Morgunblaðið - 14.11.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.11.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUMBLASIÐ Þriðjudagur 14. nóv. 1944 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavflc rramkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmimdsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriítargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlandi, kr. 10.00 utanlands I lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Leabðk. Roosevelt íorseti FORSETAKOSNINGUNUM í Bandaríkjunum í fyrri viku var fylgt hjer á landi með mikilli athygli, og hefði þó meiri verið, ef eigi hefði alment verið litið svo á, að örugt væri endurkjör Roosevelts forseta. íslenska þjóðin fagnar kosningu hans. Að sjálfsögðu ekki vegna þess að almenningur hjer á landi láti sig það skifta, hvaða stjórn Bandaríkin hafa á innanlandsmálum sínum. Heldur vegna þess, hve happadrjúgan þátt Roose- velt forseti hefir átt i utanríkismálum, og hvernig hann hefir beitt valdi sínu, til þess að efla hina frjálslyndu stefnu í heiminum. Hann og stjórn hans verður öflugur og áhrifamikill þátttakandi í því samstarfi, sem nauðsynlegt er til að hjálpa hrjáðum þjóðum og tryggja öryggi og frið í fram- tíðinni. Roosevelt er vinur smáþjóðanna. Um það getum við íslendingar dæmt af eigin reynd. Samningar þeir, sem við höfðum gert við hann hafa reynst okkur hagstæðir og allar efndir þeirra verið óbrigðular. Það mun og íslensku þjóðinni minnisstætt að stjórn Roosevelts varð fyrst til þess að viðurkenna íslenska lýð- veldið, og fyrst til þess að útnefna sjerstakan sendiherra til að flytja íslensku þjóðinni kveðjur við það tækifæri. Næsti opinber vináttuvottur úr þeirri átt var það, er hin- um nýkjörna forseta íslands, Sveini Björnssyni, var boðið vestur til Bandaríkjanna. Roosevelt ólst upp við mikil efni. En þó hann hafi aldrei af eigin reynd kynst erfiðum lífskjörum, þá hefir hann frá öndverðu beitt sjer fyrir því, að bæta kjör hinna bág- stöddu í þjóðfjelaginu. M. a. vegna víðsýni hans í utan- ríkismálum og vegna umbótastarfs hans í þágu þeirra þjóðfjelagsborgara, sem þurfa á aðstoð að halda, hefir Bandaríkjaþjóðin nú kosið hann í fjórða sinn. Mism unandi sjónarmið í SAMBANDI við hina nýju stjórnarmyndun, gætif nokkuð mismunandi sjónarmiða, eftir því, hver á heldur. Sumir eru að vega og meta, hvað sje í samræmi eða ósamræmi við flokkssjónarmið stjórnarflokkanna í stefnuskrá stjórnarinnar. Hver flokkurinn hafi fórnað mestu, eða svikið mest, eins og sumir segja, af yfirlýstum stefnuskráratriðum o. s. frv. — Aðrir festa sjónir á fram- tíðinni fyrst og fremst, því, hvers virði muni reynast, að stjórninni takist að framkvæma stefnu sína, hvað sem for- tíðinni líður. Þeir sjá, eins og aðrir, að við eigum nú völ margra góðra kosta, — og öllu máli skiftir, hvort okkur tekst að hagnýta tækfærin. Svo eru þeir, sem ekkert hirða um flokkssjónarmiðin, a. m. k. ekki eftir því, sem þeir sjálfir segja, en líta bara á stefnuskrána. Þá eru til þeir. sem segja: allt þetta er einskær hjegómi og orðagjálfur, — innantóm slagorð. — Hinir eru miklu fleiri, sem finst það ómaksins vert að gera heiðarlega tilraun til þess að framkvæma þau áform, sem uppi eru. Þessir menn óska stjórninni velfarnaðar, hinum fyrrnefndu dettur ekkert slíkt í hug fyrir bölsýni: eða öfuguggahætti. Loks eru svo blessaðir Framsóknarmennirnir — í flokki alveg út af fyrir sig. Og þá bregður svo við, að það, sem þeir nú virðast óánægðir yfir, er, að þeim finnst ekki, að það hafi verið gengi nógu rækilega á eftir þeim ! að vera með um stjórnarmyndunina! Það hefir þó verið ' bent á þá staðreynd, að í 97^4 viku voru þeir þátttak- endur í tilraununum til myndunar þingræðisstjórnar, en I allt kom fyrir ekki. Svo töldu þeir sjálfir, að ekki væri lengur ástæða til að vera að reyna þetta frekar, og skár- ust úr leik. Þá kom stjórnin! Eftir 2y2 viku*' Þetta eru nokkur mismunandi sjónarmið, sem fram hafa komið, og að ýmsu leyti skemtileg Lil yfirvegunar. V-2 Framh. af bls. 1. inn og allskonar útvarpstil- færur. Skeytin koma. Eftir að þetta alt var um garð gengið, var komið fyrir óhemju miklum lyftivjelum nærri brunnunum og því næst var farið að koma með skeytin sjálf á hestvögnum; voru marg ir þeirra tengdir saman. — Til kyntu nú Þjóðverjar fólkinu í næstu húsum, að það yrði að flytja burt í bráð, og koma eign um sínum fyrir í kjöllurum húsanna, en fólki, sem fjær bjó, var boðið að loka ekki dyr um eða gluggum sínum nokk- urntíma að fullu. 