Morgunblaðið - 26.09.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.09.1944, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 26. sept. 1944. MORGUNBLAÐIÐ Nasistar búa sig undir þriðju heimsstyrjöldina TILRÆÐIÐ við Hitler er ennþá óráðin gáta. Þó er eitt víst: Heinrich Himmler, ráðherra með fullu umboði, er síðan orðinn voldugasti maðurinn í þriðja ríkinu og raunverulegur einræðis- herra Þýskalands. Það, að fá þannig einum manni í hendur alræðisvald, mun hjálpa nasistum til þess, að lengja styrjöldina. En hrein gerningin í herforingjíffáð- inu, og ákvörðun nasista að halda baráttunni áfram, ffiun fremur eiga rót sína að rekja til óttans um örlög flokksins, en þess, að þeir hafi nokkra von á því að vinna viðunandi frið. Þeir eru að draga tíminn á lang-' inn, til að fá ráðrúm til þess að ljúka áætlunum sínum um viðhald og endurvakn- ingu nasismans, að stríðinu loknu. Þeir, sem gaumgæfilega hafa fylgst með þróuninni í Þýskalandi upp á síðkastið og fregnum frá hlutlausum1 löndum og leynifjelögum, j eru ekki í neinum vafa um það, að nasistaforingjarnir byggja nú vonir sínar á fimtu herdeild, sem aldrei hefir átt sinn líka. Hinir skynbærari meðal nasista, og hershöfðingjarn- ir, hljóta að hafa vitað um nokkurt skeið, að stríðið er tapað. Það er því ekki nema eðlileg afleiðing, að þeir reyni að finna einhverja leið, út úr ógöngunum. Én er nokkur slík leið til? — Á flokkurinn sje undankomu auðið og eru nokkrar líkur til þess að takast megi að halda honum við líði? Auð- vitað munu bandamenn nytja flokksvjelina, þegar þeir hernema Þýskaland. Innan þriggja mánaða frá hernámi Þýskalands verð- ur ekki eftir tangur nje tet- ur af Gestapo, úrvalsher- sveitum, útbreiðslumála- ráðuneytinu eða nokkurri annari nasistastofnun. Stór ir hópar nasista verða ann- að hvort fangelsaðir eða dæmdir til dauða auk þeirra sem verða drepnir af and- stæðingum nasista í hinni almennu upplausn, sem skapast fyrst í stað. En nasistum er það einn- ig fullljóst, að menn, sem ákveðið hafa að berjast, finna ætíð einhverja úr- lausn, þótt þeir eigi við of- urefli og andstreymi að etja. Það er einmitt þetta. sem þeir hafa kynst í lönd- unum, er þeir hafa hertek- ið. Öll þessi lönd voru hern- aðarlega sigruð. En þrátl fyrir ótrúlega erfiðleika óx og dafnaði andstaða undir- okuðu þjóðanna. Baráttar hjelt áfram — úr leynum Hversvegna ættu þeir þ? ekki að reyna, það sem öðr um þjóðum hefir tekist me? svo ágætum árangri? Hver' vegna ættu nasistamir ekk1 að hefja leynihemað, þega1 röðin kemur að þeim at lúta lægra haldi? Ekki í fyrsta skiftið. ÞETTA yrði ekki í fyrsta skiftið, sem sigraðir Þjóð- Eftir Curt Riess Þessi grein, sem birtist nýlega í vikuriti The New York Times, er rituð af frægum blaðamanni í Bandaríkjumun. Hann heldur því hjer rjettilega fram, að það sje margt, sem bendi til þess, að nasistar ætli sjer ekki að hætta baráttunni, þótt herir þeirra verði sigr- aðir, lieldur muni þeir hverfa og kjósa þann kostinn að heyja leynihemað í stórum stíl. verjar færu í felur og hæfu undirbúning nýrrar stvrj- aldar. Þeir gerðu það eftir síðasta stríð. Versalasamn- ingurinn gerði ráð fvr- ir því, að í þýska hern- um mætti ekki vera nema 100.000 menn. Stjórn- málavitringar bandamanna hjeldu að þetta ákvæði kæmi í veg fyrir aðra styrj- öld, og það er margt, sem bendir til þess, að svo hefði orðið, ef þýsku herforingj- arnir hefðu haldið samning- ana. En það gerðu þeir aldrei. Það var látið líta þannig út á pappírnum, að í hern- um væri ekki nema 100.000 —200.000 manna lið. En sá, sem skipulagði þenna nýja her, skapaði um leið ólög- legan her ungra og æstra þjóðernissinna. Sá her ógn- aði þýska ríkisvaldinu á ár- unum 1920—1930 og gerði sig sekan um pólitísk morð, Gyðingaofsóknir, og að fela vopn, sem Þjóðverjar áttu að láta af hendi samkvæmt friðarsamningunum. Þetta voru í rauninni fyrirrennar- ar nasistanna. Þessi leyni- her, sem stóð að baki þeim opinberlega, nefndist Schwarze Reichswehr — Svarti ríkisherinn. — For- ingjar hans voru von Bock og von Rundstedt, sem mik- ið hafa komið við sögu í þessari stvrjöld. Nazistaflokkurinn er vel að sjer 1 leynistarfseminni. I fjórtán ára valdabaráttu sinni, kom það eigi ósjaldan fvrir, að hann væri bann- aður í ýmsum hlutum Þýska lands. Þegar dr. Göbbels tók við flokksstjórninni í Berlín 1927, varð hann að beita leyniaðferðum við starf sitt. Erfitt verk. ÞAÐ er ekki ætíð auðvelt að hlaupa í felur, einkum þegar um er að ræða annað j eins bákn og nasistarnir 1 hafa bygt. Það er ekki hægt að láta miljónir manna