Morgunblaðið - 21.09.1944, Blaðsíða 1
-81. árgangur.
212. tbl, — Fimtudagur 21. september 1944
Isaíoldarprentsmiðj* h.í.
ÞJÓÐVERJAR VEITA HATRAIVIIUT
VIÐMÁM A
ALLRI VfGLÍNUIMNI
Svifsprengja fjell á falabúð
Nýlega kom svifsprengja niður í eina af stærstu klæðaversl-
unum Bretlands með þeim árangri, sem sjest hjer á myndinni.
Fatnaður fauk í allar áttir og var heilt hverfi meira og minna
þakið af klæðum. Fólk streymdi að, til þess að vita, hvort það
næði ekki í citthvað nýtilegt.
Rússar sækja hratt
fram í Eistlandi
Eru korrmir að Riga
London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun-
blaðsins frá Reuter.
DAGSKIPAN var gefin úl í Moskva í kvöld af Stalin, þess
efnis, að. Rússum yrði mjög vel ágengt í stói’sókn sinni í Eist-
landi, en hún var byrjuð fyrir þrem dögum' Hermir dagskip-
anin að sótl hafi verið fram um 65 km sumsslaðar og fjöldi bæja
ög þorpa tekinn. Sótt er fram nærri Dorpat og einnig norðar.
Rússar eru komnir að úthverfum Riga, að því er frjettaritarar
segja.
Bardagar nú mestir
í Hollandi
London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins
frá Reuter.
MÓTSPYRNA Þjóðverja gegn sókn bandamanna á
vesturvígstöðvunum hefir aldrei verið eins hatröm og í
dag, enda hafa bandamenn því nær hvergi sótt fram neitt
að ráði, en að því er fregnir herma, hefir þeim að mestu
tekist að hrinda gagnáhlaupum Þjóðverja, svo aðstaðan
getur talist óbreytt.
Fregnritari vot, með herjum bandamanna segir, að
þetta hafi verið dagur hinnar hatrömu mótspyrnu: Mestu
orusturnar eru háðar um brú eina yfir ána Waal, nærri
Niemingen í Hollandi. — Jafnhörð er mótspyrna þýska
hersins gegn fyrsta hernum ameríska á Aachen-Trier-
svæðinu og sunnar geisa skriðdrekaorustur miklar í borg-
unum Luneville og Chateau Salins.
r
OrólegS í Kaup
mannahöfn
enn
í gær bárust fregnir frá
Danmörku, að enn hefði verið
hleyþt af nokkrum skotum í
Kaupmannahöfn. S. S.-menn
éru á verði á götunum, og þýsk
lögregla heldur vörð um Frí-
höfnina. Bannað hefir verið að
skip láti úr höfnum á Sjálandi.
Verkíallinu í Kaupmannahöfn
heldur áfram.
Þá er sagt að 1700 danskir
lögreglumenn hafi verið flutt-
ir til Þýskalands með skipi.
Verkfáll er enn í Helsingör,
en þar var lögreglan afvopnuð
.rjett.áður, en loftvarnamerkið
var gefið. Tóku Þjóðverjar lög
reglustöðina með áhlaupi, og
settu þar siðar upp fallbyssur.
'Var allt lögreglulið bæjarins
handtekið.
Frelsisráðið hefir tilkynt
Dönum, að enn sje of snemmt
að 'gera allsherjarbaráttu við
Þjóðverja. Talið er, að verk-
fallinu verði afljett í dag.
(Úr danska útvarpinu hjer).
I bardögunum við Amalien-
borg í gær hermir Reuters-
fregn, að fallið hafi af Dönum
4 menn.
Þjóðarsorg í
Finnlandi
STOKKHÓLMI: — Mikil sorg
ríkir nú í Finnlandi yfir hin-
um hörðu vopnahljesskilmál-
um Rússa og er mikill uggur
í mönnum. Er auðheyrt á þeim
finskum blöðum, sem bjuggust
við sæmilegúm friðarkostum,
að þau hafa orðið fyrir ægileg-
um vonbrigðum.
