Morgunblaðið - 13.09.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.09.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. sept. 1944. — Agúst Þórarinsson áttræður Framh. af bls. 5. sen, er stýrði verslun föður síns, Hans A. Clausen etas- ráðs, en fyrir verslun N. Chr. Grams, var um áratugi Samuel Richter. Þeir voru mestu heið- ursmenn. Þar var þá líka Sæ- mundur Halldórsson, mikils- metinn í hópi hinna eldri manna, og Sveinn Jónsson trje- smíðameistari, bróðir Björns Jónssonar, síðar ráðherra. Þótt vinnutíminn væri oft langur í þá daga, frá því klukk an 6 á morgnana til miðnættis, þá bætti það úr skák, að á milli kauptíða var oft lítið að gera, svo hægt var að fara í reiðtúra í glöðum hóp, eitthvað upp í sveit eða sigla út í eyjar. Á veturna Spiluðum við iðu- lega l’hombre, en aldrei lengur en til klukkan' 12 á miðnætti, hafandi það í huga, að rísa skyldi snemma úr rekkju. Það var helst ef slegið var upp dansi, að við vöktum fram eft- ir. Þótt það væri undantekning, að við dönsuðum fram á bjart- an dag, enda kom það eitt sinn fyrir að prófasturinn varð þess var, þegar hann var að leggja af stað á annexíuna. Kom hann þá inn á dansgólfið í ferðafötunum, sagði, að það væri nóg komið af slíku og heimtaði að dansinum yrði hætt. Annars var hann ekkert tiltektasamur maður. Vínið. — Og þegar jeg minnist glaðværra daga og skemtana í Stykkishólmi fyrr á dögum, þá er rjett að taka það fram, að enda þótt að þá væru opn- ar vínbúðir í hverju kaup- túni, kom það tiltölulega sjald- an fyrir, að drukkinn maður sæist. En þetta breyttist þeg- ar bannið kom. Vín mátti flytja til landsins til 31. des. 1911 og selja það til 7. janúar 1915. Mjer fannst rjett að flutt yrði inn með meira móti fyrir tiltekinn tíma og lagði það til við verslunareigandann Tang, en karlinn bætti drjúg- um við og sexfaldaði innflutn- inginn samanborið við fyrri ára sölu. Eftir tvö og hálft ár, löngu áður en sölutíminn var búinn, var allt uppselt. Þá fóru menn að fara illa með vín, sem þeir höfðu ekki gert áður. — — Birgðu menn sig ekki upp svo það væri þess vegna sem svo mikið seldist? — Nei, nei, ekki einu sinni jeg sjálfur. Ef menn áttu ein- hverjar birgðir, átti sýslumað urinn að athuga þær um hver áramót. Jeg kunni aldrei við þá hnýsni; og sagði alltaf vini mínum, Páli Vídalín, sýslu- rnanni, að jeg ætti ekki neitt, þegar hann orðaði þetta eftir- lit, en gleymdi þó ekki að bæta því við, að ef hann kæmi á af- mælisdaginn minn, þá skyldi jeg sjá um að hafa eitthvað til handa honum. ir — Jeg hefi alla tíð verið heilsuhraustur, segir Ágúst að lokum, og kunnað því vel að ,vera á hreyfingu. Enda eru lappirnar ágætar. Gæti dansað, ef því væri að skifta. Og eitt vil jeg taka fram, úr því jeg á annað borð fór að tala um sjálfan mig, að tvennt er það í lífinu, sem hefir verið og er mjer mest virði. Að hafa eign- ast þá konu, sem jeg á, og hafa komist þannig gegnum æfina, að vita ekki til þess að jeg eigi einn einasta óvin. -k Þó viðkyning okkar hafi ekki verið lengri en þessi stutta stund, þá hugsaði jeg með mjer, er jeg horfði á þenna glaðværa, elskulega höfðing- lega mann, að það væri víst engin tilviljun, að enginn hefir getað orðið óvinur hans á lífs- leiðinni. V. St. KIST bctra en nokkuð annað, bæði hressandi og Ijúffengt. Minning Nikolínu Björnsdótiur í DAG er húsfrú Nikolína Björnsdóttir, er undanfarin ár hefir átt heimili sitt að Aust- urhlíð hjer innan við bæinn, borin til grafar. Hún er fædd að Móeiðarhvols-suðurhjáleigu þann 25. nóv. 1868 Hún var gift Einari Eyjólfs- syni, traustum og góðum dreng í gamalli og góðri merking Voru þau hjón löngum bú- sett í Gaulverjabæjarhreppi og Stokkseyrarhreppi og urðu þá mörgum að góðu kunn þar eystra, og söm hefir orðið raun in á eftir að þau fluttu hingað Húsfrú Nikolína var ein hinna kyrlátu 1 landinu. Vann störf sín innan heimilsveggj- anna, en hún vann þau þannig að hún bjó þar þá hlýju og frið, sem gefur orðinu „heim- ili” besta merkingu. Hún átti lengi við heilsuleysi að stríða og síðasta árið rúmt lá