Morgunblaðið - 21.12.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.12.1944, Blaðsíða 7
Fimtudagur 21. des. 1944, MORGUNBLAÐIÐ .7 ^J^uenJjóÉin og ^JÍeimiiiÉ - JÓLABAKSTURINN - Silfurkaka. 200 gr. smjörl., 200 gr. syk ur, 250 gr. hveiti, V> tsk. ger, 35 gr. sætar möndlur, 15 gr. beiskar möndlur, 8 eggjahvitur. Smjörl. og sykur hrært vel sam an. Hveitið blandað gerinu og smátt brytjuðum möndlunum hrært út í. Síðan er stífþeytt- um eggjahvítunum hrært var- lega út í. Rent í velsmurt mót og bakað við jafnan hita í % klst. Phimkaka. 150 gr. smjörl., 125 gr. syk ur, 250 gr. hveiti, 50 gr. kúrenur, 50 gr. súkkat, 3 tsk. ger, 5 egg, möndlu- og sítrónudropar. Smjörl. og sykur þeytt vel. Eggin hrærð saman við eitt og eitt. Þá er hveitið blandað ger- inu og að síðustu kúrenur og súkkat látið út í. Rent í vel smurt mót og bakað í ca. 1 klst. við jafnan hita. Kúrenurnar eru þvegnar vel, þerraðar í dúk og velt upp úr 1 msk. hveiti. Með því móti blandast þær deiginu betur, en sökkva ekki til botns. Baeckenkaka. 190 gr. smjörl., 150 gr. syk ur, rifinn börkur af V2 sítrónu, 3 tsk. ger, 250 gr. hveiti, 4 egg. Möndlur og grófur sykur. Smjörl. og sykur þeytt vel eggin hrærð út í eitt og eitt, kryddi og geri blandað í hveit- ið og það hrært saman 'við. Deiginu rent í mót, grófum sykri og möndlum stráð yfír. Bakað við hægan hita í ca. 1 klst. Astrakaka. 250 gr. smjörl., 375 gr. púðursykur, 2 egg, 1—2 tsk., kanell, 1 tsk. negull, 1 tsk. natron, rifinn börkur af einni sítrónu, rúsínur, súkkat, 250 gr. mjólk, 500 gr. hveiti. Smjörl. og sykur þeytt vel saman, eggjunum hrært út í. Kryddinu og gerinu blandað í hveitið og því hrært saman við ásamt mjólkinni. Látið í vel smurt mót og bakað í % klst. Herragarðskaka. 850 gr. hveiti, 185 gr. smjörl., 125 gr. sykur, 1 egg, V2 tsk. hjartasalt, rif- inn börkur af einni sítrónu. Saxaðar möndlur, púður- sykur, sveskju- eða ávaxta mauk. Hveiti og hjartasalt sigtað saman, smjörl. mulið saman við, sykur og egg látið í, hnoð- að vel. Deigið látið standa á köldum stað ca. 10 mín., flatt út, ekki mjög þunt. Lagköku- mót smurt og klætt innan með deigi. Sveskju- eða ávaxtamauk borið ofan á. Afgangurinn af deiginu flattur út, skorinn í ræmur, sem látnar eru ofan á kökuna, í krossa eða tígla. Púð ursykri og söxuðum möndlum stráð ofan á. Bakað við góðan hita í V2 klst.— 3 kortjer. Súkkulaðikaka. 70 gr. súkkulaði, 1 bolli mjólk, 1% bolli hveiti, % tsk. salt, 1 tsk. vanilla, % tsk. natrón, 1 bolli sykur, % bolli smjör. Súkkulaði er brætt í mjólk og soðið við gufu i 5 mín., hrært' í öðru hvoru, þeytt með þeyt- ara, þar til mjólkin er ox-ðin köld. Blandað saman hveiti, natrónu, salti, syki'i og vanilla. Feitin linuð og hrærð, hveitinu og mjólkinni smáhrært xit í Ollu hrært vel saman, rent í vel smurt lagkökumót og bakað jafnan hita ca. 20 mín. Fjórar tegundir úr einu deigi. 450 gr. hveiti, 2 tsk. ger, 150 gr. sykur, 200 gr. smjörl., 2 egg, 5 msk. sax- aður- sultaður appelsínu- böxkur, 5 msk. rúsínur, 4—5 msk. gi'óft saxaðir hnetukjarnar, 5 msk. mul- ið nougat. Hveiti og ger sigtað saman, sykur og smjörl. hrært vel, eggjunum hræi't saman við og síðast hveitinu. Deigið hnoðað og því skift í fjóra jafna parta. Appelsínuberki blandað í einn hluta af deiginu, rúsínum í ann an og hnetukjörnum í þann þriðja og nougat í þann síð- asta. Eltið sveran sívalning úr hverju deigi fyrir sig og látið bíða yfir nótt. Skerið síðan í sneiðar og látið á smurða plötu. Bakið ljósbrúnt við góðan hita. Nougat. 50 gr. möndlur, 80 gr. sykur. Sykurinn bræddur á pönnu. Þegar hann er orðinn brúnn og freyðandi, er hnétukjörnunum bæt't í, en þeir hafa áður ver- ið saxaðir gróft. Þessu jafnað vel á pönnunni og deiginu helt á olíusmurða plötu. Þegar syk urinn hefir storknað, er hann mulinn með kökukefli. sem áð- ur hefir verið smurt með mat- arolíu. Grikklandskökur. 