Morgunblaðið - 23.09.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.09.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 23. sept. 1944 ruimiiniimmiu<nnmunflHimnii(iuaniuniiiiinin (Hjólsagar| | blöðin | eru komin. 1 LUDVIG STORR. 1 iúiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimimiiiiiiiiiuriiiiimiiiiiimmi IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIU 5 manna Crysler | model 1930 til sölu. Er á | góðum gúmmíum og í á- | gætu lagi. Uppl. í síma j§ 5014 kl. 11—12 f. h. — Á | sama stað er til sölu 8 cyl. § = Fordmótor. fl = nmnnnniimuiimiiiiiiiiiiHimmiiimiiimimiimmn TOiimiimmmimimmiiiniumiiimiiiiiiminnmmn = - | Stúlka | 5 óskast í vist strax eða 1. okt. Sjerherbergi. j Soffía Haraldsdóttir Tjarnargötu 36. 1 ® .iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiittiiiiiiiiiiinmiiiiiiiiiiiiiitiiiiiimiiB niiimiiiiiiiiiiimiiimiiMiiiiiim-iimmiimiiiiiiiiiKm §= £ | Seljum í dag og næstu = §| daga 3 teg. % | Sa ® SiP <fH | g Birgðir takmarkaðar. §| Leo Arnason & Co. Laugaveg 38. mnnnmimmimimmmmmimnmiiminmi Angun jeg hvíli með gleraugum frá TÝL^ BEST AÐ AICI VSA 1 MORGlJNBi.AOINU. Tii Sigurður Krist- jánssonar gefanda á níræðis- afmælinu Feimin stúlka fór til þín fyrst, með æskuljóðin sín, hrædd við strand — og hróðrarvín höfðingjanna ,,suður við Rín“. Smeikari enginn — eið jeg vinn til útgefanda, fölur á kinn gekk, en jeg á gólf þitt inn, gamli, trausti vinur minn. — Forleggjarinn fór sjer hægt, frumsmíð æsku dæmdi vægt. Mót sem hafði áður ægt öldur kvíða skjótt fjekk lægt. — Löngu eru kvæðin litlu seld. Lífið gaf mjer sól og eld, svo jeg ljóðalöngun held ljúfri, fram á æfikveld. Og þú lifir enn við frið ofar dagsins þyt og klið. Mímisbrunna bóka við býr þú rór — og hafsins nið. Flestir vinir farnir heim, — flest er breytt um lönd og geim. Samt er æfin unun þeim, er ungur vann hinn dýrsta seim Líkt og eik af háum hól horfir þú yfir foldarból. Ennþá vorar, enn skín sól, enn er í hvömmum Braga skjól. Lifðu í öld! — við fræði og fró fagurs máls er hugann dró: Islenskan þjer ungum hló, öldnum veitir styrk og ró. Sú, er nafn sitt faldi fyr af feimni — og skalf við þínar dyr, biður yndi og óskabyr um aldur verða hjá þjer kyr. Hulda. Sjúkrahúsá Aku reyri Framh. af bls. 5. hefir verið til fyrirhugaðrar spítalabyggingar. Jafnframt fer bæjarstjórnin fram á, að hið háa Alþingi sam þykki í fjárlögum fyrir árið 1945 500000 króna fjárveitingu til byggingar nýs sjúkrahúss á Akureyri“. Aðrar áskoranir. Á aukafundi sýslunefndar Eyjafjarðarsýslu, er haldinn var á Akureyri 9. þ. m., bar sýslumaður fram svohljóðandi ályktun, sem var samþykt með öllum atkv.: „Það eru allir sammála um, að sjúkrahúsið á Akureyri er með öllu ófullnægjandi, bæði gamalt og úr sjer gengið og áuk þess alt of lítið. Hitt er víst, að Akureyrarbær og aðliggj- andi sýslur eru á engan hátt færar um að byggja nýtísku sjúkrahús. Er því ein leið, sem fær er í þessu máli, að ríkis- sjóður byggi sjúkrahúsið og reki það. Verður ekki annað sjeð en áð það sje sjálfsögð skylda hins opinbera að taka forustuna í svo þýðingarmiklu heilbrigðismáli. Akureyrarbær er nú næststærsti bær á þessu landi, og virðist því eðlilegt, að ríkissjúkrahús sje bygt hjer. Mundi þetta hafa mjög víðtæk áhrif fyrir heilbrigðismál þjóð arinnar. Ef hjer yrði bygt ný- tísku sjúkrahús, mundu lækn- ar Norðurlands altaf við og við geta komið hjer og verið á sjúkrahúsinu og lært ýmislegt, svo að þeir yrðu færári að gegna störfum sínum. Það mundi þá myndast með bygg- ingu sjúkrahúss eins konar heilbrigðismiðstöð fyrir Norð- urland, og því meiri nauðsyn er á þessu, þar sem Landsspít- alinn er ekki nógu stór fyrir alt landið. Sýslunefndin skor- ar því á Alþingi að taka þetta mál að sjer nú þegar og láta byrja á byggingu sjúkrahúss- ins sem allra fyrst“. Þá hefir sýslunefnd Þingeyj- arsýslu samþykt á aðalfundi sínum eftirfarandi: „Sýslunefndin lítur svo á, að ríkið eigi að reisa og reka sjúkrahús á Akureyri fyrir alt Norðurland, eins og það rekur sjúkrahús í Reykjavík, enda eðlilegt, að samhjálp í heil- brigðismálum sje í