðverjum, mun tæplega bila með Dönum f dag á hátíðisdegi þeirra. ★ ÞANN 29. ÁGÚST í FYRRA sigruðu Danir í viðureigninni við Þjóðverja, þó stjóm og þing hyrfi úr sögunni og þýskur hers höfðingi skipaði sjálfan sig sem yfirstjórnahda landsins. •— En Danir drógu i blóðugum bar- EFTIR. OLE KIILERICH Ura allan heim er mönnum í fersku minni uppreisnin í Danmörku 29- ágúst í fyrra, er myndar þáttarskil í styrjaldarsögu Dana. Morg umblaðið fór þess á leit við Ole Kiilerich blaðafulltrúa. að hann skrif- aði grein um þá atburði, aðdraganda þeirra og afleiðingar og birtist grein hans hjer. Frá götuóeirðum í Danmörku . Þýskum lögregluvagni velt. daga, úr höndum Þjóðverja þann vinning sem Þjóðverjar ætluðu að fjelli þeim sjálfum í skaut með stjórnarbyltingu. ★ ÞAÐ TÓK sem kunnugt er. 2—3 ár að skipuleggja hina virku og að nokkru leyti vopn- uðu andstöðu gegn Þjóðverjum. Fljótlega eftir hernámið voru komin á fótt leyniblöð, hvískur áróður og leynileg frjettastarf- semi m. m. En það kom varla fyrir tvo fyrstu hernámsárin að gerð væru skemdarverk á þýskum samgöngubrautum eða verksmiðjum, þar sem fram- leidd voru hergögn fyrir Þjóð- verja, eða að slæi í bardaga milli Dana og Þjóðverja eða danskra ættjarðarvina og Darta, sem væru í þjónustu Þjóðverja. Danir höfðu þá sjerstöðu, að þeir höfðu þing sitt og stjórn, þrátt fyrir hernámið og þrátt fyrir viðleitni Þjóðverja til þess að leiða dönsku þjóðina inn á brautir nasismans. Opinberlega átti þjóðin ekki að þurfa að taka annað tillit til hins þýska herliðs, sem var í landinu, en að vinna ekki gegn öryggi þess. En Þjóðverjar gátu vitaskuld talið það, sem þeim sýndist brjóta gegn tilliti þessu. Þrjú fyrstu hernámsárin var sífelt reiptog milli Þjóðverja og Dana um það, hvað væri hern- aðarnauðsyn. Þegar Þjóðverjar vildu, að einhverjar ráðstafanir væru gerðar, kölluðu þeir hvað sem var hernaðarnauðsyn. •— Á meðan danská þjóðin gat lifað nokkurn veginn án þess að lífi borgaranna væri hætta búin og rjettaröryggið í landinu fjekk að halda sjer nokkurnveginn, en með annmörkum þó, þá'leit stjórn og þing svo á, að rjett- mætt væri, að sýna Þjóðverjum nokkra undanlátssemi, en fá í staðinn að halda lýðræðisstjórn landsins, og framkyæmdavald- inu í höndum danskra manna. Annað mál var það, að menn voru ekki altaf sammála um hvort undanlátssemi sú, sem var viðhöfð, samrýndist þjóðar- heiðrinum, þó tilgangurinn væri sá, að varðveita hið danska þjóðfjelag með dönsk- um borgararjettindum. — Voru þessi mál rædd, oft fyrir lukt- um dyrum, og í leyniblöðunum. Allir vissu, að að því hlyti að bera, að Danir brytu allar brýr milli sín og Þjóðverja með ein- róma neitun við einhverjum kröfum þeirra. Menn hjeldu því fram, að þetta hefði átt að ske í nóvember 1941, þegar andkom múnistá sáttmálinn var undir- skrifaður, eða í nóvember 1942, þegar Hitler gerði Scavenius að forsætisráðheerra, og ríkisþing- ið ljet þetta viðgangast án þess að neita nægilega hátt! En tíminn leið. Árið 1943, hóf danskur æskulýður virka bar- áttu sína gegn öllu því sem er þýskt eða Þjóðverjar stjórna í Danmörku. Skemdarverk byrj- uðu á járnbraytum er Þjóðverj ar notiiðu til flutninga á her- mönnum og hergögnum til og frá Noregi, og í vérksmiðjum þeim. er að miklu leyti unnu fyrir reikning þýsku herstjórn- arinnar. Þögul samvinna komst á, milli hinnar dönsku leynistarf- semi og almennings í landinu, um það, hvaða tillit ætti að taka þegar skemdarverk væru unn- in, og hver skyldi vera stefna leynistarfseminnar, að vinna Þjóðverjum sem mest tjón og undirbúa frelsisbaráttuna er ætti að hefjast, þegar þess er kostur að reka Þjóðverjana úr landinu, hjálparlaust. ellegar með lítilli aðstoð erlendis frá. ★ ALMENNINGUR utan Dan- merkur þekkir nú þann þátt andstöðunnar, sem við kemur skemdarverkunum. Fyrir þann þátt hefir danskur æskulýður hlotið hinn mesta