Morgunblaðið - 01.10.1944, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Sunuudagur 1. okt. 1944.
Kvennaskólinn
ftVENNASKÓLINN í Reykja
vík, elsti kvennaskóli á land-
inu, að því er talið er, verður
70 ára í dag, 1. október. í þessu
tilefni kvaddi skólanefnd og
forstöðukona Kvennaskólans
blaðamenn á sinn fund, og
rakti þar forstöðukonan, Ragn-
heiður Jónsdóttir, sögu skólans.
Undirbúningúr.
Páll Melsted segir frá því í
riti um Kvennaskólann, að Jón
Sigurðsson alþingismaður frá
Gautlöndum, hafi hitt þau
hjónin frú Thoru Melsted og
sig að máli sumarið 1861 og
hafi þau rætt við hann um
stofnun kvennaskóla í Reykja-
vík. Frú Thora Melsted hafði
áður haft lítinn skóla fyrir
stúlkur.
Árið 1871 hjeldu þau Mel-
stedshjónin fund með ýmsum
atkvæðakonum bæjarins. Kos-
in var nefnd H1 þess að undir-
búa stofnun skóla, og áttu í
henni sæti þessar konur:
Thora Melsted, Olufa Finsen,
Ingileif Melsted, Hólmfriður
Þorvaldsdóttir og tveir karl-
menn: Páll Melsted og H. Th.
A. Thomsen kaupmaður.
Fjársöfnun til skólans var
hafin sama ár. Safnað var bæði
á Islandi og í Danmörku. Söfn-
uðust 7—8 þúsund krónur, og
voru það miklir peningar í þá
daga. Af Islendingum lögðu
þessir ríflegastan skerf til fjár
söfnunsrinnar: Helgi Helga-
son hreppstjóri, Vogi á Mýr-
um, Björn Bjarnason bóndi,
Breiðabólsstöðum á Álftanesi
og Ólafur Einarsson Johnsen,
prófastur að Stað á Reykja-
nesi.
Skólinn tekur til starfa.
1. október 1874 set-ti frú
Thora Melsted skólann í
fyrsta sinni. Húsnæði skólans
var ein stofa í litlu, fornlegu
húsi við norðvesturhorn Aust-
urvallar, er þau hjón áttu og
bjuggu í. Nemendur voru 9
talsins þennan fyrsta vetur.
Næstu fjögúr ár hafði skólinn
aðsetur í þessu sama húsi, en
árið 1878 ljetu þau hjón rífa
það hús niður og bygðu hús
það, er þar stendur enn og er
nú fjelagsheimili Sjálfstæðis-
flokksins.
Er það torskiljanlegt, hvern-.
ig þau hjónin gátu ráð-ist í það
stórvirki, því að bæði voru þau
sárfátæk. Einskis styrks naut
skólinn frá ríkinu fyrr en ár-
ið 1876, en fram að því hafði
skólanum borist styrkur frá
Danmörku.
Fjölgar nú nemendum ört.
Árið 1878 voru 34 í tveim
bekkjum. 1888 er þriðja bekk
bætt við og 1898 fjórða bekk.
Flutt í skóiahúsið við
Fríkirkjuveg.
Skólinn hefir aðsetur sitt í
Thorvaldsensstræti 2 til ársins
1909. Þá er húsrúmið þar orð-
ið langt of lítið og flytst hann
nú á Fríkirkjuveg 9, í nýtt hús,
sem hann hefir á leigu til árs-
ins 1930, er hann festir kaup á
því og starfar nú þar í eigin
húsi.
Frú Thora Melsted, sem átti
frumkvæðið að stofnun skól-
ans, og sem barist hafði fyrir
Skólann
fimmta
þeirri hugsjón sinni um nálega
20 ára skeið, áður en hún kæm-
ist í framkvæmd, stjórnaði
skólanum í 32 ár, til ársins
1906; er hún þá komin nokk-
uð á níræðisaldur. Fól hún þá
stjórn skólans frk. Ingibjörgu
H. Bjarnason, sem kent hafði
við skólann um allmargra ára
skeið og verið mikil stoð frú
síðustu árin.
