Morgunblaðið - 03.01.1945, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.01.1945, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagnr 3. janúar 1945 Skrítnu konurnar í litla húsinu Eftir Phyllis Mégorz Daníel starði vantrúaður á hana. Hann var annars hugar. Hann var að hugsa um, hve iriannanna börn væru ólík, hve þetta væri ólíkt samtali hans við Maisie fyrr um daginn. „En“, hjelt Tamea áfram, hrygg í bragði, „þú elskar ekki Tameu. Hún er kynblendingur“; „Uss, barn!“ sagði Danni. „I mínum augum hefir þú aldrei verið annað en ein sú dýrðleg- asta vera, sem Drottinn hefir skapað“. „En það skiptir miklu máli, að jeg skuli vera kynblending- ur“, sagði Tamea. „Það skiptir engu máli, ástin mín“, hrópaði hann, um leið og hann furðaði sig á því, hvers- vegna hann hefði sagt „ástin“ mín“. Hjarta hans lamdist um, hann hafði suðu fyrir eyrun- um. — „Þú ert guðdómleg", muldraði hann og tók hana í faðm sjer. Varir þeirra mætt- ust...... Tamea kunni að kyssa. „Þú elskar þá Tameu — ást- in mín“, hvíslaði hún. „Þú ert dásamleg". „Og þú ætlar ekki að giftast Maisie, Þótt þú sjert heitbund- in henni?“ „Jeg er ekki heitbundin henni, hefi aldrei verið og mun aldrei verða. Enginn maður gæti fengið betri eiginkonu en Maisie, — en því miður, stendur henni hjartanlega á sama um mig“. Tamea rjett úr sjen og horfði undrandi á hann. „Það er ekki satt. Maisie elsk ar þig“. Hann hristi höfuðið. „Jeg spurði hana að því“, sagði hann. „Hún fullvissaði mig um, að hún eiskaði mig ekki“. „Þá hefir hún sagt ósatt, Danni Pritchard. Hversvegna skyldi hún hafa gert það? — ’Konurnar í þessu landi eru und arlegar konur, hjartað mitt. — Þær blygðast sín fyrir að láta í ljós tilfinningar sínar. Þær þykjast hafa áhuga a því, sem þeim finst í raun rjettri hund- leiðinlegt. Þær þrá allar ein- hvern karlmann, en veigra sjer samt við þvi, að rjetta út hend- ina eftir honum, jafnvel þótt þær hafi sjeð í augum hans glamjja, sem engin kona getur misskilið. „Þetta skil jeg ekki. Jeg varð ástfangin af þjer, yndið mitt, og þegar þú horfðir á mig — kom jeg til þín. Og jeg er svo hamingjusöm, að þegar við er- um gift og jeg hefi alið þjer mörg börn, tekst mjer ef til vill að gleyma því, að jeg er ekki eins og þú hefðir helst viljað að jeg væri“. Danni stóð á fætur og þrýsti henni fast að sjer. Ilmurinn úr yndislegu, hrafnsvörtu hári hennar, sveif á hann, eins og vín. „Tamea! O, Tamea“, muldr aði hann hásróma. „Komdu. — skulum koma aftur til gistihúss ins“. — Þau hjeldu af stað. Tamea var skynsamari en svo, að hún reyndi að brjóta í bága við vilja hans. Hún vissi, að karlmönn- um geðjaðist best að konum þeim, sem ljetu þá ráða. — Tamea ljet stjórnast af sönnustu og frumstæðustu eðlis hvöt konunnar — ástinni. Þótt hún væri ung að árum, var hún fullþroskuð kona, að- gætin, úrræðagóð -— hugrökk — gáfuð. Gaston gamli grá- skeggur hafði í ríkum mæli gætt hana þeim verðmætu eiginleikum, er höfðu verið ríkj andi í hans eigin stórbrotnu skaphöfn. Hún vissi að þessa stundina var Danni Pritchard þræll hennar. En hann var það ekki af fúsum vilja — ennþá. Og hún vissi hversvegna. Hann var að hugsa um blóð það, sem rann í æðum hennar — og Maisie Morrison. En Tamea var hvergi smeyk. Hún trúði á eigin mátt — mátt ástarinnar — og hugði sig geta fengið hann til þess að gleyma hvoru tveggja. í þeirri trú, að hann væri heitbundinn Maisie, hafði hún ákveðið að draga sig í hlje þennan dag, svo að þau gætu komist að einhverri niður stöðu. Hún gat lítið gert að því, þótt Maisie væri svo heimsk að hafa ekki notað tækifærið. Hún hafði gert skyldu sína, og