Morgunblaðið - 21.09.1944, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 21. sept. 1944
*J*«*mJ* *•*♦*♦♦** **•*»*%• ’•**»**♦* *»**♦**♦**** *******♦*****♦*'
¥ ’ *.........................
- FJÆR OG NÆR -
..!
*'» v v *2'
Haustar að.
LAUFIÐ er að falla af trján
um. Græni liturinn er að
hverfa af grasinu. Haustið er
gengið í garð. Sumarið, sem er
að líða, mun lengi verða mönn-
um minnisstætt. Stóratburð-
ina þarf ekki að rifja upp. —
Samt er það svo, að hver ein-
staklingur minnist liðna tím-
ans ekki fyrst og fremst vegna
stóratburða, sem þá hafa gerst,
heldur engu síður vegna smá-
atvika, er þá sjálfa varðar. Eitt
af því, sem mörgum Reykvík-
ingum mun verða lengi í minni,
er það, hve Austurvöllur var
fallegur í sumar. Sjerstaklega
r»ú uridir haustið, er hið marg-
lita blómskraut naut sín til
fulls.
Yfirleitt fjekk það mönnum
mikillar ánægju, hve mikil
prýði reyndist af skemtigörð-
um og barnaleikvöllum bæjar-
ins, þar sem þeirra naut við.
Vegna breikkunar og nýgerðar
Soleyjargötu var erfitt um vik
að hafa Tjarnargarðinn í fullri
hirðu. Eftir atvikum leit hann
þó vel út. Næsta sumar á að
vera hægt að hafa allan eystri
og miðhluta hans miklu feg-
U'-ri en áður. Vestari hluti þess
gurðs verður hinsvegar ætíð
erfiður viðfangs, þar til gatna-
skipun þar verður komið í fram
tíðar-horf.
Barnaleikvellir.
MIKIÐ liggur við, að rösklega
verði haldið áfram gerð skemti
garða og barnaleikvalla. Varð-
andi skemtigarðana er sjálfsagt
að leggja fyrst um sinn mesta
áherslu á að koma Tjarnargarð
inum í gott horf. Barnaleikvöll
unum þarf að fjölga, svo sem
unnið hefir verið að hin síðustu
ár. Gallinn er sá, að erfitt er
að finna hentug vallar-stæði í
gömlu hverfuríum, þar sem
þeirra er mest þörf.
Á þessum tímum mun ekki
þykja verjandi að rífa íbúðar-
hús til að koma þeim fyrir.
Þegar um hægist hlýtur slíkt
þó að koma til greina. Því að
þeir barnaleikvellir, sem þegar
eru til, vekja ekki aðeins eftir
tekt ferðalanga og ókunnugra
manna, heldur eru þeir til ó-
ínetanlegs gagns fyrir börnin
og mæðrunum til hinna mestu
þæginda. Það ber því að fagna
þeim ráðagerðum bæjarstjórn-
arinnar, sem garðyrkjuráðu-
nauturinn nýlega skýrði frá, að
koma enn upp nýjum völlum,
þar sem því yrði við komið.
Tekur tíma.
LJÓST ER, að núverandi
garðyrkjuráðunautur Reykja-
víkur er smekklegur og ötull
rnaður. Enn hefir hann þó eink
um unnið að því að Ijúka verk
um, sem hafin voru undir
stjórn fyrirrennara hans. Er
það að vonum. Slíkar fram-
kvæmdir taka langan tíma og
verður eigi lokið nema á mörg
um árum. En þar sem bæði
baejarstjórn og borgarstjóri
láta sjer mjög hugað um, að
koma þessum málum í viðun-
ándi horf, verður að vænta
þess, að mikið geti áunnist í
þeim á næstu árum.
Áreiðanlegt er, að vilji bæj-
arbúa í þessa átt er eindreginn.
