Morgunblaðið - 28.09.1944, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.09.1944, Blaðsíða 14
11 MORGUNBLADID Fimtudagnr 28. sept. 1944 Jeff tók tösku sína og brosti 'til f*eggy. „Jeg er feginn að vita af þjer hjá henni. Ef þú átt einhverntíma leið um Hud- son, líttu þá inn á lækninga- stofu mína. Það getur vel ver- ið, að jeg geti gert eitthvað við fótinn á þjer“. ★ Peggy þurfti ekki að undir- búa Miröndu. Hún vissi það, þegar hún hjelt barninu í fyrsta sinn í örmum sjer, að það myndi ekki lifa lengi. Hún hafði sofið samfleytt í tólf stundir, en þá kom hjúkrunar- kpnan með barnið inn til henn- ar. „Jeg get ekki fengið það til þess að sjúga, náðuga frú“, sagði hún, hrygg á svip, og lagði það við hlið hennar. Mir- anda reis upp við dogg og horfði lengi á litla andlitið. Síð an lagðist hún aftur útaf. Hún lokaði augunum. „Þjer megið fara“, sagði hún við hjúkrun- arkonuna. Þegar Peggy læddist inn litlu síðar, lágu þau þannig. Mir- anda hafði lokuð augun og tár- in runnu hægt niður kinnar hennar, niður á hár barnsins, sem hvíldi höfuðið við kinn móður sinnar. „Ó, þjer megið ekki gráta“, hrópaði Peggy og kraup niður við hliðina á rúminu. „Honum líður áreiðanlega betur á himn um. Þar varðveitir heilög móð- irin hann fyrir yður, þar til þjer komið sjálfar og sækið hanr.“. Miranda hreyfði sig og opn- aði augun. „Það verður að skíra hann. Náðu í Dominie Huys- mann“, hvíslaði hún. Það var þá fyrst, sem hún komst að því, að Nikuiás neit- aði að viðurkenna að nokkuð væri að syni sínum. Það var ekki fyr en eftir mikið þjark, að hann samþykti að láta Dominie skíra barnið. Síðar, eftir einn eða tvo mán- uði, yrði það gert tilhlýðilega í kirkju, sagði hann. Miranda þagði. Henni varð örlítið ljett- ara um hjartaræturnar, þegar barnið hafði verið skírt „Adri- aen Pieter Van Ryn“.. Það lifði í sex sólarhringa, og þrátt fyrý- öll mótmæli Nikulásar hafði Miranda son sinn hjá sjer allan þann tíma, og leyfði engum að snerta hann, nema Peggy. Hann var of máttfarinn til þess að geta nærst nóg, og föstudagsnótt eina hafði hann ekki lengur mátt til þess að anda, Á meðan þessir sex sorgar- dagar mjökuðust áfram. hugs- aði Miranda mikið um Guð. Hún sendi Peggy eftir biblíunni, sem faðir hennar hafði gefið henni. Biblían hafði legið mán- uðum saman ósnert- niðri á kistubotni, en nú hafði Miranda hana hjá sjer, og las stöðugt í henni. Orð, sem hún ’nugði áð- ur innantóm, veittu henni nú huggun og styrk. Hún þrýsti barni sínu að sjer og las upphátt sextugasta og fýrsta sálminn: gef gaum bæn minni. Frá endimörkum jarðar hrópa jeg til þín, því að hjarta mitt örmagnast við klett þann, sem er mjer of hár“. Og smám saman sætti hún sig við örlög sín. Þegar Nikulás kom inn í herbergi hennar, föstudagsnótt ina, og sá andlit hennar, rak hann upp óhugnanlegt hljóð. Miranda hristi höfuðið. „Guð hefir tekið hann til sín, vinur minn“. Hann þreif ábreiðuna ofan af líkinu og starði á litla lík- amann. Andlit hans afskræmd- ist. Hann sneri sjer að Peggy, sem stóð snöktandi við endann á rúminu. „Það ert þú, sem hefir gert þetta — kryplingur- inn þinn“, hrópaði hann og nálg aðist hana ógnandi. „Þú hefir mist hann í gólfið, þú hef- ir — „Guð á himnum —“, hvísl- aði Peggy og hnipraði sig ótta- slegin saman. „Nikulás!