Morgunblaðið - 24.02.1945, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 24. febrúar 1945
Útg.: H.f Árvakur, Reykjavík.
, Framkv.ptj.: Sigfús Jónsson.
Bitstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Óla. /
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Auslurstræti 8. — Simi 1600.
Áskriftargjald: kr. 7.00 á manuði innanlands,
kr. 10.00 utanlands.
í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók.
DETTIFOSS
SKAMT er stórhöggvanna milli, sem reidd eru að
flota Eimskipafjelags íslands. Það eru aðeins liðnir rúmir
þrír mánuðir síðan Goðafoss var skotinn í kaf hjer fast
við strendur landsins, með þeim hörmulegu afleiðingum,
sem þjóðinni er enn í fersku minni.
Og nú berst okkur sú harmfregn, að annað farþegaskip
Eimskipafjelagsins, hið glæsilega og trausta skip, Detti-
foss, hafi einnig farist af hernaðarvöldum. Enn er ekki
vitað hversu mörg mannslíf hafi glatast með missi þessa
skips. Vitað er um 30, sem bjargast hafa, af 45, sem á
skipinu voru. Hver afdrif hinna 15 hafa orðið, er óvíst
þegar þetta er ritað. Ef til vill kemur vitneskjan í dag.
Eða máske ekki fyr en eftir nokkra daga. Milli vonar og
ótta er fregnanna beðið. Það er gamla sagan, sem sí og æ
endurtekur sig.
íslenska þjóðin er skelfingu lostin yfir þessum tíðind-
um. Hið mikla afhroð, sem þjóðin hefir biðið á skipa-
stóli sínum af völdum styrjaldarinnar og hin mörgu
mannslíf, sem glatast hafa, er orðið svo geigA’ænlegt, að
jafnvel sjálfar styrjal,darþjóðirnar komast þar ekki í sam-
jöfnuð, þegar miðað er við fólksfjölda.
Fyrir stríð átti Eimsikpafjelagið sex skip. Af þeim hefir
fjelagið nú mist þrjú skip af völdum stríðsins: Gullfoss,
Goðafoss og nú síðast Dettifoss. Tvö hin síðastnefndu voru
meðal bestu skipa fjelagsins. Geta má og þess, að þegar
stríðið braust út, átti Eimskip í smíðum vandað farþega-
skip, en misti það.
Eimskipafjelagið á nú aðeins fjögur skip eftir: Brúar-
foss, Lagarfoss, Selfoss og Fjallfoss, sem fjelagið keypti
haustið 1941. Tvö þessara skipa, Lagarfoss og Selfoss eru
orðin svo gömul og úr sjer gengin, að þau koma að litlu
gagni.
Með missi Dettifoss er horfið eina farþegaskip Eim-
skipafjelagsins, sem var í Ameríkusiglingum. Stöðvast
þar með flutningar fólks sjóleiðina milli íslands og Amer-
íku, Þarf ekki að lýsa vandræðum þeim, sem af þessu
hljótast, þar sem aðrar leiðir mega einnig teljast lokaðar
fyrir almenning.
Islenska þjóðin fær aldrei bætt hin mörgu mannslíf,
sem glatast hafa með missi skipanna. En skipatjónið verð-
ur hún að fá bætt. Það verður mikið átak. En það verk
verður að vinna og það hið skjótasta.
BREYTT UM SVIP
ÞEGAR andstöðuflokkar Sjálfstæðismanna í bæjar-
stjórn á undanförnum árum hafa lagt áherslu á gagnrýni,
í garð meirihluta bæjarstjórnar, hefir viðkvæðið oftasl
verið þetta. Hjer er allt ógert að heita má. Hjer vantar
allt til alls.
Aðfinslurnar hafa stafað af því, að Reykvíkingum hef-
ir ekki tekist, að byggja nýtísku borg með öllum fremstu
nútíma þægindum fyrir 40—50 þúsund manns á einum
mannsaldri. Hjer hefir ýmislegt vantað, og verið auðvelt
á það að benda.
