Morgunblaðið - 23.09.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.09.1944, Blaðsíða 12
12 ; Forseia íslands ber- asi árnaðaróskir FORSETA ÍSLANDS hefir nýlega borist eftirfarandi ásamt persónulegum hamingjuóskum frá forseta kirkjufjelagsins: ,,Kirkjuþing hins evangeliska lúterska kirkjufjelags í Vestur- Iteimi samfagnar hinni íslensku þjóð út af þeim sjálfstæðishug og því áræði, sem hún hefir sýnl, og út af því takmarki, sem hún hefir náð mitt í ægi- legum heimsófriði, með því að endurreisa sitt forna lýðveldi, eftir að hafa búið við erlend stjórnarvöld um 678 ára skeið. Vjer biðjum algóðan Guð að vernda og blessa bræður vora á ættjörðinni og gefa það af náð sinni, að þelta djarfa spor megi verða þjóðirmi til sannrar blessunar um ókomn- ar aldir”. Ennfremur hafa honum bor- ist árnaðaróskir frá George Carpenter, yfirhershöfðingja Hjálpræðishersins. Rvík, 22. september 1944. Utanrikisráðuneytið. Akureyríngar kveðja Halldór Hall dórsson Særðum óvini hjúkrað Hjer sjest þýskur hjúkrunarmaður vera að hjúkra særðum breskum hermanni á Vesturvígstöðvunum. Hermenn eru nianna Frá frjettaritara vorum. Akureyhi 22. sept. IÐNSKÓLI Akureyrar og Iðnaðarmannafjelagið hjeldu Halidóri Halldórssyni bygginga fulltrúa og konu hans kveðju- samsæti að Hótel Gullfoss 21. |> m. í tilefni af brottflutningi þeirra úr bænum, en Halldór verður starfsmaður á vegum skipulagsstjóra ríkisins í Rvík. I samsætinu voru margar ræður fluttar og töluðu þar á ineðal Indriði Helgason, for- rnaður Iðnaðarmannafjelags Ak ureyrar, Jóhann Frímann skóla etjóri, Steinn Steinsen bæjar- stjóri og Guðmundur Guðlaugs son deildarstjóri. — Að lokum var þeim hjónum fært að gjöf málverk af Akureyri, eftir Jón Þorieifsson. Halldór Halldórsson hefir ver ið byggingafuiltrúi hjer í 16 ár og rækt starf sitt af hinni mestu prýði. Yerkfaili í Dan- cnörku hælt ALLSHERJARVERKFALL- INU í Danmörku var afljett í fyrradag, fimtudag, eins og frelsisráðið danska hafði skip- oð fyrir. Þjóðverjar eru nú í óða önn að mynda nýtt lögreglu lið í landinu og er það skipað þýskum lögreglumönnum og Gestapomönnum. Einnig er sagt, að nokkrir meðlimir Schalburgsveitanna sjeu í hinu nýja lögregluliði. Hafa allmarg ar lögreglustöðvar þegar verið opnaðar aftur. London í gærkveldi: — Amer- ískar sprengjuflugvjelar af meðalstærð fóru í dag með um tvær miljónir af fregnmiðum með síðustu stríðsfrjettunum Og Ijetu þá falla yfir Calais og Ðunquerque og aðra staði, þar sem Þjóðverjar verjast enn að baki bandamönnum. injúklyndastir við særða í'jelaga sína, jafnvel óvini- Færeyingar eiga 15 skip í smíðum át- Dalsgaard viðskiptafull- trúi kominn til landsins NÝLEGA er kominn til lands ins Hans Dalsgaard, viðskifta- fulltrúi Færeyinga hjer. Tíðindamaður blaðsins hitti Dalsgaard að máli í gær, þar sem hann býr að Hótel Borg. — Hvert verður aðalverk- efni yðar? — Að koma allri verslun Færeyinga hjer, bæði með fisk og annað, í sem best horf. — Hjer við land munu um 50 skip stunda veiðar, og svo enn nokk ur, sem eingöngu eru í fisk- flutningum. — Færeyingar hafa mist mik ið af