' Kemur það m. a. fram í óskun-
um um, að gafhli kixkjugarð-
urinn eða bæjarfógetagarður-
inn við Aðalstræti verði opnað
ur fyrir almenning. Nokkurs
misskilnings hefir þó orðið vart
í því sambandi. Sá garður er
ekki undir yfirráðum bæjar-
stjórnar heldur Landssímans
og er því við stjórnendur h.ans
að eiga um hann. *
Annars er margt í þessum
efnum ekki eins einfalt og
fljótt á litið kann að virðast. —
Sumir hafa t. d. hreyft því, að
ástæðulaust væri að hafa gras-
bletti og blómabeð á barnaleik
völlunum. Grasfletirnir yrðu
von bráðar að flagi, blómin
væru rifin upp og börnin hefðu
minna svigrúm til að leika sjer
á. Sem betur fer hefir hin skoð
unin þó orðið ofan á. Það er
um að gera að venja börnin á
að geta sjeð blóm án þess að
rífa það upp og' grasflöt án þess
að breyta honum í moldarflag.
Hverja þýðingu slíkt hefir fyr
ir útlit bæjarins sjá menn nú
t. d. eftir að grasgeirinn á vest
anverðri Hringbrautinni hefir
verið færður í samt lag.
Ovinnandi verk.
Öllum er auðskilið, að rækt-
un landsins og bygging bæjar
eins og Reykjavíkur tekuf
langan tíma. En ræktun hugar
farsins sýnist eigi síður tíma-
frek. Það er mál allra manna
nú, að á engu ríði meira en als-
herjar samvinnu þjóðarinnar;
Þrátt fyrir það er gamli ill-
deiluandinn enn svo mikilsráð-
andi, að hann hindrar nauðsyn-
legt samstarf. Sjálfsagt er ekki
jafn einfalt eins og sumir
halda, að koma því samstarfi á.
Fjármálaráðherrann ljet á
dögunum ummælt eitthvað á
þá leið, að hann hefði aldrei ef-
ast um, að verkamenn og aðrir
launþegar sýndu jafnmikinn
þegnskap og aðrir í baráttunni
við dýrtíðina. Þetta sagði hann
til stuðnings því, að þessir aðil-
ar mundu sætta sig við launa-
lækkunina, sem felst í dýrtíð-
arfrumvarpi stjórnarinnai’. —
Ekki skal dregið í efa, að þessi
ummæli ráðherrans sjeu. við-
höfð af heilindum. En furðu-
legri blindni á vandann, sem
fyrir höndum er, lýsa þau.
Allir vita, að verkföllin nú
eru ekki til að knýja fram
launalækkanir heldur launa-
hækkanir. Og opinberir starfs
menn eru ekki að krefjast verk
fallsrjettar og setningar nýrra
launalaga til að tryggja sjer
lægri laun, heldur hærri laun
en þeir nú hafa. Morgunblaðið
er sannfært um, að nú sje ekki
fært að stofna til almennrar
launahækkunar í landinu. En
ennþá skortir mjög á, að allur
almenningur sýni í verki, að
hann hafi þá sannfæringu. Á
meðan ekki tekst að færa mönn
um heim sanninn um það, er
áreiðanlega ekki tímabært að
ætla að koma launalækkun
fram með þvingunarlögum.
Ulfur verðbólgunnar.
GAMLA SAGAN um smal-
ann, sem hrópaði „úlfur, úlfur“
til' að hræða fólkið, hefir átak-
anlega sannast um verðbólgu-
úlfinn. í tíma og ótíma hefir
verið talað um voðann, sem af
verðbólgunni stafaði. Enn hefir
þessi voði ekki bitnað á al-
menningi. I stað hans hefir
verðbólgan beinlínis verkað til
stórkostlegrar eigna-jöfnunar
hjer innanlands og haft í för
með sjer hærri greiðslur í er-
lendum gjaldeyri frá setuliðinu
fyrir verk og aðra þjónustu,
sem það hefir keypt hjer á
landi.
Með nokkrum rökum má
því segja, að fram að þessu hafi
verðbólgan orðið íslenskum al-
menningi og þjóðarheildinni til
góðs. Af þessu leiðir þó ekki,
að engin hætta eða voði sje
henni samf^ra. Þvert á móti.
