Morgunblaðið - 21.09.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.09.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 21. sept. 1944 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavik Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar.: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.) Krjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanl&nds, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbðk. A úrslitastundinni JAKOB MÖLLER benti rjettilega á það í útvarpsræðu sinni á Alþingi um dýrtíðarmálin, að til þess að nokkur von væri til þess að þoka dýrtíðinni niður, yrði að vera fyrir hendi skilningur fólksins í landinu á nauðsyn þeirra aðgerða og vilji til að fórna einhverju, til að ná hinu setta marki. Jakob spurði því næst, hvort menn hefðu orðið varir slíks skilnings hjá almenningi nú, eða vilja til fórna í þessu efni. Hann benti á hin mörgu verkföll, sem nú stæðu yfir, er öll væru hafin í því augnamiði, að gera auknar kröfur. ★ Nei, það er alveg víst, að skilningur á nauðsyn var- anlegra aðgerða í dýrtíðarmálunum, er enn ekki fyrir hendi hjá almenningi. Ljósasta dæmi þessa, eru einmitt verkföllin, sem nú eru háð. Forráðamenn stjettafjelag- anna, sem að verkföllum þessum standa, vita vel, að á Alþingi standa nú yfir samningatilraunir um myndun allra flokka stjórnar. Þeim er einnig ljóst, að þessir samn- ingar eiga að grundvallast á því, að dýrtíðin verði með samkomulagi aðilja stöðvuð þar sem hún nú er og jafn- framt reynt að tryggja sem best framtíðaratvinnu fólks- ins í landinu. Öllum má ljóst vera, að ef stjettafjelögin fást ekki til að aðhyllast þetta grundvallarsjónarmið, þá er engin von til þess að allsherjarsamkomulag náist á Alþingi um stjórnarmyndun. Vitanlega getur staðið svo á innan ein- stakra stjettafjelaga, að þörf sje lagfæringa á kaupgjaldi, til samræmingar við aðrar hliðstæðar stjettir. Þetta verð- ur að vera samkomulagsatriði milli aðilja. En hitt er vit- anlega ekki hægt, að eitt stjettafjelagið taki við af öðru og haldi áfram að skrúfa upp kaupgjaldið, jafnt og þjett. Það stefnir beint að allsherjarhruni. ★ Þeir stjórnmálaleiðtogar, sem telja sig aðallega mál- svara verklýðsstjettanna, fara ekki dult með þá skoðun, að þeir telji að nú beri að leggja höfuðáherslu á, að tryggja öryggi fólksins í framtíðinni. Og vitanlega er það þetta, sem mestu máli skiftir. En ef menn eru sammála um þetta, er óskiljanlegt með öllu, að menn geti ekki einnig orðið sammála um hitt, að frumskilyrði þess að unt verði að tryggja atvinnu fólksins í framtíðinni, er einmitt það, að dýrtíðarflóðið verði stöðvað. Möguleikarnir eru áreiðanlega fyrir hendi, að tryggja þetta. Og þetta vita leiðtogar stjórnmálaflokkanna. En þeir hafa enn ekki haft þrek í sjer til þess að stíga það skref, sem nauðsynlegt er að stíga, til þess að þessu marki verði náð. En það skref er samstarf allra flokka á Alþingi pg í stjórn landsins. Fari svo, að sundrungaröflin fái enn *að ráða á Alþingi, er ljóst hver afleiðingin af því verður. Hagsmunatog- streita stjetta og flokka heldur áfram og mun magnast stórlega. Fjarlægðir verða allir möguleikar til aukins at- hafnalífs í landinu og þór með beinlínis stefnt að því, að atvinnuleysið hefji innreið sína fljótlega að stríðinu loknu. ★ Enn er ekki úr því skorið, hvað ofan á verður í þinginu. En væntanlega þarf ekki lengi úr þessu að bíða úrslit- anna. Fyrir síðustu helgi tók Alþingi sjer vikufrest. Sá frest- ur er útrunninn næstkomandi laugardag. Þann dag, í síð- asta lagi, verður úr því skorið, af eða á, hvort samkomu- lag næst eða ekki. Þjóðin bíður með óþreyju fregna frá Alþingi í þessum málum. Hún þráir samstarf og frið. Og fari svo, að alt rofni og ný Sturlungaöld eigi að hefjast ílandinu, krefst þjóðin að fá að vita, hvaða