Morgunblaðið - 21.09.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.09.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 21. sept. 1944 En jeg skal fá Peggy, hugsaði hún, og þrákeldnissvipur kom á andlit hennar. Jeg skal. Og hún sendi þegar eftir hr. Beach, gistihússtjóranum til þess að útkljá málið við hann. Það var engum erfiðleikum bundið, að fá hann'til þess að gefa Peggy lausa, og tveím dög um síðar, þegar von var á Niku lási aftur frá Dragonwyck, hafði Peggy því verið ráðin sem þjónustustúlka Miröndu. Miranda hafði skemt sjer við, að klæða hana í nýjan einkenn isbúning. Hún hafði lagað til einn af kjólum sínum handa henni, og saumað litla svuntu við hann. Hún hafði og fengið hana til þess að greiða hár sitt öðruvísi, svo að Peggy var nú hin snotrasta á að líta. Þakk- læti hennar til Miröndu átti sjer engin takmörk, og var ekki sá hlutur til, er hún ekki vildi gera fyrir hana. Miranda undirbjó komu Niku lásar með kænsku, sem hún hafði ekki ætlað sig eiga til. Til kvöldverðar bað hún um alla uppáhaldsrjetti hans. Með að- stoð Peggy, þvoði hún hár sitt og burstaði, þar til það var eins og logagylltur hjúpur. Síðan bjó hún sig með mikilli vand- virkni og þegar hún hafði lok- ið því, staðnæmdist hún fyrir framan spegilinn og athugaði sig í krók og kririg. „Og svo þurfið þjer að setja á yður skartgripina“, sagði Peggy. Hún stóð við hlið Mir- öndu og starði á hana aðdáun- araugum. Miranda brosti og hristi höf uðið. ,,Það á ekki við, að nota demanta við þenrmn kjól. — Við skulum annars sjá —“. Hún hikaði og hleypti brunum. Eyrnahringirnir myr.du fara vel við kjólinn. — Já, hvers- vegna ekki? Hvers vegna skyldi hún ekki nota þá?“ Hún sendi Peggy eftir skart- gripaskríni sínu, sem geymt var í öryggisskáp gistihússins. Þegar Peggy kom aftur með skrínið, opnaði hún það. Á botn inum lágu eyrnahringirnir. Hún tók þá upp og starði á þá. Hún fölnaði. „Hvað er að, frú“, hvíslaði Peggy. Jeg öfundaði Jóhönnu af þeim, hugsaði Miranda. „Kon an, sem síðast bar þessa eyrna hringi, er dáin“, sagði hún síð- an í hálfum hljóðum. „Heilaga María!“ hrópaði PeggJÚ og signdi sig. „Þá skul- ið þjer ekki nota þá“. Miranda hreyfði sig ekki. Hún hjelt áfram að stara á eyrnahringina. „Allir skartgrip irnir í skríni þessu tilheyrðu henni. Það var aðeins vegna dauða hennar, að jeg eignaðist þá. „Auðvitað“, sagði Peggy. — Henni fannst húsmóðir sín vera helst til hátíðleg. „Flestar eignir hefðarfólksins ganga þannig að erfðum. — Þjer ætt- uð fremur að hugsa um nýja lífið, sem þjer berið nú undir brjósti, en hafa áhyggjur af fortíðinni“. Miranda brosti. „Já, þú hef- ir rjett fyrir þjer“. Hún setti eyrnahringina á sig. „Þjer eruð fögur eins og drottning!" hrópaði Peggy, með aðdáunarsvip. Miranda leit á klukkuna. ;,Nú skaltu fara. Hann fer að koma“. Peggy kinkaði kolli og hrað- aði sjer fram á litla herbergið sitt. Miranda sá þegar í stað, að Nikulás var í góðu skapi. Þegar hann heilsaði henni, hvíldu augu hans andartak á eyrna- hringunum. Hún hjelt, að hann ætlaði að segja sjer, að taka þá niður. En í stað þess brosti hann: „Þarna hafa eyrnahring irnir loks hlotið virðulegan sess“. Og hann beygði sig nið- ur og kyssti eyru hennar. Þegar þau höfðu lokið við kvöldverðinn — sem hann hrósaði mjög — gengu þau út að opnum glugganum. Veðrið var yndislegt, tunglskin og stjörnubjartur himinn. Miranda hallaði höfðinu að öxl Nikulás- ar. Hún var ekki lerrgur hrædd við að segja honum frá Peggy. Auðvitað verður hann ánægð- ur, þegar jeg er það, hugsaði hún. ,,Nikulás“, sagði hún glað- lega. „Jeg þarf að gera dálitla játningu. Á meðan þú varst heima á Dragonwyck —“. Niku lás sleppti henni, lokaði glugg- anum og dró gluggatjöldin fyrir. „Jæja, ástin mín. Á meðan jeg var heima á Dragonwyck?" sagði hann. Hann talaði og glaðlega, en augu hans voru köld og hörð. Miranda roðnaði. Hún gleymdi alveg því, sem hún hafði ætlað að segja, og stamaði fram einhverju í stað þess. „Áttu við —“, sagði Nikulás vantrúaður, þegar hún loks hafði lokið máli sínu, „að þú hafir ráðið þennan sóðalega, litla krypling sem þjónustu- stúlku þína?