Morgunblaðið - 01.12.1944, Síða 2

Morgunblaðið - 01.12.1944, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 1. des. 1944 Byggingarsjóður Sjálfstæðisilokksins FIÍVITI dagur fjársöfnunarviku byggingarsjóðs Sjálfstæðis- f lokksins er í dag. Reykvíkingar! Sjálfstæðisflokkurinn heitir á ykkur til liðsinns við ?ð koma upp flokkshúsinu! Óiafur Thors, forsæfisráðherra: TIL SKAMMS tíma gat ekki fiettið að stærsti stjórnmála- flokkur landsins ætti þak yfir höfuðið í sjálfum höfuðstað landsins. Þó kom þar. að Sjálfstæðis- fíokkurinn festi kaup á húseign í hjarta bæjarins. Lóðin er stór og legan fögur, en húsið er lít ið og gamalt og allsendis ófull nægjandi. Hafa því hinir dug- n-estu úr forystuliði flokksins ' -— konur og karlar — ákveðið a'ö reisa flokknum' tafarlaust veglegan samastað, er nægi allri flokksstarfseminni í Rvík og hýsi auk þess miðstjórn fiokksins. Sjerhver sá ,er auka vill veg sjálfstæðisstéfnunnar, má treysta því að því fje er vel varið, er hann lætur af hendi rakna við byggingarsjóð Sjálf- stæðismanna. Það mun sannast áþreifanlega þegar byggingunni er íokið og flokksstarfið hefst við hina nýju aðstöðu. Þá munu menn spyrja: „Hvernig í ósköp ’untim var mögulegt að halda tippi floksstarfsemi áður‘:. Og I mun margur segja: „Jeg héfi aídhei Iagt flokknum lið, er bor ið -befir jafn margfaldan ávöxt o'g krónurnar sem jeg gaf I hús- l>yggingasjóðinn“. Það er raunverulegt hags- iriunamál allra íslendinga að .sjálfstæðisstefnan fái viðunandi f'fóunarskilyrði. Það er metnaðarmál allra .SjáTfstæðismanna að hið nýja hus rísi fljótt frá grunni — og skuldlaust. Sjálfstæðismenn! Takið þvf vel þeim er nú safna fje fyrir flokkinn. Bjdrflj Benediktsson tsorgarsijóri; MEÐ BYGGINGU hins nýja flokkshúss er í Senn leyst úr brýjini þörf Sjálfstæðismanna, sjerstaklega og Reykvíkinga í heíld. Undanfarin ár hefir ekkert fremur háð starfi flokksfjelag- anfla í bænum en skortur á nægilega stórum og hagkvæm- umum salarkynnum til funda- liílda. Á þessu fæst ráðin bót með flokkshúsinu. Þegar það er komið upp, verður hægt að haga fundum, samkomum, störfum á kjördag og öðru sliku. sem vinna þarf fyrir flokkinn, eftir því sem honum og fylgismönnum hans hentar hest. Flokksmenn þurfa eigi framar að eiga það undir ann- aria náð, hvort þeir mega hitt- ast og vinna sartian að hugðar- efnum sínum. En það verða miklu fleiri en Sjálfstæðismenn einir og fje- lagsskapur þeirra, sem hafa munu not af hinu nýja húsi. — Það ei’ kunnara en frá þurfi að segja, að stórkostlegur skort ur er nú á húsrúmi til hvers- konar samkomuhalds í bænum. Úr þessu-verður að verulegu leyti bætt, til gagns fyrir alla bæjarbúa, með flokkshúsinu, þar sem fyrir verður komið stærsta samkomusal í bænum. Sjálfstæðismenn í Reykjavík vinna því ekki einungis flokki sínum, heldur og bæjarfjelag- inu í heild, stórmikið gagn með því að koma hinu myndarlega flokkshúsi hið fyrsta upp. Lúðvík Hjáhntýsson, form. Heimdallar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR- INN hefir hafist handa um byggingu á myndarlegu húsi á glæsilegri lóð við Austurvöll. Þegar þessu verki er lokið, sem væntanlega verður næsta sum ar, hefir flokkurinn eignast mjög góð húsakynni fyrir Starfsemi sína. En auk þess glæsilegasta og stærsta sam- komu- og furvdarsal, sem til þessa hefir verið byggður á Is- landi. Almenn fjársöfnun til .styrktar þessari .byggingu er nú hafin, fyrir forgöngu Full- trúaráðs Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Allir meðlimir Sjálf