flokkar og hvaða alþingis- menn það erií, sem stefna þeirri ógæfu yfir hið unga, íslenska lýðveldi. ■2verii ilripar: Sextugur: Stefán í Hlíð ÞANN 16. þ. m. (sept.) varð Stefán oddviti Jónsson í. Hlíð í Lóni, sextugur. Þar hefir hann nú búið með orðlagðri snyrtimennsku um 30 ára skeið með ágætri eiginkonu sinni, Kristínu Jónsdóttur, en þau hafa bæði átt hinum bestu vinsældum að fagna um hjer- aðið alt, Austur-Skaftafells- sýslu, og þótt víðar væri farið. Stefán er fæddur að Bæ í Lóni 16. sept. 1884 og voru for- eldrar hans Jón Bergsson, er lengi bjó á Krossalandi í sömu sveit, og Rannveig Sigurðar- dóttir frá Borgarhöfn. Stefán varð brátt efnismaður hinn mesti bæði til náms og verka. Fór hann í Flensborgarskólann laust eftir síðustu aldamót og hefir ella aflað sjer góðrar mentunar eftir því sem tök eru á í hans stöðu. Með búskapnum hefir hann gegnt hinum marg víslegustu trúnaðarstörfum, verið barnakennari og lengi prófdómari, í sóknarnefnd í 30 ár, í stjórn búnaðarfjelags hreppsins • nærri jafnlangan tíma, lengi í hreppsnefnd og hefir mörg undanfarin ár verið oddviti; endurskoðandi Kaup- fjelags Austur-Skaptfellinga frá stofnun þess, og síðast en ekki síst vegaverkstjóri við ríkisvegina á fjórða tug ára og trúnaðarmaður vegamála- stjórnarinnar um hjeraðið alt. Stefán í Hlíð er með allra myndarlegustu mönnum að vall arsýn, ber höfuð yfir flesta, þar sem hann er staddur, og svarar sjer að öllu veh Svíkur þar heldur eigi raun, því að í hvívetna er hann hinn mikil- hæfasti maður og sveitarprýði, rólyndur og athugull, en gleði maður og viðmótsþýður. Greind armaður á flesta hluti og ör- uggur til athafna. Hin marg- víslegu störf sín er honum sýnt um að leysa hið besta af hendi, bæði heiman og heima, þar sem kona hans hefir verið hans önnur hönd, og eins börn þeirra og stjúpbörn hans, en Kristín var áður gift hinum mæta manni, sjera Benedikt Eyjólfssyni í Bjarnanesi. Fjöldi vina og samverka- manna árna nú Stefáni góðr- ar æfi og heillaríkra starfa framvegis. Skaftfellingur. cn^leaci líj^inu Stokkhólmi: — Nýlega var haldin hjer sýning á dönskum listaverkum. Var aðsókn á- gæt, sóttu sýninguna alls yfir 50 þúsund, manns. Húsnæði fyrir Hall- grímssókn? MIKIÐ hefir verið rætt um húsnæðisleysi Hallgrímssóknar. Það er vafalaust eðlilegt, að um það sje rætt. En þó finst vafa- laust mörgum, að komast hefði mátt af með minna rifrildi út af þeim málum. Nýlega er lokið löngum blaðadeilum, sem spunn ust einmitt út af húsnæðisvand- ræðum Hallgrímssóknarinnar. Fjarri mjer að blanda mjer í þær umræður. En á meðan verið er að rífast um hvort reisa eigi kirkju fyrir Hallgrímssóknina, eða hvernig hún á að vera í lag- inu, þá langar mig að benda á stað, sem væri alveg tilvalin fundarstaður fyrir Hallgríms- sókn — að vísu ekki til frambúð ar til margra ára, en mjög heppi legur til bráðabirgða. Þessi samkomustaður, sem jeg á við eru byggingar Rauða Kross ins Ameríska við Hringbrautina. Menn gera nú alment ráð fyr- ir að ófriðurinn fari að styttast. Verði kanske búinn áður en menn yita af. Jafnvel svartsýn- ustu menn hafa sannfærst um að ófriðurinn hjer i Evrópu geti ekki staðið í marga mánuði enn- þá. Það ætti því að hafa sig að þvi að semja um þetta, ef mönn um lýst á tillöguna. Byggingar Rauða Krossins við Hringbraut eru rúmgóðar. Þeim hefir verið vel við haldið og þar geta komist fyrir fleiri manns í einu, en nokkru sinni hafa kom- ið til messu hjá síra Jakob og síra Sigurbirni. • Önnur girnileg bygging. ÞAÐ er önnur girnileg bygg- ing, sem herinn á, sem jeg vil að komist í hendur „rjettra" manna. A jeg við íþróttahöllina miklu, sem reist var til minning- ar um Andrews hershöfðingja og ber hans nafn. Sú bygging má sannarlega ekki lenda í braski, þegar setuliðið fer. Þessa byggingu þurfa íþrótta- mennirnir