Morgunblaðið - 03.01.1945, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.01.1945, Blaðsíða 2
í) <u MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 3. janúar 1945 SÖNN ÆTTJARÐARÁST KREFST TRÚAR A LAND OG ÞJÓГ ísiendingar. Þott hver dagurinn sje öðr- um líkur nú í skammdeginu, hef ir friSarhátíð jólanna að venju varpað birtu sinni í hug og hjarta okkar allra. Og fyrsta dag ársins veljum við til þess ; að horfa um öxl til liðna árs- . áns og beina huganum fram á við, fyrst og fremst til ársins, serti nú er að byrja. Flestum okkar er það hugarhressing að vita það, að nú eru liðnir hjá dmimustu dagar vetrarins. Að úir þessu birtir með hverjum degmum, sem iíður. , Það er eitt af óhagganleg- urn lögmálum lífsins, að Ijós og sfcuggi skiftast á, hið ytra sem hið mnra. Ef við iítum til árs- ins sem leið, verða fyrir okkur bjartir dagar, óvenjuiega bjart i>•. En einnig dimmir dagar, sum : ir óvenjulega dimmir. Hver í ei-nn okkar hefir átt sína björtu dag j og sína dimmu daga. En . viS höfum öll, Islendingar, einn ig áfct sameiginlega siíka daga. : ...Gððaíossdagurimv1 * * * 5, 10. nóv. vur einn af sameiginiegum dirnrnum dögum íslensku þjóð , arinnar, Þann dag, og nokkra daga aðra, hafa mjer komið í , hwg tvær óbrotnar ljóðlínur eft ; ir norska skáldið og hetjuna, : Nordahl Grieg, sem margir ís- lendingar eiga ljúfar endur- minningar um. Þær eru í kvæð inu „17. maí“, sem var innblás ið ag k.veðíð á myrkum dögum norsku þjóðarinnar. ..tk er saa faa her í landet bver falden er bror og ven“. Á íslensku: „Svo fámehn er f >joð vor, að hver sá sem fell- ur er bróðir og vinur!!. Skáidið á við sína eigin þjóð, Norðmenn, sem þó er margfalt fjöimennari en við íslendingar. Kversu miklu fremur getur þeíta átt við okkar fámennu þjóð, Öll slík manntjórf hljóta því að snerta viðkvæma strengi í brjóstum okkar allra. Við | rriínnumst með lotnir.gu þeirra ] systkina og vina sem fállið • hafa á árinu, 1 En við látum ekki þar við i sitja, Við hljótum að beina hug- i anura fram á við. Og þá léitum ! við uppi björtu dagana og reyn- 1 um að finna styrk og hvatn- \ ingu í birtunni, sem frá þeim ; stafar. Og árið sem ieið hefir fært ' ojkkur marga bjarta daga. Þjóð aratkvæðagreiðslan í maí, lýð- veldisstofnunin í júní, óvenju- Iftga sólríkt og gott sumar. — Þessir björtu dagar ættu að verða okkur meira en stundar- naiún. Þeir ættu að verða okkur ! aflgjafi á þessu ári, og lengra fram 1 tímann. Þjöðaratkvæðagreiðsían í triaí færði okkur heim, sanninn um að enn getur íslenska þjóð in itaðið svo að segja sem einn maður, ef mikið liggur við. Það híýtur að auka á traustið á 5 sjálfum okkur, úm leið og það eykur okkur virðingu út á við, ' rneðat annara þjóða. ■ 17. júní á Þingvöllum verður ■ sá (íagurinn.sem hæst gnæfir í : endurminningunni. En því má eldri g’eyma að án þess að þjóð Nýárs-ávarp forseta íslands Sveinn Björnsson, forseti Islands. in hefði áður sýnt einhuga sinn við atkvæðagreiðsluna í maí, á svo eftirminnanlegan hátt, hefði ekki orðið svo bjart yfir þessum degi, sem varð. Á þessum óvenjubjarta degi fjell tjaldið fyrir fortíðinni, og var dregið upp aftur fyrir nýj- um þætti í sögu íslensku þjóðar innar. Efni þess þáttar var að vísu óskrifað þá. En um það efni þóttumst við vita og þykj- umst enn vita sumt, sem ekkí er fram komið. Við vitum, að það verður áíramhaldandi sjálf stæðisbarátta. Við vitum að okk ur er öllum ætlað hlutverk í þeirri baráttu, öllum án undan tekningar. Við ættum einnig að gera okkur sem