Morgunblaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 1. des. 1944 Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.itj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Ste^insson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiösla, Austurstrœti 8. — Sími 1600. Áskriítargjald: kr. 7.00 á mánuði innanland*, kr. 10.00 utanlands 1 lausasölu 40 aixra eintakið, 50 aura með LeabAk. Fleiri faglærða menn NÝLEGA var haldið hjer í bænum allherjarþing at- vinnurekenda, sennilega hið fyrsta af því tagi á okkar landi. Það fór ekki mikið fyrir þessu þingi atvinnurek- enda. Enginn hávaði var í kringum þáð; málin voru þar rædd í kyrþey. Þegar þingið hafði lokið störfum var blöðum sendar nokkrar ályktanir, sem þar voru gerðar í ýmsum málum. Meðal ályktana þeirra, sem þing atvinnurekenda gerði, var þessi: „Fundurinn telur að takmörkun sú, sem verið hefir á möguleikum ungra manna til faglegs verklegs náms, sam- rýmist eigi alþjóðarheill og sje skaðleg heilbrigðri þróun, verklegri og menningarlegri. Skorar fundurinn á ríkis- stjórn og Alþingi að hlutast til um að með löggjöf verði mjög rýmkaður, frá því sem nú er, aðgangur manna að verklegu námi“. Kaus fundurinn því næét þriggja manná nefnd til þess að athuga með hverjum hætti helst væri að bæta úr þeim tilfinnanleega skorti, seem nú er á faglærðum iðnaðar- mönnum. Hjer er vissulega hreyft við máli, sem of lengi hefir ríkt um þögn og sinnuleysi. Gylfi Þ. Gíslason hagfræðingur ritar um þetta mál ágæta grein í síðustu Kaupsýslutíðindum. Hann bendir rjettilega á, að það hafi ekki aðeins verið þegjandi sam- þykki valdhafanna, Alþingis og ríkisstjórna, að iðngrein- ar væru lokaðar, heldur væri beýa fyrirmæli í lögum er fyrirskipuðu, að þannig skuli þetta vera. Greinina ritar Gylfi í tilefni frumvarps þess, sem Jóh. J. Jósefsson o. fl. flytja nú á Alþingi um afnám á hömlum þeim, sem nú er í lögum varðandi iðnnám. Telur Gylfi frumvarp þetta stefna í rjetta átt. en lengra þurfi þó að halda. Niðurlag greinar Gylfa er á þessa leið: ,,Nú um þessar mundir er mikið talað um rjett manna til atvinnu og mentunar og ákveðinna lágmarkstekna, og er hjer jafnvel talað um að lögfesta slíkan rjett í stjórn- arskránni. Væri það vissulega mikið framfaraspor og æskilegt í alla staði. En það er hinsvegar engan veginn í samræmi við þessar hugsjónir, að löggjafinn heimili eða láti afskiftalaust, að ungum mönnum sje meinað að læra það verk, sem hugur þeirra girnist, og síðan stunda þá atvinnu, sem þeir hafa tilskilda kunnáttu til. Slíkt er í rauninni skerðing á frumstæðum mannrjett- indum auk þess- serp af því er þjóðfjelagslegt tjón, að mönnum, sem vilja sjermenta sig, sje meinað það. Þjóðin þarf auðvitað á sem flestum faglærðum mönnum að halda. Eins og allar aðrar stjettir þjóðfjelagsins ættu iðn- aðarmenn að eiga rjett til nokkurn vegihn stöðugrar at- vinnu við sómasamlegum launum, en þeir eiga ekki rjett til sjerstakra tryggingarákvæða af hálfu löggjafarvalds- ins umfram aðrar stjettir, sjerstaklega ekki, ef af þeim er þjóðfjelagslegt tjón að öðru leyti, og að þau valda því, að skertur er rjettur ungra manna til þess að stunda það nám og velja sjer það æfistarf, sem þeir kjósa sjer“. Þessi ummæli G. Þ. G. eru vissulega orð í .tíma töluð. Núverandi ríkisstjórn hefir stórhuga framkvæmdir á stefnuskrá sinni. Takist henni að koma í framkvæmd þeirri nýsköpun í atvinnumálum þjóðarinnar, sem að er, stefnt, verður áreiðanlega stórfeldur skortur faglærðra manna. Þess vegna má það með engu móti viðgangast lengur. að iðngreinar sjeu lokaðar fyrir ungum mönn- um, eins og verið hefir að undanförnu og er enn. Ríkisstjórnin beitir sjer fyrir endurskoðun stjórnar- skrárinnar, „með það m. a. fyrir augum, að sett verði ótvíræð ákvæði um rjettindi allra þegna þjóðfjelagsins til