Morgunblaðið - 28.09.1944, Síða 15
Fimtudagur 28. sept. 1944.
MORGUNBLAÐIÐ
15
Fimm mínútna
krossgáía
I.áijett: 1 ílát — 6 á plöntu -
8 burt — 10 landstólpi — 11 á-
vextir — 12 tveir eins — 13 tveir
eins — 14 deig — 16 eldiviður-
inn.
Lóðrjett: 2 rigning — 3 eitur-
efnið — 4 slagur — 5 stykki —
7 gleðióp — 9 dýr (þf.) — 10
hafði á hryggnum — 14 tónn —
15 frumefni.
Ráðning síðustu krossgátu:
Lárjett: 1 hosur — 6 fár — 8
ab — 10 mý — 11 táragas — 12
ul — 13 ri — 14 hug — 16 hærra.
Lóðrjett: 2 of — 3 sálaður —
4 ur — 5 matur — 7 hýsir — 9
bál — 10 mar — 14 hæ — 15 gr.
^ |^| Q+0 |^| |
Fjelagslíf
HLUTAVELTA K. R.
Fundur verður í
völd kl. 8,30 í f,je-
lagsheimili V. R. í Vonarstr.
Hlutaveltunefndin öll er
beðin að mæta og konur og
karlar, sem ætla að aðstoða
við hlutaveltuna.
Aríðandi að fjölmenna.
Námskeiðsmóti K. R.
Ivkur í kvöld kl. G. Ivept verð
ur í 110 m. grindahlaupi, spjót
kasti. kúluvarpi og stangar-
stökki hjá (A-júníorum).
Stjórn K.R.
I.O.G.T.
ST.
Fundur í
Erindi.
FREYJA
kvöld kl. 8,30,
Æðstit.
ST. FRÓN NR. 227
Fjelagar, munlð fundinn l
kvöld. Þá finnum við okkur
sjólf. Inntaka nýliða og ræðu
höld. — Það er kl. 8,30.
JAÐAR!
Sjálfboðaliðar óskast sem
flestir nú um helgina. Síðasta
steypulota í ár! Jaðarbíllinn
fer frá GT-húsinu á laugar-
t]ag kl. 2 og 8 e. h. og sunnu-
dagsmorgun kl. 9. Búið ykkur
vel! Ilafið nesti! Kaffi á
staðnum !
Minningarorð um
Krisfján Sigurjónsson
ÞANN 15. þ. m. ljest að
heimili sínu, Brautarhóli,
Svarfaðardal, Eyjafjarðarsýslu
atorku- og dugnaðarbóndinn
Kristján Sigurjónsson, 74 ára
að aldri.
Að Brautarhóli bjó Kristján
tæp 40 ár með eftirlifandi
konu sinni, Kristínu Kristjáns-
dóttur, hinni ágætustu konu;
er hún af hinni mannmörgu
Krossaætt.
Heimili þeirra hjóna var orð
lagt fyrir ráðdeild, enda voru
þau hjónin mjög samhent. Stóð
allt sem stafur á bók, er Krist-
ján tók sjer fyrir hendur, hvort
sem það var til orða eða verka.
Kristján var maður fremur
hljedrægur, en afar vinmarg-
ur og þótti með afbrigðum góð
ur heim að sækja. — Bókamað
ur var hann mikill, enda les-
inn vel .og stálminnugur. Las
hann jafnan húslestur á heim-
ili sínu. Þótti hann sjerstaklega
áheyrilegur, enda var til þess
tekið, hversu hann hafði þíða
rödd og góðan framburð.
Póstur sveitarinnar var hann
í fjölda mörg ár. Þá hafði hann
á hendi pappírs- og ritfanga-
verslun fyrir skóla sveitarinn-
ar. Þessum störfum var hann
mjög trúr, sem öðru, er hann
vann að.