ljósast, hve mikið veltur á því um framtíð íslehsku þjóðarinnar, að allir, hver og einn láti sjer ant um að leysa sitt hlutverk sem best af hendi. þótt við verðum að leggja mikið að okkur. ^ Síðastliðið sumar fór jeg víða um land, þótt mjer tækist ekki að koma eins víða og jeg óskaði. Mjer fanst jeg verða var við hugarfar því líkt sem jeg hefi drepið á, hvar sem jeg kom. — Mjer var hvarvetna tekið með hlýju og ástiið, Jeg nota þetta kærkomna tækifæri til þess að færa ölium þeim, sem þar áttu hlut gð máli innilegar þakkir mínar. Jeg fjekk einnig tækifæri til þess að finna sama hlýhuginn hjá Vestur-íslendingum og öðr um íslendingum vestan hafs. — Það verður mjer ógleymanlegt hvern hug Vestur-íslendingar bera til lands og þjóðar; hvern- ig þeir fylgjast með málum okk ar, hvernig þeir hafa áhuga fyr ir þeim málum og hvern hlý- hug þeir bera til okkar systkin anna austan hafs. „Yngst.a lýðvftldi hftimsins“, hefir ísland verið kallað í ræðu og riti síoan 17. júní, hjer á j landi og í öðrum löndum. j Margur unglingur mun hafa jorðið fyrir spurningu sem þess jari: „Hvað ætlarðu þjer að jverða?“ Það er misjafnt, hvern jig unga fólkið er við því búið , að svara slíkri spurningu. En ímargir munu geta svarað að þeir hafi einsett sjer að láta jekki sitt eftir liggja ti'l þess að jverða nýtir og góðir borgarar jí þjóðfjelaginu og láta gott af sjer leiða fyrir aðra, hvern sess, sem þeim sje ætlað að skipa. Jeg vil óska þess að segia mætti um íslensku þjóðina, nú á morgni hins nýja þjóðskipu- llagS-, að hún hafi slíkan áseth- ing. Og, að hún viiji setja merk ið svo hátt, að von sje um að ísland megi í framtíðinni skipa virðulegan sess meðal þjóðanna. Síðustu árin hafa fært okkur heim sanninn um, að sá tími er liðinn er við vorum „Einbúi í Atlantshafinu11. Hjer eftir ljótum við að taka virkan þátt í samstarfi með öðrum þjóðum, virkari en nokkru sinni áður, með þeim þjóðum sem við helst óskum að starfa með, En. verður okkar þáttur í því starfi ekki altaf lítils metinn, svo fámennir og smáir sem við erum? Svo kunna ýmsir að spyrja, bæti utan lands og inn- an. Við skulum festa hugann augnablik við nokkrar athyglis verðar staðreyndir í þessu sam bandi. Fyrir rúmum 1000 árum komu Islendingar á hjá sjer rjettarþjóðskipulagi, sem var nær þjóðskipulagi lýðfrjálsra þjóða seinni alda en þá þektist hjá margfalt stærri og fjolmenn ari þjóðum. Atkvæði í elstu lög bók okkar um gagnkvæmar tryggirigar og samábyrgð þegn anna hafa vakið athygli margra á seinni tímum. Á blómatíma þjóðveldisins voru skráð hjer á landi rit á okkar eigin tungu, sem eru sígild enn í dag og fremri bókmentum margra fjöl mennari þjóða. Islendingar voru þá miklir landkönnuðir og manna djarfastir í glímunni við Ægi. Fræðsluhneigðin, bók- mentaáhuginn og sókndirfskan á hafinu hefir aldrei horfið með al Islendinga, hvei’su mikið sem á móti hefir blásið á erf- iðum tímum fyrir land og þjóð. Og heldur ekki þolið og þraut- seigjan við að glíma við nátt- úruc&lin á landi. Við erum í hópi Norðurlanda þjóðanna. Hinar Norðurlanda- þjóðirnar eru allar smáþjóðir að höfðatölu, samanborið við margar aðrar þjóðir. Þó eru þessar þjóðir ekki taldar eftir bátar annara þjóða á ýmsum menningarsviðum. Jeg' þekki ekki neinn hóp annara þjóða, sem segja megi um með sanni að þær muni aldrei bera vopn hver á aðra, heldur ávalt jafna það, «em á milli ber með frið- samlegum hætti. Þessa höfum við íslendingar notið og munum njóta með hinum frændþjóðun um. Merkur breskur stjórnmála- maður sagði