Morgunblaðið - 23.11.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.11.1944, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 23. nóv. 1944. 1« ,,Þakka yður fyrir“. Hann leit á klukkuna". Hún ætti að hafa lokið læknis- og tollskoð- un fyrir hádegi, og Larrieau, skipStjórinn, kemur þá hingað í síðasta lagi kl. 1. Þjer þekk- ið hann áreiðanlega þegar í stað, ungfrú Mather. Hann er geysistór náungi með mikið, hæruskotið skegg. Þegar hann kemur, þá vísið honum strax inn til mín. — En annars er jeg ékki við, ef einhver spyr eftir mjer“. Hann hjelt áfram dagdraúm- um sínum, og andaði djúpt að sjer reyknum úr pípu sinni. Hugur hans hvíldist algjörlega frá öllu, er við kom starfi hans og daglegu þrasi. Hann hafði sjerstakt lag á því að einangra sig þannig, hvíla taugarnar og sálina frá öllu arginu, sem nú- tíma amerískur kaupsýslumað ur verður að þola. Þegar klukkan var fimtán mínútur yfir 12 kom ungfrú Mather inn á skrifstofuna. „Það var verið að hringja frá Melggs Wharf skrifstofunni og segja, að ,,Moorea“ hefði fengið heilbrigðisskírteini sitt, ’en skipstjórinn væri veikur og læknirinn ætlaði að senda hann ;til Angel-eyjarinnar“, sagði hún. „En sjúkdómur hans er bersýnilega ekki smitandi, því að læknirinn sagði, að óhætt myndi fyrir yður að héimsækja hann. Skipstjórinn biður yður að koma um borð eins fljótt og þjer getið og hafa með yður lögfræðing og mikið af blóm- um“. Danni Pritchard lyfti auga- brúnunum. „Það var undarlegt! Þetta hlýtur þá að vera eitt- hvað alvarlegt sem að honum gengur“. „Það getur varla verið, því að þá hefði hann sennilega-beð ið yður að koma með lækni, til þess að fá úrskurð heilbrigðis- fulltrúans staðfestan. Og hald- ið þjer, að hann hefði þá ekki sent eftir presti?“ „Presti! Ekki heiðinginn sá!| Eina tilfinningin, sem hann myndi finna til, ef hann sæi nú fyrir endann á lífi sínu, væri áköf, vísindaleg forvitni á þessu merkilega fyrirbæri, sem við köllom dauða. — Viljið Þjer gjöra svó vel að hringja: fyrir mig til hr. Henderson, hjá Page & Henderson, lögfræðing um okkar, og spyrja hann, hve- nær hentugast væri fyrir hann að koma með mjer um borð í „Moorea“.“ „Jeg hefi þegar hringt í( hann, hr. Pritchard. Hann sagð ist mundu hitta yður hjá Meiggs Wharf kl. 4 — nema hægt væri að fresta því til morguns að fara“. „Það er ekki hægt. Gaston • gamli gráskeggur er óþolinmóð ur karl, og þetta virðist vera áríðandi. Eegið*hr. Henderson, að jeg hitti hann þá kl. 4 hjá Meiggs Wharf. Hringið síðan fyrir mig til Crowley gistihúss ins og biðjið um að.hafa tjl kvöldverð handa okkur kl. 5. Og þegar þjer hafið lokið því, megið þjer eiga frí“. Ný saga aóím5. iJamea er níf ^ramhaLclóóaja rvlorcjun- inó. J-^etta er pimti (lacjurinn, óem Lún inu. — jpennancli áótaróacja, óem cjeriót í _ Jhneríhu. — - Jcjícjiót me Á jrá hijrj- un — fcac) borcjar óicj. er c tHaócnu „Þakka yður fyrir, hr. Pritc- hard. Ungfrú Morrison er inni á skrifstofu hr. Casson. Hún sagðist ætla að líta inn til yð- ar seinna“. Þegar einkaritari hans var farinn, tók hann aftur til við drauma sína, en var vakinn upp úr þeim klukkan hálf eitt við að barið var að dyrum hjá honum. Hann sneri sjer við. I dyrunum stóð ung stúlka. „Má jeg koma inn?“ spurði hún. „Auðvitað máttu það, Maisie. Þú ert eins velkomin og and- vari í stafalogni. Besta sætið í skrifstofunni er ekki nógu gott handa þjer“. Hann rjetti fram höndina og hneigði sig djúpt. „Situr þú hjer og lætur þig dreyma, drengur minn?