Árið 1907 sæmdi Friðrik 8.
frú Melsted heiðursmerkinu
„Fortjenstmedalien af Guld“,
og mun hún ein íslenskra
kvenna hafa hlotið þann heið-
ur.
Stjórnaði frk. Ingibjörg H.
Bjarnason síðan skólanum í 35
ár, til haustsins 1941. Hún and-
aðist 30. október 1941. Undir
stjórn hennar óx skólinn og
tók miklum framförum; var
það ekki hvað síst að þakka
þekkingu hennar á skólamál-
um, frábærri stjórnsemi og
hagsýni.
Ragnheiður Jónsdóttir tók
við skólastjórn, er frk. Bjarna-
son ljest, og hefir haft hana á
hendi síðan. Hefir Ragnheiður
nú starfað við skólann í 31 ár.
Nú eiga sæti 1 skólanefnd
Kvennaskólans: Frú Guðrún
Geirsdóttir, formaður, sjera
Bjarni Jónsson vígslubiskup,
ritari, Ólafur Lárusson prófess-
or, gjaldkeri, frú Dóra Þór-
hallsdóttir og • frú Þórunn
Kvaran.
Frá því er skólinn flutti á
Fríkirkjuveg 9 hafði, auk
fjögurra bekkja, þar sem kent
var bæði. til munns og handa,
verið haldið uppi sjerstakri
deild í húsmæðrafræðslu. Einn
ig heimavist fyrir utanbæjar-
nemendur. — Skólinn er því
tvent í senn: skóli og heimili.
Er kominn var upp hinn ný-
stofnaði húsmæðraskóli Reykja
víkur, töldu stjórnendur skól-
ans eigi þörf að halda uppi hús
mæðradeildinni, enda mikil
þörf þess húsnæðis, sem hún
hafði til umráða, til starfsemi
bekkjadeildanna.
Lengst af störfuðu við hús-
mæðradeildina Guðlaug Sig-
urðardóttir frá Kaldaðarnesi og
Elísabet Jónasdóttir frá Hnífs-
dal.
Sjóðir skólans.
Árið 1883 gaf H. Th. A.
Thomsen skólanum 500 krónur
til stofnunar verðlaunasjóðs.
18. desember 1890, á afmælis-
degi frú Thoru Melsted, stofn-
uðu kennarar og nemendur við
skólann svonefndan „Systra-
sjóð“, og nam hann í árslok
1891 800 kr. Nú nemur sjóður-
inn 15.859 kr. Þau hjónin frú
Thora og Páll Melsted arf-
leiddu skólann að eignum sín-
um, sem námu um 20.000 kr.
Var af þeim stofnaður náms-
styrktarsjóður, sem nú nemur
27.618 kr. Frk. Ingibjörg H.
Bjarnason arfleiddi skólann
einnig að því nær öllum eigum
sínum. Skal þeim varið til að
styrkja efnilega nemendur við
skólann til framhaldsnáms og
Reykjavík sjötíu dra
hafa sótt nokkuð á
þúsund nemenda
kennara, sem lengi hafa .starf-
að við skólann, er þeir eru ekki
lengur vinnufærir.
Vísir að bókasafni skólans
varð til árið 1923. Síðan hefir
verið aukið við safnið, mest
með frjálsum tillögum velunn-
ara skólans. Bókasafnið hefir
eigi fram að þessu notið neins
styrks af opinberu fje.
Skólahúsið of Iítið.
Hús skólans, sem nú er, er
þegar orðið alt of lítið, þannig
að árlega er ekki hægt að sinna
nálega öllum umsóknum um
skólavist. Er það skólanum
mikill bagi, og eins hitt að eiga
ekki fimleikahús á lóð skól-
ans, en eiga árlega undir högg
að sækja um húsnæði til þeirr-
ar kenslu.
