Morgunblaðið - 14.11.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.11.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ ÞriSjudagur 14. nóv. 1944 Vetnzrstarfsemi Glímufjelagsins Bókafregn: Armanns VETRARSTARFSEMI Glímu- fjelagsins Ármann hófst fyrri hluta októbermánaSar og er hún fjölbreyttari en nokkru sinni áður, eða alls eru æfðar iþróttir 41 stund á viku. Morgunbt. hefir leitað frjett um starfsemi fjelagsins hjá form. þess, Jens Guðbjörnssyni og fengið hjá honum eftirfkr- andi upplýsingar: í vetur eru fimleikar æfðir í 10 flokkum hjá okkur, eru 4 þeirra kvenflokkar. 1. fl„ 2. fl. a, 2. fl. b og Telpnaflokkur. — Karlmenn æfa í 6 fl., 1. fl., 2. fl. a, 2. fl. b, 2. fl. unglinga að lógleyrhdum Öldungaflokki sem er nú svo fjörugur og fjölmenn ur, að hann er að sprengja hús- næðið utan af sjer. Aðalfim- leikakennari okkar er sem fyrr hinn þekti íþróttakennari, Jón Þorsteinsson. Kennir hann 6 flokkum. Slefán Kristjánsson kennir öldungum og drengjaíl., en Selma Christiansen kennir íelpum. Jeg held það sje ekki ofsagt þó sagt sje, að fimleikar hjá okkur sjeu við allra hæfi. Islensk glíma er æfð í 2 fl., kennir Jón Þorsteinsson full- orðnum, en Ingólfur Jónsson þjálfar unglingaflokkinn. - Handknattleik æfum við í 3 flokkum. Kennir Baldur Krist- jánsson kvennaflokki, en Sör- en Langvad þjálfar karlafl. og drengjaflokk. Frjálsar íþróttir kennir Stefán Kristjánsson. — Hnefaleikaflokkunum, sem nú eru tveir, vanir og byrjendur, kennir Guðm. Arason eins og undanfarna vetur, en honum til aðstoðar verða þeir P. Wige- lund og Lúðvíg Nordgulen. — Sundflokkinn þjálfar Þor- steinn Hjálmarsson. Kennir hann hvorttveggja, sund og sundknattleik. Fyrst verið er að minnast á vetrarstarfsemina, er eigi úr vegi að minnast á skiðaíþrótt- ina, en hana mun Ármenning- um gefast góður kostur á að stunda í vetur, frá hinum á- gæta skíðaskála okkar í Jóseps dal, en óvíða mun skíðaland vera betra en í Bláfjöllum. Eins og áður verða svo haldn ir skemtifundir mánaðarlega í vetur, verða þeir í Oddfjelaga- húsinu 1. miðvikudag 'hvers mánaðar. Að lokum mætti geta þess, að á s.l. vetri stunduðu rúmlega 500 manns á öllum aldri, innan húss íþróttir, hjá okkur og nú er takmark okkar að bæta einhverju við fyrr- nefnda íþróttamanna tölu. Rauða kross sending til Japan. London: Japanskt skip hefir nú tekið í rússneskri höfn, send ingar þær, sem aðstandendur stríðsfanga í Japan hafa sent þeim gegnum Rauða Krossinn. Hefir staðið lengi í því að koma þessum gjöfum til viðtakanda. Börn, unglingar eða eldra fólk óskast til að bera Morgunblaðið til kaupenda víðsvegar um bæinn nú þegar. Jörundur Hunda- dagakonungur Rhys Davies: Jörundur Hundadagakonungur. •— Hersteinn Pálsson, þýddi Útg. Bókfellsútgáfan h.f. I sögu margra Evrópuþjóða eru kaflarnir um áratugina sitt hyo'rum, megin aldamótanna 1800 harla æfintýraríkir og lit auðugir. Ylgjan frá hafróti stjórnarbyltingarinnar miklu á Frakklandi brimar þá við strendur flestra landa álfunn- ar. Styrjaldir geisa nærri lotu- laust hartnær fjórðung aldar. Fornar stoðir valds og áhrifa falla ýmsar um koll, aðrar riða á grunni. Gömul ríki deyja, og ný fæðast með skyndingu. Kvistir lítilla ætta hefjast til höfðingsdóms, en tignir menn og aðalbornir, lenda 1 útlegð og lepja dauðann úr krákuskel. Spegilmynd tíðarandans, skáld skapur þessa mannsaldurs, er haldinn ríkri tilfinningasemi og öfgum, ýmist draumóra- kendri hrifningar háspennu eða glórulausu