Morgunblaðið - 21.09.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.09.1944, Blaðsíða 12
12 Uppskeru- horf ur góðar i ar UPPSKERUHORFUR eru yf- jrleitt mjög góðar, sagði Jón ívarsson, forstjórr Grænmetis- verslunarinnar blaðinu í gær. Hjer á Suðurlandi hefir ekki verið sáð neinu sem nemur af rófum, vegna skemda, er orðið feafa á þeim síðustu árin. Hins- vegar eru horfur góðar um karföfluuppskeruna og er hún sumstaðar mjög góð. Á Austurlandi verður upp- skeran með lakara móti. Kuld- ar á síðastliðnu vori, sem svo hjeldust langt fram eftir, eru orsök þess. Mönnurr. vrar ekki mögulegt að setja niður í garða sína. á venjulegum tima og höfðu kartöflurnar því mjög stuttan tíma til að spretta. Norðanlands verður rófna- uppskeran nokkuð góð, en þangsð hefir rófumaðkurinn ekki borist, svo vitað sje. Kart- öfluuppskeran mun einnig verða sæmilega góð þar um slöðir, nema í Eyjafirði, en þar mun hún vera nokkuð mísjöfn. Þá eru uppskeruhorfur á Vesturlandi all góðar. Ekki hefir orðið vart við skemdir í kartöflum, svo telj- andl sje á þessu sumri, sagði forstjórinn að lokum. K. R. R. úrskurðar keppninrsar élögiegan Á FUNDI KnattspyrnuráÖs Reykjavíkur, er haldinn var í fyrrakvöld, úrskurðaði ráðið úrsJ i taleik Walterskep])ninn- ar ólöglegan. en svo sem kunn ttg-t er var ha’rm háður tnilli KM. og Vals. Sigraði Valur J#ik þann með 5:1. Forsendur úrskurðsins eru J*rer. að samkvæmt reglum 1. fi I. um knattspyrnumót, er m h. ekki heimilt.að háðir K.jeu knattspyrnuleikir í meiri vindi er fimm sfig. — Sam- kvæmt þessu ákv'að K.R.IÍ. að úrslitaleikurinn skuli fara fram n.k. sunnudag. ef veður Jeyfir. — Hagnaði þeiin, er verða kann af þeina leHc liefir K.R.R. ákveðið að ráðstafað verði á knattspyrnuþingi á vetri komanda. Form a ður Kna ttspyrnufje- íagsins Valur hd'fir áfrýjað úrskurði K.R.R. til Í.S.Í. 1000 finnsk börn í Danmörku Óvenjuleg innrásarmynd MYNDINA hjer að ofan tók Ijósmyndari einn af því, er bandamenn stíga á land ein- hversstaðar á Frakkiandsströnd, gegn harðri mótspyrnu, eins og glögt má sjá af myndinni sjálfri. — Kúlur Þjóðverja hv inu framhjá ljósmyndaranum og þóttist hann heppinn að sleppa lifandi. Enn dveljast í Danmörku u,ni eitt þúsund þeirra finnskra barna, sein flutt voru frá hinnlandi 1939. Pajula, fyr-. verandi forsætisráðh. Finna,' hefir í viðtali við anieriska Waðamenn látið í ljós þakk- j ÍMi til Dana fyrir þetta mann' úðarverk, i fer í lækningaferða- lag lii Færeyja SVEINN PJETURSSON augn- læknir hefir verið ráðinn til Færeyja, og mun hann dvelja þar við augnlækningar um tveggja mánaða tíma. Augnlæknir hefir ekki verið í Færeyjum síðan 1941 og hafa Færeyingar nú snúið sjer til íslendinga í þessum efnum. Kristján Sveinsson læknir gegnir störfum Sveins læknis Pjeturssonar í fjarveru hans. Merk landbúnaðar frumvörp á Alþingi ÚTBÝTT hefir verið á Al- þingi 3 frv., sem samin