nú hafði hún heyrt Danna sjálfan segja, að Maisie hefði lýst því yfir, að hún elskaði hann ekki, og gat því, með hreinni sam- visku, hafið baráttu á ný. Eins og góður hermaður hafði hún hafið sókn, og eins og oftast fer í sóknarstyljöldum, hafði hún unnið. Hún hafði fundið brenn andi kossa Danna á vörum sjer, augum og hári, og hún var á- nægð. Hefði Tamea verið betur heima í bandarískum háttum og siðum og hefði hún haft ein- hverja hugmynd um, hve mátt- ugt hjúskaparheitið var, jafnvel í þessu landi, þar sem hjóna- skilnaðir voru daglegt brauð, hefði hún fengið Danna til þess að keýra sig til Monterey og kvænast sjer þá um kvöldið. Og ef hún hefði óttast. Maisie hið minsta, sem keppinaut sinn, hefði hún gert það þrátt fyrir fávisku sína. En allur kvíði í þá áttina var nú horfinn og á i\org un ætlaði hún að gera sjer far um, að vera vingjarnleg við hana .... Ef Danni þráði svona heitt, að komast aftur heim á gistihúsið,. ætlaði hún ekki að halda aftur af honum. Hún vissi, að þegar karlmenn voru hryggir eða í djúpum þönkum, kærðu þeir sig ekki um nær- göngla afskiptasemi. — Hvítur bekkur á milli^ kýprestrjánna dró alt í einu að sjer athygli Tameu. Hún ætl- aði að toga Danna að bekknum, en hann streyttist á móti. „Komdu með mjer“, sagði hún. „Nei“, ansaði hann, og rödd- in var hás. „Freistaðu mín ekki, Tamea“. Hann gekk nokkur skref áfram, en hún stóð kyrr. „Nei, jeg kem ekki!“ hrópaði hann og hraðaði sig í áttina til gistihússins. Tamea gekk að bekknum, og settist þar. Eftir andartak kom hann til hennar. Hún vissi, að hann myndi koma. „Þú ert að hugsa um það, sem Mel vinur þinn sagði um mig“, sagði hún ögrandi. „Þú ert að hugsa um, hvílík hætta það sje fyrir hvítan mann að kvænast kynblending". „Nei, jeg var ekki að hugsa um það“, sagði hann. „Þá hefirðu verið að brjóta heilann um það, hvað Maisie myndi segja, þegar þú segðir henni, að við værum trúlofuð“. „Jeg — eh — jeg hygg, að jeg segi henni það ekki — strax“. Tamea rjetti úr sjer og augu hennar skutu neistum. „Þá segi jeg henni það, Daníel Pritc- hard. Hverju höfum við að leyna? Hversvegna ert þú hræddur?“ „Jeg er ekki hræddur“. „Það gleður mig að heyra. — Jeg myndi ekki elska þig, ef þú værir hræddur við nokkurn skapaðan hlut. „Ekki er jeg nú gjörsamlega óttalaus. Jeg er t. d. hræddur um, að jeg elski þig ekki nógu mikið til þess að kvænast þjer. Það, sem jeg hygg að sje ást, er ef til vill als ekki ást — að- eins ástríða“. Tamea hló lágt. Slík heilabrot voru ofar skilningi hennar. „Hvað væri ástin án ást- ríðu?“ sagði hún. „Og væri ekki ástríðan andstyggileg án ástar? Vertu ekki hræddur, vinur. Þú elskar mig nógu mikið, og jafn- vel þótt jeg vissi, að ást þín kynni að þverra síðar meir og þú færir frá mjer, myndi jeg í kvöld krefja þig um alla þá ást, sem þú átt í fórum þjer. Er ekki betra, að hafa lifað dálitla hamingju en als enga? Því að, — þegar skilnaðarstundin renn ur upp — ef hún á að renna upp eins og Mel segir, — munt þú yfirgefa mig eins og þú komst til mín — í ást. Sú koria er heimsk, sem reynir að halda í mann sinn eftir að ást hans er bliknuð og kulnuð — eins og stjörnur himinsins í dögun. •— Þegar þú er^orðinn þreyttur á rnjer,, Danni Pritchard, átt þú að segja mjer það. Þá mun jeg sanna þjer, að jeg elska þig. Jeg mun kyssa þig og senda þig á brott með bros á vör. — En jeg hygg að sú stund renni aldrei upp, ástin mín. Þú verð ur aldrei þreyttur á mjer“. „Nei, jeg verð aldrei þreytt- ur á þjer“, stundi Daníel. ,,Þú ert að gera mig alveg ærðan“. „Gegnt vilja þínum?