250 gr. smjörl.,«.250 gr. syk ur, 250 gr-. hveiti, 4 egg, 3 tsk. ger, 10 gr. kúrenui’- eða rúsínur, soxuð vanilla eða vanilludropar. Smjörl. og sykur hrært vel saman. Eggjunum bætt í, einu og einu í senn. Vanilla, rúsín- ur og hveiti, blandað geri, hrært saman við. Látið með te- skeið á plötu í litlar, kringlótt- ar kökur, þær smurðar með eggi og söxuðum möndlum stráð ofan á. Bakaðar í heitum ofni í ca. 10 mín. Kókosniakrónur. 1 eggjahvíta, 50 gr. sykur, 25 gr. hveiti, 75 gr. kókos- mjöl. Eggjahvítan þeytt vel. — Sykux'inn þeyttur saman við Hveiti og kókosmjöli bætt út í. smurða plötu. Örlitlu af hveiti Deigið látið með teskeið á vel stráð á. Bakað við hægan hita ca. 10 mín. Úr einni uppskrift fást ca. 16 kökur. Bessastaðakökur. 500 gr. hveiti, 500 gr. ísl. smjör, 500 gr. rifinn toppa sykur, sigtaður, eða 250 gr. * strásykur og 250 gr. flór- sykur. Egg, sykur, möndl- ur. Smjörið brætt, látið stoi'kna aftur, Öll syrja skafin neðan úr. Hveiti og sykri blandað [saman. Smjörið mulið saman við. Hnoðað vel. Flatt út, ekki mjög þunt. Mótaðar litlar, t kringlóttar kökur. Egg borið ofan á miðjuna, gi'ófum sykri og möndlum stráð ofan á. Látn I ar a smurða plótu og bakaðar við mjög hægan hita. Kökurn- ar eiga að vera alveg ljósar. TÍSKUMYNDIR KJÓLLINN til vinstri er úr svörtu crepe-efni, og er ætlaður sem „fínni“ kjóll, í kvöld- samkvæmi o. s. frv. Ermarnar eru úr fíngerðu blúnduefni, svörtu, og er hálfsítt yfirpils úr sama efni. Við kjól þennan eru notaðir háir, svartir hanskar og nasbitnir, svartir lakkskór. — í miðj- unni er kjóll úr brúnu crepe-efni. Pilsið er sljett, aðeins teknir úr tveir saumar sín hvoru megin. Blússan og ermarnar eru götóttar, ef svo mætti segja, og getur það verið býsna þægilegt í hitasv ækjunni, sem hjer er oft á dansleikjum. — Til hægri er kjóll úr dökkrauðu crepe-efni. Ermam- ar eru hálfsíðar og pilsið örlítið rykt að framan. Við kjólinn er haft heklað vesti, sem nær niður fyrir mittið að aftan og í hliðunum. Hákonarkökur. 125 gr. flórsykur, 250 gr. smjör., 375 gr. hveiti, ger framan á hnífsoddi,- van- illudropar. Hveiti, ger og sykur sigtað saman, smjörl. mulið. saman við, deigið hnoðað vel og elt i sívalninga. Látið bíða um stund, skorið í þunnar sneiðar. Þær bakaðar við jafnan hita i ca. 5 mín. Frúarkökur. 210 gr. hveiti, 125 gr. smjörL, 65 gr. sykur, 2 tsk. ger, 1 egg, 2 msk. app- elsínumarmelaði eðá sult- aður appelsínubörkur. Hveiti og ger sigtað saman, smjörl. mulið í, sykur, egg og appelsínumauk hnoðað saman við. Deigið hnoðað og elt í litl- ar kúlur, þær flattar ögn að of- an, egg og grófur sykur borið ofan á. Bakað ljósbrúnt við góð an hita. Stokkhólmsbrauð. 375 gr. hveiti, 250 gr. smjörl., 80 gr. sykur, 2 msk. rjórni, 2 tsk. karde- mommur, 3 tsk. ger, safi úr Vz sítrónu. Smjörl. hrært vel, sykur, hveiti og ger hræi't saman við ásamt kardemommum og sítrónusafanum. Deigið hnoðað vel, elt í sívalninga, þeir skom ir skáhalt í smábita. Bitarnir smurðir að ofan með eggi. Möndlur og sykur borið ofan á. Látið á smurða plötu og bak að við góðan hita ca. 15 mín. Marmarakaka. 175 gr.'smjörl., 200 gr. syk ur, 3 egg, 250 gr. hveiti, 1 V> tsk. ger, 1V4 dl. mjólk, 1 plata rifið súkkulaði eða 2 tsk. kakó. Smjörið hrært vel með sykr- inum, eggin hrærð saman við eitt og eitt. Hveitið, blandað gerinu, hrært út í ásamt mjólk inni. Vá af deiginu tekinn frá Og hrærður með rifnu súkku- | laði eða kakói. Deiginu rent i smurt mót, þannig, að efst og neðst er Ijóst deig, en dökt i miðjunni. Þá er skeið dregii* eftir endilöngu mótinu, svo að deigið blandist. Bökuð við jafa an hita ca. 1 klst. Tíglar. 500 gr. hveiti, 500 gr. smjöi’L, 1 pl. rjómi, 1 egg, möndlur, grófur sykur, smurt með rjóma og eggi. Þetta deig má nota í hálf- mána, hringi, pie-kökur o. fL Bakist við jafnan, góðan hita. Muffius. 200 gr. hveiti, 50 gr. syk- ur, 3 tsk. ger, 50 gr. smjörl., IV2 dl. mjólk, 2 egg, 1—2 tsk. kardemommur, rús- ínur. Hveiti og ger sigtað saman, smjörl. mulið í, vætt í með mjólk og eggjunum, sem áður hafa verið þeytt saman. Deig- ið hrært vel og slegið, rent í smá linsumót og bakað við góð an hita ca. 1 kortjer.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.