stæðisfjelaganna í bænum, hafa fengið sent ákveðið magn af styrktarskjölum, auk þess sem umdæmafulltrúarnir í bænum hafa fengiði skjöl til að selja, hver í sínu umdæmi. Þessi til- högun á fjársöfnuninni hefir gefist vel og alt útlit fyrir góð- an árangur. Auk þess hafa menn komið á skrifstofu flokks ins og lagt þar fram styrk til þessa nauðsynlega fyrirtækis. En betur má ef duga skal. Framkvæmd verksins kostar mikið fje, sem ekki fæst nema með sameiginlegu átaki allra Sjálfstæðismanna í bænum. — Jeg vil þessvegna sjerstaklega skora á unga fólkið í Reykja- vík, að leggjast á eitt um að gera þessa fjársöfnun sem glæsi legasta. Með því vinst tvent: Öll aðstaða til skipulegrar vinnu í þágu flokksins verður auðveldari, og í öðru lagi rís af grunni, fyrir sameiginlegt átak fólksins,'hús, sem það á sjálft, getur sameiginlega notið í góðra skemtana og aukið braut argengi Sjálfstæðisflokksins. 5 nýjar bækur 5 NÝJAR BÆKUR. Undanfar in ár hefir ísafoldarprentsmiðja haft þann sið, að senda útgáfu- bækur sínar að haustinu frá sjer í kippum, ef svo mætti að orði kveða. Það er að þær hafa kömið margar í einu, með nokkru millibili. í dag sendír prentsmiðjan á markaðinn 5 nýjar bækur, og að minsta kosti ein þeirra mun vekja alþjóðar athygli, en það er bók Ólafs prófessors Lárus- sonar, er hann nefnir Byggð og sögu. Bókih er i 12 köflum, er hann nefnir: Úr byggðarsögu Islands, Eyðing Þjórsárdals, Hversu Seltjarnarnes byggðist, Kirknatal Páls biskups Jóns- sonar, Undir jökli (ýmislegt um Bárðar sögu Snæfellsáss), Ár- land, Þing' Þórólfs Mostrar- skeggs, Elsta óðal á íslandi, Guðmundur góði í þjóðtrú Is- lendinga, Nokkur byggðanöfn, Kirkjuból, Hítará. Eins og sjest á þessu, kennir margra grasa í bók prófessorsins, og munu margir bókamenn líta til henn- ar hýru auga. Önnur bókin er eftir Þórunni Magnúsdóttur skáldkonu og nefnir hún bókina Evudætur. Eru þetta átta smásögur og hef ir Tryggvi Magnússon skreytt bókina með allmörgum mynd- um, bæði fyrir ofan upphaf sagnanna og nokkrar heilsíðu- myndír. Þórunn er löngu orðin þjóðkunn fyrir skáldsögur sín- ar, og þykir þó mörgum smá- sögur hennar bera af öðru því, er hún hefir skrifað. — Þriðja bókin er eftir síra Kristinn Daníelsson. Er það „Nokkrar athugasemdir um bók Sigurðar Nordals, Líf og dauði. Er sú bók kom út, urðu um hana allmiklar umræður manna á meðal. Síra Kristinn Daníels- son gerir í þessari bók grein fyrir skoðunum sínum á þeim málum, er erindi Nordals fjöll- uðu um. Fjórða bókin er Kristín Svía- drotning, eftir Frederick L. Dunkar, í þýðingu eftir Sigurð Grímsson. Höfundurinn er af gamalli þýsk-skotskri ætt, fædd ur 1888. Hann hefir samið nokk ur rit um Menningar- og lista- sögu Rómaborgar aUk æfisagna Fimta bókin heitir Þögul vitni, eftir John Stephen Strange. Sagan birtist neðan- máls hjer í blaðinu fyrir nokkru og er óVenju viðburðarrík og skemtileg aflestrar. Erlendum verka- mönnum lagðar lífsreglur London í gærkveldi. AÐALIIERSTJÓRN banda- manna á Vesturvígstöðvun- um hefir látið útvarpa oro- sendingu til erlendrá verka- manna í Þýskalandi, sjerstak- lega í þeím hjcruðum, sem, næst eru vígstöðvunum. Var verkamönimm ráðlagt að fara frá vinnustöðvum sínum og fela sig, uin leið og herir handamaima kæmu þar, sem þeir vinna, en gefa sig svo frarn við þá, er svæðin væm lireinsuð af Þjóðverjum. — Reuter. Stórfeídar breyting- ar á fjárlagafrum- varpinu , FRAM er komið á Alþingi nefndarálit frá fjárveitinga- nefnd um f.járlagafrumvarpið 1945 og