Það er alveg víst, að úlfur
verðbólgunnar ræðst að mönn-
um áður en- lýkur. Þá er um að
gera að vera við honum bú-
í greinargerð segir:
Þegar fullveldi Islands var
viðurkennt árið 1918, var einn
liður dansk-íslensku sambands
laganna um gæslu íslenskrar
landhelgi. Sagði þar svo í 3.
kafla, 8. grein: „Danmörk hef-
ir á hendi gæslu fiskveiða í ís-
lenskri landhelgi undir dönsk
um fána, þar til ísland kynni
að ákveða að taka hana í sínar
hendur, að öllu eða nokkru
leyti, á sinn kostnað.“
Enda þótt það væri metnaðar
mál okkar íslendinga, að slík
gæsla á eigin skipum og undir
eigin fána gæti hafist sem fyrst
þá var það þó fyrst og fremst
brýn nauðsyn aukinnar og
meiri gæslu, sem hratt málinu
í framkvæmd.
Þróunarsaga íslensku land-
helgisgæslunnar mun þingi og
þjóð í svo fersku minni, að ó-
þarfi er að rekja hana hjer. —
Hún hefir vaxið frá lítilli byrj
un samhliða gæslu sambands-
þjóðarinnar til umsvifamikils
starfs, er við einir beruín af
allan vanda og virðing, því að
nú eru þessi mál algerlega í okk
ar höndum, og mun svo verða
framvegis.
Af þessum ástæðum er ein-
mitt nú á þessum tímamótum
rjett að gera sjer ljóst, hve
mikilvæg þessi starfsemi er fyr
ir land og þjóð og hve þýðing
armikið það er, að hún sje vel
Skipulögð og starfrækt. í fyrsta
mn.
Þegar setuliðsvinnan hættir
og fiskverðið lækkar er alveg
víst að voði er fyrir dyrum. Og
fullvíst er einnig hitt, að sjáv-
arútvegurinn þolir ekki meiri
hækkun á tilkostnaði innan-
lands en þegar er orðin. Þess-
vegna má hvorki kaup nje land
búnaðarafurðir hækka úr
þessu. Um kauplækkanir þýð-
ir aftur á móti þá fyrst að
ræða, þegar almenningur sjer,
að atvinnuvegirnir standa ekki
lengur undir því, sem nú er
greitt. Ráðið er þessvegna ekki
það að hefja nú harðvítugar
deilur til að knýja fram kaup-
lækkanir. Heldur stöðva verð-
ið þar sem það er nú. Koma á
skaplegri stjórn í landinu, sem
þekkir viðfangsefnin og hefir
vald til að leysa þau. Vinna að
alefli að því að halda uppi
verði á útflutningsvörunni, en
vera menn til að taka verð-
fallinu, þegar það kemur.
lagi er löggæsla varðskipanna
á hafinu umhverfis íslands,
bæði innan og e. t. v. líka ut-
an íslenskrar landhelgi, þess
eðlis, að óhjákvæmilegt er, að
hún snerti á ýmsan hátt þær
erlendar þjóðir, er-stunda fisk-
veiðar hjer við land, og þarf
því hafa nánar gætur á fram-
kvæmd og skipulagningu okk-
ar á þessari gæslu. Ljelega
skipulögð og rekin landhelgis-
gæsla gæti því orðið þjóðinni
til hins mesta tjóns og álits-
hnekkis út á við. I öðru lagi er
svo ýmis hjálparstarfsemi
varðsfeipa, svo sem björgun,
bátagæsla, ýmisskonar flutning
ar o. fl., orðin svo nauðsynleg
daglegu lífi þjóðarinnar, að við
getum ekki án hennar verið. í
þriðja lagi er ýmis vísindastarf
semi, eins og hafrannsóknir,
djúpmælingar og fiskirannsókn
ir, sem alt er starfsemi, er við
sem sjálfstæð þjóð eigum að
setja heiður okkar í að fram-
kvæma eftir bestu getu. Varð-
skipin hafa iðulega tækifaeri til
þess að framkvæma slíkar
rannsóknir án mikils aukakostn
aðar, og virðist því sjálfsagt, að
þau sjeu einnig notuð í þeim
tilgangi. Að þessu öllu athug-
uðu og þegar þess líka er gætt,
að hjer er um rekstur a. m. k.
