Morgunblaðið - 23.12.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.12.1944, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ Laugardaginn 23. des, 1944. ÍO „Mig grunaði þetta, að þú hefðir sóað þínum hluta af pen ingum þeim, sem við grædd- um á stríðsárunum, í eiphverju vitlausu braski. — Jæja, karl- inn, það lítur út fyrir, að þú getir ekki keypt minn hlút, og jeg kæri mig ekki um að kaupa af þjer, fyr enn þetta hrísgrjóna mál hefir ,verið til lykta leitt“. Casson gamli horfði hugs- andi á öskuna á vindli sínum. „Á meðan þú varst önnum kafinn við það í morgun að selja hrísgrjónin í Shanghai fyr ir eina skitna átta þúsund doll- ara í hagnað, losaði jeg okkur við Manila-hrísgrjónin“. „Hver keypti?“ „Katsuma & Co.“. „Jæja, Japanar?“ „Já. En þeir eru vel fjáðir“. „Það er gott að heyra. En hefirðu nokkra hugmynd um, hvernig japönsk verslunarfje- lög eru yfirleitt fjáð, siðferði- lega?“ „Þeir hafa altaf staðið við sínar skuldbindingar". „Það gera allir Japanar — svo lengi sem þeir hafa hagn- að af því. — Það er sennilega þriggja mánaða víxill?“ Casson brosti sigri hrósandi. ,|Nei. Við fáum ávísun gegn farmskírteinunum, er greidd verður í Philippine-þjóðbank- ánum“. „Það er skárra en jeg bjóst við. En til allrar bölvunar verð ur farmurinn að vera kominn um borð í skipið, áður en hægt er að hefja ávísunina, og getur það altaf dregist um mánaðar- tíma. Og mjer^líst engan veg- inn á útlitið. Verðið hlýtur að falla, og þegar það er einu sinni byrjað að falla, getur það far- ið niður úr öllu valdi. Hvar er samningur þinn við Katsuma- íjelagið?“ Casson rjetti honum samn- inginn, og Danni las hann vand lega yfir, áður en hann hringdi á skrifstofustjórann og fjekk honum hann til geymslu. „Jæja, þá erum við, að nafn- inu til a. m. k„ lausir við hrís- grjónin“, sagði hann og reis á fætur. „Og það veit guð, að jeg _ er feginn“. —1 Þegar hann kom aftur inn á skrifstofu sína, sat Mark Mellenger þar og beið eftir hon um. „Það er altaf ills viti að sjá þig!“ sagði Danni glaðlega. „Hvað kemur til, að þú heiðr- ar kofann með nærveru þinni?“ „Mjer leiddist. Það er klukku'stund þangað til jeg fer á skrifstofuna, svo að mjer datt í hug að líta inn til þín. — Danni, jeg hefi verið að hugsa málið. Hefir þú komist að nokk urri niðurstöðu um, hvað þú eigir að gera við Tameu?“ „Nei, Mel. Jeg hefi verið önnum kafinn við annað“. „Þjer hefir þá ekki hug- kvæmst neitt?“ „Nei“. „Mig grunaði það. í raun rjettri lætur þú stjórnast af undirmeðvitund þinni. Þú vilt ekki, að neitt verði gert í mál- inu. En þjer verður nú ekki kápan úr því klæðinu. Jeg hefi uppástungu“. „Þú segir ekki satt? „Geymdu kaldhæðni þína til betri tíma, drengur minn. Það er gagnslaust að eyða henni á mig. — Þú verður að fá Maisie til þess að fara með Tameu til Del Monte og dvelja þar í nokkrar vikur“. „Heyrðu, góði minn, hvern- ig í ósköpunum gæti jeg beð- ið Maisi£ um það?“ „Jeg skal játa, að það lýsir mikilli eigingirni að fara fram á slíkt við hana. En vilji mað- ur búa til eggjáköku, verður maður að brjóta eggin. Maisie mun fyllilega kunna að meta ósvífni þína, en hún verður samt fúslega við bón þinni — og verður þakklát fyrir hana“. „Hvernig veist þú það?“ „Jeg veit það ekki. Get mjer þess aðeins til. — En jeg er býsna snjall að geta rjett“. „Jeg hefi það einhverri veg- inn á tilfinningunni, að Tamea og Maisie hafi gagnkvæma andúð hvor á annari“, sagði Danni. „Það er satt. En þegar tvær konur hafa andúð hvor á ann- ari, af ástæðum, sem ekki er hægt að ræða um í heyranda hljóði, viðurkenna þær aldrei, að svo sje. Og Maisie mun bæla niður hina mjög svo eðlilegu löngun sína til þess að hirta Tameu, ef henni tekst með því að koma í veg fyrir, að herferð hennar gegn þjer hepnist. Þess vegna var mjer að detta í hug — „Þú átt við, að Maisie grípi fegin tækifærið til þess að koma Tameu úr augsýn minni?