Nemendasamband skólans,
sem stofnað var í marsmánuði
1937, vinnur nú ötullega að því
að bæta úr. þessari nauðsyn og
er vonandi, að ekki sje, ef svo
má segja, nema tímaspursmál
hvenær húsið kemst upp, fyrir
tilstyrk nemendasambandsins
og styrki, sem ríkið og Reykja-
víkurbær leggja fram.
Skólinn hefir alla tíð verið
sjálfseignarstofnun, tvö fyrstu
árin starfaði hann meira að
segja án nokkurs styrks af op-
inberu fje. 1876 kemst hann á
fjárlög með 200 króna styrk,
síðar hækkar styrkurinn í 400
ljrónur og svo smám saman
eftir því sem þörf krefur, svo
að segja má, að skólinn hafi nú
nokkurnveginn það starfsfje,
er hann þarfnast. Framlag
Reykjavíkurbæjar til hans er
nú kr. 20.000.00. Aðrar tekjur
skólans eru ríkissjóðsstyrkur
kr. 64.700.00 og skólagjöld
námsmeyja.
Á fimta þúsund nemenda.
Nemendur, sem sótt hafa
skólann, munu nú nokkuð á 5.
þúsund. Hefir það mjög farið
í vöxt hin síðari árin, að nem-
endur haldi áfram námi gegn-
um allar deildir skólans og
ljúki burtfararprófi úr 4. bekk.
Má þetta nú heita orðin regla,
en fyr á árum urðu margar
stúlkur að láta sjer nægja eins
eða tveggja ára skólavist. Sýn-
ir þetta breytt viðhorf til ment
unar kvénna, og er vottur þess,
að nú þyki það nauðsyn að búa
konur undir starf að loknu
námi. Skólinn kennir allar al-
mennar bóklegar greinar; af
tungumálum er auk móður-
málsinS kend danska og enska,
þýska og sænska. Vjelritun og
bókfærsla er kend í 4. bekk.
Stúlkur, sem útskrifast úr
fjórða bekk, geta þannig tekið
að sjer skrifstofustörf án frek-
ara náms í þessum greinum.
Vaxandi aðsókn.
Aðsókn að skólanum eykst
með ári hverju. I ár eru nem-
endur milli 160—170, og er það
2/3 fleiri en flestir voru með-
an skólinn starfaði í Thorvald-
sensstræti; þá varð nemenda-
talan hæst 58. Mun ekki of
djúpt tekið í árinni, þótt sagt
sje, að Kvennaskólinn í Reykja
vík hafi, um það 70 ára skeið,
er hann hefir starfað, átt giftu
drjúgan þátt í að menta og
manna þá æsku, sem þangað
hefir sótt til náms.
Skólinn settur á morgun.
Vegna afmælisins verður
skólinn settur á morgun kl. 14.
Verður þar saga skólans rakin
í nokkrum dráttum.
Skólinn mun í vetur starfa
í sex bekkjardeildum, 2. og 3.
bekkur verða tvískiftir.
Rætt um veðurfregnir
i
AT ÍNNUMÁLARÁÐIIERRA
svaraði nokkrum fyrirspurn-
um í neðri deild á föstud., þar
á meðal fyrirspurn frá Pjetri
Ottesen um það, hvað ríkis-
stjórninni hefði orðið ágengt
í því að fá bælta aðstöðu
veðurstofunnar til að afla
fregna um veðurútlit er him
gæti bygt á veðurspár er að
haldi mætu koma.
Pjetur Ottesen hóf mál sitt
á því, að minnast á þingsá-
lyktunartillögu þá um þetta
! efni, sem hann bar fram á,
öndverðu þessu ári og samþ.
var á Alþingi 17. íebr. s.l.
Þá hafði veðurstofan um
alllangt skeið búið við þær
aðstæður, að hún hafði verið
svift þeirri aðstöðu að afla
veðurfregna frá Noregi, Bret-
landseyjum, austurströnd,
Ameríku og Grænlandi. Einnig
hefði heimi verið fyrimunað
að fá nokrar fregnir frá skip-
um á hafinu milli Ameríku og
Bretlandseyja. En á veður-
fregnum frá þessum stöðvum,
Ihai'ði Veðurtofan bygt álykt-
*anir sínar um veðurútlitið.