skipum í stríðinu? — Við höfum mist 1/3 af kútterunum og tæpan helming togaraflotans. Allir voru þess- ir togarar hin prýðilegustu skip, bygðir kringum 1925. Færeyingar leggja nú á- herslu á að halda skipum sín- um sem best við, ennfremur hafa færeysk skip verið stækk uð í skipasmíðastöðvum þar. Höfum við því ekki bygt nein skip á styrjaldarárunum. Við eigum nú 10 skip í smíðum í Danmörku; eru þau af stærðinni 80 og 100 smálestir, fimm af hvorri stærð. — Þá eru í smíðum í Svíþjóð fimm skip, en þau eru nokkru minni. og loks er ný- byrjað á einu 50 smálesta skipi, í skipasmíðastöðinni í Thors- havn. — Eru líkur fyrir því, að Svíþjóðarskipin komist heim strax að lokinni smíði? — Um það þori jeg ekki að fullyrða að svo komnu. — Eru atvinnuhorfur í Fær- eyjum góðar? Færeyskir útgerðarmenn hafa nú látið byggja frystihús og er það allri útgerð okkar hinn rrtesti stuðningur. -t- Setulið Breta hefir veitt eyjabúum mikla vinnu, en þó ber nokkuð á atvinnuleysi í smábæjum. Þaðan hafa margir komið hingað í atvinnuleit. — Er heilsufar Færeyinga gott? — Siðustu árin hefir berkla- veiki aukist nokkuð, þrátt fyr- ir strangt eftirlit hins opin- bera. — Hvert er nú fnesta áhuga- mál ykkar? Endurbygging flotans. — Allir munum, við Færey- ingar leggjast á eitt um, að fiskveiðiflotinn verði eingöngu ný skip, búin öllum hinum full komftustu tækjum. — Þetta er þó aðeins draumur okkar, en þar eð við erum allir á einu máli,- hlýtur þessi draumur okk ar að rætast. Björgunarbátur fyrir Reykjavík STJÓRN Slysavarnafjelag's Islands, hefir nú ákveðið að flyt.ja björgunarbátinn „Þor- stein“ til Reykjavíkur og breyta honum í mótorbjörg- unarbát, méð tveimur kraft- mikhim hreyflum og tvennum. skrúfum. Vjelsmiðjan „Keilir“ mun taka að sjer þessa breyt- ingu á bátnum. Eins og menn muna, ])á voru það hjónin frú (tuðrún Iírynjólfsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson .skipstjóri í Þórs hamri, sem gáfu björgunarbát þennan á sínum tíma. Þau hafa nix og samþykt að hon- um verði breitt í mótorbjörg- unarbát. Björgunarþáturinn. „Þorsteinn“ er hinn mesti kostagripur o» mjög vandað- ur að öllum frágangi. Ilann á að . geta tæmt sig sjálfur þótt hann fylli af sjó, og reist sig við aftur þótt honum, hvofli eða stafnstingi. Báturinn hefir frá því fyrsta haft hækistöð í Sandgerði og verið geymdur þar í húsi, eu nú hefir það orðið að sam- komulagi, að þeir í Sandgei-ði fái ljettari bát heppilegri fyrir þeirra staðhætti, en ,Þorsteini‘ breytt úr teinæringi í kraft- mikinn mótorbjörgunarbát. — Við góð hafnarskilyrði hjer í Reykjavík á hann að geta komið að tilætluðum notum, bæði til hjörgunarí^finga og björgunarstarfsemi, altaf til taks að leggja að strönduð- um skipum, sem ekki er hægt að ná til með línubyssum úr landi. Fiðlusnillingurinn Gebauer í Andrews-húsinu ANNAÐ KVÖLD verða haldn ir hljómleikar í Andrews- húsinu við Suðurlandsbraut. Fiðlusnillingurinn Werner Ge- bauer, sem nýlega var skýrt frá í dálkum „Víkverja“, mun leika. Ennfi’emur syngur kunn ur amerískur söngvari, John Grant að nafni, og píanóleikar- inn corporal