eru af milliþinganefnd Búnaðarþings og flutt af þeim nefndarmönn- um, sem sæti eiga á Alþingi: Jóni Sigurðssyní, Bjarna Ás- geirssyni og Pjetri Ottesen. í frv. þessum eru 2 merk ný- mæli, er miklu geta áorkað um hag bænda í framtíðinni, ef vel tekst, auk ýmsra smærri. Þessi nýmæli eru um stofn- un búnaðarmálasjóðs og um húsagerðarsamþyktir í sveit- um. Það frv. fjallar einnig um jarðræktarsamþyktir. Tillögur um jarðræktarsamþyktir voru fyrst bornar fram á Alþingi 1931 af Halldóri Stefánssyni, þáverandi þm. N.-Mýlinga og Ásg. Ásgeirssyni. Þessi hug- mynd var síðan upptekin af Framsóknarm. í Ed. í frv, til breytinga á jarðræktarlögun- um, er þeir fluttu á haustþing- inu 1943 og var vísað til Bfjel. íslands til ítarlegrar athugun- ar og umbóta. Beggja þessara frv. verður getið hjer í blað- inu. Kosningarnar I ðVi URSLIT eru nú kunn í kosn- ingunum til sænska Ríkisþing- ins, sem fóru fram síðastliðinn sunnudag. Samkvæmt fregn frá sænska sendiráðinu hjer voru greidd samtals 3.017.670 atkvæði og skiftust þannig ,milli flokka: Hægri flokkurinn hlaut 466,303 atkvæði, Bænda- sambandið 416.121, Frjálslyndi flokkurinn 388.330, Alþýðu- flokkurinn 1.413.698, Komm- únistar 313.353, Nasistaflokk- arnir samtals 13.247 og rót- tæki landsflokkurinn, er stofn- aður var á þessu ári af mönn- um úr Alþýðuflokknum og rót tækum í andstöðu við stjórn- ina, 6618 atkvæði. Þingfulltrúaskiftingin verður þá þannig, að Hægri flokkur- inn fær 39 þingmenn, tapar þremur, Bændasambandið fær 36 þingmenn og hefir unnið 8 sæti, frjálslyndi flokkurinn fær 25 og vinnur 2 sæti, Alþýðu- flokkurinn fær 115, tapar 19 sætum, og kommúnistar fimm- tán sæti, vinna 12 sæti. Breytingar eru .hugsanlegar í einstaka kjördæmum, þar sem ekki er að fullu búið að reikna út hvernig atkvæði hafa fallið í sumum kjördæmum. Forsætisráðherra Svía hefir í blaðinu Morgontidningen skýrt svo frá, að þjóðstjórnin muni silja áfram við völd. • Stokkhólmi: — 777 erlendir menn fengu ríkisborgararjett í Svíþjóð á síðastliðnu ári. Af þeim voru 158 danskir, 156 finskir, 147 norskir, 169 þýsk- ir, 39 úr Eystrasaltslöhduhum, 15 pólskir, 17 rússneskir og 81 maðu.r af öðrum þjóðum. Þrír íslenskir lisfamenn á förum til Englands . ÞRÍR íslenskir listamenn eru á förum til Englands næstu daga. Eru þeir allir kunnir söngvarar: Þorsteinn Hannes- son söngvari, sem dvalið hefir í Englandi við söngnám, en kom heim fyrir skömmu 1 frí, Kári Sigurjónsson og Sigfús Halldórsson. Tveir hinir fyrstnefndu fara til söngnáms, en Sigfús fer til að læra leiktjaldamálningu og leiksviðsútbúnað. — Hann mun stunda nám í Oxford. Sigfús er fjölhæfur listamaður, söngv ari, píanóleikari og leikari. Þessir þrír listamenn hafa allir verið meðlimir í Karlakór Reykjavíkur og ætlar kórinn að halda söngskemtun með þeim fjelögum annað kvöld. — Ágóði af söngskemtuninni geng ur allur til