“ Stúlk an, sem. hjet Maisie Morrison og var frænka Casson, er var annar eigandinn að fyrirtæk- inu, fjekk sjer sæti og horfði glaðlega á langt, fremur alvar- legt andlit Daníels, sem nú ljóm aði af gleði yfir að sjá hana. „Það var mjög fallegt af þjer að líta inn til mín, Maisie“, sagði hann. „Og þetta er falleg ur hattur, sem þú ert með. — Raunar hefi jeg sjaldan sjeð þig eins — eh — eins glæsi- lega og í dag“. Það var mjög líkt honum að virða þannig alveg að vettugi spurningu hennar. „Fáðu þjer sæti, Abraham Lincoln“, bað hún. Hann hlýddi. „Hvers vegna kallar þú mig Abraham Lin- coln?“ • „Þú ert eitthvað svo langur og renglulegur, grindhoraður og kinnfiskasoginn! Bak þitt er farið að bogna, eins og allar heimsins áhyggjur hvíldu þar, og þegar jeg kom hjer inn áð- an, var andlit þitt svo óendan- lega raunsætt. I raun rjettri ert þú mjög hversdagslegur og venjulegur maður, Danni — þangað til þú brosir. Þá ertu nokkuð góður. Hægri augabrún þín er um það bil fjórðungi hærri en sú vinstri, og það ger- ir bros þitt dálítið dutlunga- fult, þótt þú sjert langt frá því að vera nokkuð dutlungafull- ur“. Danni leit niður og virtist brjóta heilann ákaflega. „Ef til vill er þetta vorinu að kenna“, sagði hann hátt, en þó eins og hann væri að ávarpa sjálfan sig. „En þó líklega ekki, því að jeg finn þetta allan ársins hring, á sumrin, véturna og haustin. Jeg vil fara burtu. Hvert — veit jeg ekki“. ’ „Ef til vill þjáistu af því, sem sálfræðingar kalla „hinn guð- dómlega óróa“.“ „Jeg þjáist af því sama og ferkantaður nagli í kringlóttu gati. Svo mikið veit jeg. Kringl ótta gatið er viðskiftaheimur- inn, en jeg er ferkantaði nagl- inn. Þetta ástand er raunar hræðilegt, Maisie, vegna þess, að allir halda, að jeg falli svo prýðilega inn í gatið. En jeg veit, að það geri jeg ekki“. Hún horfði rólega á hann, gagnrýnandi, en samúðarlaust. Eins og margar kynsystur henn ar trúði hún því, að karlmönn- um hætti oft til þess að kenna í brjósti um sjálfa sig vegna einhverra smámuna. Skynsemi hennar sagði henni, að Danni hefði aðeins vakað of lengi nóttina áður, og sennilega borð að eða drukkið eitthvað, sem Ijet illa í maga. „Þetta' voru óvæntar og skemtilegar frjettir. Jeg hefi altaf heyrt, að þú værir sjer- lega snjall kaupsýslu- og fjár- málamaður11. „Það er jeg ekki“, mótmælti hann með nokkrum þjósti. ;íEn ef jeg skyldi nú samt sem éð- ur vera það, er það aðeins vegna þess, að jeg hefi gert mjer mikið far um að verða dugandi í þessu fyrirlitlega starfi. Jeg veit vel; að menn ætla alment, að jeg sje langt frá því að vera nokkur afglapi í viðskiftum, þar sem jeg er bankastjóri, forstjóri útgerðar- fjelags og.í raun rjettri drif- fjöðrin í fyrirtækinu Casson & Pritchard. En jeg hefi and- stygð á því öllu saman. Hugs- aðu þjer þá gjörspillingu, Maisie, að nota allan sinn tíma, alt sitt líf til þess eins að græða peninga. Hver meðalskussi, sem gerir það að lífsstarfi sínu, getur ekki hjá því komist að skilja eftir álitlega fjárfúlgu handa erfingjum sínum til þess að rífast um. Það er ekki mik- ill vandi að græða peninga. En það er aftur á móti mikill vandi að mála fallegt mál- verk“. Augun jeg hvíli með GLERAUGUM frá TÝLI. Djákninn og drekinn Æfintýr eftir Frank R. Stockton. 