einu einni við mig, að jafnan mætti treysta því að Norðurlöndin hjeldu gerða samninga. Vísindir, listir, fje- lagsmálamenning og ýms tækni menning, þetta eru alt svið sem þessi smáríki þola fullkomin samanburð við stærri ríkin. Þau, eru þeim í sumum efnum fremri. Og svo mætti lengi telja. Meðal annars vegna þessara staðreynda um fyrri sögu okk- ar eigin þjóðar og annara smá- þjóða af sama kynstofni virðist mjer það ekki öfgakend hugsun að við getum, ef við stöndum vel saman og leggjum okkur alla fram, skapað menningu með þjóð okkar, sem geti orðið einnig öðrum til einhvers góðs, og máske á einhverjum svið- um til fyrirmyndar. Fámenni okkar og fábreytni ætti að auð velda betri yfirsýn og gera hæg ara að koma við þeim átökum, sem við eiga en hiá stærri þjóð unum, þar sem hjólin í þjóð- fjelagsvjelinni eru orðin svo mörg og margbrotin, að bæði öll yfirsýn og úrgreiðsla vanda mála hlýtur að verða myn erf- iðari og flóknari. Mjer er kunn ugt um að þetta er hugmynd, sem ekki er talin fjarstæða 'af sumum merkustu mönnum með al stærri þjóða. Með stoð í fortíðinni og í þeim staðreyndum sem jeg hefi nefnt, finst mjer full ástæða fyrir okkur að setja markið hátt í áframlialdi sjálfstæðisbar I áttunnar. En orðin ein um að ætla sjer eitthvað hrökkva skamt. Okkur 1 er ekki heimilt að ætlast til þess að okkur miði nokkuð veru legají áttina að marki því, seni við setjum okkur, nema með því að leggja mikið að okkur, Margir mentamenn, fræði- menn, bændur, sjómenn og ann að vinnandi fólk á Islandi gætu 'sagt sögu af því, að þeir hafi lagt hart að sjer, beitt allri ’orku sinni og nejtað sjer um margt til þess að ná drengilegu marki, sem þeir hafa ungir sett sjer. Þar með hafa þeir orðið hæfir og nýtir borgarar, í þjóð fjelaginu, leitt gott af sjer fyr- ir aðra og orðið landi sínu og þjóð til sæmdar. Flestir munu viðurkenna, að eina haldgóða leiðin til þroska er að taka erf ið viðfangsefni fangbrögðum, þótt leggja verði að sjer alt sem kraftar og hæfileikar orka. En því verður ekki neitað, að þrátt fyrir óvenjumiklar framfarir á síðustu áratugum, stöndum við enn að baki öðrum þjóðum í ýmsum greinum. Jeg nefni sem dæmi hagnýta þekk- ingu, fjármálahæfni og fjelags- þroska. Ur þessu verður ekki bætt nema með því að leggja aukna áherslu á bætta þekk- ingu á þessum sviðum. Sú þekk ing fæst að vísu ekki á skömm um tíma, en það má ekki draga úr áhuga okkar. Margar þjóðir hafa undanfar ið orðið að leggja hart að sjer og þola miklar raunir og hörm ungar til þess að varðveita fjör si^t og frelsi. Við eigum eftir aðdeggja talsvert mikið að okk ur, til þess að láta það sannast, sem við öll trúum, að hjer í landi megi lifa góðu menningar lífi, sambærilegu við önnur lönd, ef þjóðin sem byggir land ið nytur frclsioins og finnur til þeirrar ábyrgðar, sem öllu frelsi fylgir. Þessari trú verðum við að halda við og reyna að efla hana og auka. Merkur maður erlendis hefir sagt eitthvað á þessa leið: —• „Það nægir ekki að elska land sitt og þjóð. Sönn ættjarðarást krefst þess að'menn einnig trúi á land sitt og þjóð“. Hvað sem fram undan er, vona jeg að við missum aldrei þessa trú. Með þeirri ósk, að svo megi verða, óska jeg ykkur öllum, sem heyrið mál mitt, gleðilegs nýárs. Barði mann sinn. London: Rafmagnsmaður nokkur hjer í borg hefir fengið skilnað við konu sína, vegna þess að sannað þótti, að hún hefði orsakað tugaveiklun hjá honum „með sífeldu nöldii, skömmum og stundum bars- smíðum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.