Morgunblaðið - 28.09.1944, Síða 12

Morgunblaðið - 28.09.1944, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 28. sept. 1944. ^ BUT, IF WE ARg RlGMT A50UT TME /MEÍ$A6E WE THINK X.-9 PRINTED ON TH05E PHONY C0UPON5, THI5 PARTICULAR j . 5P0T 15 INTPI6UINÖ... j WE'LL CHECK EACH OF THE PLACE5 YOU PH0T06PAPHED FROA4 THE AIR/ CHUCK... World rights rcscrved. ,pt 19-14. Kmg I caturcs Sjnclic.Ttcrinc ^ IT'5 THIRTY-FIVE ROAD MILE5 FfZOM KOXY'5 CABIN... X-9'5 A1E55AÖE 5AV5 THIRTV-THREE BUT |T'5 DOUgTFUL IF HE WA5 A5LE TO HIT IT ON v- k_____ THE N05E ___________/ ..'PHONE THE COUNTY CLERK UP THERE AND FIND OUT WHO OWN5 THE FA&M IN QUE5TION ! __ , ... A WILL RiSl doi 1—2) Yfirlögregluþjónninn: — Jæja, merktu við alla staðina, sem þú tókst myndir af úr lofti, Chuck. Ef við höfum á rjettu að standa um skilaboðin, sem við höldum, að X-9 hafi prenlað á fölsuðu seðlana, þá kemur þessi staður til greina. 3—4) Yfirlögregluþjónninn: — Hann er þrjátíu og fimm mílur frá krá Roxy. í skilaboðunum segir X-9 þrjátíu og þrjár mílur, en það er vafi á því, hvort hann hefur getað ákveðið vegalengdina -ná- kvæmlega. Hringdu til sýsluskrifarans og komstu að því, hver á þetta býli, sem um er að ræða. Chuck: — Jeg skal gera það. — Gróðurhús Framh. af bls. 2. gólffleti gróðurhúsanna orðið mikið meiri, heldur en meðan notuð er þar venjulega gróð- urmold. Halldór telur nauðsynlegt að hjer verði komið á tilraunum um ýmislegt er að gróðurhúsa- rækt lýtur. Hann telur eðlilegt að slík tilraunastarfsemi verði rekin við Atvinnudeild Háskól ans. En gróðurhúsaeigendur og garðyrkjumenn gætu styrkt slíka starfsemi með fjárfram- lögum. Halldór fekk mjög hagstæð tilboð um atvinnu vestra. En hann vill heldur vinna hjer heima. Hann hefir trú á, að gróðurhúsaræktun verði þjóð- inni til mikilla hagsbóta. Og hann elur þá von í brjósti, að hann geti unnið að því, að svo megi verða. Það væri óskandi að þær vonir hans rætist. Vestur- vígstöðvarnar Framh. af 1. síðu. Sækja fram frá Nijemegen. Hersveítir Dempseys hers- höfðingja sækja fram frá Nije- megen meðfram austurbakka Maas á 8-16 km svæði og hafa sótt fram alla leið til Gennep. Breskar og belgískar hersveitir hafa náð á sitt vald þorpinu Maarhexe, 19 km suðvestur af Eindhoven. Þjóðverjar virðast xiú hafa gefist upp við aðverja t: r Skóginn fyilr vestan Oeden- í-ode, 14 km norður af Eind- Loven, en þar vörðust Þjóð- vérjar af miklu kapþi fyrir tveimur dögum. Þjóðverjar hörfa inn í Calaisborg. Kanadamenn sækja hart að Þjóðverjum við Calais. Bofors-fallbyssurnar. Frá norska blaða- _ fulltrúanum. ÚT AF fregn, sem birtist í blaðinu í gær um sprenging- una í Kongsberg vopnasmiðju, óska jeg að mega taka fram, að vopnaverksmiðjan hafði fyrir styrjöldina leyfi til að framleiða þessar fallbyssur. Gunnþórunn Halldórsdóttir (Ása) og Dóra Haraldsdóttir (Sólveig). w Leikhúsið: Brjef: Pjetur Gautur fyrsta leikritLð, sem sýnt er á þessu starfsári Sannlcikurinn er Leikárið 1943—44 markar tímamót í sögu íslenskrar leik- listar. Viðfangsefnin eru fjöl- breyttari og stórbrotnari en nokkru sinni fyr. Efnismeðferð- in er öruggari og djarfari og leiksviðsútbúnaður glæsilegri og gerður af meiri hugkvæmni en vjer höfum átt að venjast til þessa. Hjer við bætist að meira hefir verið vandað til allrar hljómlistar í sambandi við leiksýningar en áður, og hefir það aukið mjög á listræn- an heildarblæ sýninganna. í stuttu máli: Framfarirnar eru miklar og ótvíræðar á öllum sviðum. Er þetta vissulega gleði leg staðreynd og spáir góðu um framtíð íslenskrar leikmenn- ingar í hinum nýju húsakynn- um, — Þjóðleikhúsinu lang- þráða, — sem senn mun verða fullgert. En tvent er það sem hið liðna leikár hefir sýnt oss og sannað: Að íslenskir leikarar búa yfir ágætum hæfileikum, en að skortur á öruggri óg sterkri leikstjórn hefir staðið þeim fyrir þrifum. Sjest þetta hvað best á því að leiksýningar þær, sem frú Gerd Grieg hefir ann- ast, bera um leik og heildarsvip af öllu, sem hjer hefir sjest og sumir leikararnir hafa jafnvel tekið þeim stakkaskiftum til bóta undir handleiðslu henn- ar, að þeir hafi verið því nær óþekkjanlegir, samanborið við það, sem áður var. Þannig mun óhætt að fullyrða, að glæsi- legust afrek á hinu liðna leik- ári hafi verið þessi: Leikur