10. Því fór nú drékinn að hlýða krökkunum yfir. — Þau reyndu með öllu móti að muna það, sem þau höfðu lært. Þau voru dauðhrædd við drekann, svo hrædd að þau kunnu eins og þau höfðu aldrei kunnað áður. Einn af drengjunum, mjög aftarlega í röðinni í bekknum, svaraði svo vel, að drekinn varð alveg hissa. „Eiginlega ættir þú nú að vera efstur í bekknum”, sagði hann við strákinn. „Jeg er viss um það, að þú hefir aldrei kunnað svona vel. Hvernig stendur á því?” „Vegna þess að jeg kærði mig ekkert um það“, sagði drengurinn, skjálfandi á beinunum. Honum fanst hann verða að segja sannleikann. því öll börnin hjeldu að stóru augun drekans sæju inn í hugskot þeirra og hann gæti vitað ef þau segðu ósatt. „Þú ættir að skammast þín”, sagði drekinn. „Nú ertu neðstur í bekknum, og ef þú ert ekki orðinn efstur eftir tvo daga, þá veit jeg hversvegna það er”. Daginn eftir var drengurinn efstur í bekknum. Það var alveg dæmalaust, hve mikið þessi börn lærðu nú af því, sem þeim hafði áður verið kent. Það var eins og þeim hefði verið kent allt saman upp aftur. Drekinn var ekki vondur við börnin, en það var eitthvað við hann, sem gerði það að verkum, að krakkarnir vildu helst ekki fara að hátta fyr en þau kunnu lexíurnar sínar fyrir næsta dag. Nú var sumarið liðið og óðum leið að jafndægrum. Voru nú borgarbúar mjög kvíðnir og órólegir. Ekki sýndi drekinn á sjer neitt fararsnið, en virtist vera setstur að fyrir fult og allt í borginni. Brátt myndi koma þar að hann þyrfti að fá sjer sína árlegu máltíð og hvað mvndi þá ske? Náttúrlega yrði ófreskjan mjög svöng og mvndi jeta upp öll börnin í borginni. Og nú þótti fólkinu skelfing leitt, að það hafði rekið djáknann burtu, því hann var eini maðurinn, sem það gat treyst til þess að tala við drekann, eins og maður við mann, og komast að því, hvað hann ætlaði að gera. En ekki dugði samt að leggja árar í bát. Eitthvað varð að gera og það undir eins. Var nú boðað til almenns borg- arfundar, og tveir rosknir menn kjörnir til*þess að ræða við drekann. Var þeim falið að bjóða honum fyrjr hönd borgarbúa í mikla matarveitslu, jafndægrakvöldið, — veitslu, sem hann gæti fullkomlega satt hungur sitt í. -— Skyldi þar vera fram borið fyrir hann feitasta kjötið, sem hægt væri að fá, einnig fiskur og hvað annað, sem hann FLOYD ODLUM og konu hans var eitt sinn sem oftar. boðið í samkvæmi í New York. Það stóð svo illa á, að einu skórnir, sem Odlum hafði við hendina, voru ljósbrúnir. Kona hans fann því upp á því snjall ræði rjett áður en þau fóru, að lakka þá svarta. A meðan á borðhaldinu stóð sneri húsmóð irin sjer að syni sínum og sagði: „Kalli, jeg finn máln- ingarlykt. — Gleymdirðu að ganga frá málningnuni'í kjall- aranum?“ Þegar sonurinn hafði fullviss að móður sína um, að því hefði hann ekki gleymt, fóru allir að tala um, hvaðan þessi lykt kæmi, en Odlum sór og sárt við lagði, að hann fyndi alls enga annarlega lykt. ★ EITT SINN, þegar þeir ræddust við, Beaverbrook lá- varður og Sinclair Lewis, sagði Lewis við hvert nýtt viðræðu- efni: „Hvað heldur þú um það, Max?“ Þegar þeir höfðu þannig haldið áfram í átta klukkutíma, fór Beaverbrook að leiðast þetta og sneri sjer alt í einu snögt að vini sínum og sagði: „Hvað heldur þú um það, Sinc?“ „Það er alveg stórmerki- legt“, sagði ensk aðalskona eitt sinn við stjettarbróður sinn, „hvað slúðrið fær byr undir báða vængi. Getið þjer trúað öðru eins: Það er búið að bera það út um alt, að jeg hafi eign- ast tvíbura". „Frú, jeg hefi það fyrir reglu að trúa aldrei nema helm ingnum af því, sem jeg heyri“, svaraði aðalsmaðurinn. ★ Eitthvað um 2630 árum fyr- ir Krists burð átti kínverski keisarinn Hoang-ti að hafa fundið áttavitann upp. — Það va*r svo ekki aftur fyr en 1302 e. Kr. að Evrópumaðurinn Gioja fann hann upp. ★ Elsta egyptska landakortið, sem fundist hefir, er frá því árið 1370 f. Kr. — Það er teikn að á sefpappír og er af gullnám unum við fjallið Bechem.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.