Morgunblaðið - 15.11.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.11.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 15. nóv. 1944 IViinningarorð um Gísla Jónsson listmálara Höndin er stirðnuð, hjartað hætt að bærast, en minningin lifir um góðan dreng., Gísli Jónsson andaðist 9. þ. m. eftír langa og erfiða legu. í dag verður hann jarðsunginn. Hann var fæddur 4. sept. 1878. Foreldrar hans voru hjón in Jón Bjarnason og Ingveldur Gísladóttir, sem lengst bjuggu í Búrfellskoti í Grímsnesi. Voru þau hjón Ölfusingar og náskyld þeim merku Búrfellshjónum, Magnúsí Sæmundssyni og konu hans, Guðrúnu Gísladóttur, en þær voru hálfsystur Ingveldur og hún. Gísli ólst upp hjá foreldrum sínum í Búrfellskoti og við þann stað var hann oft kendur, eins og fleiri þau systkin, en þau voru 9 alls og eru nú að- eins 4 þeirra á lífi, 3 systur og 1 bróðir, Guðjón Jónsson kaup- maður á Hverfisgötu 50 hjer í bæ. Eins og að líkum lætur, varð Gísli snemma að taka til hend- inni við heimilisstörfin og er hann hafði þroska til, fór hann til róðra með föður sinum í Þorlákshöfn, eins og þá var títt. Snemma hneigðist hugur Gísla að því að teikna og varði hann frístundum sínum löng- uiji við að draga upp myndir. Um það hugsaði hann og dreymdi. En ekki var hægt um vik í þá daga og fáir sem skildu slíka draumaþrá. Þó auðnaðist honum að dvelja einn vetur á Akureyri og njóta tilsagnar hjá Einari Jónssyni málara, er síð- ar fluttist hingað og varð kunn ur málari. Um tvítugsaldur rjeðst Gísli að Elliðavatni til frú Ragn- hildar Gísladóttur og var þar ráðsmaður uns hún hætti bú- skap. Fluttist hann þá að Mos- felli í Grímsnesi til sjera Gísla Jónssonar og frú Sigrúnar Kjartansdóttur. Mun hann hafa haft þaðan gott vegarnesti, eins og fleiri, sem áttu því láni að fagna, að dvelja hjá því af- bragðs fólki. Eftir fá ár fluttist Gísli suður yfir heiði og hefir dvalið þar síðan og lengst hjer í bænum, að Bergi við Lang- holtsveg. UMSLOG fyrirliggjandi. Eggert Eiristjánsson & Co., h.f. Nú var það sjeð, hvað verða vildi- Hann var alráðinn í því að helga málaralistinni líf sitt og sá ásetningur varð að veru- leika, sem lánaðist langt fram yfir það sem ætla mátti eftir öllum aðstæðum. Hann málaði síðan alla æfi og varð afkasta- mikill og góður málari og eru myndir hans víðsvegar að, af hinni fögru og sjeerkennilegu náttúru landsins. Margir eru hjer á landi sem eiga fjölda málverka eftir hann og þau s^ást einnig víðsvegar um hinn menlaða heim. Listgáfa hans var ótvíræð. — Jeg minnist þess, að eitt sinn kom einhver hinn besti og vandvirkasti málari landsins heim til mín og sá málverk eftir Gísla. Kvað hann alveg að- dáunarvert hve myndin væri vel gerð, þegar litið væri lil þeirra aðstæða er málarinn hafði orðið að búa við. Kona og börn hafa mikið mist við burtför þína, ekki síst ungu börnin þín. Vinir þínir minnast þín með þakklæti fyrir samveruna. Jeg óska að þú nú megir fyrir kærleika guðs, uppskera þá fegurð og gæsku, sem þú þráðir svo mjög. Steindór Gunnlaugsson. Gjafir til björgunarsveitarinn- ar „Fiskaklettur", Hafnarfirði, árið 1944: Þórður Jónsson 10 kr. Jón Pálmason 5 kr. Olafur Jóns 200 kr. Arni Sigurjónsson 5 kr. P. S. 10 kr. Axel Kristjánsson 10 kr. Steinar Axelsson 25 kr. Elías Guðjónsson 25 kr. Haukur Vig- fússon 25 kr. Valdimar Hannes- son 10 kr. Bergur Bjarnason 10 kr. Aætlunarbílar Hafnarfjarðar 250 kr. Skipverjar á b.v. Júní (áheit) 80 kr. Jón Vigfússon 100 kr. S. K. 5 kr. F. Hansen kaupm. son 10 kr. Með þakklæti f. h. deildarinnar Stígur Sæland, gjaldkeri. Börn, unglingar eða eldra fólk óskast til að bera Morgunblaðið til kaupenda víðsvegar um bæinn nú þegar. Miklar endurbætur á höfninni í Eyjuar Veslmannaeyjum, þriðjudag. Frá frjettaritara vorum. Á