Þeim hjónum varð 6 barna
auðið og eru þau öll uppkom-
in. Skal þá fyrst nefna Gísla,
en hann er kennari við Land-
búnaðarháskólann í Höfn, Fil-
ippía (Hugrún) skáldkona.
Sigurjón, sem nú er bóndi að
Brautarhóli, Svanfríður, sem
einnig er heima, Sigurður cand.
theol., kennari við Laugaskóla
og Lilja, sem stundar nám við
Mentaskólann á Akureyri.
Kristján var jarðsunginn þ.
20. sept. s.l. Húskveðju flutti
sr. Stefán Snævarr, en í kirkju
sr. Stefán Kristinsson, fyrv.
prófastur að Völlum.
Útförin fór fram að við-
stöddu miklu fjölmenni og var
öll hin hátíðlegasta.
Tapað
PENIN GABUDD A
fanst í gær innst á Laugavegi
Vitjist í Kirkjustræti 2 kl
7—8. Edv. Mortensen.
UPPLÝSINGASTÖÐ
ura bindindísmál^ opin í dag
Templar^öll-
kl
6—8 e. h
inni, Fríkirkjuveg
11.
Kensla
TUN GUMÁL AKENSL A
Iláskólaborgari vill í vetur
taka að sjer að kenna ensku,
en einnig þýsku og dönsku,
bæði byrjendum og þeim, sem
undirstöðu hafa í málunum.
Talæfingar. Stílæfingai’. Uppl.
í síma 1803 fyrir hádegi og
eftir kl. 7 á kvöldin.
Vinna
SAUMAKONA
Stúlka óskast til að sauma
í húsi nokkra daga. Upplýs
ingar í síma 2088.
HREIN GERNIN G AR
húsamálning, viðgerðir o. fl
1. fl. vinna. 1. fl. efni.
Óskar &Óli. — Sími 4129.
oj£)aal
'ólz
270. dagur ársins.
24. vika sumars.
ÁrdegisflæSi kl. 2.55.
Síðdegisflæði kl. 15.27.
Ljósatími ökutækja frá kl.
19.35 til kl. 7.00.
Næturlæknir er í læknavarð-
stofunni, sími 5030.
Næturvörður er í Lyfjabúðinni
Iðunni.
Næturakstur annast Bs. Hreyf
ill, sími 1633.
□ Edda 59449297 = 7.
í. O. O. F. 5 = 126928814 =
Börn, unglingar eða eldra fólk,
óskast frá næstu mánaðarmótum
til að bera Morgunblaðið til kaup
enda víðsvegar um bæinn. Talið
strax við afgreiðsluna. Sími 1600
Alþingismenn voru í síðdegis-
boði hjá forseta íslands að Bessa
stöðum í gær.
75 ára er í dag Þóra Magnús-
dóttir, Þórsgötu 15.
Sextugur verður i dag Zophon
ías Stefánsson, Holtsgötu 23.
Silfurbrúðkaup eiga í dag frú
Kristín Ólafsdóttir og Magnús
Guðmundsson, útgm., Traðar-
bakka, Akranesi.
Hjónaefni. Nýlega hafa opin-
berað trúlofun sína ungfrú Ást-
ríður Ólafsdóttir, Gíslasonar stór
kaupmanns, Sólvallagötu 8, og
Þorsteinn Jónsson, sjómaður,
Þórsgötu 21.
Hjónaefni. Nýlega hafa opin-
berað trúlofun sína ungfrú Guð-
rún Gísladóttir, Hjaltastaða-
hvammi, Skagafirði og Jón
Björnsson, Laugaveg 27, Rvík.
í dag kl. 5.30 keppa starfsmenn
Eimskipafjelags íslands h.f. við
starf smenn Tollst j óraskrif stof
unnar.
Sigfús Elíasson flytur fyrir
lestur og les upp í Iðnó í kvöld
kl. 9. Efni: Hafa oss íslendingum
borist aðvaranir frá meisturum
þekkingar? — Auk þess les Sig-
fús upp frumsamin kvæði. I.