Alfred Cerunda leikur á píanó. Auk þess leikur hljómsveit setuliðsins undir stjórn John D. Corley. Hljóm- sveitin mun m. a. leika Italian Caprice eftir Tschaikowsky. G^bauer mun leika verk eft- ir Bach og Schubert og finale úr fiðlukonsert Mendelsohns, Haukar og F. H. keppa í kvöld í KVÖLD kl. 6 hefst haust- mót 1. flokks í knattspyrnu í Hafnarfirði milli Hauka og F. H. Er búist við spennandi leik og verður kept í tvöfaldri um- ferð, eífis’og í hinum aldurs- flokkunum. — S. 1. fimtudag keptu fjelögin í 3. flokki, fyrri leik af tveim, og fóru leikar svo, að F. H. vann með 2:0. Laugardagnr 23. sept. 1944 Búnaðarþingið lýkur slörfum í dag BÚNAÐARÞINGIÐ hafðil ekki lokið störfum í gær, eins og jafnvel.var ráðgert. Nefnd- ir störfuðu mestan hluta dags í gær og hefjast fundir að nýju árdegis í dag. Ráðgert var í gærkvöldi> að Búnaðarþingið myndi l.júka, störfum um hádegisbilið í dag, Slysavarnafjelag íslands sækir um leyfi fil kvikmynda- húsrekslurs SLYSAVARNAFJELAG ÍS- LANDS hefir farið þess á leit við bæjarstjórn Reykjavíkur, að fjelaginu verði veitt leyfi til reksturs kvikmyridahúss í Reykjavík. Ráðgerir fjelagið að sýna þar mjófilmu fræðslu- kvikmyndir, sem fjelagið læt- ur sjálft taka viðvíkjandi slysa vörnum á sjó og landi, jafn- framt öðrum venjulegum fræðslu- og skemtikvikmynd- um, sem fjelagið mun kapp- kosta að fá til að sýna. Forráðamenn slysavarna- starfseminnar hafa mikinn á- huga fyrir framgangi þessa máls, og að undanförnu hefir verið unnið að undirbúningi þess. Til að byrja méð hefir fjelagsstjórnin aðallega auga- stað á kvikmyndahúsinu „Pol- ar Bear“, sem breski sjóherinn hefir látið reisa á svokallaðri Iðunnarlóð við Skúlagötu, en það er í alla staði hið snotrasta kvikmyndahús og vel í sveit komið. Fjelagið hefir þegar gert ráð stafanir og fengið góðar und- irtektir viðkomandi aðila um kaup á þessu umgetna kvik- myndahúsi, bæði hinna er- lendu eigenda og sölunefnd setuliðseigna, sem mun fá hús- ið til ráðstöfunar, þar sem Slysavamafjelag íslands var fyrsti umsækjandinn. Bresku sjóhernaðaryfirvöldin hjer hafa tjáð sig hlynt því, að Slysavarnafjelag íslands fái sýningai-tækin keypt, svo fram arlega sem þau verði seld, því með þvi móti myndu sjófar- endur halda áfram að njóta góðs af tækjunum. Þá hefir umráðamaður lóðarinnar, sem húsið stendtir á, Þórður Ólafs- son útgerðarmaður, tjáð sig hlyntan því, að húsið fengi að standa þar. Tilgangur fjelagsins með umsókn þessari er tvennskon- ar. Bæði að auka fræðslustarf- sem sína með því að kapp- kosta að sýna valdar og fræð- andi myndir, til eflingar og skilnings á þeim málefnum, sem fjelagið berst fyrir, og svo til að afla fjelaginu tekna til hinnar margþættu slysavarna- starfsemi. En fjelagið hefir aldrei haft neinn fastan tekju- lið til að byggja starfsemi sína á. — Þá hefir fjelagið mikla þörf á samkomuhúsi fyrir hinar fjöl mennu deildir sínar til fund- arhalda og annarar fjelagsstarf semi, svo sem námskeiða, en þetta hvorutveggja er hægt að •sameina með kvikmyndahús- rekstrinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.