Morgunblaðið - 01.10.1944, Side 14
MOEGUNBLAÐIB
Sunnudag-ar 1. október 1944,
14
,,Farið heim í Van Ryn-hús-
ið, við Stuyvesant-götu“, skip-
aði hún einum hermannanna.
„Segið þeim, sem kemur til
dyra, að senda vagninn og þrjá
þjóna hingað að leikhúsinu þeg
ar í stað“.
Hermaðurinn hlýddi orða-
laust. Hún gerði sjer ekki grein
fyrir því, að þetta var fyrsta
skipunin, sem hún hafði gefið
síðan hún giftist. Hún fann að-
eins til undrunar. Það var þá
hægt að særa Nikulás! Hún
skildi ekki nákvæmlega, hvað
gerst hafði — og hvað enn var
að gerast á torginu. Hún gat nú
ekki gert annað en beðið við
hlið Nikulásar og reynt að af-
má úr huga sjer mynd af af-
skræmdu, drengjalegu andliti
og blóðugu sári. — Andlitið
hafði mint hana á Nat bróður
hennar.
Áciur en hermaðurinn kom
aftur, í fylgd með MacNab, ein
um þjóni og vagnstjóra, var
uppþotinu við Astorleikhúsið
lokið. Fimmtíu manns höfðu
særst, og tuttugu fallið. Líkin
lágu eins og hráviði á götunni
og torginu. Á meðal þeirra er
fallið höfðu voru lítil stúlka, er
stolist hafði að heiraan frá sjer
til þess að sjá, hvers vegna her
mennirnir væru að skjóta, og
gamall maður, sem verið hafði
á leið heim til sín. í Jones-götu,
frá dóttur sinni, sem átti heima
ofar í borginni.
—- Hersveitirnar hjeldu aftur
til bækistöðva sinna.
XIX, Kapítuli.
Mánuði síðar, þegar Van Ryn
hjónin fluttu aftur að Dragon-
wyck, var Nikulás orðinn jafn
góður af höggi því, sem hann
hafi hlotið. Það höfðu brotnað
tvö rifbein, Önnur líkamleg
meiðsl.hafði hann ekki hlotið.
En hann virtist gjörbreytt-
ur. Hann vildi ekki sjá nokk-
urn mann. Hann lá dag eftir
dag án þess að mæla orð af
munni.
Enginn vissi um hlutdeild
þá, sem Nikulás átti í Astor-
blóðbaðinu. En þótt einhver
vina hans hefði heyrt söguna,
hefði hann áreiðanlega rjett-
lætt hegðun hans. Hann hefði
hrósað honum fyrir hugprýði.
Hvers virði var líf eins vesæls
drengs, þegar svo margir höfðu
særst og fallið? Og þegar öllu
var á botninn hvolft, hafði her
liðið hafið skothríð sína um
leið.
Það var Miranda ein, sem
þjáðist. Hún kvaldi sjálfa sig
með ótal spurningum. Ef Niku
lás hefði ekki haldið fast við,
að fara út um aðaldyrnar, nje
ruðst þangað, sem allir gátu
sjeð hann og eí hann hefði
slegið drenginn niður í stað
þess að skjóta hann — hefðu
þá engar blóðsúthellingar orð-
ið? Eða hefðu hermennirnir
skotið engu að síður?
Eftir nokkurn tíma hafði hún
sannfært sjálfa sig um, að Niku
lás þjáðist einnig----af sam-
viskubiti.
En það var ekki beinlínis
samviskubit, sem að Nikulási
gekk. — í fyrsta sinni á ævinni
hafði hann beðið ósigur. Hann
hafði misst meðvitund, orðið
að treysta á aðra, og það sveið
honum sárt.
Rjett eftir að þau komu að
Dragonwyck lokaði Nikulás sig
inni í turnherberginu í þrjá
daga. Miranda, sem mundi,
hvernig hann hafði hagað sjer,
eftir að barn þeirra dó, ljet
hann afskiptalausan.
Þegar hann kom aftur nið-
ur, virtist hann líkari því sem
hann var, áður en hann særð-
ist. En þegar hann heilsaði
henni, tók hún aftur eftir því,
að af fötum hans var undar-
legur sætur ilmur. Hann tal-
aði mjög hægt, og mál hans
var svo óskýrt, að það skildist
vart hvað hann sagði.
Peggy tók einnig eftir þessu.
Ef þetta væri einhver annar
en húsbóndinn, sagði hún við
sjálfa sig, myndi jeg svei mjer
halda að hann sæti einn að
sumbli þarna uppi.
— Mánuði síðar skeði þetta
aftur.
Miranda reikaði eirðarlaus
um húsið, og í rökkurbyrjun
annan daginn tók hún ákvörð-
un. Hún fór upp turnstigann.
Þegar hún var kominn alla leið
upp, barði hún að dyrum. Eng-
inn ansaði. Hún kreppti hnef-
ann, og barði á dyrnar af öllum
kröftum.
„Hver er þar?“ var spurt
reíðilega.
„Það er Miranda“, kallaði
hún aftur. „Jeg krefst þess, að
þú hleypir mjer inn.
