Morgunblaðið - 23.09.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.09.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 23. sept. 1944 PnrpwMal»i!>( Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar.: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanla-nds f lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. s A Austurvelli þjóðlífsins Á AUSTURVELLI eru krossgötur, sem skerast í miðju um styttu Jóns Sigurðssonar. Þeir, sem stefna til Jóns Sigurðssonar, sameinast á miðjum vellinum. Þeir, sem snúa baki við Jóni Sigurðs- syni, dreifast til allra átta. í dag er þjóðin öll stödd á einskonar Austurvelli. Hvort mun henni nú verða á að snúa bakinu við Jóni Sigurðs- syni og sundra kröftunum, — eða lánast að stefna til Jóns Sigurðssonar og sameina kraftana „kringum styttu for- setans”. ★ Sundrungin blasir við á tveim sviðum þjóðlífsins, sem mestu varða, — í atvinnulífinu og á Alþingi. Undanfarið hefir staðið yfir harðvítugar deilur milli verkamanna og vinnuveitenda í ýmsum starfsgreinum. Víða hefir leitt til vinnustöðvana og hafa sumar staðið á þriðja mánuð. ★ Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti og frjálslyndasti stjórnmálaflokkurinn hjer á landi. Hann hefir alltaf við- urkennt jafnrjetti verkamanna og vinnuveitenda og viljað að þjóðfjelagið hlutaðist til um. að þeir leystu vandamál sín og deilumál á friðsamlegan hátt. Þessvegna hóf Sjálfstæðisflokkurinn baráttuna fyrir því, á sínum tíma, að sett yrði vinnulöggjöf hjer á landi,'þar sem sjón- armið þjóðfjelagsins væri sett ofar öllum stjettasjónar- miðum, — lýðræði og samningar í stað ofríkis og hnefa- rjettar. Slíka löggjöf kölluðu talsmenn annarra flokka í upphafi „þrælalög”, eða öðrum álíka nöfnum. — Hin ólygnu sannindi staðreyndanna og lærdómur reynslunn- ar sigruðust þó á slagorðunum. Svo fór að lokum að menn sameinuðust um að setja hjer lög um stjettafjelög og vinnudeilur. Hlutverk þroskaðrar og heilsteyptrar vinnulöggjafar á að vera að koma í veg fyrir að vinnudeilur valdi stöðv- un atvinnulífsins í landinu. Þessum tilgangi höfum við ekki enn náð. En vinnustöðvanir, þessi tæring í þjóðar- líkamanum, hvort sem hún stafar af verkföllum verka- manna eða verksviftingu vinnuveitenda, verður að hverfa! ★ _________________________ Það er einnig orðin alkunn staðreynd, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefir nú hvað eftir annað beitt sjer fyrir því, að binda enda á þá sundrungu, sem ríkt hefir á sviði stjórnmálanna eftir síðustu alþingiskosningar, — og eftir að látið var gott heita að landið væri þingræðisstjórnar- laust, — með því að vinna að því, að koma á samstarfi þingflokka um stjórn landsins. Þegar þetta er ritað, hefir þessi viðleitni ekki borið ár- angur, þótt lýðum sje ljóst, að sjónarmið þjóðfjelagsins í heild krefjast sameiningar allrar þeirrar orku, sem til er. ★ Það eru menn. sem segja, að svo hljóti að vera, sem raun ber vitni, vegna þess að þjóðskipulag okkar sje „sundurvirkt”, og bót meinsemdanna fáist ekki nema með nýju þjóðskipulagi, hinu „samvirka” þjóðfjelagi só- síalisrhans. Slíkt er orðagjálfur! Mennirnir hætta ekki að vera öðru vísi en þeir eru, þótt breytt sje um form þjóð- skipulagsins. Ekkert þjóðfjelag kemst hjá verkaskiftingu milli borgaranna og þar af leiðandi ágreinirigsefnum um starfsvið og afrakstur. Breytt skipulag færir deilurnar að eins í breytt form. Það, ^sem allsstaðar verður því aðal- atriðið, er, hvort stefnt er að því að sætta deilurnar og sameina kraftaria, eða hinu, að sundra og etja saman deiluaðilum. Islenska þjóðin sameinast ekki á Austur- velli þjóðlífsiris með