En fyrr meir var það viðkvæðið, að bæjarbúa van-
hagaði um eitt og annað vegna þess eins, að „bæjarstjórn-
aríhaldið” væri andvígt öllum framförum.
Þó þessu hafi verið haldið fram, þá hafa allir sjeð, að
slíkar ákúrur hafa verið flokksáróður einber. Sjálfstæð-
ismenn hafa alltaf óskað eftir hraðstígari framförum, en
haldið fast við þá stefnu, að bærinn yröi að sníða sjer
stakk eftir vexti, og framkvæmdir eftir fjárhagsgetu
borgaranna. Vegna þessarar stefnu hafa framfarirnar
getað haldið áfram — jafnvel þegar hart var í ári.
Nú er komið ánnað hljóð í áróðurs-strokkinn. Nú stend-
ur upp málsvari, Alþýðuflokksins í bæjarstjórn og býsnast
yfir því, hve. framkvæmdir bæjarins sjeu miklar og marg-
háttaðar. >n-; /; -j;i.í'ir. ;Dor: j
„Öðru vísi mjer áður brá”. æ í./jv usd- ;r;;ú ff/n/n.r!
Brjef:
Valdboð
Dagsbrúnar
! A . MANUDAGINN komu 3
togarar af veiðum, 2 til Hafn-
arfjarðar um kl. 4 og b.v.
„Skutull“ til Reykjavíkur kl. 7.
i Hafnarfjarðartogararnir voru
tilbúnir til að sigla kl. 8 um
kvöldið, en ætluðu að bíða til
kl. 10 eftir Skut i, svo hann
gæti orðið þeim samferða, en
hann gat ekki verið tilbúinn
fyr. I samþyktum Dagsbrúnar
er verkamönnum bannað að
vinna lengur en til kl. 8 að
kvöldi, nema stjórn eða formað
ur veiti undanþágu. Þegar
þannig hefir staðið á, hefir und
anþága oftast nær verið veitt.
En að þessu sinni var neitað
um undanþágu, svo að skipið
fjekk ekki afgreiðslu fyr en
daginn eftir, á þriðjudag, hvern
ig sem íormanni Dagsbrúnar
var leitt fyrir sjónir, hvað það
væri nauðsynlegt fyrir skipið
að fá afgreiðslu strax, svo það
gæti siglt um kvöldið með hin-
um skipunum, þó ljet hann það
ekkert á sig fá. Honum fanst
það hjegómi einn, hvort farm-
ur skipsins, er var orðinn 17
daga gamall, yrði ónýtur, við
að bíða upp undir 20 klst. í
höfn í frostlausu veðri, það
fanst honum ekki atriði, er
tæki að tala -um.
Þegar formanni Dagsbrúnar
var bent á af fulltrúa útgerð-
armanna í Samflotanefndinni,
að ef óhapþ kæmi fyrir togar-
ann á leiðinni og hann kannske
færist með allri áhöfn vegna
þess, að hann hefði ekki sam-
fylgd, þá yrði ekki öðrum kent
um slysið en Dágsbrún, þar
sem skipið misti af samfylgd-
inni eingöngu hennar vegna,
þá svaraði formaður Dagsbrún
ar með þessum 'orðum:
j „Það verður að hafa það“.
' Hvað snertir þær viðbárur
Dagsbrúnar, að hægt sje að
segja togurunum að koma fyr
inn, svo að hægt sje að hafa
lokið afgrerðslu þeirra fyrir kl.
8 að kvöldi, þá er því til að
svara, að það fer algjörlega eft
ir því, hvar skipið er að veið-
um. Sje skipið að veiðum á
Selvogsbanka, þegar þar veið-
ist aðeins á nóttunni og undir
morguninn og skipið er 10 klst.
heim af miðunum, þá getur það
ekki komið fyr inn en undir
kvöld, nema sleppa morgunveið
inni, þó að vanti í skipið, eins
og átti sjer stað í þessu tilfelli.
Ef skip er áð veiðum á Hala-
miðum, þegar þar fiskast líka
þest á nóttunni og með morgni,
þá geta skip komið inn fyrri
hluta dags, því að siglingin
heim tekur 20 klst.