Annað ei; það og, sem hefir
vakið mjög mikinn óhug í
Finnlandi, en það er það, að
Rússar eru sagðir munu taka
í sínar eigin hendur eftirlit
með skeytasendingum, símtöl-
um og pósti frá Finnlandi um
nokkurn tíma; að því er sagt er,
en þetla er sama og að Finn-
land verði sambandslaust við
umheiminn um óákveðinn tíma
og enginn utan landsins viti
raunverulega hvað þar fer
fram.
Þykir mönnum í Svíþjóð
þetta mjö.g ills vita.
Það er fyrir norðan Dorpat
eða Tartu í Eistlandi, sem aðal
sókn Rússa er háð, og segjast
Rússar þegar hafa hreinsað til
á nokkru af vesturbakka Peip-
usvatns. Norðar kveður dag-
skipanin her Govorovs frá
Leningradsvæðinu hafa sótt
alllangt fram meðfram strönd-
um finska flóans eða á Narva-
vígstöðvunum. Voru báðar þess
ar sóknarlotur byrjaðar í einu.
I herstjórnartilkynningu
Rússa hinni venjulegu er sagt,
Framh. á 2. síðu.
Fólk fluft austur
yfir Rín
ÞJÓÐVERJAR hafa ákveði
ið að flytja alla íbúa hjeraða
þeirra vestan Rínar, sem
bandamenn eru komnir nærri,
austuryfir fljótið, þar á með-
al íbúana í Aachen. Er talið
að alls verði tvær milljónir
manna fluttar austuryfir fljót
ið.
Tekið er fram, að allt gam-
alt og lasburða fólk og einn-
ig börn, verði flutt í járn-
brautarlestum. Allir karlmenn,
á aldrinum 16—40 ára, verða
eftir í bi'áð, til þess að að-
stoða við virkjagerð. Fólkinu,
sein brott er flutt, verður leyft
að taka með sjer eins mikið
af eignum sínum, og með
nokkni móti er hægt.
„Þjóðverjar gela
enn unnið slríðið"
London í gærkveldi.
FRJETTARITARI þýsku
frjettastofunnar heimsótti í
dag aðalbækistöðvar ITitlers,
,og sagði er hann kom þaðan
aftur:
„ITugarástand manna í að-
albækistöðvum Ilitlers á þess-
um alvarlegu dögum er þann-
ig, að þar eru allir ákveðnir
að berjast til hins ýtrasta og
sannfærðir um það, að Þjóð-
verjar geti enn unnið stríðið,
jafnvel þótt ástandið sje ekki
betra en það er nú“.
— Reuter.
Bardagamir í Hollandi.
Bretum er það afar mik-
ilvægt atriði að geta náð á
sitt vald tveim brúm yfir
ána Waal, sem er mjög breið
við Niemingen í Hollandi,
þar sem þetta eru einu
brýrnar yfir á þessa, á mjög
löngum kafla. Hafa Þjóð-
verjar dregið að sjer varalið
þarna og hafa margar loft-
varnabyssur. Talið er að
þeim hafi þegar tekist að
eyðileggja aðra brúna yfir
fljótið, en um hina er nú
barist af ógurlegri heift.
Fallhlífalið fær aðstoð.
Þrátt fyrir það, þótt flug-
veður hafi ekki verið sem
best í dag, hafa flugvjelar
frá Bretlandi fært fallhlífa-
hersveitunum í Hollandi
bæði birgðir og liðsauka. —
Sums staðar eru fallhlífa-
sveitirnar enn einangraðar
og halda brúm yfir skurði
og öðrum þýðingarmiklum
mannvirkjum.
A Arnheimsvæðinu geisa
stórkostlegar orustur og
mun ástandið ekki hafa
breyst þar að ráði.
Amerisku herimir.
Fyrsti ameriski herinn á
Trier og Achensvæðunum á í
miklum orustum, en hefir htt
sem ekkert unnið á. Sunnat’
hefir nú þriðji herinn undin
stjórn Pattons lent í miklum
bardögum, þar sem Þjóðverj-
ar hafa fært þrautreyndar
skriðdrekasveitir til þessara.
vígstöðva. Er nú barist af
miklum ofsa í bæjunum Lune-
AÚlle og mistu bandamenn
þann bæ aftur í gær og náðu
honum svo aftur í dag. •—•
Framh. á 2. síðu