því að snúa baki við sínum bestu mönnum, heldur aðeins með því að stefna á Jón Sig- urðsson, — fylgja þeim, sem vilja samstilla krafta hennar. Sjötugur: Kögni Sigurðsson bóndi Sjötugur er í dag Högni bóndi Sigurðsson, Sigurfinnsson ar hreppstjóra í Vatnsdal í Vestmannaeyjum. Högni er Vestmannaeyingum öllum að góðu kunnur. Hjer í bæ á hann og marga vini. Ungur gekk hann í Flensborgarskóla og lauk námi með góðum vitnis- burði. Síðan gerðist hann kenn ari í Vestm.eyjum og veitti mörgum ungum mönnum til- sögn, sem þurfti að sækja æðri skóla. Um 30 ára skeið var hann íshússtjóri við Isfjelag Vestmannaeyja. En er hann ljet af því starfi, sneri hann sjer að búskapnum og á hann ekki lít inn þátt í nýgræðslu Eyjanna. í starfi sínu við Isfjelagið naut hann mikilla vinsælda, sakir lipurðar og hjálpsemi við náungann. Högni er af hinni landskunnu Högna-ætt, gáfu- maður — eins og hann á kyn til — og býr yfir miklum fróð- leik. Rím liggur honum ljett á tungu. Hann er drengur góður, í þess orðs fylstu merkingu, skapfastur, gætinn og ráðholl- ur, höfðingi í lund og háttprýði allri. Þau verða því mörg hug- skeytin, sem honum berast á vegum ljósvakans í dag á sjötugs-afmælinu. Tvíkvæntur er Högni: Fyrri kona hans var Sigríður Brynj- ólfsdóttir, ættuð úr Reykjavík. Með henni átti hann sex börn, sem öll eru uppkomin og mann vænleg. Ein dóttir þeirra dó rúmlega tvítug. Sigríður sál. var einstök gæða kona, sem af sjer bar yndisþokka, fríð sýn- um, skemtin og ógleymanleg þeim, sem henni kynntust. — Síðan kvæntist hann Guðnýju Magnúsdóttur, ættaðri úr Land eyjum. Guðný hefir staðið í stöðu sinni með miklum ágæt- um; fórnfús, alúðleg og um- burðarlynd. Hinir góðu vættir hafa ráðið þvf að Guðný varð húsfreyja í Vatnsdal. Með Guð- nýju gat Högni einn son, sem er gagnfræðingur. Högni Sigurðsson hefir reynst góður og nýtur sonur fósturjarðarinnar. Lifðu lengi enn. Sig. Odtlgeirsson. Frá norska blaðafulltrúanum: FREGNIR berast um það, að fluttir hafi verið um 400 særð- ir þýskir hermenn í járnbraut- arlest einni um Noreg til Þýska lands. Sænska blaðið Dagens Nyheter flytur þessa fregn og telur hina særðu vera komna frá Norður-Finnlandi. Þjóðsöngurinn í út- varpinu. NÝLEGA BÁRUST fregnir um, að sænska útvarpið hefði á- kveðið að hætta að leika þjóð- sönginn í lok dagsk-rár, eins og siður hefir verið þar í landi, sem og í fleiri löndum. Þetta mun vafalaust mörgum hjer þykja gott fördæmi. — Það hefir mörgum leiðst að heyra þjóðsönginn hjer leikinn í dag- skrárlok, þó það sje þolanlegra, en á meðan hann var sunginn af kór. Nú má ekki skilja það svo, að mönnum leiðist að heyra þjóð sönginn leikinn, en það vill oft verða harla lítið hátíðlegt, að heyra dýrmætasta lag þjóðarinn ar leikið hvernig, sem á stendur, þar sem opið er fyrir útvarp í dagskrárlok á kvöldin. Á það er bent, af þeim, sem vilja halda þessum sið við, að erlendis tíðkast þetta alment og mun það rjett vera. En við þurf um ekki nauðsynlega að apa alt eftir, sem útlent er. Nær að fara eftir okkar eigin smekk, að minsta kosti í þessum efnum. Bretar hafa til dæmis þann sið, að leika þjóðsöng sinn á eft ir leiksýningum, kvikmyndasýn- ingum, í lok dansleikja og við fleiri tækifæri. Oftast „skrúfað fyr- ir“ þjóðsönginn. ÞAÐ MUN tíðkast víða hjer á landi — kanske víðar en menn grunar — að útvarpsnotendur skrúfa fyrir útvarpið þegar fyrstu tónar þjóðsöngsins berast á öldum ljósvakans inn á heim- ilin. Þetta eykur ekki á virðingu fyrir þjóðsöngnum. Þjóðsönginn á ekki að nota nema við allra hátíðlegustu tæki færi. Þjóðin á að hlusta á þjóð- söngin með lotningu. Það kemur sjaldan fyrir, að