listamannanna. Fimtudagpir 21. sept. 1944 Nýtt dilka- kjöt komið á markaðinn NÝTT DILKAKJÖT kom í tvær kjötverslanir hjer í bæn- um í gær, en seldist fljótt upp og fengu færri en vildu. En þó að kjötsalan hefði ekki verið auglýst flaug sagan um bæinn og við sölubúð Kaupfjelags Borgfirðinga á Laugavegi, safn aðist þegar stór hópur manna, sem vildi ná í nýmetið. Þegar farið var að ganga á birgðir þær, sem fyrir hendi voru, var komið svo mikið kapp í fólk að ná í kjöt, en erf- itt fyrir afgreiðslumenn að skifta á milli kaupenda, að lög- regluþjónar, sem voru á ferð um Laugaveginn voru fengnir til að aðstoða. Hleyptu þeir inn fólki í verslunina í smáhópum. og gekk það svo um stund, þar til kjötbirgðimar voru þrotn- ar. Von á dilkakjöti í flestar kjöt- verslanir. Von mun vera á nýju dilka- kjöti í flestar eða allar kjöt- verslanir bæjarins núna fyrir helgina. Mun S. í. S. fá kjöt utan af lándi og eins mun Slát- urfjelag Suðurlands fá kjöt | þessari viku. Nokkuð mun bera á því, að fólk vilji birgja sig upp og kaupa dilkakjöt í heiluira skrokkum og jafnvel fámenni heimili biðja um marga dilka- skrokka í einu. Stafar þessi effc irspurn vafalaust af því, að menn óttast að kjölverðið |g.ækki mjög á næstunni. — En vonandi sjá kjötkaupmenn til þess, að einstökum mönnum leyfist ekki að kaupa ótakmark aðar birgðir á meðan lítið er af kjöti á markaðnum. Er nær. að sem flestir fái einhverja úr- lausn. Nýtt dilkakjöt hefir ekki fengist hjer i bænum síðan í júlímánuði í fyrra. Stöðugar loftárásir á Ungverjaland London í gærkveldi: SJÖ~ IIUNDRUÐ og’fimm- tíu sprengjuflugvjelar frá bækistöðvum á Italíu rjeðust í dag á ýmsar brýr í Ungverja landi og einnig á böfuðborg- ina, Budapest. Aðrar fóru til atlögu að flugvöllum á landa- mærum Tjekkoslovakíu og Austurrfkis. Þá var varpað sprengjum á olíuhreinsunar stöð. — Haf anú verið gerðar loftárásir á Ungvei'ja dag og nótt í þrjá sólarhringa. — Reuter. Flogið um ísland eflir sfríð! New York í gærkveldi. PAN AMERICAN flugfje- lagið tilkynti í dag, að það hefði farið fram á það við flug- málanefnd Bandaríkjanna að fá leyfi til að láta flugvjelar sínar fljúga eftir tveim úthafs- leiðum og „færa þannig Banda ríkjafánann umhverfis jörð- ina“, eins og komist er að orði. Onnur leiðin er milli New York og Moskva með viðkomu í Labrador, íslandi, Osló, Stokk hólmi og Leningrad, en hin milli Seattle og Canton með viðkomu í Nome (Alaska), Kurileyjum, Tokio og Shang- hai. Þá yrði komið á flugferð- um milli Canton og Indlands. Einnig er í ráði að láta flug- vjelar þær, sem fljúga frá Bandaríkjunum til Lissabon, halda áfram þaðan til Marse- illes, Róm, Aþenu og Cairo, en þaðan um Basra og Karachi tii Calcutta á Indlandi. Þá er farið fram á leyfi til þess, að aðrar flugvjelar fljúgi frá Lissabon til París, Genf, Berlínar og Moskva,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.