“ hrópaði Miranda og reyndi að rísa upp í rúminu. Andartak hikaði hann. Svo var eins og allan mátt drægi úr honum. Hann varð gráhvít- ur í andliti og reikaði til dyr- anna. í þrjá daga sást hann ekki. Hann lokaði sig inni í turnher- berginu. Miranda, sem enn var of máttfarin til þess að geta farið á fætur, sendi hvað eftir annað upp til hans og bað hann að koma niður, en hann svaraði því einu, að hún gæti gert þær ráðstafanir, sem hún vildi, en niður kæmi hann ekki. Það voru því aðeins þjón- arnir og Peggy, sem hafði með valdi komið í veg fyrir, að hús- móðir sín færi á fætur, er fylgdu litla líkinu til grafar. Morguninn eftir jarðarför- ina kom Nikulás niður. Hann kom inn í herbergi Miröndu og heilsaði henni með kossi. „Góð- an daginn, ástin mín. Þú lítur mjög vel út. Hvítt klæðir þig altaf vel“. Hún starði á hann, agndofa á svip. Hún leit fyrst á hvíta nátttreyju sína, og síðan aft- ur á andlit hans. Það var fölt og tekið og föt hans voru í ó- reiðu og af þeim var einkenni- legur, sætur ilmur. ,,Nikulás“, hrópaði hún. „Jeg hefi verið svo hrædd um þig“. „Það var heimskulegt, væna mín“, svaraði hann og brosti. En bak við bros hans skynjaði j hún aðvörun. Hann gekk út að | glugganum og dró gluggatjöld- j in frá. „ísinn hlýtur að vera orðinn 1 traustur. Við getum farið að halda skautasamkvæmi“. „Samkvæmi —“, endurtók , hún. „Ó, jeg skil þig ekki —“. Hún sneri sjer undan. Hún ( hafði verið viss um það, að i þegar sárasta sorg hans væri j liðin hjá, myndu þau hugga hvort annað og komast nær hvort öðru en. nokkru sinni áð- ur, í sameiginlegri sorg sinni. . En nú, þegar Nikulás hjelt áfram aö , tala .glgpigga . pm samkvæmi og skemtanir, sá hún sjer til mikillar skelfing- ar, hvernig það myndi verða. Þann tíma, sem þau áttu eft- ir að vera saman, mintist Niku- lás aldrei á barnið, og virtist ekki heyra það, þegar einhverj um öðrum varð á að gera það. Það var eins og það hefði aldrei verið til. XVm. KAPÍTULI. Fjölskyldurnar upp við fljót ið blíðkuðust ofurlítið, þegar þær frjettu um sorgaratburð þann er skeð hafði á Dragon- wyck. Og morgun einn í mars- mánuði klæddi ekkjufrú María Livingstone sig í sinn besta skrúða og ók heim að Dragon- wyck í eigin persónu. Eftir heimsóknina sagði hún öllum, að frú Van Ryn væri mjög elskuleg og væri nú orð- in hin mesta hefðarkona. „Ekki lái jeg Nikulási það, þótt hann giftist henni“, sagði hún við frú Robert Living- ston, frá Linlithgow, sem kom- ið hafði í síðdegiskaffi til henn ar. „Jeg hygg, að hann hafi verið mjög heppinn. Hann hef- ir ætíð verið 'erfiður viðureign- ar. Jeg held jeg muni, hve veslingurinn hún móðir hans átti í miklu stríði við hann. Hann var fullur þvermóðsku, og vildi oft ekki tala við nokk- urn mann tímunum saman. En hún var sú eina, sem eitthvað rjeði við hann. Hann skeytti aldrei um neitt, sem faðir hans sagði“. Hún þagði andartak, en hjelt síðan hugsandi áfram: „Hún var fögur kona, Katrín móðir hans. Jeg held, að jeg hafi aldrei sjeð eins hárprúða konu. Hár hennar var mikið og ljóst — náði henni niður undir knjesbætur, þegar hún stóð. Unga konan hans Nikulásar er hreint ekki ósvipuð henni í sjón“. „Jæja?“ sagði frú Robert kurteislega. „Skyldi Jóhanna nokkru sinni hafa verið hamingjusöm með Nikulási?" hjelt ekkjufrú- in áfram. „Já, auðvitað“, hrópaði frú Robert. „Hún var alveg vitlaus í honum og hann var altaf góð- ur við hana“. Gamla konan kinkaði kolli. „Jeg veit það. En Jóhanna sagði mjer einu sinni, löngu áður en hún varð svona feit —“, hún mintist þess, að aldrei má lasta látinn mann, og hætti því við að segja ,,heimsk“ og „leið- inleg“. „Hún sagði mjer, að hann fyrirgæfi sjer aldrei, að hún skyldi ekki hafa alið hon- um son. Hún gat auðvitað reynt aftur, en —“. Frú María Livingstone hallaði sjer áfram og hvíslaði einhverju að frú Robert. Hún var nú komin á þann aldur, þegar menn gerast hreinskilnari í tali, og var stundum ósæmilega berorð. Frú Robert roðnaði. „Já, já“, flýtti hún sjer að Segja. „Það hafa auðvitað orð- ið vonbrigði, en þetta kemur nú fyrir marga konuna“. Undrablómið egyptska Æfintýr eftir H. De Vere Stackpoole. 