atvinnu”, eins og segir í málefnagrundvellinum. i Væri ekki rjett að byrja nú þegar á þessari umbóta- starfsemi? , Einar Magnússon gjaldkeri 65 ára i/erjc 'i ábripar: I f/ / / //. | l//n ílcujleaa hj'i, '1 EINAR er fæddur að Lamb- haga í Mosfellssveit 1. des. 1879, en á öðru ári fór 'hann til fósturs til Amunda Ámund- arssonar, útvegsbónda í Hlíðar húsum í Reykjavík og var þar fram til tvítugsaldurs. Hann er sem sje ekki borinn og barn- fæddur Reykvíkingur, en jeg held að hann telji sig þó Reyk- víking í húð og hár og fáir munu fróðari um sögu Reykja- víkur en hann. Og hann er ekki aðeins fróð- ur um sögu Reykjavíkur. Hann er fróðleiksmaður með afbrigð um, þó að hann láti lítt á því bera nema meðal kunningja sinna. Hann er ekki einungis vel heima í sögu, heldur hefir hann einnig yndi af náttúru- fræði og má geta þess hjer, að síðan 1928 hefir hann verið endurskoðandi reikninga Hins ísl. náttúrufræðifjelags og er það enn. I æsku stundaði Einar al- genga vinnu, eins og þá gerð- ist. Náttúrlega fór hann sem stráklingur að fiska á klöpp- um, sem nú eru ekki lengur til, og er rogginn yfir því að hafa geymt beituna, rauðmagalifur, í vasanum, svo að hinir strák- arnir næðu henni ekki frá hon um. Hvað væri sagt við syni okkar, ef þeir gerðu slíkt nú á tímum? En þá mun hafa verið öldin önnur. Einar hóf ungur að stunda verslunarstörf og hefir gert það alla æfina. Þegar „Spari- sjóður Reykjavíkur og nágrenn is“ var stofnaður (með þessu dásamlega nafni) varð hann þar gjaldkeri og heldur hann því starfi enn. Einar tekur í nefið, sem ekki er í frásögu færandi. En reglu semi 'hans í hvívetna held jeg að verði best lýst með smá-at- viki, sem jeg komst að. Jeg gekk um Austurstræti að morgni dags og rakst á Einar þar sem hann var að koma út úr Tóbakshúsinu. „Varstu nú að fá þjer í nefið, karlinn“, segi jeg. „Jeg var að fá mjer í dós- irnar“, segir Einar, „en í nefið tek jeg ekki fyr en jeg er kom inn upp í Sparisjóð. Föst regla. Þá get jeg verið að hlakka til þess allan morguninn". Heill þjer, Einar, en brjóttu nú einu sinni regluna og taktu í nefið áður en þú kemur í Spari sjóðinn! Á. f dag kom í bókaverslanir hjer í bænum athyglisverðt rit eftir sr. Kristinn Daníelsson, er hann nefriir „Nokkrar athugasemdir við bók Sigurðar Nordals, Líf og Dauði“. " Afmæli íslenska fánans. » ÍDAG er í rauninni afmælis- dagur íslenska fánans. Þennan dag fyrir 26 árum var hann í fyrsta sinni dreginn að hún á Stjórnarráðinu hjer í Reykjavík. Ríkisstjórnin hefir fyrirskipað, að 1. desember skuli vera fána- dagur. I dag eiga því allir að flagga, en það ættu menn að hafa í huga, að fara vel eftir fánaregl unum. Draga fánann að hún við sólaruppkomu og niður ekki síð ar en um sólarlag. « Samgönguerfiðleikar. STÓRVANDRÆÐI mega það kallast hjá mörgum hvernig kom ið er samgöngum milli Bandaríkj anna og íslands. Fjöldi náms- manna og annara, sem átti brýnt erindi vestur til Ameríku hafði gert ráð fyrir skipsferð vestur í lok nóvembermánaðar, en sú skipsferð brást af ástæðum, sem öllum landslýð eru kunnar. Kunn ugt vár, að minsta kosti 40 manns hafði fengið far með þessu skipi, en margir fleiri vildu kom ast vestur um haf um þessar mundir. Þessir væntanlegu vesturfarar höfðu að sjálfsögðu gert allar nauðsynlegar ráðstafanir, bæði hjer heima og fyrir vestan. Náms fólk, sem var í vinnu hafði sagt henni upp. Gert ráðstafanir með peningayfirfærslu, lagt í kostnað við ýmislegt, sem kemur til greina. Það hafði trygt sjer skóla vist vestra o. s. frv. Sumt af þessu námsfólki tapar heilu ári, vegna þess, að það kemst ekki í skóla á ákveðnum tíma og getur ekki hafið skólavist fyrr en á næsta hausti. Alt eru þetta hin mestu vand- ræði hjá aumingja fólkinu. Hvað hægt er að gera tii úr- bóta virðist ekki sjeð í fljótu bragði. Flugferðir virðast