Frumsólarkveðja (til kirkju ís-
lands, ort aðfaranótt 17. júní
1944). II. Sjómannasálmur (flutt
ur í tilefni af að 44 ár eru liðin
frá manntapahviðunni miklu við
Arnarfjörð haustið 1900).
ÚTVARPIÐ í DAG:
8.30 Morgunfrjettir.
12.10 Hádegisútvarp.
15.30 Miðdegisútvarp.
19.25 Þingfrjettir.
19.45 Frjettir.
20.05 Útvarp frá Alþingi: Fram-
hald 1. umræðu um frumvarp
um breyting á lögum nr. 42
14. apríl 1943, um dýrtíðarráð
stafanir. Dagskrárl. um 23.50
X
X
Tilkynning
HJÁLPRÆBISHERINN
Samkoma í kvöld kl. 8,30
Birgir Ingebrigtsen talar.
Allir velkomnir.
TÖKUM LAX, KJÖT FISK
og aðrar vörur til reykingar.
Reykhúsið Grettisgötu 50. —
Sími 4467.
ÞEIR SEM EIGA
hjá okkur kjöt og Lax í reyk-
ingu frá í sumar, eru beðnir
að vitja þess strax, annars
selt fyrir reykingakostnaði.
Reykhúsið Grettisgötu 50.
Gæfa fylgir
trúlofunar-
hringunum
frá
Sigurþór
Hafnarstr. 4.
%
Hjartanlega þakka jeg frændum og vinum fyrir
gjafir og skeyti á áttræðisafmæli mínu 25. sept. *
Þuríður Jónsdóttir frá Loftsstöðum.
Forstöbukonu
vantar nú þegar í Góðtemplarahúsið í Reykja-
vík. Allar nánari upplýsingar í skrifstofu
hússins kl. 2—6 í dag. Ekki svarað í síma,
Bifreiðastjóri
óskast nú þegar.
Bifreiðastöð Steindórs
®<$k®k®>3k®><®><3><S>3kí><í><S><®><®k®>3><Sk®k®><í^k®k®x®k®><®><®*$><®*$*^^
STÚLKU
vantar að Vífilsstaðahæli. Uppl. hjá yfir-
hjúkrunarkonunni og skrifstofu ríkisspít-
alanna.
Trjesmíðaverkstæði
með nýtísku vjelum og nokkrum efnisbirgð-
um, er til sölu nú þegar. Semja ber við
Ólaf Þorgrímsson hrl.,
Austurstræti 14. — Sími 5332.
Kaup-Sala
NOTUÐ HÚSGÖGN
keypt ávalt hæsta verði. —
Sótt heim. — Staðgreiðsla. —
Sími 5691. — Fornverslunin
Grettisgötu 45.
Daglega nýlöguð
HROSSABJÚGU
Reykhúsið, Grettisgötu 50. —
jSími 4467.
Jarðarför systur okkar,
INGVELDAR EINARSDÓTTUR
fer fram frá Fríkirkjimni föstudag 29. þ. m. og hefst
með bæn á Elliheimilinu Grund kl. 3. Jarðað verður í
Fossvogskirk j ugar ði.
Fyrir hönd aðstandenda
Magnús Einarssson. Maren Einarsdóttir.____
Hjartanlega þökkum við öllum, er sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
ÞORVALDAR BENJAMÍNSSONAR
stórkaupmanns.
Fyrir hönd fjarstadds sonar, tengdadóttur,
sonardóttur og annara vandamanna.
María Benjamínsson.
Guðrún og Þorsteinn, Þórshamri.
Hjartanlega þökkum við öllum þeim, er sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eigin-
manns og föður okkar,
KRISTJÁNS SIGURJÓNSSONAR
Brautarhóli í Svarfaðardal.
Guð blessi ykkur öll.
Kristín Kristjánsdóttir og börn.