Morgunblaðið - 29.08.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.08.1944, Blaðsíða 1
31. árgangur. 192. tbl. — Þriðjudagur 29. ágúst 1944. Isafoldarprentsmiðja h.f. BARIST A SLOÐUM FYRRI STYRJALÖAR BANDAMENIM KOIUIMIR YFIRMARNEf LJÓT (hurchill lalar fi! MaWælaskorlur í ítölsku þjéðarisinar RÓM í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Churchill forsætisráðherra Breta, sem nú er á förum heim frá* ítalíu, ávarpaði í kvöld í- tölsku þjóðina, hughreysti hana og hvatti. Kvaðst hann trúa því, að Bret ar myndu gleðjast yfir þeim degi. er Italía yrði aftur frjáls og skipaði þann sess sem henni bæri í hópi friðsamra þjóða. Sagði Churchill, að af styrj- aldarástæðum myndu enn verða þrengingar í ýmsum hlut um landsins, sjerstaklega vegna skemda á höfnum, en hann hefði skipað svo fyrir að alt skyldi gert til þess að bæta úr þessu. í>h hvatti Churchill ítali til þess að taka aldrei upp aftur einræðisstjórnskipulag og sagði að lokum, að hann gleddist mjög yfir því, að brátt myndu stórir ítalskir herir taka þátt í baráttunni með bandamönnum.' Suður-Frakklarcdi London í gær. Allnukill matvælaskortur er í Suður-Frakklandi og ástandJ ið talið alvarlegt, ef ekki verð ui' xiv bætt hið fyrsta. Munu niatvæli bráðlega verða send þangftð í stórum stíl. Skemdir eru flestar litlar í þeim borgum. sem bandamenn liafa náð á sitt vald í þessum hlutá la-iidsms, nema Toulon hefir mikið af ibúnm verið, flutt, og- eru þeir hvattir til þess, sem fjarvistum eru, að leita ekki heim að.svo stöddu. — Reuter. Ætluðu til Englands STOKKHOLMI: Tveir ungir Danir reyndu nýlega að kom- ast frá Svíþjóð til Englands í stolnum vjelbáti, en sænskt varðskip hitti þá á tundurdufla svæðinu við ströndina. Voru þeif teknir fastir og afhentir lögreglunni í Marstrand. Þjóðverjur hörfo hratt uppeftir Rhonedalnum Bandamenn nálgast Nissa London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Þýski herinn, sem var í Suður-Frakklandi hörfar nú hratt uppeftir Rhonedalnum og eru framsveitir bandamanna á hæl- um þessa flýjandi hers; en flugvjelar gera undanhaldið erfiðara fyrir hann. — Á Miðjarðarhafsströndinni sækja sveitir banda- manna að hinni frægu borg Nissa, en þaðan berast fregnir um að mótspyrna Þjóðverja sje mjög hörð. **^TP Dæmdur til dauða ALTAF er verið að dæma glæpamenn vestur í Banda- ríkjunum. Nýlega var maður- inn á myndinni dæmdur í raf- magnsstólinn og með honum hvorki meira nje minna en 4 aðrir, allir fyrir morð og mann- dráp. Einn af þeim l'imm. sem dæmdir voru, er náfrændi bóf- ans alræmda, Al Capones. Enn hefir ekki verið opinber lega-staðfest, að Grenoble væri á valdi bandamanna, eða að þeir væru komnir að landamær um Sviss, en báðar þessar fregn ir höfðu frjettaritarar flutt í dag og í gær. Þjóðverjar segja að undan- hald þeirra sje auðvelt upp Rhonedalinn og eigi herir þeirra þar ekki í bardögum. — Mjög illt er að vita, hve langt Þjóðverjar eru þarna komnir, en talið að það sje um 140—160 km. frá sjó eða hálfa leið til Lyons. Vörnin við Marseilles þrotin. I Toulon er vörn Þjóðverja hætt, nema á tveim nesjum nærri höfninni og í Marseilles gáfust síðustu hersveitirnar upp í kvöld seint. Hafa bandamenn að eigin sögn -tekið um 7000 þýska fanga í þessum tveim borgum og við þær. Bandamenn nálgast svifsprengju- svæðið London í gærkveldi: ITerir bandamanna nálgastl nú mjög svæði það, sem Þjóð- verjar hafa svifsprengjubæki- stöðvar sínar á, og hafa nokkii ar slíkar stöðvar verið teknar, bæði hálf- og fullgerðar. Herfræðingar telja, að Þjóð* verjar muni leggja mikla á- herslu á að verja svifsprengju stöðvasvæðin í Calaishjeraði, en sumir halda því fram, að) þeir hafi þegar komið upp all- miklum stöðvum bæði í Hol- landi og Belgíu. í morgun og seinni