Morgunblaðið - 15.11.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.11.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 15. nóv. 1944 Útg.: H.f. Árvakur, ReykjavQc Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson * Auglýsingar: Árni óla Ritstjóm, auglýsingar og afgreiösla, Austurstrœti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura meö Lacbðk. Búrfells - Bárður enn á ferð NÝLEGA ritaði Björn Ólafsson grein í Vísi um stefnu hinnar nýju ríkisstjómar, að freista þess, að hefja stór- felda nýsköpun í atvinnulífi þjóðarinnar. Sá hann öll tormerki á framkvæmd þessa áforms, ekki þýddi að stefna að stórfeldri aukningu og nýsköun framleiðslu- tækja þjóðarinnar, því að sýnt væri að atvinnuvegirnir gætu ekki borið sig með núverandi verðlagi og fram- leiðslukostnaði. ★ Morgunblaðið gerði þessi skrif að umtalsefni, sýndi raunar fram á haldleysi þeirra og máttleysi þeirrar van- trúuðu hugsunar, sem þau bygðu á. Forystugrein Vísis í fyrradag snýst um það, að það hljóti að ,,valda nokkurri furðu, hversu mikla vanstillingu Morgbl. sýnir”, út af þessum skrifum Bj. Ól. Nú væri miklu skaplegra fyrir Vísi að gera snefil af tilraun til þess að færa því stað, að í skrifum Morgbl. hafi minstu „vanstillingar” gætt, ef hann endilega vill halda áfram bara að ólátast. ★ Sannleikurinn er sá, að Morgbl. spurði Björn Ólafsson ofur einfaldlega þeirrar spurningar varðandi nýsköpun atvinnuveganna, hvajð hann teldi „að bera sig?” Spurt var að því, hvort leyfilegt hefði verið að hefja nýsköp- unina, ef fyrverandi stjórn, sem Bj. Ól. átti sæti í, hefði tekist að halda dýrtíðinni niðri þar sem hún var, þegar stjórnin tók við völdum, án þess að borga til þess 20 milj. kr. á ári úr ríkissjóði. Enn var spurt: „Hvenær er yfirleitt óhætt að panta tækin að dómi Björns Ólafssonar? Á að bíða þangað til það löngu eftir stríð, að útsjeð þyki um, að verð á útflutningsvörurn falli ekki? — Hversu mörg ár myndi það verða — Og er víst, að íslendingar kæmust þá að með sínar skipabyggingar og nýbyggingar, eða er ef til vill líklegra, að aðrir verði þar fyrir? — Og segjum, að allt bæri sig, þegar skip og önnur tæki eru pöntuð. Hvernig ætlar Björn Ólafsson að tryggja að hlut- fall tilkostnaðar og afraksturs breytist ekki frá þeim tíma og þar til tækin taka til starfa? — Og hvað ætlar Björn Ólafsson að gera, ef þau skyldu ekki bera*sig þá” ★ Þannig var m. a. spurt. En þess hefir ekki orðið vart, að nokkur tilraun hafi verið gerð, hvorki af Birni Ól- afssyni eða Vísi, til þess að svara nokkru af þessu. ★ Það eina, sem Vísir -og Bj. Ól. hafa sagt, er þetta: Af því að fyrverandi stjórn, sem Bj. Ól. átti sæti í, tókst ekki að ráða fram úr því höfuðverkefni, sem hún hafði sett sér, að vinna bug á dýrtíðinni, — þá má.nú ekki hefja neina nýsköpun atvinnulífsins, meðan ekki er búið að vinna verkið, sem fyrverandi stjórn ætlaði að vinna, en gafst upp á. ★ Nei, — Búrfells-Bárður er enn á ferð og ekki hættur að telja sláturkeppina. Vegna þess að ekki hefir verið vítt til veggja í fjárhagslífi þjóðarinnar á undanfömum tím- um, taka Búrfells-Bárðarnir andköf þegar efnt skal til stórra átaka á tímum, sem að vísu eru áhættusamir, — já, verulega áhættusamir, — en fela þó jafnframt í sjer tækifærin og hina miklu möguleika framtíðarinnar. ★ Hin nýja stjórn má fagna því, að henni er heitið stuðn- ingi og óskað heilla með hin háleitu áform sín, af sam- tökum fólksins og fjelagsheildum heilla stjetta. Hvort Búrfells-Bárðum og nöldurskjóðum þeirra tekst að leggja steina í veg hennar að settu marki, fær tíminn og reynsl- an úr skorið. En takist svo til, þá er heillum horfin lítil þjóð á vegamótum nýrra tíma. Að standa saman um stórvirki, sem nú er hægt að vinna, ef hugur fylgir máli, er í dag mál málanna. Að baki eru deilurnar, — framundan sterk og einbeitt þjóð. Lánsútboð Landsbank- ans: 