30 smálesta vindill. Nokkrir menn höfðu sjeð skeytin sjálf, og sögðu þau mest líkjast geysistórum vindli. Mað ur einn, sem var alvanur að á- ætla um stærð og þyngd hluta, sagðist giska á, að þau væru um 30 smál! að þyngd. Lengd skeytanna kváðu þesáír menn myndu vera alt að 20 metrum, eða jafnvel meiri. Engir væng- ir voru á þessu ferlíki. Eins og þrumudrunur. Þeir, sem frá þessu sögðu, höfðu orðið varir við, er þrem af skeytunum var skotið. Gerð ist það kl. 9 að morgni. Var einu skotið í senn, og ljek alt á reiðiskjálfi. Sögðu menn dynk ina svo mikla, að engu væri líkara en þrumudynur hefði kveðið við rjett yfir höfðum þeirra. Þá kváðu þeir óhemju svælu og reyk hafa komið upp af skotsvæðinu og alt benda til, að þar hefði hitnað ógurlega. Áttræðisafmæli. Framh. af bls. 2. allan Reykjanesskaga og víðar um land fyrir greiðasemi sína við menn og málleysingja, enda er heimili þeirra hjóna rómað fyrir gestrisni. Þau hjón in hafa eignast 2 börn, pilt og stúlku, hvort öðru efnilegra. Jón, sem nú er útgerðarmaður og oddvili Vatnsleysustrandar- hrepps og Guðrún, sem enn er hjá foreldrum sínum. Hjón þessi hafa lengst af búið í Suð- urkoti í Vogum, fyrst sem leigu liðar, en nú lengi á sjálfseign- arjörð. Ef þið sætuð stundarkorn í næði að spjalla við Sigríði, munduð þið ganga frá henni belri menn og fróðari að lífs- speki en þið komuð, og vart sjá á henni almenn 80 ára elli- mörk sýst þó á andlegu sviði. Einlæg trúmanneskja á gamla vísu, enda segir hún með fullri vissu, að trúin og traustið á æðri handleiðslu hafi fleytt sjer yfir alla erfiðleika unglings- áranna, eins og líka að hún er sannfærð um að öll þau gæði og blessun, sem hún hefir notið í seinni tíð, sjeu guðsgjöf án verðskuldunar. Hún þakkar guði fyrir alt hið liðna og þá líka fyrir erfiðleikana sem hún segir að hafi þroskað sig og gert sig hæfari í skóla lífsins, enda hefir hún með bestu eink unn staðist prófraunina í þeim reynsluskóla, og aldrei látið í minni pokann, þrátt fyrir vönt- un þeirrar menlunar til munns og handa, sem hún þráði svo mjög, en fjekk aldrei. Á. Th. P. Stríðið er ekki búið. HINN hörmulegi atburður, sem skeði hjer í flóanum s. 1. föstu- dag, hefir á sorglegan og áþreif anlegan hátt fært okkur Islend ingum heim sanninn um, að stríð inu er ekki lokið ennþá. Þýskir kafbátar hafa enn höggið i sama hnjerunn hjer við strendur Is- lands. Konur, börn og íslenskir karlmenn hafa saklaus látið lífið fyrir morðtólum styrjaldarinnar. Sigrar bandamanna á þessu ári hafa orðið til þess, að menn eru farnir að trúa því, að Þjóðverj- um hafi verið komið á knje og ó- friðnum sje að Ijúka. En því mið ur er því ekki þannig farið. A meðan barist er, verður Island á ófriðarsvæði og hætturnar jafn miklar fyrir okkur og þær hafa verið síðan ísland drógst inn í styrjöldina. • Verðum enn að gæta varfærni. VIÐ Islendingar verðum enn að gæta ítrustu varfærni og gera allar hugsanlegar varúðarráð- stafanir, gegn hættum þeim, sem að okkur geta steðjað, bæði á sjó og landi. Með þessu 'er ekki sagt, að það hafi ekki verið gert, held ur eru þessi orð sögð til að minna á, að það má ekki draga úr nein um þeim varúðarráðstöfunum, sem áður hafa verið taldar sjálf- sagðar. ísland hefir að mestu ennþá losnað við loftárásir. Vonandi kemur aldrei til þess, að loftárás ir verði gerðar á íslenska bæi. En við getum ekki verið örugg um að svo verði ekki, á meðan styrjöldin