svartsýni og lífs- trega. I Islandssögu eru þessir ára- tugir aftur á móti fremur bragð daufir og alt annað en upplyfti legir. Alþingi verður sjálfdautt, biskupsstólarnir fornu leggjast niður, álmenna bænarskráin um verslunarfrelsi er vettugi virt, og ofan á ærin vandræði, sem fyrir eru í landinu, bætist svo siglingateppa af völdum ó- friðarins með Englendingum og Dönum 1807—’14. Frásögnin um þá atburði, er urðu hjer sumarið 1809, hefir því löngum verið kærkomin tilbreyting fyrir þá, sem læra sögu þessara ára. Sagan um byltingu Jörens Jrensens ber nokkurn keim þeirra viðburða, sem þá hafa verið að gerast í ýmsum öðrum löndum. „Hunda dagaveldi“ hans e'r einskonar skopstæling í trúðuleikritsbroti af veldi Napoleons og þeirra er hófust til þjóðhöfðingjatignar fyrir atbeina hans. r Það er því engin furða, þótt talsvert hafi verið um þennan atburð ritað, og íslendingum hafi löngum leikið forvitni á að kynnast æviferli þess manns, sem komið hefir með jafn ein- stæðum hætti við Islandssögu og Jörundur þessi gerði. Merk- ustu rit um þau efni eru „Saga Jörundar Hundadagakonungs’** eftir dr. Jón Þorkelsson þjóð- skjalavörð (útg. 1892) og dokt orsritgerð Helga P. Briem, aðal ræðismanns, „Byltingin 1809“ (útg. 1936): Einnig flutti Jó-; hannes skáld úr Kötlum snjalt og fróðleg útvarpserindi um Jörund árið 1935. Þá hefir skáldunum ekki síður þ<?tt slægur í Hundadagakóngii sem yrkisefni. Þorsteinn Er- lingsson orkti um hann Ijóð; sem tekur yfir 20 blaðsíður í Þyrnum og ýmsir munu samt hafa lært utanbókar Vegna þess hve skemtilegt það er, og spak mæli og-hnittiyrði úr því Ijóði eru almenningi tungutöm í dag legu tali. Indriði Einarsson samtíi leikritið „Síðasti viking urinn“ (1936) um Jörund, og var það leikið hjer í Rvík, eins og mörgum mun í fersku minni. En þótt nafn Jörundar yrði óafmáanlegt í íslenskri sögu og bókmentum, var ekki endilega víst, að því yrði haldið á loft Framh. á bls. 11 = Eldfast 3 1 Pottar — Skaftpottar 2 teg. == Steikarföt = Kaffikönnur 2 teg. ‘ s I Isskápasett 3 stykki = Gjafasett 8 stykki 5s = Könnur 2 tegundir = E Föt — Bakkar = = Skálar með loki =! Hringform S s s s 1/ / fl = werót. v \ovci i 1 Barónsstíg 27. Sími 4519. = limiiiiimininiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin i» i; X-9 V < » v Eftir Robert Sform i < IN^THE C5ATHERINÖ DUSK, FOUR CARG ROLU SWIFTLV UP-STATe,,. TM£ F'B.I. 15 READV TO CLOSB ITS ACCOUNT WlTri BLUE-JAW. B3°l Wc'LL PiCK L’P HAL AND THE BOVS AT TLIE grand-view HOTEL IN BUNNVILLE AND THEN /MOVS ON BLUE-JAW‘£ HlDE-OUT' Kmp í c nturcs Synclicntc. Inc , \\ orlil rijjlits AÍEANWHILE ROXV! DIDN'T I TELL VOU NOT TO COMS m HERE ? Æ I JUST HAD TO see voU' HONEy/ Bur, one hour ahead of tmb f.s.i. AFTER TONIÓHT, |T WILL NOT BE NECES5ARV TO BUV GAS COUPONS FRO/V1 AlR. 1—2) Þegar rökkva tók óku fjórir bílar eftir þjóðveginum frá borgirtni. Ríkislögreglan var nú alveg reiðubúin að gera upp rejkningana við Blá- kjamma. í einum bílnum: Við tökum Hal og strák- ana í Grand-view hótelinu í Bunnville og síðan förum við að greni Blákjamma. 3) En klukkutíma akstri á undan ríkislögregl- unni er Stiletto og þorpararnir hans. — Stiletto: Þegar þessi nótt er úti, gerist engin þörf að kaupa bensínseðla af herra Blákjamma! 4) Á meðart í híbýlum Blákjamma: Blákjammi: Roxy, sagði jeg þjer ekki að þú mættir ekki koma hingað? — Roxy: Jeg varð að hitta þig, ástin mín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.