Vals Gíslasonar (Paul Lange) 1 leik- ritinu Paul Lange og Tora Parsberg og frk. Gunnþórunn- ar Halldórsdóttur (Ása) og Lár usar Pálssonar (Pjetur) í Pjetri Gaut. En frú Grieg setti bæði þessi leikrit á svið og hafði leikstjórn á hendi. •— í þessu sambandi vil jeg þó ekki láta hjá líða að minna á leik Indriða Waage í hlutverki dr. Görtlers 1 leikritinu „Jeg hefi komið hjer áður“, svo afburða- góður sem hann var. Niður- staðan hlýtur því að vera þessi: Einbeittur og mentaður leik- stjóri er knýjandi nauðsyn ef leikment vor á ekki að standa í stað. Eins og kunnugt er, var Pjet- ur Gautur (fyrstu 3 þættirnir) sýndur hjer síðastliðinn vetur á vegum Leikfjelags Reykja- víkur og Tónlistarfjelagsins, við mikla aðsókn og aðdáun leikhúsgesta. Nú hafa fjelög þessi hafið á ný sýningar á þessu stórbrotna listaverki og fór fyrsta sýningin fram á sunnudagskvöldið var. Leik- endur eru flestir hinir sömu og áður, en þó hefir orðið sú breyt ing á að ungfrú Dóra Haralds- dóttir fer nú með hlutverk Sól- veigar, er áður var í höndum ungfrú Eddu Bjarnadóttur og frú Regina Þórðardóttir leikur Grænklæddu konuna, sem frú Alda Möller ljek áður. Ungfrú D. H. fer vel með hlutverk sitt, en vantar hinn barnslega ynd- isþokka er ungfr. Edda átti í svo ríkum mæli og fór Sólveigu svo frábærlega vel. Leikur frú Reginu er óskeikul stæling á leik frú Öldu Möller, aðeins að sumu leyti betri, einkum radd- brigði og framburður. Sýning þessi var að því leyti miklum mun betri en fyrri sýn ingar á leiknum, að nú hefir myrkrið, er áður grúfði yfir sviðinu er Beygurinn og Pjetur Gautur eigast við (síðast í II. þætti), verið rofin, þannig, að nokkur birta er látin falla á Regína Þórðardóttir (Græn- klædda konan) og Lárus Páls- son (Pjetur Gautur). Pjetur. Er áhorfendum með því gert kleift að fylgjast með því er gerist á sviðinu og er það til mikilla bóta, enda þykir jafnan fara best á því er um sjónleik er að ræða. Hefði þessi „leið- rjetting“ vissulega mátt koma fyr — öllum að skaðlausu. Leiksýningin fór fram með ágætum. Sviðbreytingarnar tóku óvenju stuttan tíma , og hraðinh í leiknum var góður, enda virtist alt vera á sínum stað á sviðinu er til þurfti að taka, — jafnvel snæristaum- arnir biðu bundnir við stólbak- ið í síðasta þætti. Mikil fyrir- hyggja, en hæpin þó. Frú Reg- inu og ungfrú Dóru bárust fagrir blómvendir og að leiks- lokum voru leikendur ákaft hyltir af áhorfendum. Sigurður Grímsson. sagna bestur 1 SVARGREIN 2. sept. s.l. til próf. Níelsar Dungal, seg- ir sr. Sigurbjörn Einarsson: „Við þessa málsmeðferð l)æt,- ir svo prófessorinn þeirri stað leysu, að ráðgert hafi verið að reisa Hallgrímskirkju fyr- ir opinbert fje. Það hefir al- drei verið ráðgert. Frjáls sam skot eru ekki nefnd „opinbert fje“. Kristnir íslendingar ætia sjer að reisa Ilallgrímskirkju fyrir frjálst gjafafje fyrst og fremst. Um annað hefir aldrei verið rætt. (Letbr. hjer). •—- Ilvað segja nú staðreyndirn- ar og sannleikurinn um þessi orð prestsins? Sammála eru þau um það, að segja,, að ITall grímssöfnuður eða forráða- menn hans, þar á meðal að lík indum sr. Sigurbjörn Einars- &on sjálfur, hafi sótt um, fyr- ir aðeins rúmu ári síðan, 300 þúsund krónur úr bæjarsjóði, „gegn jafnháu framlagi ur ríkissjóði“, til Ilallgríms- kirkjubyggingar. Og þetta átti vitanlega að vera byrjun á fjárframlögum af opinberu fje til kirkjunnar, en ekki í eitt skifti fyrir öll. Og eftir þessar staðreyndir segir prest- urinn, að það sje „staðleysa, að ráðgert hafi verið að reisa Hallgrímskirkju fyrir opin- bert fje. Það hafi aldrei verið ráðgert". Ef reisa á Ilallgrímskirkju eftir teikningu Guðjóns Sam- úelssonar „fyrir frjálst gjafa- fje“ þá verða áreiðanlega allir þeir er nú lifa á landi hjer, komnir undir græna torfu og vel það, áður en lítill partur kirkjunnar kemst upp, hvað þá öll. Samkvæmt ský.rslu sem birtist í „Vísi“. 14. júlí 1944, var hið frjálsa gjafafje er 12 manna nefnd hafði verið að safna í 20 mán- uði, aðeins 103 þús. krónur, og auk þessa eitthvað (líkl. A’arla mikið), sem Kvenfje- lag safnaðarins hefir safnað.. Af framangreindu er augljóst,. hverjum er ætlað að leggja. fje í þetta kirkjubákn, hvað sem sjera' Sigurbjörn segir þar um. Bæjarbúi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.