stendur. Það getur vel verið, að okkur leiðist að sjá loftvarnabyrgin í bænum. En þau verða að standa áfram og þar til bardagar hætta og Þjóðverjar eru lagðir að velli. Það hefir ekki verið haldnar loftvarnaæfingar hjer í bænum í marga mánuði. Vonandi er loft varnaliðið ennþá til og allar þær varúðarráðstafanir, sem gerðar voru fyrst í stríðinu ennþá við hafðar. Sje svo ekki verður að kippa þeim málum í lag á ný. • Hafið gát á tungu yðar. ÞAÐ kunna að vera fáir Islend ingar, sem trúa því, að hjer á landi sjeu þýskir njósnarar. En •við vitum ekkert um það og þess vegna er nauðsynlegt að hafa gát á tungu sinni. Einkum hvað snertir skipaferðir og flutninga, eða aðgerðir hersins. Ennfremur veðurfar, eða annað það, sem get ur komið Þjóðverjum að gagni í hinum miskunarlausa hernaði þeirra, sem engu hlífir. Þó við Islendingar eigum bágt með að setja okkur í spor hern- aðarþjóða og skiljum ekki hern- aðaraðferðir, sem beint er gegn konum og börnum, þá getum við þó að minsta kosti tekið þátt í 'öiluiji varúðarráðstöfunum, sem nauðsynlegar eru taldar^ Minnumst þess, að ófriðurinn er ekki búinn og högum okkur samkvæmt því. 9 .Smávegis misskilning- ur. EINN af forystumönnum bygg ingarráðsstefnunnar hringdi til mín á dögunum í sambandi við athugasemd, sem hjer var gerð vegna tímans, sem valinn var til að flytja erindin á byggingamála ráðstefnunni, Hann sagði mjer, að Ríkisútvarpið sjálft hefði ósk að eftir því, að erindin yrðu flutt að deginum til. Forystu- menn byggingarráðstefnunnar hefðu hinsvegar heldur kosið, að erindin hefðu verið flutt á þeim tíma, er sem flestir gátu hlustað á þau. Hjer í dálkunum var ekki orði vikið að því hverjum þetta væri að kenna, aðeins bent á há stað- reynd, að tíihinn hafi verið ó- heppilegur. En með þessari skýr- ingu ætti þessi smámisskilningur að vera leiðrjettur. • Byggingaskipulag í Reykjavík. UR ÞVÍ minst er á bygginga- málasýninguna, er varla hægt að ganga framhjá byggingamála sýningunni í Hótel Heklu. Þar er margt að sjá, eins og hjer hef- ir verið drepið á áður. Reykvík- ingar munu skoða með sjerstakri athygli hugmyndir, sem þar eru sýndar af framtíðarskipulagi Reykjavíkurbæjar. Þarna eru líkön af skipulagi þeirra Bolla Thoroddsen bæjarverkfræðings, Einars Sveinssonar arkitekts og Valgeirs Björnssonar hafnar- stjóra. Hugmynd Sigurðar Guð- mundssonar arkitekts og hug- mynd Harðar Bjarnasonar skipu lagsstjóra. Þeir, sem skoðað hafa allar þ'essar hugmyndir, skeggræða þær sín á milli. Það fer ekki hjá því, að skoðanir eru skiftar. Sumum finst þetta og öðrum hitt. Þeir Reykvíkingar, sem áhuga hafa fyrir þessum málum, og það ættu allir góðir Reykviking- ar að hafa, þurfa að sjá bygg- ingamálasýninguna, þó ekki væri nema fyrir þessar hugmyndir eða tillögur um framtíðarskipu- lag bæjarins okkar. Noregsfrjeffir Framh. af bls. 5. lund liðsforingi, á leið heim til sín, er þýskir dátar hófu skot- hríð á hann og drápu hann. Hann hafði á sjer lítið ljósker, svo sýnilegt var, að hann ætl- aði ekki að leyna för sinni, og því sýnilega engin ástæða til að gruna hann um neina græsku. Er dátarnir^ höfðu myrt manninn svona á förnum vegi, vörpuðu þeir líkinu inn í kirkju garð staðarins. Þar fanst líkið, með fjöldamörgum skotsárum. Svo til allir bæjarbúar voru í líkfylgdinni, þegar bera skyldi Hafslund til grafar. Líkfylgd- in þurfti að leggja leið sína meðfram herbúðum Þjóðverja, sem eru á sömu slóðum og Hafslund var myrtur. Þegar líkfylgdin var komin á móts við herbúðirnar, ryðst þýsk liðssveit á líkfylgdina og sundrar henni. Sungu þýsku dátarnir hermannasöngva sína um leið og þeir sundruðu lík— fylgdinni. Á þenna hátt aug- lýsti „valdsþjóðin“ menningar stig sitt. En almenningur í Friðriksstað á ekki orð til að lýsa þessu framferði, eins og það var. ísak Vilhjálmsson bóndi að Bjargi á Seltjarnarnesi, á fimt- ugsafmæli í dag. Hann er mik- ill atorku og dugnaðarmaður og vinsæll mjög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.