okkar að fá. Það myndi skapast alveg nýtt við- horf hjá fjelögunum og ýmsum íþróttagreinum, ef íþróttamenn ættu aðgang að slíku húsi. Og það á ekki að verða eign neins eins íþróttafjelags, heldur sam- eiginleg eign íþróttafjelaganna allra. Þarna væri hægt að hafa als- konar sýningar, glímusýningar, leikfimi, tennis, badminton og fleira. En það má segja, um þetta, eins og um húsnæðið fyrir Hall- grímssókn, að það er ekki margra ára framtíð í þessum bragga frekar en öðrum og sá tími hlýtur að koma, að íþrótta- menn í Reykjavík reisi sjer glæsilegt samkomu- og íþrótta- miðstöð, úr efni, sem er varan- legra en bárujárn. • Um prentvillur. ÞAÐ hljóp prentvillupúki í dálkana mína í gærmorgun. •— Upphafið af greininni um Fær- eyingana hefir ruglast, og lína fallið úr. Ef menn eiga að fá vit út úr setningunni, verða þeir að giska í eyðurnar. Jeg hlakka sannarlega ekki til að sjá þessa blessaða hálfu setningu sem aðal- uppistöðu í næstu málfegrunar- prjedikun. En hvað um það. Prentvillur eru leiðinlegar. Þær geta komið rólyndustu mönnum úr jaínvægi og jeg hefi heyrt strangheiðar- legan prest bölva eins og versta slarkara, út af prentvillum í bók, sem hann var að lesa. • Eru ekki prenturunum að kenna. MARGIR eru þeirrar skoðun- ar, að prentvillur allar sjeu prenturum að kenna. En þetta er mesti misskilningur. Það eina, sem prentararnir gera, er að búa þær til. En það eru prófarkales- arar, sem eiga að leiðrjetta vill- urnar og ganga eftir að það sje gert á sómasamlegan hátt. Það verk er þreytandi og leiðinlegt, því oft koma tvær nýjar villur fyrir eina, sem átti að leiðrjett- ast. Þetta kann að koma spánskt fyrir hjá þeim, sem „aldrei hafa snúið sjer við í prentsmiðju“, eins og við segjum stundum. En það er eigi að síður rjett. Þess vegna skuluð þið aldrei kenna prenturunum um prentvillur og aldrei trúa því, ef ykkur er sagt það. En það er nú svo, að á með an mönnum getur skjátlast og yfirsjest, verða prentvillur til. En það er til nokkuð sem er verra en prentvillur, og það eru: Meinlokur og am- bögur. VIÐ og við koma meinlokur, eða ambögur fyrir 1 blöðunum. Slíkum tilfellum mætti líkja við það, er menn mismæla sig. En sá er munurinn, að maðurinn, sem mismælir sig á leiðrjettingu orða sinna, en hinn „sem mismæl ir sig á prenti“ er ver settur, því „bókstafurinn blifur“. Einhverjar þær verstu ambög ur, sem komið hefir fyrir í Morg unblaðinu var frásögn um „börn in, sem hjeldu sjer í vökina“ og maðurinn, sem var drepinn með einni setningu hjer á dögunum. Starfsbróðir minn við annað blað, sem jeg hitti þenna dag, hló mikið að þessu þangað til jeg minti hann á, að hann hefði einu sinni sjálfur „hengt bakara fyr- ir þjóf“ í sínu eigin blaði, þá stirðnaði brosið. Hann ætlaði víst að hengja bakara fyrir smið, eins og segir í hinu góða gamla danska máltæki. Ekki er langt síðan að jeg sá leiðrjettingu í blaði, þar sem verið var að segja frá því, að Eystéinn Jónsson hefði ranglega verið sagður formaður þing- flokks Sjálfstæðismanna og þing flokks sósíalista. Svona mætti lengi telja upp ambögur og meinlokur, sem verða til í erli og ofsaflýti, _sem orðinn er á ritstjórnarskrifstofun um. Aðrar þjóðir eiga við sama vandamál að stríða. í amerísku tímariti, sem gefið er út fyrir ameríska blaðamenn er einn dálkur á mánuði hverjum, þar sem prentvillur, meinlokur og „málblóm“ blaðanna eru birt. Það er dálaglegt safn og síst betra en hjá okkur. Gott heilsufar flótta- manna. Stokkhólmi: — Heilsufar flóttamanna í Svíþjóð er mjög sæmilegt og hafa ýmsir flokk- ar þeirra sína eigin lækna, svo sem Norðmenn, sem hafa alls 55 lækna, allmaiga læknastú- denta og 85 æfðar hjúkrunar- konur, til þess að annast um heilsuvernd hinna 25 þús. norsku flóttamanna í Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.