4—5 skipa að ræða með árleg-
um kostnaði um eða yfir 1
Framhaid á bls. 11
Loftvarnaslarfsfólh
leysf frá skyldum
London í gærkveldi.
ALLMIKIÐ verður fækkað
loftvarnastarfsfólki í Bret-
landi, nema í London, á suður-
strönd landsins og í suðaustur-
hjeruðunum. Allir þeir, sem
eingöngu hafa unnið að loft-
vörnum, verða teknir í her-
gagnaiðnaðinn eftir 15. okt.
næstk., en þeir, sem aðeins hafa
unnið hálfan daginn í. þágu ör-
yggis þjóðarinnar, verður
hjálpað til þess að fá önnur
störf.
Vestur-
vígstöðvarnar
Framh. af bls. 1.
Barist er á götunum í Chateau!
Salins, en utan borganna geisa
skriðdrekar og fallbyssuvagn-
ar fram og aftur, reyna að
koma óvinunum að óvörum
út úr skógarþykni eða bak við
hæð. Hafa Þjóðverjar gert
mikil og hörð skriðdrekaá-
hlaup þarna. Þriðji herinn er
sestur um borgina Metz og
mætir einnig þar áköfu við*
námi.
í Brest og Boulogne.
1 Brest er nú að sögn banda'
manna, allri skipulagðri móti
spyrnu Þjóðverja lokið, eri
borgin er gjörsaml. í rústum.
Sagt er að smáflokkar Þj óö«
verja verjist sumstaðar enri
innanum nistirnar. ■—- I Bou-
logne hafa Kanadamenn ro£-<
ið varnarstöðvar þýska setu-i
liðsins í tvennt og tekið 300Ö
fanga. — Þjóðverjar hafa nú
haldið uppi vörnum í Brest I
40 daga samfleytt.
Gris Nez-svæðið umkringt.
Svæðið umhverfis Gris
Nez, þar sem Þjóðverjar
hafa hinar langdrægu fall-
byssur sínar, er nú um-
kringt af Kanadamönnum,
en Þjóðverjar halda þó á-
fram að skjóta yfir til Eng-
landsstranda. Tilkynt var,
að tekin hefði verið Wiemer
aux á ströndinni, en síðar
hefir komið í ljós að fregn
þessi var af misskilningi
sprottin. Þjóðverjar hafa!
þennan bæ enn.
Enn eiga hersveítir sjö-
unda hersins 16—20 km
ófarna að Belfort skarðinu
— Rússland
Framh. af 1. síðu.
að haldið sje áfram sókninni
fyrir norðvestan og sunnan
Vagla og hafi þar 'verið tekið
allmikið landsvæði. — Sunn-
ar, eða við Mitau, segja Rúss-
ar að Þjóðverjar geri mikil á-
hlaup og sjeu bardagar æði
harðir. Þetta er nokkru fyrir
suðvestan Riga, rjett við sjó.
Annars segja Rússar ekki frá
neinu markverðu af vígstöðv-
unum í herstjórnartilkynning-
unni, kveða annarsstaðar á víg
stöðvunum hafa verið lítið um
bardaga. — Þjóðverjar segjast
hafa eytt smáflokkum Rússa,
sem komust yfir Vislu rjett
fyrir norðan Varsjá.
. Landhelgisgæslan
undir sjerstaka stjórn
ÞRÍR SJÁLFSTÆÐISMENN, þeir Sigurður Bjarna-
son, Gunnar Thoroddsen og Ingólfur Jónsson, flytja í Sþ.
þingsályktunartillögu um stjórn íslenskrar landhelgis-
gæslu o. fl., svo hljóðandi:
„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa þá skipu-
lagsbreytingu á stjórn íslenskrar landhelgisgæslu, að sett verði
á stofn sjerstök stofnun, sem hafi með höndum stjórn allra eft-
irlits- og björgunarskipa ríkisins.
Jafnframt verði athugað, á hvern hált verði best samrýmt
alt björgunar- og eftirlitsstarf við strendur landsins“.