það sje gert í út- varpi. Endirinn getur orðið sá, að fólk fái leið á þjóðsöngnum, og er þá sannarlega illa farið. Vill ekki útvarpsráðið athuga þetta mál. Kynna sjer rök með og móti því, að þjóðsöngurinn sje leikinn í lok hverrar dagskrár og taka síðan ákvarðanir um það hvort rjett sje að halda því á- fram. Sumargistihús. BÆJARB'UAR kvörtuðu und- an því í sumar, að ekki væri til nógu mörg sumargistihús — gististaðir, þar sem menn gætu eytt sumarleyfi sínu í ró og næði. Þetta er rjett. Það var jafnvel verra í sumar en undanfarin sumur vegna þess, að hjeraðs- skólarnir, eins og t. d. Reykholt voru reknir sem barnaheimili, en áður en það ráð var tekið, fengu margir inni í skólunum og undu hag sínum vel. En það er einn staður, sem hef ir bætt mikið úr skorti á þessu sviði í sumar. Það er gistihúsið í Valhöll á Þingvöllum. Eini gall inn á því var sá, að miklu faerri komust að en vildu. Miklar og góðar endurbætur voru gerðar á Valhöll í vor. Hef ir þeim framkvæmdum öllum verið áður lýst og óþarfi að fjöl yrða um það. Mjer er kunnugt um, að þeir hinir ungu menn, sem tóku við stjórn og rekstri Valhallar í sumar, eru ekki nærri ánægðir með það, sem þar hefir verið gert og hugsa sjer fleiri og meiri endurbætur. Vel sje þeini. ÞAÐ, sem gert hefir verið í Valhöll, ætti að gera víðar á sumargististöðum næsta sumar. Þeir, sem reka sumargististaði, munu komast að raun um, að það borgar sig til lengdar að gera vel við .gesti sína. Valhöll mun verða lokað núna um mánaðamótin, en það er á- stæða til að þakka þeim, sem þar hafa stjórnað í sumar. Kanske að starf þeirra geti orðið vísir að framförum á þessu sviði og væri þá vel. • Lúðrasveit Reykjavík ur gagnrýnd. BÆJARBÚI hefir sent mjer brjef, þar sem hann gagnrýnir allmjög hinn gamla og góða kunn ingja Reykvíkinga, Lúðrasveit Reykjavíkur. Brjefritari hefir alt á hornum sjer og notar slíkt orð bragð, að mjer dettur ekki í hug að birta skammirnar. En það sem brjefritari finnur lúðrasveitinni aðallega til foráttu er að hún hafi ekki haldið nógu marga hljómleika fyrir bæjarbúa í sumar. Segir hann rjettilega, að bæjarbúum sje það hin mesta skemtun, að hlusta á Lúðrasveit- ina á góðviðriskvöldum. En það er eitt, sem brjefritari ræðir ekki og það eru erfiðleik ar þeir, sem Lúðrasveit Reykja- víkur á við að stríða. Lengi var hún á hrakhólum með stað til að leika á. Hún var rekinn frá Aust urvelli upp á Mentaskólatún og af Mentaskólatúninu austur á Arnarhól. En það var sama hvaða staður henni var valin, hvergi var skýli fyrir regni, eða vindi. Nei, það sem þarf að gera áð- ur en farið er að skamma þá á- hugamenn, sem standa að Lúðra sveit Reykjavíkur, er að fá þeim viðunanlegan aðbúnað og þá ekki síst hljómskála (pavillion) á góðum stað í bænum. — Rússland Framhald af 1. síðu skaganum, sem Rússar fá hjá Finnum. Sunnar nálgast Rússar landamæri Ungverjalands, eru um 35 km. frá þeim, þar senx þeir eru komnir næst. Eru þar bardagar miklir. Þjóðverj-t ar greina frá hraðari sókn Rússa við Sanok, en segjast1 sjálfir hafa unnið allverulega á við Mitau í Lettlandi. LoHsókn byrjuð gegn Fllipseyjum London í gærkveldi. BANDARÍKJAFLUGVJEL- AR frá flugvjelaskipum hafa gert mikla árás á borgina Min- danao á Filipseyjum. Var eyði- lagt mikið af stöðvum Japana og margar flugvjelar þeirra skotnar niður. Japanar hafa sett herlög um eyjarnaf og er talið, að þeir búist við innrás bandamanna á þær á hverri stundu, fyrst loftsóknin sje býrjuð. Er tal- ið, að þeir hafi mikinn viðbún- að til varnar, — hafi flutt að sjer aukinn flugliðskost og varalið. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.