Morgunblaðið - 17.01.1945, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.01.1945, Blaðsíða 1
32. árgangur. 13. tbl. — Þriðjudagur 17. janúar 1945. Isafoldarprentsmiðja h.f. RÚSSAR GEISA ÁFRAM í SUÐUR- PÓLLANDI A NÆR 250 KM. SVÆÐI Sóknin á Kyrrahafssvæðinu '<y/A ('IUZQN MARIANAS ; P A C I F i C ISLANDS : ,.an,,á PHIUPPINE alSLANDS O C E A N <-..—, • i&vSJIslE} &ÍT7T1 ^GUAM MINDAf4A( ' tm. ^ 094* jjULY 30/ .MOROTAl [MAY 27j ca*°UNE islands jMAY 17 J : I lAPR 221 \ -.^^wakoe i 1 . 4% ,5 í HALMAHERA . SANSjAPOR ’AA K,s' V' timorlaut is . v 5% 0VMOK AXAFUKA SiA PORT moresbyM m Á kortinu hjer að ofan má fylgjast með því stig af stigi. hvernig sókn Bandaríkjamanna í áttina til Filippseyja hefir gcngið og hve fijótt. Á Leyte var gengið á land hinn 20. okt. sl-, cn á Luzon í byrjun yfirstandandi árs. Bretar byrja árásir norðan Geilenkirchen Sagðir beita 250 herfylkjum og hafa tekið margar borgir London 1 gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. ALT BENDIR TIL ÞESS, að sannar sjeu fregnir Þjóð- verja um það, að Rússar sjeu í sókn á gjörvöllum víg- stöðvunum frá Karpatafjöllum norður að Eystrasalti og munu beita geisilegum herafla. Sjálfir tilkyntu Rússar í kvöld, að herir Zukofs marskálks hefðu byrjað sókn fyrir norðan sóknarsvæði Konievs og sótt þar fram um 65 km. fyrir sunnan Varsjá á 125 km. víglínu og tekið ýmsar borgir. Koniev hefir einnig haldið áfram sókn sinni og nálgast nú Krakov. Hafa báðir herirnir í Suður- og Mið Póllandi rofið víglínur Þjóðverja og geisa þar fram. Þjóðverjar segjast hörfa undan. Borgir þær, sem Rússar hafa tekið, eru allmargar og fjöldi þorpa. Meðal borganna er Rodom. allmikil borg. Talið er að herir Konievs og Zukofs sameinist bráðlega. Sunnar eru háðir harðir bardagar, en breytingar litlar London I gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. BRESKAR hersveitir úr öðrum hernum hófu síðdegis í dag áhlaup á stöðvar Þjóðverja nokkru fyrir norðan borgina Aachen, eða á Geilenkirchenslóðunum, en þar hafa Þjóðverjar nokkurn fleyg inn í víglínur bandamanna og mun ætlunin með áhlaupi þessu vera sú, að afmá fleyg þenna. Hefir áhlaupið gengið að óskum hingað til, þótt viðnám sje harðnandi. — Sunnar er mest barist í Elsas, þar sem 7. her bandamanna hefir gert áhlaup á stöðvar Þjóðverja norðan Strasburg. Rakettu- á Norður- LONDON: Fyrir nokkru síð an var rakettusprengjum skot ið. í fyrsta skipti á Norður-Eng la-nd. AUmargt fólk, þar á með al nokkur börn, beið bana. Þrátt fyrir það, þótt langt sje nú um liðið, síða-n loftárásir hafa verið gerðar á svæði þessi, var • ruðningssveitum skjótt kömið á fót. Skemdir og manntjón varð í nokkrum borgum, á kolanámu- sv.æði og í sveitum. Auk rak- ettusprengnanna var flug- sprengjum skotið, og er talið að Þjóðverjar hafi gert þetta, bæði til þess að dreifa kröftun um fi'á vörnum Suður-Eng- lands og einnig til þess að gera tilraunir með að auka fluglengd skeyta þessara. Ef þeim hefði verið skotið frá Þýskalandi eða Jótlandi, drægju þær nú um 7—800 kíló metra. Talið er áreiðanlegt, að Þjpðverjar sjeu að reyna að au,ka við fluglengd þessara vopna. Meðal annars hafa þau að undanförnu nokkrum sinn- um sjeðst á flugi yfir Svíþjóð á ,leið til austurs. Sumir hafa fajlið á sænskt land. — Þjóð- verjar hafa tilkynt í opinber- um fregnum sínum, ,,að hefnd aryopnum hafi verið skotið á Manchester11. — (Daily Tele- graph). Flugvirki hælf að lenda í Rússlandi LONDON: Nýlega tilkynnti hermálaráðuneyti Bandaríkj- anna, að hætt vaéri að láta sprengjuflugvjelar Bandaríkja- mánna hafa viðkomu í Rúss- landi í árásarferðum sínum til Þýskalands, en þetta var sem kúnnugt er, gert s. 1. sumar og fyrr. Gerðu þá