4. „Ertu alveg viss um það?” „Já, alveg viss”. Og svo klóraði karlinn sjer í höfðinu og leit á túlípan- ana og sagði í málrómi, sem líkastur var því, er vindur- inn þýtur gegnum skráargat: „Þú ræktar túlípana?” Túlípanaræktunarmaðurinn svaraði ekki alveg strax, því hann var heldur betur hissa á þessari gestkomu, en svo sagði hann að síðustu: „Ójá”! Gamli maðurinn leit yfir túlípanabeðin og njeri á sjer hökuna og hló svo heldur háðslega, eins og hann væri að hæðast að túlípönunum: „Ha, ha, he, he, hu!” Svo sneri hann sjer aftur að herra von Dunk. „Þjer ættuð að sjá túlípanann, sem jeg á. Á hverju einasta blaði í krónunni á honum, en þau eru sex, er mynd af andliti”. Van Ðunk færði sig fjær gamla manninum. Hann var smeykur um það, að hann væri eitthvað geggjaður. „Jeg komst ekki að því fyrr en í gær, að þvílíkt blóm væri til”, sagði van Houten, „og það af einsærri tilviljun. Var jeg þá að lesa eldfornt pappírshandrit, sem jeg keypti fyrir 20 árum fyrir eitt gyllini í fornbókaverslun Armini- usar við Kudenhoorn í Haarlem. Jeg las þetta handrit í fyrsta skifti í gær, og þetta var það, sem jeg komst að. í fyrsta lagi: Hafið þjer nokkru sinni heyrt nefndan hinn fræga egyptska konung, er bar nafnið Ramses annar”. „Nei”, sagði herra von Dunk. „Jæja, hann var nú konungur í Egyptalandi fyrir nokkrum þúsundum ára síðan og hann hafði garðyrkju- stjóra, sem átti eitt stórt áhugamál og það var túlípana- ræktun. Ekki var hann ánægður með það, að rækta marg lita og afarskrautlega túlípana, heldur hjelt hann lengra og tókst að rækta dásamlega túlípana með litlum mynd- OSCAR WILDE var eitt sinn kyntur fyrir Richard Harding Davis. „Svo þjer eruð frá Phila- delphia, þar sem Washington er grafinn“, sagði hann. „Hvaða vitleysa, hann er grafinn í Mount Vernon“, leið- rjetti Davis. Wilde skifti nú um umræðu- efni með lægni og fór að tala um franska list. „Það væri ánægjulegt að heyra, hvað Davis hefir að segja um hana. Ameríkanar tala altaf svo skemtilega um list“, sagði hann. „Jeg tala aldrei um hluti, sem jeg hefi ekkert vit á“, svaraði Davis. „Ja, það mun gera samræð- ur okkar hræðilega takmark- aðar“, sagði Wilde. ★ Stjórnmálaleiðtogi hafði eitt sinn orð á því, að hann skildi alls ekki, hvers vegna menn kölluðu hann illgjarnan mann, hann hefði aðeins einu sinni I látið iítjórnast af illgirni. „Og hvenær mun það taka enda?“ spurði Talleyrand sak- leysislega. ★ OLIVER HERFORD sat eitt sinn í klúbbnum sínum og var að borða hádegisverð, þegar hann tók eftir því, að maður, sem honum leiddist alveg hræðilega, kom jyn í fealinp. Hann reyndi að gera eins lít- ið úr sjer og hann gat og fór að lesa blað sitt af miklum á- kafa. Sarnt sem áður tók hinn eftir honura, gekk til hans og sló á hrygginn á honum um leið og hann hrópaði: „Halló, Ollie, gamli vinur, sæll og blessaður“. Herford leit kuldalega á. manninn og svaraði: „Jeg veit ekki hvað þjer heit ið, jeg kannast ekki við að hafa sjeð yður fyrr, en hátterni yð- ar kemur mjer kunnuglega fyr ir“. ★ SHERIDAN var eitt sinn boð ið í stórveislu til kunningja síns. í veislunni var einnig kona, sem sóttist eftir nærveru Sheridans, en fór aftur á móti mjög í taugarnar á honum. Þar sem veður var vont um daginn og ekki viðlit að fara út, gekk honum erfiðlega að forðast hana. Um kvöldið rofaði svolítið til og gekk þá Sheridan út í garð- inn til þess að geta verið einn nokkra stund. Hann hafði þó ekki dvalið þar lengi áður en kvinnan ónáðaði hann. „Svo það hefir ljett til, hr. Sheridan“, byrjaði hún. „Það hefir aðeins ljett mjög lítið til, ungfrú“, sagði Sheri- dan stuttur í spuna, „nóg fyr- ir einn, en tæplega nóg fyrir tvo“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.