“ spurði hún. * 2. Þannig voru systurnar æði einmana, en þó ekki alveg, þar sem enn átti ein manneskja enn heima á Snotru- stöðum. Það var lítil telpa, sem hjet Súsanna, og var munaðarlaus og kom til systranna, til þess að verða þjónustustúlka hjá þeim. Þegar Súsanna fyrst kom í bætta Ijereftskjólnum sín- um, og með hin fötin sín, greiðuna, sápuna, og tann- burstann í strákörfu. þá bauð ungfrú Petra henni inn í eldhúsið, og Súsanna litla varð frá sjer numín, þegar hún sá hve allt var skínandi hreint, fágað og bjart þar inni. „Æ, hvað hjer er fallegt”, hrópaði Súsanna litla. „Mik- ið er jeg heppin að fá að vera hjer”. En hvort sem þið trúið því eða ekki, þá herpti ungfrú Petra saman varirnar, í stað þess að brosa og vera glöð, og skipaði Súsönnu að fara strax upp í herbergið sitt og koma dótinu sínu þar fyrir, — og því miður uppgötvaði Súsanna litla það fyrr en varði, að hún hafði ekki verið eins heppin með vistina og hún hjelt í fyrstu. Því hún varð að vinna og þræla engu minna en Ösku- buska, sem þið hafið sjálfsagt heyrt um. Hún var að fara á fætur klukkan fjögur að morgni, hvernig sem veður var, og allan daginn var hún að þurka ryk, skúra gólf, fægja málm, bæta föt, sauma og sópa. Ekki hefði Sú- sönnu þótt neitt slæmt að vinna mikið, ef bara þær syst- ur hefðu verið ánægðar með hana og verk hennar. En þær voru það alls ekki á nokkurn hátt. Þær sögðu allrei nokkurn tíma: „En hvað þú hefir þvegið gluggana vel, Súsanna”, eða „ósköp var maturinn góður hjá þjer í dag, Súsanna mín”, eða „mikið hefirðu saumað laglegar þurk- ur þarna, Súsanna litla”, heldur gægðust þær inn í hvert einasta horn, og struku eftir stólbríkunum og gáðu að, hvort þar væri ekki nokkurn rykkorn, ávítuðu hana vegna þess að hún hefði notað of.mikinn sykur og hjeldu upp höndunum í hryllingi, ef þær heyrðu hana syngja yfir þvottabalanum. Og *miklu verra var það að þær kölluðu hana aldrei nafninu sínu, Súsönnu, heldur stelp- Kennari flutti eitt sinn erindi um háttsemi Rómverja hinna fornu. Hann hóf mál sitt á þessa leið. „Eins og þjer vitið, háttvirtu áheyrendur, sátu Rómverjar ekki á stólum eins og vjer, er þeir mötuðust, heldur lágu þeir í hring um borðið, studd- ust á annan olnbogann, en möt uðust með hinum. -k Karl nokkur kom til Reykja- víkur og var meðal annars sýnd slökkvistöðin. Eftir að hafa virt húsið fyrir sjer vandlega, sagði hann með miklum spekings- svip: — Ja, margan eldsvoða og mikinn þarf til þess að svona stofnun geti borið sig. Frúin: — Hvernig stendur á því að jeg finn hálfreyktar sígarettur um alt húsið. Stúlkan: — Það er af því, að jeg hefi ekki tíma til þess að Ijúká við þær. ★ Fyrsti kappakst.ur, sem vitað er um, fór íram á vegalengdinni milli París og Bordeaux árið 1895. Sigurvegarinn ók með 14 km. ■ hraða að meðaltali á klukkustund. Fúsi: — Jeg átti að spyr-ja um, hvort hjer væri nokkur víxill á Jónas Jónsson? — Er hann samþykkjandi? — Nei. — Er hann fallinn? —- Nei, hann er í Bretavinnu. ★ I veislu einni, sem Georg Bernhard Shaw var í, kom gest gjafinn til hans og spurði hann um álit á fiðluleikara einum, er hann hafði fengið tíl þess að spila í veislunni. — Hann- minnir mig á Paderewsky, svaraði Shaw. — En Paderewsky er ekki fiðluleikari. — Einmitt, einmitt, svaraði Shaw. ★ Kennarinn: — Hvað er hæsta fjall í Asíu, og hvað er nafnið. Nemandinn: — Hæsta fjall í Asíu er Himalaya og nafn mitt er Vilhjálmur, kallaður Villi. • ★ Kennarinn: — Geturðu sagt mjer, hvað ljós er, Villi. Villi: — Já, það er það, sem maður getur sjeð. Kennarinn: — Hvaða vitleýsa er þetta. Þú sjerð mig og jeg er þó ekki Ijós.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.