einasta úrlausnin eins og er og kemur þá til kasta amerískra yfirvalda, hvort þau sjá sjer fært, að gera íslendingum þann stóra greiða, að flytja fólk með flugvjelum vestur um haf, sem nauðsynlega þarf vestur að fara. Mun ríkis- stjórnin hafa þetta mál til með- ferðar og gera það, sem í hennar valdi stendur til að bæta úr erfið leikunum. • Póstferðirnar. ANNAÐ ATRIÐI, sem er ef til vill ennþá baganlegra og vissu- lega nær til fleirhmanna í þjóð fjelaginu, en erfiðleikar á flutn- ingi farþega milli íslands og Bandaríkjanna, eru hinar strjálu póstsamgöngur. Hefir æ ofan í æ verið á því máli hamrað hjer í dálkunum. Hinar strjálu póst- samgöngur við Ameríku torvelda mjög alt viðskiptalíf.milli þjóð- anna, auk þess, sem samband milli ættingja og vina í báðum löndunum er rofið um langan tíma. Það kom t. d. fyrir nýlega, að hjer á póstafgreiðslunni safnað- ist Ameríkupóstur í heilar 5 vik ur áður en skipsferð fjekst. Hvað sá póstur hefir verið orðinn gam all þegar hann kom í hendur við- takenda, er tiltölulega auðvelt að reikna út. Það mun ekki vera eins dæmi, að póstur hafi verið geymdur hjer svo lengi. — Að minsta kosti komið fyrir einu sinni áður. Póstsamgöngurnar milli Amer íku og íslands verða ekki í lagi fyrr en við fáum flugpóst-leiðir. Sumum kann að þykja, að líkt sje komið fyrir mjer í sambandi tnu i við Ameríku-póstinn og Cato gamla, Rómverjanum, sem end- aði allar sínar ræður á því að leggja til að Karþagó yrði eyði- lögð. En sá er þó reginmunur á, að jeg vil byggja upp en ekki eyðileggja. Og það verður ekki hætt að orða þetta mól hjer í dálkunum fyrr en endanlegt svar fæst, af eða á! • Skýlin á Lækjartorgi. UM VÆNTANLEG skýli fyrir þá, sem bíða eftir strætisvögn- um á Lækjartorgi skrifar „bæj- arbúi“ á þessa leið: „Víkverji. Fyrir tæpu ári las jeg það í bæjarblöðunum að í hyggju væri að koma upp skýli á Lækjar- i torgi, fyrir þá sem ferðast með 1 strætisvögnunum, eins og þjer er sjálfum kunnugt um, bíður oft fjöldi manns á Lækjartorgi, holdt vott eða skjálfandi úr kulda, eftir vögnunum. Þegar jeg frjetti að Reykjavík urbær hefði keypt strætisvagn- ana, bjóst jeg við að hafist yrði handa um byggingu skýlisins, en þar sem ekkert hefir Verið gert í þessu, þá snjeri jeg mjer til þin með þetta, þar sem þú hefir komið mörgu góðu til leiðar með skrifum þínum og jeg veit að þú lætur mál þetta ekki kyrrt hggja“. e Undirbúningur er í fullum gangi. BORGARRITARI, Tómas Jóns son, skýrir mjer svo frá í sam- bandi við fyrirspurnina hjer að framan um skýlin á Lækjartorgi, að undirbúningur undir bygg- ingu þeirra sje í fullum gangi. Ekki hefir verið endanlega geng ið frá teikningum og ákvarðanir hafa e.kki verið teknar hvort byggja skuli skýlin úr timbri eða steinsteypu. Húsameistarar bæj- arins, sem vinna að þessu, segja, að þeir muni bráðlega »leggja niðurstöðurnar og athugum sín- um fyrir bæjarráð. Siöðugar árásir á þýskar olíusföðvar London í gærkveldi: I dag hafa bandamenn hald ið uppi miklum loftárásum á olíuhreinsunar- og olíuvinslu- stöðvar Þjóðverja. Yfir 1200 sprengjuflugvjelar Bandaríkja- manna, varðar um 1000 orustu- flugvjclum gerðu árásir á oliu stöðvar nærri Leipzig, en Lanc- asterflugvjelar breskar rjeðust á olíustöðvar í Ruhr. — Enn jreðust amerískar flugvjelar á stöðvar aftan víglínur Þjóð- verja í Saarhjeraði. Loftbar- daga er ekki getið. — Loks gerðu breskar sprengjuflug- vjelar atlögur að stöðvum Þjóð verja í borginni Dunquerque á Ermarsundsströndum. — Reuter. Mikið bygt í London. London: Talið er, "áð nú vinni um 40 þús. byggingaverkamenn að húsabyggingum og viðgerð um_húsa hjer í borginni, auk þeirra byggingaverkamanna, sem búsettir eru í borginni sjálfri. Hefir borgarstjórinn sjeð aðkomumönnum þessum fyrir húsnæði og fæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.