hún að mestu rúmföst, en hún bar þá reynslu með aðdá- unarverðri stillingu. Húsfrú Nikolína var óvenju lega grandvör bæði til orðs og æðis og gerði áreiðanlega aldr- rei öðrum viljandi það; sem hún hefði ekki viljað reyna sjálf af hálfu annara. Það er tómlegt núna í lág- reista) bænum í Austurhlíð, tómlegt fyrir vinina alla, en þó sjerstaklega fyrir trygða- vininn, sem nú er þar einn eft- ir. — Guð blessi honum minn- ingarnar björtu. Það þarf ekki að benda hon- um á huggun, því þau vissu það ávalt öll samleiðarárin bæði tvö, hvern þau áttu að og hverjum þau treystu í sæld og í þrautum. G. S. Flóltamanna- straumur frá Eysira Stokkhólmi: •—• Fjörutíu og fimm Eistlendingar, þar á með al háskólakennari í sjúkdóma- fræði og kona hans, annar læknir og læknastúdent einn, komu á vjelbáti til Slite í Sví- þjóð fyrir skömmu. Þá komu daginn eftir 36 Lettlendingar og Lithaugalands menn, meðal hinna síðar- nefndu allmargir kennarar og læknar og herforingi, til Herr- vik á austurströnd Gotlands. Alls hafa 227 flóttamenn kom- ið á nokkrum dögum, þar af 97 konur og börn. De Gaulle boðar kosningar í Frakk- landi London í gærkveldi. De Gaulle hershöfðingi flutti ræðu í París í dag og var henni útvarpað. Kvað De ■Gaulle almennar kosningar skyldu fara fram í Frakk- landi, þegar er franskir stríðs- fangar væru komnir heirn, og myndi stjórn hans segja af sjer að þeim kosningum lokn- um. Þá hrósaði De Gaulle mjög bandamönnum Frakka, en sagði, að Frakkar sjálfir hefðu átt svo mikinn þátt í að frelsa land sitt, að þeir hlytu að hafa mikið að segja um ör- lög Þjóðverja er þar að kæmi. — Kvað De Gaulle 5/6. hluta Frakklands nú leysta undan valdi Þjóðverja. — Reuter. 1100 fórust. London í gærkveldi: Opin- berlega er tilkynnt hjer í dag, að 1100 menn hafi farist af svifsprengjuárásum í Bretlandi í ágústmánuði s. 1., en 2921 særst svo að sjúkrahúsvistar þurfti við. — Reuter. Eggert Claessen Einar Ásmundsson Oddfellowhúsið. — Sími 1171. hæstarjettarmálaflntningsmenn, Allskonar löpfrœðistörf — Voklugur maður Framh. af bls. 7. isstjórnarinnar heim að húsi dr. Salazars. ' Hann tók á móti sendi- nefndinni í eina herberginu sem hann hafði vfir að ráða. Stundu síðar yfirgaf hann húsið og gekk til húss for- eldra sinna. Móðir hans var veik, hún lifði aðeins miss- eri eftir þetta. Þetta var í fyrsta skifti sem þau skildu um lengri tíma. Nokkrum klukkustundum síðar þenna sama dag, vann dr. Salazar embættiseið sinn sem fjár- málaráðherra. Hann var þá 39 ára gamall. Innan tveggja ára varð Portúgal að þola hörmungar heimskreppunnar. Fvrsta embættisverk Salazars var að gefa út tilkynningu þess efnis, að ráðuneyti hans myndi legpia skatt á sjer- hvern þann mann, sem ein- hverjar tekjur hefði, en þessir skattar myndu þegar verða lækkaðir á næsta ári og fara lækkandi í framtið- inni.Á samatíma færði hann niður gjöld ríkisins að mikl um mun. — Þetta fólk er í þjónustu hins opinbera, sagði hann, við þurfum ekki á svona mörgum að halda. Fyrsta árið sem hann dvaldi í Lissabon, fækkaði hann starfsmönnum hjá hinu opinbera um einn þriðja. Næsta ár fækkaði hann þeim aftur um einn þriðja. Ári eftir að hann tók við embættinu, voru af- greidd tekjuhallalaus fjár- lög í fyrsta skifti í sögu Portúgals. Og honum tókst að halda þeim það öll kreppuárih. ' x Á hinu mikla kreppuári 1932, tókst Salazar að greiða síðustu erlendu skuldirnar. Hann innleysti öll skuldabrjef ríkisins er- lendis og gengi portúgölsku myntarinnar, escudo, hækk aði á heimsmarkaðinum. Kauphcllin er miðstöS verðbrjefa- viðskrftaxma. Sími 1710. > < I i 1-9 ^ ^ Eftlr Robert Storm ii > < > BO/?ROW yOUR GUN? TM4NKS, ' Y OH,NQ \ * / YOU ÚON'T, vcoppzrJ' ) BUT BLUE-JAW'é AIM 15 POQR... 1—2) X—9: — Sæll, Floopsy! Hvernig gengur? 3—4) X—9: — Viltu lána mjer byssuna þína? ur ekki kápan úr því klæðinu, laggi! En Blákjammi Floopsy: — Jeg kem þjer ekki fyrir mig, lasm. Jeg Þakka þjer fyrir. Blákjammi: — Ónei, þjer verð- miðar ekki vandlega. hef aldrei sjeð þig fyrr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.