“ Miranda kreppti hnefana. „Hún er ekki sóðaleg og hún er enginn krýplingur. Hún hef- ir átt erfiða æfi, hún er —“. „Það eru einkennileg með- mæli, væna mín. Ef þú vildir ráða til þín allar þær drósir, er átt hafa erfiða ævi, yrðum við að byggja heila borg á Dragonwyck“. Nikulás settist niður, og krosslagði fæturna. „Þú snýrð út úr því, sem jeg segi!“ hrópaði hún í örvænt- ingu. „Reyndu að skilja mig. Jeg vil fá Peggy. Hún er dugleg og hlýðin. Þú sagðir sjálfur, að jeg ætti að fá mína eigin þjón- ustustúlku — „Jeg hefi þegar ráðið handa þjer stúlku. Útlærða, franska þjónustustúlku. Hún kemur til Dragonwyck, þegar við erum komin þangað“. „En jeg kæri mig ekkert um hana. Jeg vil fá Peggy .... “. Hún þagði, því að hún fann, að hún ætlaði að fara að gráta. En Nikulás hafði megnustu andúð á tárum. Hún reyndi að ná aft ur stjórn á sjálfri sjer. „Gerðu þetta fyrir mig, Niku lás — ef þú elskar mig. Þetta er svo lítið, sem jeg bið um“. Hún rjetti hendurnar biðjandi til hans. Nikulás fór að hlæja, en hjelt þó áfram að horfa kulda- lega á hana. „Já, þú ert yndisleg á að líta, ástin mín. En engu að síður segirðu þessari nýju stúlku þinni upp þegar í fyrramáli". Miranda dró þungt andann. Nú var síðasta úrræðið eftir. Hún hafði ekki ætlað sjer að nota það, nje hafði hún nokkra trú á því, að það bæri árangur. Hún kastaði til höfðinu. I rödd hennar kom ruddalegur hreimur, sem gagnstæður var eðli hennar. „Jeg hefi verið lasin undanfarna daga. Jeg hefi kastað upp. Jeg held, að jeg sje með barni“. Hún varð agndofa, þegar hún sá breytinguna, sem varð á honum. Hann stökk á fætur, þreif utan um olnboga hennar og hristi hana til. „Er það satt, Miranda? Ertu viss um það?“ hrópaði hann. Hún kinkaði kolli. „Ertu glað ur?“ spurði hún reiðilega. „Gat jeg þá loksins þóknast þjer?“ Hún sá ofsagleðina í augum hans. Hún þurfti ekki frekari svars við. „Get jeg þá fengið Peggy?“ hjelt hún þrákelknislega áfram Hann tók hönd hennar, og bar að vörum sjer. „Þú getur fengið hvað sem þú vilt, á himni eða í helvíti, ef þú elur mjer son, Miranda“. Mánuðina á eftir hugsaði Miranda oft um þetta ofsa- fengna svar. Hún hafði altaf vitað, að Nikulás langaði til þess að eignast erfingja. Það var aðeins eðlilegt. En nú, þeg ar hann loks átti von á honum, var framkoma hans alt annað en eðlileg, að því er henni fanst. Frá þeirri stundu, er hún fyrst sagði honum frá því, breytt- ist framkoma hans í henn- ar garð algjörlega. Hann hafði áður skemt sjer við að standa í vegi fyrir flestum óskum hennar og beygja vilja hennar undir vilja sinn, en nú hugsaði hann eigi um annað en gæta heilsu hennar og öryggis og dekra við hana á allan hátt. XVI. Kapítuli. Næstu vikurnar var Iíkam- leg vanlíðan Miröndu svo mik- il, að aðrar tilfinningar komust ekki að. Hún hafði kviðið því mjög, að fara aftur til Dragon- wyck, en þegar áaetlmiarbátur inn lagðist að bryggjunni og hún sá hallarturnana bera við austurhimininn, hvarf allur kvíði. Hún þráði það eitt, að komast þangað heim til þess að geta hvílt sig. Angun Jeg hvíll með gleraugum frá TÝLi. Galdrafuglinn Koko' Æfintýr eftir Anthony Armstrong. 15. lófunum. Svo mundi hann alt í einu eftir dálitlu: „Heyrðu mig annars, hvað er vesla?