breytingartillögur, sem eru fjölda margar og stórar. í álitinu segir, að nefndin hafi haldið 65 fundi og að henni hafi borist 410 erindi. Hlje varð á störfum nefndar- innar meðan þingfundum var frestað, þar eð hin nýja ríkis- sljórn var að athuga og undir- búa ýms mál. Hófst því næst samstarf milli ríkisstjórnarinn- ar nefndarinnar um breytingar á frumvarpinu. „Hefir þelta samstarf verið óslitið síðan og' yfirleilt farið vel á með nefnd- inni og ríkissljórninni“, segir í álili nefndarinnar. Ilækkun tekjuáætlunarinnar. Nefndin leggur til, að tekj- urnar á 2 gr. (skattar og tollar) hækki um 6.1 milj. kr., en sund urliðast þannig: Tekju- og eignarskattur 15 milj., stríðs- gróðaskattur 0.5, vörumagþs- tollur 1.0, verðtollur 3.0 og inn- flutningsgjald af bensíni 0.1 milj. kr. Þá leggur nefndin einnig til, að rekstrarhagnaður áfengis- verslunarinnar hækki um 6.6 milj. og tóbakseinkasölunnar um 0.4 milj. kr. Hækkun tekjuáætlunarinn- ar nemur samtals kr. 13.167.179. Gjaldahækkanir Þær eru margar og miklar samkvæmt tillögum nefndar- innar. Heildarhækkanir á gjaldalið- um frumvarpsins nema tæpum 15 milj. kr. Stærstu hækkanirnar koma á 13. gr. A (samgöngumál), eða um 3.8 milj. kr. Þetta skiftist þannig: Til nýrra akvega 3.5 milj. kr. hækkun, til brúar- smíða 315 þús. Þá leggur nefndin til, að framlag til hafnargerða hækki um nál. 1.3 milj. kr. og til flug- mála 100 þús. kr. Framlag til notenda síma í sveitum hækkar um 400 þús. Framlag til landhelgisgæslu hækkar um 800 þús. Framlag til kenslumála (14. gr. B) liækkar um rúmar 2 milj. kr. Þar eru þessir liðir slærstir: Stofnkostnaður hjer- aðsskóla 800 þús., bygging gagnfræðaskólá í kaupstöðum 750 þús.; til byggingu hús- mæðraskóla í kaupstöðum 400 þús.; sama upphæð til hús- mæðraskóla í sveitum. Til íþróttakennaraskóla 150 þúsund. Á 16. gr. A er nýr liður: Til vjelasjóðs til verkfærakaupa 500 þúsund. Framlag til Fiskífjelags ís- lands hækkar um 100 þúsund og verður því f je varið lil kaupa ó áhöldum í hina nýju rann- sóknarstofnun. Á 19. gr. (óviss útgjöld) er 4 milj. kr. hækkun, vantalin verðlagsuppbót. „Stafar þetta af því, að verðlagsuppbót er í frv. miðuð við vísitölu 250, en hún er 271 stig og hefir um langt skeið verið sem næst því“ segir í áliti nefndarinnár. Á 20. gr. (eignabreytingar) hækkar nefndin útborganir um 2.7 milj. Þessir liðir'eru: Til nýrra vita 250 þús.; til viðbótar húsnæðis við ríkisspílalana 1 milj., til byggingu þjóðminja- safns 1 milj. og 500 þús. til smíði varðskips. Niðurstaðan Samkvæml tillögum fjárveit- inganefndar verða heildartekj- ur á rekstraryfirliti 99.2 milj. og gjöld 96 6 milj. kr. Rekstr- uður (halli) 5.5 milj. kr. Á sjóðsyfirliti verða úlborg- anir 106.6 milj. og innborgan- ir 100.9 milj. kr. Greiðslujöfn- uður (halliý 5.5 milj. kr. •Nefndin hefir ekki tekið upp í frumvarpið nein útgjöld vegna dýrtíðarráðstafana, en þar er um stórar fúlgur að ræða. —> Verður það teljið til athugunar síðar í samráði við fjármálaráð herra. Jóh. Þ. Jósefsson hefir fram- sögu f. h. fjárveitinganefndar. Rakettum skotið f rá Haag. London: Einn af fregnritur- um Reuters, nýkominn frá Vesturvígstöðvunum, segir, að Þjóðverjar hafi skotið rakettum frá Haag, höfuðborg Hollands. Var einni skotið, og síðan far- ið brott með allar tilfæringarn ar. Brjefpokar fyrirliggjandi í öllum stærðum frá 1—25 libs. (brúnir, sterkir). ^Jde iídveríli u n j (jiirScirS Cjjióla taró KJióíciáoncir f Sími 1500. t

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.