Þær einu heimildir, sem
Veðurstofan hefir við að styðj
ast, eru fregnir frá stöðvum
hjer á landi, en svo takmark-
aðar upplýsingar hrökkva
skamt til þess að dragaaf
þeim nokkrar ályktanir sein,
að gagni megi koma.
Islendingar hafa af þessum,
sökum, sagði Pjetur, verið
sviftir því öryggi, sem Veður-
stofan getur veitt, ef starfsemi
hennar- væri ekki hnept í
dróma.
Þá hefði og verið mjög
þrengt að kostum veðurstof-
unnar um birting veðurfregna
þar sem ekki mætti segja
neitt um veðurútlitið nema
innan mjög þröngra takmarka
þar sem landinu væri, í þessu
efni, skift niður í áttasvæði.
Lausn á þessu máli hefir
verið og er mjög aðkallandi.
Með því einu nióti væri hægt
að bæja frá þeim liáska, sem
þjóðinni er búinn af umræddri
ákvörðun hernaðaryfirvald-
anna hjer, að Veðurstofan
fengi aftur annað tveggja:
Sömu aðstöðu og hún hafði
áður til að a.fla veðurfregna,
eða, að hernaðaryfirvöldin
hjer, Ijetu veðurfræðinga sína,
er hjer sstarfa og ávalt hafa
tiltækar ajlar fregnir um veð-
urfar er þýðingu hefir fyrir
Island, láta Veðurstofunni í
tje þessar upplýsingar jafnóð-
um og þær bærutt þeim í
hendur.
Því minni ástæða virðist nú
til að setja yfir rjetti okkar
í þessu efni, þar sem sigl-
ingahættunni á hafinu á
norðurhveli jarðar hefði nú
verið bægt frá. Ennfremur
væri mikils umvert að rímk-
að væri til um útsendingu
veðurfregna.
Atvinnumálaráðherra svar-
aði fyrirspurninni. Lýsti hann
til raunum ríkisst j órnarinn aar
til þess að fá úr þessu bætt,
en allar þær tilraunir, sem
rökstuddar hiifðu verið eftir
því sem frekast voru föng á,
hefðu samt, enn sem komið er,
engan árangur borið. Enn væri
haldið áfram tilraun-
uin til að fá hjer noþkru um
þokað, því ríkisstjórninni væri,
full jjóst hver vá er hjer fyrir
dyrum meðan þjóðin verður
að sæta slíkum afarkostum.
S. í. B. S.-dagurinn:
Gluggasýning,
Knaifspymukappleik
ur, Dansieikur
1 C4ÆR opnaði Samþand
ísl. berklasjúklinga glugga-
sýningu í Sýningarskálanum
við Austurstræti. — Ber ]>ar
að líta upphleypt líkan af
Vinnuheimili Berklasjúklinga,
eins og það er fyrirhugað. Þá
er og merkilegt línurit yfir:
fjársöfnun Sambandsins frá,
árinu 1939, en það ár söfnuð-
ust 5000 kr. til ársins .1943, en.
þásöfnuðust 351 þús. krónur.
Þá eru nokkrár myndir af,
íbúðarhúsum vistarmanna og
loks eru svo allir árgangar
rits berklasjúklinga, Berkla-
vörn.
í dag kl. 4,30 fer fram
knattspyrhukappleikur milli
meistaraflokka Vals og Vík-
ings, en svo sem kunnugt er
varð jafntefl i milli jiessara,
fjelaga á Islandsmótinu, er
því ekki að efa að leikur þessi
verður spennandi. — Allur
ágóði rennur til S. 1. B. S.
1 kvöld verður svo dans-
leíkur í OddfelloTvhúsinu.
Verðyr þar margt 'ágætra
skemtiatriða. Allur ágóði af
dansleiknum renúur éinnig til
S. í. B. S.