14.5 milj. króna með 4 próseni vöxfum LANDSBANKINN hefir aug lýst útboð á skuldabrjefum tveggja lána, sem Reykjavíkur bær hefir ákveðið að taka. — Annað þeirra, að upphæð 7 milj. kr., er tekið Vegna greiðslu á 4 V2 % stofnkostnaðarláni Sogs- virkjunarinnar frá 1935, og er það trygt með ábyrgð ríkis- sjóðs. Eftirstöðvar sænska láns ins, sem hefir verið sagt upp til»greiðslu 2. janúar næstk., eru nú 4.550 þús. sænskar krónur, og jafngildir það 7.085 þúsund íslenskum krónum. Fjármála- ráðuneyti Bandaríkjanna hefir veitt leyfi fyrir yfirfærslu á dollurum til Svíþjóðar til greiðslu á láninu. Hitt lánið, sem Reykjavíkur bær hefir ákveðið að taka, er til Hitaveitunnar. Það er að upphæð 13.5 milj. kr., en af skuldabrjefum þess eru að svo stöddu ekki boðnar út nema 7.5 milj. kr. Skuldabrjef lánanna bera 4% vexti, en lánstíminn er mis munandi langur. Sogsvirkjunar lánið greiðist. á 15 árum, en Hiatveitulánið á 20 árum. •— Kjörin, sem væntanlegum kaup endum brjefanna eru boðin, eru því mjög hagstæð. Sjerstak lega er ástæða til að ætla, að mikil eftirspurn verði eftir brjefum Sogsvirkjunarlánsins, en þau eru ekki fáanlega nema í sambandi við kaup á brjefum Hitaveitulánsins. Kaup á hin- um síðar nefndu gefa forkaups rjett að sömu upphæð af brjef- um Sogsvirkjunarlánsins, með- an þau endast. Landsbankinn hefir yfirtekið skuldabrjef þessara lána og býður þau nú til sölu á nafn- verði. Fyrsti dagur útboðsins er í dag og er tekið á móti áskriftum í bönkunum, hjá kaupfjelögum og í sparisjóði Hafnarfjarðar. Skuldabrjefin eru í tveim stærðum, 5000 kr. og 1000 kr. og verða þau af- hent áskrifendum 2. janúar næstkomandi, gegn greiðslu kaupverðsins. Áhugi fólks fyrir að ávaxta sparifje í vaxtabrjefum fer stöðugt vaxandi, eins og líka við er að búast þegar peningastofn anir greiða ekki nema 2% vexti af innlánsfje í sparisjóði. Má því gera ráð fyrir mikilli þátt- töku í skuldabrjefaútboðinu, er hefst í dag. Vaxtabrjef Reykja víkurbæjar 5iga orðið miklum vinsældum að fagna hjá sjpari fjáreigendum, vegna þess, að þau eru talin í flokki hinna tryggustu og bestu verðbrjefa, sem völ er á. Hershöf ðing j askipti. London: Hitler hefir skipt um hershöfðingja á vígstöðvun um í Norður-Noregi og Finn- landi. Er Rendulic farinn frá, en við tekur Keitel hershöfð- ingi, náfrændi Keitels mar- skálks, sem verið hefir stjórn- andi herfylkjanna í Rússlandi, síðan styrjöldin hófst þar. Bókaflóð. HIÐ ÁRLEGA bókaflóð, sem venjulega kemur á markaðinn skömmu fyrir jól, er að skella yfir. I prentsmiðjum og bókbands vinnustofum er unnið af kappi til að reyna að vinna upp tímann, sem forgörðum fór vegna prent- araverkfallsins. Bóksali er farinn að rífast við verðlagsstjóra á prenti. Verðlagsstjóri svarar fyr ir sig og bóksalinn svarar vafa- laust aftur. En á meðan á þess- ari deilu stendur keppast bók- salarnir að sýna vöru sína í smekklegum sýningargluggum og viðskiptavinirnir koma í stríðum straumum.— að minsta kosti til að skoða, þó ekki sje annað. • Bókaútgáfa er alvörumál. Það er ekki sama hvernig bækur eru. Þær hafa mikil áhrif á lands- lýðinn, sem les þær. Það kemur svo margt til greina. Hvað hafa bækurnar að flytja. Er efnið holt, eða óholt. Hvernig er málið á~ þeim. Er það spillandi, eða bæt- andi. Þetta og margt annað verða útgefendur að hafa í huga við bókaútgáfu. Þá er ekki sama, hvernig bókin er heft, eða bund- in. Það verður að gæta þess, að ekki sjeu í henni prentvillur og svo framvegþs. I • Menningarbragur. ÞEGAR maðúr skoðar íslensku bækurnar hjer í bókabúðunum, sjer maður, að bókaútgefendur fylgja yfirleitt ströngustu regl- um um bókaútgáfu. Flestar bæk ur, sem út koma, eru það, sem kallað er góðar bækur. Rit, sem eitthvað má læra af, eða sem svala fegurðarþorsta lesandans. Það er að verða menningarbrag- ur á íslenskri bókaútgáfu. Það er þjóðinni í heild