hverfa á skömmum tíma. En nasistarnir munu færa þungar fórnir til þess að bjarga því, sem þeir telja að bjargað verði. Þeir verða að fórna svo miklu, að hver svo sem tekur við stjórn í Þýskalandi, meðan hernám ið varir, sje sannfærður um það, að ekki sje urmull eftir af nasistaflokknum. Þeir munu sjálfsagt taka þann kostinn að fórna Hitl- er — foringinn verður að deyja hetjudauða, svo að minningin um hann geti geymst í goðsögninni. Aðrir háttsettir nasistaforingjar munu eiga kost á því, að bjarga lífi sínu. Það er ekki ósennilegt, að flugvjelar sjeu hafðar til taks, er fljúgi þeim til Spánar eða Svíþjóðar, eða kafbátar eigi að flytja einhverja þeirra til Argentínu eða Japan. •— En færi svo, að þeir kæm- ’ ust undan, gætu þeir samt ekki orðið nasistaleynistarf seminni að liði, þeir eru of vel þektir til þess. Leiðtog- ar levnistarfseminnar, munu að öllum líkindum, verða menn, sem eru óþekt- ir utan Þýskalands, menn, sem aldrei hafa verið birtar myndir af, virðast engu máli skifta. Ulfar í sauðargærum. LEYNIHREYFINGIN verður eðlilega klædd í búning meinleysis og hluí- leysis. Því er hægt að koma fyrir á margan hátt. Það er t. d. hægt að senda mann í fangabúðirnar og falsa þannig skjöl hans og skilríki að svo líti út, að hann hafi verið svarinn óvinur nas- ista. — Skýrslurnar gætu meira að segja sýnt, að hann hafi verið handtekinn fvrir árás á háttsettan nasista. — Slíkur maður mvndi auð- vitað verða látinn laus, jafn skjótt sem bandamannaher irnir hernema Þýskaland. Bandamenn mvndu sýna honum samúð, og ef til vill veita honum stöðu. sem gæti auðveldað starf hans i þágu leynisamtakanna. En slikum brögðum er að eins hægt að beita að litlu leyti. Það skiftir meiru máli fyrir nasista að koma mönn um sínum í stöður, sem þeim verður ekki mikið úr, þótt landið verði hernumið. — Bandamannaherirnir geta leyst upo útbreiðslumála- ráðuneytið, stormsveitirnar og allar aðrar nasistastofn- anir. En þeir geta ekki lagt niður slökkviliðin, vatns- veiturnar, sjúkrahúsin, raf- magnsstöðvarnar og margt annað. Nasisti, sem er meðlimur levnisamtakanna og vinnur Fyrir skömmu var (jeorg Bretakonungur á ferð um Ítalíu. Hcilsaði hann þá upp á Clark hershöfðingja, svo sem Iijer má sjá. í slökkviliði eða á sjúkra- húsi þarf ekki að óttast, að hann verði sviftur atvinnu skyndilega og missi þannig sambandið við samverka- menn sína. Sömu sögu má segja hvað snertir járn- brautarstarfsmenn og póst- menn. Og það eru margar aðrar stofnanir, sem banda- menn verða að notast við, meðan verið er að koma friði á í landinu — stoínan- ir sem sjá um lausn fanga og afhendingu vopna og skotfæra. Inn í allar þessar stof nanir munu nasistar vafalaust læða sínum mönnum. Þeir munu iífið láta á sjer bæra fyrst í stað. ÞAÐ eru litlar líkur til þess, að leynihreyfing nas- ista láti mikið á sjer bera fyrstu árin eftir uppgjöf Þýskalands. Við munum sjálfsagt sjaldan heyra get- ið um skemdarverk. Það myndi aðeins verða til þess, að bandamenn reyndu að hafa hendur í hári skæru- liðanna. Nasistarnir munu tví- mælalaust reyna að hafa samvinnis við bandamenn um að koma á friði og kyrð í landinu. Með því móti tæk ist þeim ef til vill að end- urvekja þá hugmvnd, að þýska þjóðin sje í rauninni góð og friðelskandi þjóð. — Þetta gæti glæpt banda- menn, árvekni þeirra hjaðn aði, og að lokum gætí farið svo, að þeir hyrfu með her sinn úr Þýskalandi. Levni- starfsemin mun bíða eftir þessu færi, og ef hún verð- ur þá í fullu fjöri, geta Þjóð verjar þegar i stað hafið und irbúning nýrrar heimsstyrj aldar. Eftir því, sem næst verð- ur komist, var undirbúning ur leynistarfseminnar haf- inn fyrir rúmu ári síðan, eða jafnskjótt og nasistum varð Ijóst, að ekki var loku skotið fyrir það, að þeir gætu tapað stríðinu. Mað- urinn, sem stjórnar þessum undirbúningi, er sagður vera Heinrich Himmler. — Það yrði erfitt að koma auga á heppilégri mann til þeirra verka, því að jafnvel óvinir hans verða að viður- kenna hann sem óvenju snjallan og dugandi skipu- leggjara. Gestapostofnunin, sem hann hefir helgað krafta sína um margra ára skeið og er að miklu leyti verk hans sjálfs, er hrein- asta fyrirmynd leynistarf- seminnar. Yfirburðir, sem mega sín mikils. LEYNISTARFSEMI nas- ista mun að ýmsu leyti hafa yfirburði fram yfir § allar aðrar leynihreyfingar, sem kunnugt er um. Meðlimir hennar þurfa ekki að leita að fylgsnum sínum á sama hátt og ættjarðarvinirnir í löndunum, sem Þjóðverjar hernámu. Og ekki þurfa þeir að hafa áhyggjur af Framhald á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.