Það er því hætt við, að það
varði örðugt að uppfylla þetta
skilyrði Dagsbrúnar.
Jeg er hræddur um, að það
örfi ekki undirtektir hjá Ný-
byggingarráði um að byggja ný
skip, sem koma til með að kosta
miljónir, á sama tíma sem virð-
ist vera unnið markvist að því,
að ekki verði gerð út botnvörpu
skip á Islandi. "
\Jílverjl óbriflar:
Irijr cíaaieaa Ííiinu
Þórður Oláfsson.
íslandsmeistarinn úr
Ártúnsbrekkunni.
ÞAÐ HEFIR allmikið verið
rætt um það hjer í dálkunum, að
nauðsynlegt væri að fá Ártúns-
brekkuna til skíðaiðkana .fyrir
bæjarbúa, einkum vegna ungl-
inga. Mörg rök hafa verið að
^þessu leidd. Það er ekki nema
um hluta af brekkunni að ræða,
'þar sem ávalt leggur snjó að vetr.
inum ti4.
Mótbárur hafa heyrst um ]>etta
og því borið við, að þarna eigi
Thorvaldsensfjelagið að fá lóð
undir barnaheimili sitt. En það
tvent þarf als ekki að rekast á,
ef liðlega er að farið.
Nokkrir skíðamenn voru að
rabba saman um Ártúnsbrekk-
una í gær og vonuðust allir til að
málið yrði afgreitt á bæjarrá'ðsr
fundi í gærkveldi (sem ekki er
vitað þegar þetta er skrifað). —
Einn þeirra sagði sögu, sem jeg
tel merkilega. En hann sagði:
— Þið vitið, að einasti íslands-
meistarinn í skíðaíþrótt, sem við
Sunnlendingar eigum, er ' alinn
upp í Ártúnsbrekkunni, hún Maja
Örvar, sem hefir verið íslands-
meistari í svigi kvenha í tvö ár.
Hún æfði sig í Ártúnsbrekkunni
frá því að hún var smátelpa. —
Þetta fanst mjer athyglisvert —
og þykir kannske fleirum.
•
Slettur.
KUNNINGI úr Kjósinni skrif-
ar mjer brjef og er áhyggjufull-
ur. Það sem að honum gengur er,
að hann óttast að íslenskunni sje
að hraka, sjerstaklega þó í dag-
legu tali. Það sje að færast í auk-
ana, að menn sletti útlendum orð
um. Finst honum, sem vonlegt er,
þþetta vera undarlegt, þar sem
unglingar fái nú yfirleitt aðgang
að betri mentun, en áður fyrr.
Hjer er’u nokkrar setningar úr
brjefinu:
„í blöðunum er slett útlendum
rðum af lítillri smekkvísi í blaði,
sem jeg hefi fyrir framan mig er
getið um 45 ára „Lagermann".
Ekki er þess getið hvort hann hef
ir verið á „lager“ allan þenna
tíma. I sama blaði er talað um
„lagersaum“. Auglýst er eftir
„húslegum stúlkum". — Fleira
mætti nefna.
Slettur, einkum dönskuslettur,
eru enn algengar í daglegu tali.
Hjer eru nokrar teknar af handa
hófi af mýmörgum, sem daglega
eru notuð af öllum fjöldanum:
T. d. „Stúlkan er frammi í kokk
húsi að vaska upp leirtauið með
viskustykki“. Þá eru til bílar,
sem nefndir eru „drossíur“ og
„rútubílar".
•
Mikill munur.
BRJEFRITARI vill að gerð sje
gangskör að því, að útrýma út-
lendu slettunum úr blöðum, bók
um og daglegu tali og að bestu
menn þjóðarinnar beiti sjer fyrir
þessu máli.
Munu flestir góðir menn vera
honum sammála um þetta atriði.