VEGUM Hafnarsjóðs, eri j nú framkvæmdar ýmsar endu' í bætur á höfninni. Má þar ti j fyrsl telja, að dýpkunarskii | hafnarsjóðs, vinnur stöðugt a? jj dýpkun hafnarinnar. Þá er vei í ið að byggja grjótgarð er ligg- j ur frá vestri hlið bæjarbryggj- unnar, að svo nefndum Bratta j Verður garour þessi rúmlegE I 200 metra langur. Fyrirhugað I er að steypa úr steinsteypu, framhlið einhvers hluLa garðs- ins og verður við þá aðgerð sæmilegt bryggjupláss fyrir vjelbátana. Fyrir innan nefndan garð, myndast pollur, sem ætlunin er að dýpkunarskipið fylli með sandi, er það grefur upp úr eystri hluta hafnarinnar. — Er þessi pollur hefir verið fyltur, myndast þarna nýtt land, sem hafnarsjóður. eignast. Verður land þetta um 18 þúsund ferm. að stærð. í fyrrasumar Ijet Hafnarsjóður byrja á að byggja bryggju úr timbri inn í _svo- kölluðum Botni, sem er fyrir botni hafnarinnar.Kom bryggja þessi að miklum notum á s.l. 1 velri, þó að ekki væri hún full- gerð, en nú er unnið að undir- búningi undir^ að fullgera bryggjuna, sem menn vona að takist, svo fremi að timbur, sem væntanlegt er til bryggjunnar, komi innan skamms. Þá er byrjað á að steinsteypa Skildingaveginn, sem nær frá Básaskersbryggjunni og upp að Strandvegi. Norsk hermálaRefnd fil Noregs LONDON í gær: — Norsk hermálanefnd er lögð af stað frá Bretlandi til Noregs og mun hún fylgjast með rúss- neska hernum í sókn hans í Norður-Noregi. Fyrirliði nefnd arinnar ,er Dahl ofursti, en nefndin er undir yfirstjórn hermálafulltrúa Norðmanna við sendisveit þeirra í Moskva, Steffens hershöfðingja. Sólmundur Einars- son sexlugur SÚ VAR tíðin, að við sátum í sama bekk í Flensborgarskóla 1903—1904. Þótti hann röskur í námi og var álitinn dugnað- ardrengur livar sem hann kom að t'erki. Því þótti okkur öll— um skólabræðrum hans óvæn- iega áhorfast, er við fengum fregnina um það, að hann væri lagstur í taugaveiki. Þá voru ekki samgöngur milli Hafnar- fjarðar og Reykjavíkur eins og nú. Hvað átti að gera? Ekkert annað ráð en koma honum til Reykjavíkur með handkrafti skólabræðra hans. Frá Hafnar- firði til Reykjavíkur bárum við hann 48 skólabræður, skiftir í sex flokkav— Inn í Landakols- spítala fórum við með hann. Ilonum batnaði veikin skjót- lega, sem okkur alla gladdi. Sólmundur hefir reynst hinn traustasti og ágætasti maður í hverju starfi, sem hann hefir komið að. Hann var einn af stofendum Frjálslynda kirkjusafnaðarins- í Reykjavík og alltaf í stjórn hans. Þess má geta um foreldri hans, að hann er af hinni frægu og miklu Kjósarætt. Fyrir hönd allra skólasyst- kina og vina, leyfi jeg mjer að óska honum allra heilla á 60 ára afmælinu. Sig. Arngrímsson. ÖEST AÐ AUGLYSA í ;! 1-9 Eflir Roberf Storm NEAH...WE HAD A L/TTLE TROUBLE WITH THAT öUV 'you SENT HER£ — HE'S A COP! WE HAD TO CUT TH£ WIRE. WM HONEV, ANOTHEg MAN HA$ BEEN HAN6IN6 AROUND THE CLUB FOR THE PA£T WE0K l I—I TH/NK HE'5 A COP HE PRO0A0LV FOLLÖW6D VOU! HE STARTED TO, BUT I GAV£ Hl/Vt THE SLIP ...l'M £ÚRE. < I TRIED 70 ‘PH0NE...THE OPERATOR SAID THE LINE WAG DEAD/ a WHY, YOU LITTLE FOOLl AND YOU CAME HERET 1—2) Blákjammi: Roxy, jeg bannaði þjer að koma hingað. Hvers vegna heldurðu þig ekki i kránni. — Roxy: Jeg reyndi að hringja til þín, en það var sagt að sambandið væri slitið- — Blá- kjammi: Já, við lentum í svolitlu'klúðri með gutt- ann, sem þú sendir hingað, hann er spæjari. Við urðum að slíta símasambandið. 3—4) Roxy: Ástin mín, það hefir annar maður verið að sníglast í kringum krána síðustu vikuna. Je-jeg held að það sje lögregluþjónn. Blákjammi: Hvað segirðu, bjáninn þinn, og þú komst hingað? ... Hann hefir sennilega elt þig. — Roxy: — Hann reyndi það, en jeg stakk hann af, jeg ábyrgist það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.