partinn í dag var skotið allmörgumi svipspi'engjum á London og nærliggjandi hjeruð. — Reuter. » * • Norðmehn stela vopnum STOKKHÓLMI:— Leit lög- reglunnar að þrem Norðmönn- um, sem stálu vopnum úr vopnabúri heimavarnarliðsins sænska, bar þann árangur, að þeir náðust í Arvika. Líklegt er talið að þeir hafi ætlað að smygla vopnunum til Noregs. Þréngist um Þjóð- verja auston Signu London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Herir Bandaríkjamanna eru komnir að ánni Marne, þar sem Þjóðverjar voru stöðvaðir í sókn sinni árið 1914, og yfir hana að minnsta kosti á einum stað. Er nú alt svæðið milli Signufljóts og Marne á valdi bandamanna og var mótspyrna Þjóðverja víðasthvar lítil. Hörfuðu sveitir þeirra hrátt undan austur yfir Marne. Fyrir norðan París eru enn nokkrar sveitir Þjóð- verja eftir vestan Signu. Allmikið af liði kemst stöðugt yfir, en litlu af hergögnum er haldið að þeir fái náð með sjer yfir fljótið. Eru Þjóðverjar nú að sögn vestan fljóts- ins í þrem flokkum. , ____________________________ Allan daginn hafa flugvjelar stórskotalið Þrjár Rúmenskar borgir falla London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. í MOSKVA voru í kvöld út- gefnar tvær dagskipanir af Stalin, og var í hinni fyrri til- kynt, að Rússar hefðu tekið borgina Braila, beint suður af Galatz, en hin síðari var um það, að tekinn hefði verið hafnarbærinn Sulina við Dón- árósa og einnig bærinn Tulcea miðja vegu milli Sulina og Braila. Komnir yfir Dóná. Rússar eru komnir yfir Dóná, þar sem borgin Tulcea stendur sunnan fljótsins, og annarsstaðar í Rúmeníu hafa Rússar einnig sótt fram. Þá kveðast Rússar nú hafa yfir- bugað þýskar hersveitir, sem innikróaðar voru austar. Ástandið í Rúmeníu. Fregnir eru enn mjög óljós- ar um ástandið í Rúmeníu. — Þýska frjettastofan segir enn í kvöld, að sumt af rúmenska hernum berjist með Rússum, en aðrar hersveitir með Þjóð- verjum, og kveðast Þjóðverjar nú hafa umkringt höfuðborg- ina, Bukarest og ráðist rú- menskar hersveitir þar á Þjóð- verja. Verða máske „samherjar". Fregnritarar bandamanna segja, að líklegt sje að Rú- menar verði samherjar banda- manna, eins og ítalir urðu, er þeir gáfust upp. Þá segja þeir, að Rúmenar muni fá Transyl- vaniu aftur og jafnvel meiri fríðindi. Barist fyrir austan Varsjá. bandamanna og hamast á liðinu þýska fyrir austan Signu, brúm þeim, er það hefir reynt að byggja yfir ána og bátum, sem hermenn- irnir hafa freistað að komast yf ir á. — Hersveitir Þjóðverja munu nú vera í þrennu lagi austan Signu og eru þær sem eru rjett fyrir norðan Rouen, sagðar mannflestar. Hafa bak- sveitir þeirra haldið uppi hörð um vörnum. Engin merki um vörn. Flugvjelar bandamanna hafa í dag gert árásir á stöðvar Þjóð verja og samgöngukerfi austan Signu og alt austur að landa- mærum Þýskalands sjálfs. Hafa flugmennirnir á þessum löngu flugferðum sínum engin merki sjeð um það, að Þjóðverjar hefðu í hyggju að verjast. Sum ir telja að Sigfriedlínan verði næsta varnarstöð Þjóðverja, en aðrir ætla að þeir muni verjast við ána Somme, þar sem mikið var barist í heimsstyrjöldinni fyrri. , Chateau-Thierry fallin. Sveitir bandamanna, sem komnar eru austur yfir Marne, hafa tekið þar bæinn Chateau- Thierry, sá bær er frægur úr fyrri heimsstyrjöld, meðal ann ars fyrir það, að þar brutu Bandaríkjamenn á bak aftur síðustu stórsókn Þjóðverja. Það var í marsmánuði árið 1918 og urðu þar grimmilegar orustur með miklu mannfalli af hvor- umtveggjum. Brook var á ítalíu London í gærkveldi: — SIR ALAN BROOK, yfir- maður breska herforingjaráðs- ins er nýkomin heim til Bret- lands frá ítalíu. Sat hann þar fundi með hershöfðingjunum Alexander og Sir Maitland Wilson. —Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.