En ekki er jeg persónulega sam-
mála brjefritara um, að útlend-
ar slettur sjeu algengari nú en
þær voru t. d. fyrir nokkrum ár-
um. Jeg held að fólkið tali miklu
hreinna og betra mál yfirleitt, en
gert var fyrir nokkrum tugum
ára og fari sífellt batnandi. Það
er mjer t. d. í barnsminni, að
tveir eldri menn, báðir íslend-
ingar, voru að tala saman og ríf-
ast út af 10 króna skuld. Sá, sem
verið var að innheimta hjá, Vildi
ekki viðurkenna, að hann skúlíl
aðí neitt, én þá varð hinurn að
Órði: .
jXgxOX* ‘'•»x*>^x§x$*§X$>^>^>^>4H>>
„Hvað.er þetta, maður. — Það
stendur á datónni, 10 krónur,
veskú, kontant, betalt“.
Landkynning og
íþróttaafrek.
ÁHUGAMAÐUR skrifar mjer
og heldur því fram með eitt land
kynningarefni fyrir Island, hafi
ekki verið notað sem skyldi, en
það er afrek Gunnars Huseby í
kúluvarpi. Telur hann hjer vera
á ferðinni vanrækslu, jafnvel ó-
fyrirgefanlega. Erlend blöð
myndu gleypa við fregnum eins
og þessari og íþróttamenn um all
an heim veita henni athygli.
Þetta er vitanlega rjett hjá
brjefritara. En misskilningur
hans liggur í því, að það er fyrir
langa löngu búið að senda fregn-
1 ir um afrek Gunnars Huseby til
. útlanda og þau hafa verið birt í
! erlendum blöðum, t. d. í Svíþjóð.
Morgunblaðið birti t. d. fyrir
nokkrum mánuði fregn um það,
1 að Gunnar Huseby og afreka
hans hefði verið getið í sænskum
íþróttablöðum.
•
Vatnsrensli og
viðgerðir.
„ÞAÐ ER verið að tala um, að
við húsmæðurnar förum illa
með vatn og notum það í óhófi",
skrifar kona nokkur í brjefi til
min. „Það má vel vera að svo sje
víða. En það er ekki áltaf okkur
húsmæðrunum að kenna þó vatn
renni að óþörfu. Jeg veit t.d. um
heimili, þar sem ekki hefir feng
ist gert við bilaðann vatnshana i
marga mánuði. Engir fagmenn
hafa verið tilkippilegir að gera
þessi nokkur handtök, sem þarf
til að koma krananum í lag og
okkur er gefið í skyn, að við yrð
um látin greiða háar sektir, ef
ófaglærðir menn snertu á þessu
verki. Hvað á maður að gera?“
Það virðist liggja beinast við,
að tilkynna þetta til skrifstofu
Vatnsveitunnar. Þeir eiga að
hafa einhver ráð til að bæta úr.
Yfirleitt ættu allir að gera sjer
það að reglu, að ef þeir vita um
bilun á 'vatnsæðum, eða óhófs-
eyðslu vatns, að láta Vatnsveit-
juna vita.
Sektir og nafnabirt-
ingar.
ANNARS hefi jeg enga trú á
öðru, en að gengið sje hart eftir
hjá fólki að það misnoti ekki
vatnið.. Það þarf að hafa strangt
eftirlit með húsum í bænum.
„Hlusta þau“, eins og einu sinni
var gtfrt og síðan birta nöfn
þeirra er láta vatn renna til ónýt
is eða gera þeim að greiða sektir.
Fyrr held jeg að þetta komist
ekki í lag.
unnmn a
Kjalarnesi
I VIKUNNI veiddist minkur
í gildru í Álfsnesi á Kjalarnesí.
Minkur þessi hafði drepið allar
hænurnar á bænum, nema eina.
Hafði minkurinn einnig heim-
sótt næsta bæ, Víðines, og
drepið þar hænsni.
Heimamenn í Álfsnesi reyndu
mikið til að veiða minkinn, en
það mistókst, þar til þeim húg-
kvæmdist að útbúa gildru með
ágni. — Á Kjalarnesi þykir
minkurinn hinn mesti vágest-
iú, sem annarsstaðar, þar sem
lians hefir orðið vart. "