flugvjelarnar á- rásir sínar, flugu síðan til rúss neskra flugvalla og tóku nýjan sprengjufarm, rjeðust svo aftur á Þýskaland i bakaleiðinni til Bretlands. — Þessu hefir ver- ið iNeett vegna þess, hve erfitt er að búa flugvjelar til atlögu í vetrarkuldunum í Rússlandi og einnig vegna hins, að yfir- ráðasvæði Þjóðverja hefir mjög minkað. (Daily Telegraph). i Ekki hafa enn orðið miklar orustur á hinum nýju sóknar- stöðvum Montgomerys, enda vart um stórsókn að ræða. En þeim mun harðari eru orusturn ar í Elsas, þar sem talið er víst, að Þjóðverjar reyni að halda í lengstu lög landssvæði því, sem þeir hafa þarna vestan Rínar. Ekki hafa neinar fregnir bor ist um bardagana fyrir sunnan Strasburg, en þar hefir einnig verið barist mestan hluta dags dag, einnig um hin tvö þorp, em hörðustu viðureignirnar stóðu um í gær, Hatten og Rittershofen, og verður ekki sjeð að þar hafi neitt breyttst. Eftir töku Houffalize sækja bandamenn fram í fleygnum í Ardennasvæðið. Er næsta tak- mark bandamanna þarna bær- inn St. With. Sóknin gengur hægt, þótt ekki sje barist mik ið. — Meira er barist sunnar við fleyginn, en vart er þar heldur um miklár breytingar að ræða. Veður er enn mjög lllt á öll- umþessum vígslóðum og þoka yfir, þykkt hríðarloft. Gunther Prien er enn LONDON: Frægasti kafbáta- foringi Þjóðverja í þessari styrj öld, Gunther Prien, sem sökti breska orustuskipinu Royal Oak í Scapa Flow, er enn á lífi, en Þjóðverjar tilkyntu fyrir um þrem árum, að kafbátur hans hefði verið talinn af. Nú berast fregnir af því, að hann hafi verið fangi hjá Bretum, en sloppið úr haldi þaðan þann 13. apríl 1941. Síðan var ekkert um hann vitað um langa hríð, en nú mun hann vera í fangabúð- um vestur í Ameríku, nánar til tekið í Pænix, Arizona, en það an sluppu nýlega 25 þýskir fangar. Prien er ekki sagður hafa verið meðal þeirra og hafa sex af flóttamönnunum þegar náðst aftur. (Daily Telegraph). Stýrimannafjelag íslands 25 ára Gefur 5 þús, kr. til dval- arheimilis aldraða sjó- manna. STÝRIMANNAFJELAG ísiands varð nýlega 25 ára og samþykli þá af þvi tilefni að gefa 5 þús. krónur til dvalar- heimiiis aldraðra sjómanna. Er þessi gjöf gefin í minningu um látna meðbmi fjelagsins. Herirnir, sem beitt er. Herfræðingur vor lætur í kvöld það álit í ljós, að Rússar beiti alls 250 herfylkjum i sókn þessari, hinni miklu. Telur hann að þeim sje skipað þannig til atlögu: 27 er teflt gegn Þjóð- verjum í Kúrlandi, 15 gegn Austur-Prússlandi, 21 gegn svæðinu milli Austur-Prúss- lands og Varsjár, eru þar af margar skriðdrekasveitir, 39 her- og 7 skriðdrekasveitum er beitt fyrir sunnan Varsjá, 48 herfylki eru í sókn Konievs. — Þá er talið að Rússar beiti um 20 herfylkjum í sókn í Karpata fjöllum, sem Þjóðverjar til- kyntu i dag að byrjuð væri. og um 70 herfylki berjist í Ung- verjalandi. — Herfræðingurinn segir að þetta sje langlíklegasta skiftingin á sóknarherjum Rússa. Verður Varsjá umkringd? Ef varnir Þjóðverja reynast ekki öflugri á svæðinu fyrir norðan Varsjá, en fyrir sunn- an borgina, er ekkert líklegra, en hún verði umkringd. Myndu þá Þjóðverjar á 320 km. víg- línu standa gegn öflugri her rússneskum, en öllum herjum bandamanna á Vesturvígstöðv- unum, eins og stendur. Þjóð- verjar segjast hafa orðið að yf- irgefa bæ einn skamt fyrir aust an landamæri Austur-Prúss- lands eftir harða bardaga, en Rússar segja enn ekkert um sókn á því svæði. Frjettaritarar í Moskva segja veður þannig, að flughernum verði ekki beitt. Fallnar borgir. Borgir þær, sem Þjóðverjar hafa tekið í Póllandi í dag auk Radom eftirfarandi borgir: Zvolen, Warka, Deblin, Solec Framh. á bls. 11. England

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.