aðalatrið- um þjóðfjelagsleg. Telur því nefndin, að mál þetta verði enn á ný að leggja fyrir heilbrigð- isstjórn ríkisins og Alþingi“. Aðalfundur Sambands norð- lenskra kvenna samþykti einn ig ályktun í máli þessu, er gekk í sömú átt. Ættu þessar áskoranir og á- lyktnair að nægja til þess að sýna, hve mikill áhugi og al- vöruþungi fylgir þessu máli úr bygðum Norðurlands. Enda er, sannast sagna, ekki hægt að una lengur við það ástand, sem er í þessu máli. Börn, nnglingar eða eldra fólk óskast frá næstu mánaðamótum til að bera Morgun- blaðið til kaupenda víðsvegar um bæinn. Manniausf skip á reki fyrir Norður- MANNLAUST skip er á reki fyrir NorSurlandi. Er þetta skipið Helga, RA 2, frá Hjalt- eyri. Skipið lá við festar við Urangsnes, en slitnaði upp af legunni fyrir nokkru síðan og rak það til hafs. Síðan hefir tvisvar sinnum spurst til þess á reki fyrir Norðurlandi og nú síðast, er það var út af Skaga. Skipið er vjelarlaust og hefir það legið við Drangsnes nokk- urn iíma. M.s. Helga er'bygt árið 1874; er það 72 smál. — Núverandi Jeigandi þess er Kristján Ein- arsson, framkvst., Reykjavík. Þeir, sem talfært hafa við oss að komast að þessu starfi í vetur, gefi sig fram á afgreiðslu blaðsins sem allra fyrst. Sprengingar í Nor- egi Frá norska blaða- f ulltrúanum: NÓTTINA fyrir 9. sept. s.l. vaknaði fólkið 1 Osló við gíf- urlega sprengingu, svo hús titr uðu við. Nokkru síðar sáust miklir logar og reykur, og brátt kom í ljós, að kviknað hafi í birgðaskemmu Þjóðverja, þar sem geymt var mikið af skot- færum og ýmsu öðru eldfimu, Ekki var hægt að verja bygg- inguna, sexn brann til grunna. Ekki er vitað um orsakir spreng ingarinnar. Þá varð mikil sprenging í Bergen þann 11. sept. s.l. og sprakk þar í loft upp þýsk flot kví, 17.000 smál. að stærð. — Talið er, að allmargir menn hafi farist. Þetta var stærsta flotkví í Vestur-Noregi og verður Þjóðverjum nú erfitt um skipaviðgerðir. — Spreng- ingin var svo mikil, að kvíin sökk undir eins. Líklegt er, að allir þeir, sem fórust, hafi ver- ið norskir. BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU Hljómleikar fyrir Háskóiann YFIRHERSHÖFÐINGI Banda ríkjahersins á Islandi hefir boð ið háskólanum að halda sjer- staka hljómleika fyrir stúdenta mánudaginn 25. sept. kl. 8.30 í Tripoli-leikhúsinu við Mela- veg. Á dagskránni verða Wern- er Gebauer, hinn frægi f.iðlu- snillingur, söngmaðurinn John Grant og lúðrasveit undir stjórn J. D. Corley, C.W.O.: The 278th Army Ground Forc- es Band. Öllum háskólakennurum og háskólastúdentum er heimill aðgangur, en sjerstakir að- göngumiðar verða ekki gefnir út. Olíulindir í Bretíandi. HJER hefir verið gert upp- skátt í dag, að rjett um það leyti, sem ófriðurinn byrjaði, fanst olíusvæði í Bretlandi og hefir það verið starfrækt síð- an. Fæst þaðan 100.000 smál. af ágætis olíu árlega og er sagt að Bretum hafi orðið mikill stuðningur að þessu !: X-9 Efiir Robert Sform X-9's BID FOR A 5IKIGl£- HANDED CAPTURB OF BLU£-JAVJlS GAN6 15 5HORT- LIVED... NOW, A FEW /VtlNUT E5 LATER... VEAM... B£5lD£G, /VIÉ GAT JAMMBD WWEN I FULLÉD OTRl&'oER! NlCB WORK, i;ngelo..but WMV DIDN'T V'PLUG UIM? AW, I FIGGERED IF T MIG5ED MlM/ J'D /MEB3E PUT / A BUTTON IN l BLUÉ-JAW... ) < THAT'S ^ USlNG TM£ old noodlE , angelo; •eatu.cs þ)'nd.cafe, Inc., World rights rcservgd. • UGM-H-H! NOW I IANOW MOW MACARTMR. FELT AT BATAAN ! HOW'D I KNOW TMAT DIVE" BUMMER WA5 ON Tf4E ROOF? 1—2) X-9 ætlaði sjer að handtaka Blákjamfna og óþjóðalýð hans upp á eigin spýtur, en honum varð ekki káþan úr því klæðinu. — X-9 (hugsar): — Úhú- Nú veit jeg, hvernig McArthur hefir liðið y á Bataan. Hvernig gat jeg vitað, að þessi ste-ypi- flugvjel sæti uppi á þakinu? Jeg hef aðeins tvö augu, — eða hef jeg þau? 3—4) Glæpon: — Þetta var laglega gert hjá þjer, Angelo, en hvers vegna stútaðirðu honum ekki? Apgelo: — Jeg hugsaði sem svo, að skotið gæti lent í Blákjamma, ef jeg hitti ekki. Blákjámmi: — Það var ekki svo vitlaust hjá þjer, Angelo. Angelo: — Já, og svo „klikkaði“ hólkurinn, þegar jeg tók í gikkinn,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.