“ „Daníel — þú ert í framför! Nú ertu þó farinn að hugsa dá- lítið. — Já, það er einmitt það, sem jeg held að hún geri“. , „Konur eru svo undarlegar“, muldraði Danni vandræðalega. „Konur hyggja að þeim meginatriðum, sem flestum karl mönnum sjest yfir, þ. e. a. s. orsök og afleiðingu. Spurnar- atviksorðið ,,Hversvegna“ var fundið upp handa kvenfólkinu. Það spyr ætíð um orsökina. Þegar konur eiga í einhverri baráttu, vanmeta þær hvorki andstæðing sinn, nje virða hann að vettugi — jeg á við hana“. „Þú ert altaf sami háðfugl- inn!“ „Nei, langt frá því. Þessi staðhæfing mín er á rökum reist. Hyggin kona gleymir því aldrei, að andstæðingur henn- ar geti einnig'Verið hygginn“. „Nú?“ „Jeg hygg, að þú ættir að biðja Maisie og frænku henn- ar að dvelja um nokkurra vikna skeið í Del Monte, sem gesti þína, og geta þess um leið við Maisie, að þú myndir verða henni mjög þakklátur, ef hún liti dálítið eftir Tameu fyrir þig. Og um fram alt, gleymdu ekki að taka fram við hana, að þú ætlir aðeins að dvelja þar hjá þeim yfir helgar. ■— Það er svo ótal margt í Del Monte, sem vakið getur áhuga Tameu. Og jeg er ekki í nokkr- um vafa um það, að hún vekur óskifta athygli meðal ungu iðjuleysingjanna, sem venja komur sínar þangað. Gefst henni því gott tækifæri til að gleyma þjer — og þjer að gleyma henni“. Ef Loftur ffetur það ekki — bá hver? ;®*®kÍx$x$x$x$xSx$x$x$xSx$kSx$x®x$x$x$x$x$xSx$x$x$x$x$x$x$^xSx$x$x$xSx$x$x$x$xSx$x$x3xSx$x$x$x$> Kvenhanskar- og töskur. Drengjabuxur á 2—8 ára. Karlmannahanskar. Rúmteppi. Breiðablik Laugaveg 74. IJIMGLINGAR óskast til að bera blaðið til kaupenda við: Flókagötuna Talið strax við afgreiðsluna, sími 1600. Morgunblaðið 1 $>^K^-$»»<®*$>3*$>^^K8x$X$K$X$>3*$"$>3X$X$><$K$kSx$«$X$><3x$X$><SxÍ><$XS>^X$>3>3X$X$XS><$><£ Rómverskt œfintýr Eftir Naomi Mitchison. 13. Jeg sagði honum, að Radimir ætlaði að gefa mig lausan. „Gott er það”, sagði hann, „en faðir yðar skal leysa yður frá öllum skyldum við sig á eftir og veita yður lögmætan arf”. Ekkert gat komið mjer betur. Dómarinn sendi eftir föður mínum, og jeg vildi bara að jeg hefði getað heyrt, hvað hann sagði við hann. Daginn eftir söfnuðumst við allir saman í skálanum. Frændinn hafði verið lokkaður á dýraveiðar, þar sem enginn vildi móðga Rómverjan.a. Radimir sat í öndvegi fyrir gafli og hafði kembt skegg sitt snoturlega og hafði hann stutt hendi sinni á höfuð yngsta sonar síns. Giamund hallaði sjer upp að hásætisbríkinni, en hinir synirnir tveir sátu á öndvegisþrepunum. Allir voru þeir skrautklæddir. Og í hinum enda salarins sat faðir minn skeggjaður, og jeg, sonur hans, með bundið um úlnliðinn og uppgjafaskykkju af einhverjum á öxl- um mjer, mín eigin klæði voru löngu orðin ónýt. Og jeg «x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$>ex$x$x$xJx$x$<$x$x$K$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$><$><Sx$x$x$x$> Höfum fengið omerísk kjólföt Herra bindi fjölbreytt úrval. Smokingsskyrtur m. föstum flibba. ÁLAFOSS H.F. Þingholtsstræti 2. Sími 3404. er komið aflur r i verslanir pmnnnmuinmmmnmnniiiiivniiiiiiiiiiiiiiiiiimi | Du Barry | | Carole Anne I Louis Philippe il Snyrtivörur nýkomnar. = H Púður y Creme = = Make-up = Varalitur = | Sápuhúsið | Austurstræti 17. KIST bctra en nokkuð annað, bæði hressamli og Ijúffengt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.