Það var þögn dálitla stund,
en síðan var lykli snúið í
skránni og dyrnar opnuðust.
Nikulás stóð á dyraþrepinu og
horfði háðslega á hana.
„Komdu inn, yndið mitt. I
öllum bænum, komdu inn — ef
þú krefst þess“. Hann lokaði
dyrunum á eftir henni og stakk
lyklinum í vasa sinn.
Hún starði fyrst á Nikulás og
síðan leit hún í kringum sig í
herberginu. Þar voru ekki önn
ur húsgögn, en borð, stóll og
legubekkur. Á borðinu var
hrúga af óhreinum bókum og
nokkur kerti.
Það var ekki fyrr en eftir dá
litla stund, að hún tók eftir því,
að í herberginu var bláleit
móða og römm lykt.
„Reykirðu hjerna?11 spurði
hún vandræðalega. Hún varð
fyrir miklum vonbrigðum. Hún
hafði gert sjer miklar hug-
myndir um þetta lokaða her-
bergi. Hún hafði verið sann-
færð um það, að ef hún 'éínu
sinni kæmist að leyndardómi
þess, myndi hún um Ieið yfir-
stíga stálvegg þann, er virtist
umlykja sál manns hennar.
Nikulás starði stöðugt á
hana, svo að hún sneri sjer við
og svaraði augnatilliti hans.
„Jeg reyki hjer“, svaraði
hann. Hann rjetti út hendina og
tók utan um hægri úlnlið henn
ar. Hann dró hana yfir að legu
bekknum. Þar stóð lítið borð og
á því var glóðarker, lítið silfur
skrín og þrjár undarlega lag-
aðar reykjarpípur.
Hún starði á pípurnar og glóð
arkerið. „Hvað er þetta, Niku-
lás?“
Hann sleppti henni og opn-
aði litla silfur^krínið. „Þetta er
ópíum, ástin mín“.
„En það er eiturlyf — er
það ekki?“ spurði hún hikandi.
Hún hafði aðeins einu sinni
heyrt þetta orð áður, — þegar
rætt hafði verið um böl kín-
versku ópíumsölunnar.
„Það er ekki eiturlyf fyrir
mig“, svaraði hann, og rödd
hans varð að hvísli. „Þetta er
ekki eiturlyf — heldur kast-
spjót, er rýfur þokuna, sem skil
ur okkur frá raunveruleikan-
um. Það er þjónn minn. Allir
hlutir eru þjónar mínir. Jeg er
konungur lífs og dauða. Veistu
það ekki ennþá, Miranda?“
Hann sneri höfðinu örlítið og
horfði brosandi á hana undan
hálfluktum augnalokunum. —
Hún hafði ákafan hjartslátt, en
henni tókst að svara honum ró
lega,
„Þú ert ekki frískur, Nikulás.
Jeg veit ekki, hverskonar lyf
þetta er, en það hefir ekki góð
áhrif á þig. Komdu niður með
mjer — gerðu það“.
Hann hló lágt. Hann tók eina
pípuna, lagðist á legubekkinn
og andaði reyk hennar djúpt
að sjer.
Hún tók að mjaka sjer var-
lega frá legubekknum, en hann
rjetti eldsnöggt út hendina og
þreif utan um úlnlið hennar.
,,Nikulás“, sagði hún, og leit
á hann. „Jeg skil þig ekki.
Hvers vegna gerirðu þetta?“
Hann svaraði ekki. Hann í-
hugaði spurningu hennar með
þögulli ánægju. Honum leið
yndislega. Hugur hans starfaði
af sjálfu sjer. Hann gat allt.
Honum hafði fyrst komið í
hug að nota ópíum, þegar hann
heimsótti Edgar Allan Poe. ■—
Nokkrum dögum eftir heim-
sóknina hafði hann farið í lítið
óásjálegt hús í Mott-götu.
Fyrstu kynni hans af eiturlyf-
inu höfðu verið andstyggileg,
því að það hafði ekki lotið vilja
hans. Hve hann blygðaðist sín
nú fyrir það!
Hann sneri höfðinu örlítið og
horfði á Miröndu. Hann herti
á takinu utan um úlnlið henn-
ar.
„Slepptu mjer“, hvíslaði
hún. „Þú meiðir mig“.
Hann sá að hún skalf og leit
niður, til þess að reyna að hylja
óttanum í augum sínum.
„Slepptu mjer —“, endurtók
hún.
„Þú vilt ekki fara, væna
mín. Sál þín og likami eru að-
eins spegilmynd vilja míns“.
Hann sveigði handlegg hennar
aftur á bak svo að hún fjell nið
ur á legubekkinn, við ‘hlið
hans. Hann kæfði hróp hennar
með kossum sínum.
Loks sleppti hann henni.
Hann ýtti henni frá sjer og
teygði sig eftir silfurskríninu.
„Láttu mig í friði“, sagði
hann. „Þú þreytir mig“.
Hann tók lykilinn upp úr
vasa sínum og henti honum á
gólfið.
Undrablómið egyptska
Æfintýr eftir H. De Vere Stackpoole.