heiður, er ein róma lof breska parlamentis- ins fjell honum í skaut fyrir þau afrek hans. Hinn þátturinn er undirbún- ingurinn undir lokaátakið, frels un þjóðarinnar. Einn liður í þessum undirbúningi er það, er Danir í dag kreppa hnefana í vösum sínum og bíða. Það er hægt að gera sjer í hugarlund hve óþolinmóðir þeir'eru. En ef til vill lifa þeir í dag í þeirri trú, að loftárásir Breta á Jót- land á sunnudaginn var, sem virðast boða nýjann þátt í af- stöðu Dana til stríðsviðburð- anna, sjeu forboði þess, að hinir hátíðlegu atburðir sjeu í nánd, sem eiga að leiða til uppreisnar og frelsunar ættjarðar og þjóð- ar. ★ MEÐAN Á biðinni stendur láía menn hugann reika til sumarsins 1943, sumarsins er i J skemdarverkin jukust hröðum j skréfum. og allsherjarverkföll- in voru í Esbjerg, Árósum. Ála borg og Óðinsvé. Þegar fyrst , sló í bardaga milli þýskra her- | manna og danskra leyniliðs- manna. En þ. 28. ágúst heimt- uðu Þjóðverjar að danska stjórnin stöðvaði verkföllin á þann eina hátt, sem þeir töldu gerlegan, þ, e. með því móti að skjóta niður þúsundir manna og dæma mörg gisl til dauða. j Enginn Dani gat fallist á þetta, því að þetta myndi vera jslíkt*brot á danskri rjettlætis- ' tilfinningu, að engin uppgiöf Dana gagnvart Þjóðverjum hefði orðið tilfinnanlegri. Kon ungur, stjórn og þing neituðu því ákveðið og hugsuðu: Komi það sem koma. vill! ★ AÐFARANÓTT 29. ágúst tók Hannecken hershöfðingi völd- in. Konungur vildi ekki falast á lausnarbeiðni ríkisstjórnarinn ar, til þess að gera Þjóðverjum á þann hátt mögulegt að þvinga fram þýsk-sinnaða stjórn í land inu, sem að vissu leyti væri þá lögleg, þó hún styddist ekki við þing og þjóðfylgi. Þjóðverjar urðu svo að stjórna landinu, án þess að til » væn nokkur formleg «tjórn. Þeir þurftu þá líka ekki ráð- herra til þess að undirskrifa fyrirmæli um, að her þeirra skyldi ráðast á hinar því nær vopnlausu dönsku setuliðssveit ir eða um húsrannsóknir og handtökúf Gestapomanna eða á rásir þýskra bryndrekasveita á börn, sem Ijeku sjer á götum Kaupmannahaínar. ★ SUNNUDAGSMOGUNINN íyrir ári síðan stóðu nemend- ur sjóliðaskóians við herskipa- lægi Hafnar og biðu rólegir eft ir því, að Þjóðverja bæri að. — Þegar til Þjóðverja sást, gengu hjóliðarnir á vörð, og þegar rýska liðið kom að brúnni út af Prinsessugötu, skutu sjóliðarnir á Þjóðverja- Þeir vörnuðu Þjóð- verjum aðgöngu að Hólminum í tvo tíma. Á meðan sökktu liðsforingj- ar og hásetar dönsku herskip- unum eða gerðu þau ónothæf fyrir Þjóðverja. I fjórum dönskum setuliðs- borgum kom til blóðugra bar- daga milli Þjóðverja og hins danska setuliðs. í danska liðinu voru um 3000 menn. En her- námslið Þjóðverja var 100.000 manna. Hinn fámenni danski her varð yfirbugaður af ofur- eflinu. En heiður hans var samt öldungis óflekkaður eftir þenn an ágúst-sunnudagsmorgun. — Hver sársaukí, sem áður var til, út af skotum, sem ekki var skotið þ. 9. apríl 1940, hvarf við frammistöouna 29. ágúst. Og nafn Danmerkur var á allra vörum um gervallan heim. ★ VIÐ FRJETTIRNAR frá Dan mörku þennan dag vaknaði sú tilfinning meðal allra banda- mannaþjóða, að nýr þátttakandi hefði bættst við í styrjöldinni við þeirra hlið og nýtt blað væri ritað 1 frelsisbaráttu Ev- rópuþjóða. Fámenn þjóð, tæpl. 4 miljón- ir, sem gat ekki sagt Þjóðverj um stríð á hendur, var vopn- laus. og enga hjálp gat fengið utanað, tók eín upp baráttuna, með skammbyssum í hönd, ljet vopnin tala því máli, sem sagði, að Þjóðverjar hlytu að tapa styrjöldinni. Því jafnvel ekki sú þjóð, sem Þjóðverjar í eiginhagsmuna- skyni ljetu tiltölulega vel að, óskaði neinnar línkindar, ein- skis annars en að Þjóðverjar biðu ósigur, auðmýktust og Nasismanum, yrði eytt. Þarna kom það í ljós, að ehginn treyst ir Þjóðverjum, enginn á sjer neins góðs von af þeim, Danir Framhald á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.