til sóma, því það mætti segja eitthvað á þessa leið: „Segðu mjer hvaða bókment ir þjóðin les og jeg skal segja þjer hverskonar fólk það er, sem byggir landið“. o Áhuginn fyrir forn- ritunum. EITT GLEÐILEGT tímanna tákn í bókaútgáfu hjer á landi nú, er áhuginn fyrir útgáfu forn ritanna og rita um sögulegan fróðleik allskonar. Útgáfa Heims kririglu er glæsileg og samboðin því merka riti. Flateyjarbók er og að koma út í vandaðri útgáfu. Almenningur sækist eftir sögu- legum fróðleik allskonar og út- gefendur reyna að fullnægja eft irspurninni eftir bestu getu. Þýddu baekurnar. ÞÝDDU bækurnar eru ekki' heldur valdar af verri endanum, yfirleitt, þó einstaka „eldhúsró- man“ fljóti með. Bækur eins og „Lögreglustjóri N*apoleons“, — „Katrín mikla“, „Niels Finsen“, og „Thorvaldsen“, svo nokkrar sjeu nefndar, sóma sjer í hvaða bókaskáp sem er. Þá er og ný- komin út bók Jan Valtins, þýska kommúnistans, sem lýsir hinu viðburðáríka lífi sínu. Þar eru hroðalegar lýsingar á starfsað- ferðum kommúnista og villi- mensku nasista. Friðsamt fólk á bágt með að leggja trúnað á alt, sem þessi höfundur segir. En á hinn bóginn er svo mikið af at- burðum lýst í bókinni, sem vitað er að eru rjettir, að ekki er hægt að segja hana ósanna. í mörgum atriðum eru lýsingar hans af pyntingaraðferðum nasista eins og aðrir fangar þeirra hafá skýrt frá. Og nú eftir frelsun Frakk- lands og Belgíu hafa fundist sann anir fyrir því, að nasistar pína fanga sína á dýrslegan og við- bjóðslegan hátt, eins og Valtin segir frá. En nóg um það í bili. Það var ekki einstök bók, sem átti hjer að vera til umræðu,. heldur bækur yfirleitt. © Góð hugmynd. FYRIR nokkrum dögum las jeg auglýsingu hjer í blaðinu frá bókaútgáfu Guðjóns Ó. Guðjóns- sonar. Þar kom fram fyrirtaks hugmynd. Bókaútgefandi þessi tilkynnir, að hann hafi á prjón- unum útgáfu á úrvalsverkum helstu rithöfunda heimsins á íslensku. Og hann hefir trygt sjer færustu mentamenn okkar til að þýða verkin á íslensku. Þetta verður vafalaust vinsæl útgáfa. Ytri frágangur bóka. YTRI frágangur íslenskra bóka er yfirleitt góður og sumar bæk- ur eru verulega fallega bundnar og vel frá þeim gengið í alla staði. Það sýnir, að handverks- menn okkar á þessu sviði geta gert vel og þess óafsakanlegra er það, ef út eru gefnar þækur, sem illa er gengið frá. Prentvillur eru leiðinlegastar, en um leið algengasti galli á ís- lenskum bókum. Það er hörmu- legt að. sjá prentvillur í dýrum og að öðru leyti vönduðum út- gáfum. Trassaskapur, sem ekki ætti að þurfa að koma fyrir. Það er líka óskemtilegt að sjá fingra för prentaranna á bókum, sem prentaðar eru á vandaðann pappír og sem seldar eru dýru verði. • Mestu bókaormar. ERLENDIR menn, sem hingað koma, furða sig oft á öllum bóka búðunum, sem hjer eru svo að segja í hverri götu. Þeir eru'undr andi yfir þeim sæg prentaðs máls, sem út kemur hjer á landi. I merku amerísku riti var á það bent einu sinni í fyrra, að það væri hlutfallslega fleiri bókabúð ir í Reykjavík, en nokkurri amerískri borg. Þetta er okkur til hróss sagt. Við erum kallaðir bókaorm- ar, íslendingar. Við skulum láta okkur vel líka, á meðan við gæt um þess að krefjast eingöngu hins besta á bókmentasviðinu. Verslunarjöfnuð- urinn. jan.-okf., óhagstæður unt 2 milj. kr. SAMKVÆMT upplýsingum, sem blaðið fekk hjá Hagstof- unni, hefir verslunarjöfnuður- inn við útlönd tíu fyrstu mán- uði ársins verið óhagstæður um tvær miljónir króna. , Innflutningur á þessum tíma jan.-okt., nemur alls 209,9 milj. króna og útflutningur 207,9 milj. króna. — Á sama tíma í fyrra var verslunarjöfnuðurinn óhagstæður um 14,5 milj. Var þá flutt inn fyrir 206,6 milj., en út fyrir 192.1 milj. I októbermánuði var jöfnuð- urinn hagstæ^ur um 4.1 milj. króna. Útflutningurinn nam 31.0 milj. og innflutningur 26.9 milj. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.