6.
finna túlipanann. Jeg skal gefa yður þessa baun, og ef
blóm vex upp af henni, þá er það góðs viti. Svo skulum
við fara til Egyptalands, finna þar túlípanann og sjá
myndina af Carmian dóttur konungsins eða faraósins. og'
við skulum sanna undrandi heimi, að hefðarmeyjar
þeirra tíma báru höfuðbúnað þann er Tokki nefndist, en
þetta er staðreynd, sem jeg hefi verið að reyna að sanna
síðastliðin 30 ár, og' sem erkióvinur minn, hann Scwaffle-
dammerung í Leyden er að reyna að afsanna”.
„Umm, umm”.
„Hvað ertu að tauta, stelpa. Talaðu heldur, jeg leyfi
þjer það í þetta eina skifti”.
„Hvað er Tokki”.
„Æ, jeg veit það nú ekki almennilega, — það er . . . það
er Tokki og skrifað með stórum staf. Jæja, skiftu þjer
ekki af því, — en hann herra van Dunk sat og hlustaði
á rausið í gamla fræðaþulnum, þar til hugmynd gamla
mannsins fór allt í einu að hafa áhrif á hann, hann blátt
áfram fuðraði upp”.
„Kviknaði í honum, pabbi?”
„Jeg fyrirgef þjer þessa spurningu, og það, að þú skyld-
ir taka þetta bókstaflega, en það var hugur hans, sem allt
í einu logaði upp, — þetta er skáldamál, skilurðu’, og van
Dunk sagði:
„Ef þessi baun vex upp, þá sel jeg túlípanagarðinn minn
og húsið mitt og myndina af kúnni, sem hann van Gogh
málaði svo dásamlega, og sem jeg keypti af manni, sem
vantaði peninga til þess að fá sjer í staupinu fyrir. Svo
förum við til Egyptalands að ná úr pýramidanum, sem
þú varst að tala um, þessum túlípana, sem liggur í hendi
garðyrkjumannsins hans Ramsesar annars.”
Og svo settu þeir baunina í jörð og að lokum óx upp
af henni fögur jurt, en það varð ekki fyrri en mánuðum
síðar.
Þegar jurtin blómstraði, hjelt van Dunk öllum hinum
túlípanaræktunarmönnunum veitslu og sagði þeim frá
ferðalagi því, sem hann væri nú að leggja upp í og einnig
um hinn dásamlega túlípana, og þeir gerðu allir gys að
EITT SINN í mjög miklum
þrengslum í strætisvagni í
London stóðu þeir hlið við hlið
Edmund Gosse og fjelagi hans
W. M. Rossetti.
„Hvernig er það, ertu ekki
stjórnleysingi?“ spurði Gosse.
„Jeg er guðleysingi“, svaraði
Rossetti. „Það er dóttir mín,
sem er stjórnleysingi“.
Allir þeir, sem næstir þeim
stóðu og heyrðu samtalið,
flýttu sjer út úr vagninum, svo
þeir urðu eftir það ekki fyrir
neinum átroðningi.
★
í VEISLU nokkurri sat ung-
ur lávarður, sem var heldur
leiðinlegur, á móti Whistler.
'Þeir töluðust ekkert við, en
loks sneri lávarðurinn sjer að
listamanninum og sagði:
„Á jeg að segja yður, herra
Whitsler, jeg ók framhjá bú-
garði yðar í gær“.
„Þakka yður fyrir“, sagði
Whistler, „þakka yður kærlega
fyrir.“
„Nei, sko, gamli maður“,
sagði Englendingurinn, „þessi
limgirðing .... æ, jeg sje, að
gamli Georg hefir fengið lim-
girðingu sína frá Englandi“.
Gamli maðurinn leit rann-
sakandi augum á Englending-
inn, var þögull nokkra stund,
en sagði síðan:
„Já, sannarlega gerði hann
það. Og það er ekki það mesta.
Hann fjekk alt þetta blómlega
land frá Bretum“.
„Þjer munið ekki, hvað jeg
heiti“, sagði ung kona eitt sinn,
er hún hitti Henry Clay.
„Nei“, svaraði hann hrein-
skilnislega, „því að þegar við
hittumst fyrir nokkrum árum,
var jeg viss um, að fegurð yð-
ar og ágæti myndi fá yður til
þess að skifta um nafn mjög
bráðlega".
★
★
FJÖLDI MANNS kemur ár-
lega til Mount Vernon, bústað-
ar Georgs Washington. Dag
nokkum kom þangað spjátr-
ungslegur, ungur Englendingur
Hann hitti gamlan mann, Shep
Wright að nafni, sem hafði í
| langan tíma sjeð um hirðingu
garðsins kringum búgarðinn.
Fátækur Þjóðverji, ættingi
Jahn Jacob Astor, bað hann
eitt sinn um ölmusu. Astor gaf
honum fimm dollara.
„Hvað“, sagði sá fátæki móðg
aðúr, „sonur yðar ljet mig fá
tíu dollara“.
„Gerði hann það?“ hrópaði
gamli maðurinn. „Þessi þorpari
á ríkan föður“.