“ spurði hann. ,,Og það er nú minkur, hann var kallaður það einu sinni“, sagði galdrameistarinn. „Minkur, auðvitað, skelfingar bjáni gat jeg verið. Heyrðu mig, ráðherra minn góður/Borgaðu poka af gull- peningum hverjum þeim manni, sem faérir okkur mink fyrir miðdagsverðarstund“. En menn töfðust allmjög frá miðdegisverði þenna dag- inn, vegna þess að í hallargarðinum voru þá komnir sjötíu og tveir bændur, hver einasti þeirra með mink í poka. Varð allmikill uppsteytur, er hinn konunglegi fjárhirðir neitaði að greiða 72 poka af gullpeningum, og margir af bændunum sleptu minkum sínum í hallargarðinn í bræði sinni. Gerðu þeir það í mótmælaskyni við svikin loforð um gull. Voru villiminkar á sveimi um höllina næstu vikur og voru þeir altaf að skjótast fram á óvæntum stöðum og hræddu með því hirðmeyjar. Um þetta orti hirðskáldið kvæði og varð það mjög vinsælt í höllinni. Eftir að loks hafði verið matast, safnaðist lítill flokkur manna, er voru afar taugaóstyrkir, saman við hliðið, sem var fyrir hesthúsagörðunum. Voru þar saman komnir konungur, ráðgjafi hans, hirðstjórinn, strákur sem hjelt á mink, galdrameistarinn, sem bar eitthvað sem líktist stórum skildi, sveipað í drik. Einnig var þar annar strák- ur með poka og tveir dauðhræddir slökkviliðsmenn. „En við þurfum þó ekki að fara inn?“ sagði konung- urinn við ráðgjafa sinn. — „Ja, jeg- meina að jeg sje of verðmætur til þess að verða kanske að steini alt í einu. — En þó þú farir inn, þá get jeg auðvitað fengið mjer annan ráðherra. En sjálfum finst mjer ekki ...“. „Þið eruð öruggir, ef þið setjið þessi upp”, sagði galdra- meistarinn stuttur í spuna og tók úr pokanum, sem strákurinn var með, nokkrar rúður af lituðu gleri. Hann ljet hvern af hinum göfugu förunautum sínum fá eina slíka rúðu og svolítinn vönd af grösum. „Aldrei datt mjer þetta í hug“, sagði konungurinn, „að hægt væri að nota svona gler“. Svo bætti hann við og leit Þetta kemur fyrir alla ein- hverntíma á lífsleiðinni. Maður og kona voru ag flýta sjer eftir götunni. Maðurinn fór í austur en konan í vestur. Þegar þau mættust, ætluðu þau hvort um sig að víkja úr vegi fyrir hinu, og endaði það með því að þau rákust á. Þegar þau höfðu greitt úr flækjunni, lyfti maðurinn hattinum kurteislega og sagði: „Verið þjer sælar, gleður mig að hafa kynnst yður“. ★ Það bar eitt sinn við í Hollywood, að verið var að taka kvikmynd. Átti m. a. 1 mynd- inni maður að nálgast Unga stúlku og reyna að kyssa hana, en hún átti að varna honum þess. Leikstjórinn var ekki á- nægður með leik stúlkunnar og spurði hana, hvort hún virki lega hefði aldrei varnað manni að kyssa sig. „Nei,“ var svarið. Henry Clay og John Rand- olþh rifust eitt sinn ákaflega í þinginu og í langan tíma á eft- ir töluðust þeir ekki við, þótt þeir mættust á götu. Þeir Ijetu sem þeir kæmu ekki auga hvor á annan. En eitt sinn mættust þeir í þröngri hliðargötu, þar sem að- eins einn maður gat gengið á gangstígnum í einu, en mikil for var á sjálfri götunni. Þeir stönsuðu og stóðu þögulir hver andspænis öðrum nokkra stund. Loks rauf Randolph þögnina og sagði hálfhlæj- andi: „Jeg vík aldrei úr vegi fyrir erki-þrjótum“. „En það geri jeg altaf“, svar aði Clay, um leið og hann steig kurteislega út í forina og beið þar á meðan Randolph gekk fram hjá. ★ Eftirfarandi brandari um Hitler gekk í Þýskalandi á mestu velgengnisárum hans: Hitler óskaði eftir saman- bUrði á kommúnismanum í Rússlandi og sósíalismanum í Danmörku. Þessvegna hafði hann boðið til sín þeim Staun- ing og föður Stalin. „Ef einhver bóndi á kú hjá okkur“, byrjaði Stalín, „þá tek ur ríkið hana. Það er kom- múni§mi“. „Er það nú ekki fulllangt gengið, Stauning?“ sagði þá Hitler. „Jú“, svaraði Stauning, —• „heima hjá mjer fær bóndinn að eiga sína kú, en auðvitað er það jeg, sem mjólka hana“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.